Dagur - 20.07.1977, Side 3

Dagur - 20.07.1977, Side 3
Hver treystir sér Fyrir skemmstu leit kennari einn inn til blaðsins og ræddi litillega um það flókna skóla- kerfi, sem við búum við. Eink- um ræddi kennarinn prófin. — Hann hafði'meðferðis prófverk- efni úr Hamrahlíðarskólanum í Reykjavík frá 13. maí 1976. Ætl- ast var til, að unglingarnir lykju þessu verkefni á einni klukku- stund, milli klukkan eitt og tvö þann dag. En hver vill nú ljúka þessu verkefni á einni klukku- stund, spurði hann og lagði verkefnið á borðið. Það hljóðar svo: „fslenska 33. Heimilt er að nota í prófinu BÓKMENNTIR Hannesar Pét- urssonar. Verkefni eru fjögur og gefa samtals 60 stig. Munið að vanda frágang. I. (20 stig). Upplýsingin eða jfræðslu- stefnan var um skeið áhrifa- mikil hérlendis: a) hvenær var það (2 stig) b) hver var afstaða ís- lenskra fræðslustefnu- manna til bókmennta? (6 stig) c) nefnið fjögur merk rit í lausu máli í anda stefn- unnar - nefnið höfunda þeirra og greinið frá á hvaða tungumáli þau eru samin. (12 stig) II. (20 stig) Persónusköpun, boðskapur og vild í Vonum eftir Einar H. Kvaran. III. (10 stig) Lýsið samskiptum bræðr- anna Eyjólfs og Páls í Svartfugli. IV. (10 stig) Hvað má lesa í kaflanum á baksíðunni um: a) sögumann og sjónar- horn b) sögusvið c) sögutíma Rökstyðjið svörin. Ritgerð sem þegar hefur verið metin skoðast 30 hundraðshlut- ar prófsins og verkefni úr Svart- fugh 10 stig.“ Og kennarinn sagði ennfrem- ur á þessa leið. En nemendur fá ýmisleg hjálpargögn með bókmenntaprófi þessu. Þar var löng og mikil skýring nýyrða, sem gert var ráð fyrir, að nem- andinn þyrfti að skilja og nota í úrlausninni. Auk þess fylgdi enskuþýðing á hverju orði inn- inan sviga. Það er eins og lær- dómsmenn séu að koma sér upp orðaforða, sem almenningur ekki skilur, eða hvað? Eða hvað segja menn um ný- yrði eins og hópefh, sem á að tákna samvinnu eða samhjálp? Eða þá atferlismótun og atferl- iseðli í uppeldisfræði og kennsluvísindum? Þá heitir bæklingur um móðurmálið, Marklýsingar móðurmálsins, og ætlaður kennurum til skilnings- auka. Mér datt nú bara í hug markaskráin, þegar ég sá þetta og vísan, sem Kölska er eignuð, og hefst svo: Mínu lýsi ég marki hér. Þá er mannmánuður ný- yrði og á að tákna vinnu eins manns í mánuð. Athvörf er not- að um sæluhús og dagheimili, og orðið ferli á að tákna sögu- þráð, en „vild“ er stefna eða skoðun höfundar, t. d. í ritverki. Karlinn nennti ekki lengur Oft velja þrestir sér hreiðurs- stað hjá góðu fólki, og hér hjá góðum ljósmyndara. En margt fer öðruvísi en ætlað er, því áður en útungun var lokið, nennti karhnn ekki lengur að stunda aðdrætti og hvarf. Kona ljósmyndarans tók þá að færa þrastafrúnni mat og drykk, sem var með þökkum þegið. Heiðraðir Hér með fylgir mynd af Jóni Kristjánssyni, en blaðinu tókst ekki að ná í mynd af grasafræð- ingnum. Jón Kristjánsson, form. Fegrunarfél. Akureyrar. Jón Kristjánsson, formaður Fegrunarfélags Akureyrar um fjölda ára var fyrir skömmu heiðraður með riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir margháttuð ræktunar- og félagsmálastörf. Annar Eyfirðingur, Ingimar Óskarsson, grasafræðingur, var gerður að heiðursdoktor við Há- skóla íslands nú í vor. Það er fagnaðarefni við Eyja- fjörð, að þessir menn, sem eru framúrskarandi, hvor á sínu sviði, skyldu hljóta verðuga við- urke nningu þjóðfélagsins fyrir vel unnin störf. Ágætir tónleikar Frú Sigurlaug Rósinkranz, sópr- ransöngkona, söng í Akureyrar- kirkju sl. laugardag kl. 20.30 við undirleik Ragnars Björnssonar organleikara. Lögin, sem frúin söng, voru: í rökkurró hún sefur; Þei, þei og ró, ró og Þeir tóku hann höndum úr órator. Friður á jörðu. Öll eftir Björgvin Guð- mundsson. Eftir Eyþór Stefáns- son: Sofðu rótt, Söngur harp- slagarans og Ave María. Eftir G. F. Handel: Aftanni del pen- sier úr órator. Ottone og Pi- angero la sort mia úr órator. JuUo Cesare og að lokum Rec. Larghetto og allegro modetta úr Exultate jubilate eftir W. A. Mozart. Ragnar lék eiiileik á kirkju- Frú Sigurlaug Rósinkranz. orgelið Konsert í a-moll og Tokkötu og fugu í d-moll eftir J. S. Bach. Ekki er það ætlun þess, sem þessar línur skrifar að gagn- rýna söng og leik, heldur færa fram þakkir til listafólksins fyrir yndislega stund í kirkjunni. Sá unaður, sem streymir inn £ sálir þeirra, er á slíka tónUsta hlýða, er hrífandi. Því miður voru áheyrendur fáir á þessum ágætu tónleikum og má vafalaust kenna óheppi- legum tíma (laugardagskvöld í júlí) og einnig rangri tímasetn- ingu í auglýsingu í blöðum . Frú Sigurlaug Rósinkranz og Ragnar Björnsson. Hafið þökk fyrir komuna og komið fljótt aftur. H. S. Sigríður Sigurðardóttir frá Egg Sigríður Guðrún, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Rein í Hegranesi 30. ágúst 1910, en fluttist með foreldrum sínum árið eftir að Egg í sömu sveit. Þar átti hún heima eftir það, að undanskildum 7 síðustu árun- um, sem hún átti heima á Sauð- árkróki. Hún fór í sjúkrahúsið á Sauð- árkróki um miðjan febrúar, og þar lést hún 28. maí. Jarðarförin fór fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 4. júní að við- stöddu fjölmenni, en jarðsett var á Ríp í Hegranesi. Sigríður var dóttir hjónanna Sigurðar Þórðarsonar frá Hnjúki í Skíðadal og Pálínu Jónsdóttur frá Egg. Bjuggu þau lengi rausnarbúi á Egg. Þar var oft margt í heimili og mikil um- svif. Það kom því eins og af sjálfu sér að Sigríður, sem var elst dætranna, fór snemma að hjálpa móður sinni við húsmóð- urstörfin, og síðustu árin sem Pálína lifði hvíldu þau mest á Sigríði, en móðir hennar dó 14. nóvember 1942. Eftir það veitti hún heimili föður síns forstöðu, þar til hann níræður að aldri fluttist með henni til Sauðár- króks. Halldóra systir hennar flutti einnig með þeim, en stuttu síðar fékk hún slag og var eftir það lömuð öðrum megin. Sig- ríður bjó þeim indælt og snot- urt heimili í nýju húsi, þar ann- aðist hún þau af sérstakri ná- kvæmni og umhyggju, en þau voru bæði farlama og faðir hennar nær því blindur. Aldrei heyrðist hún kvarta, heldur innti þessa kærleiksþjónustu af hendi með sinni alkunnu still- ingu og jafnaðargeði. Á unga aldri hafði gengið í kvennaskólann á Blönduósi og fékk þar góðan undirbúning fyr- ir lífsstarf sitt — húsmóður- starfið, enda mátti segja, að hvert verk léki í höndum henn- ar, hvort sem það var matar- gerð, saumaskapur, prjón eða vefnaður, og 'eins var það með ræktun blóma og trjáa. Það átti ekki fyrir henni að liggja að eignast mann og börn, þó hafði hún alla þá eiginleika sem prýða mega góða eiginkonu og móður. Hún var mjög barn- góð, enda fengu börn Jónínu systur hennar að njóta blíðu hennar og ástríkis, mátti segja, að hún væri önnur móðir þeirra. En það voru fleiri, sem fengu að njóta þess. Mörg böm voru hjá henni þegar hún var á Egg, sum þeirra sumar eftir sumar og bundu við hana órofa tryggð. En lengst var þó Unnur Jóhann- esdóttir, sem kom smábarn til þeirra og var óslitið til full- orðinsaldurs. Milli þeirra var alla tíma mjög ástúðlegt og Sig- ríður arfleiddi hana að húsinu sínu á Sauðárkróki ásamt öllu innbúi. Unnur mun nú flytja þangað ásamt manni sínum, Axel Júlíussyni frá Hrísey. Sigríður sáluga var mjög dul, fáorð um sín eigin áhugamál. Sigríður Sigurðardóttir. Jafnvel fyrir nánustu ættingj- um opnaði hún ógjarnan hjarta sitt. Hún var hin hljóðláta, hug- prúða og hjartagóða kona, sem öllum vildi gott gera og tókst það, því að ég held, að öllum sem unnu með henni eða kynnt- ust henni hafi þótt vænt um hana, og vissulega átti hún enga óvildarmenn. Nú mættu ókunnugir halda, eftir þessari lýsingu, að hún hafi verið mjög geðlítil, en það var fjarri því, hún mun hafa verið talsvert skaprík, eins og hún átti kyn til, en svo vel kunni hún að stilla skap sitt, að sjaldan var hægt að sjá að hún skipti skapi. Ég þekkti hana vel í rúm 40 ár og aldrei sá ég hana missa stjórn á skapi sínu, en þó lét hún skoðun sína á ljósi ákveð- ið ef því var að skipta. Alltaf fylgdi hún því sem hún vissi sannast og réttast. En hvaðan fékk hún þetta hugarjafnvægi, sem hún ávallt átti? Hvaðan fékk hún þennan fórnfúsa kær- leika, sem fórnaði öllu lífi sínu fyrir aðra? Hvaðan fékk hún styrk til að ganga óttalaus móti sjúkdómi og dauða? Hún eignaðist lifandi, ákveðna trú, er hún var ung stúlka og þeirri trú hélt hún til æviloka. Hún sagði við mig er ég heim- sótti hana á sjúkrahúsið rétt fyrir páskana, að hún fagnaði því að fara héðan til að vera með Drottni og það væri gott að fá að fara héðan, áður en ellin og allt, sem henni fylgir, kæmi til hennar. — En — bætti hún við, það væri líklega betra fyrir þau (föður hennar og syst- ur) að ég fengi að lifa lengur og annast um þau. Þarna kom í ljós eins og svo oft áður henn- ar óeigingjarni kærleiki, til þeirra, sem þurftu á hjálp hennar og umhyggju að halda. Trú hennar var ekki innantóm varajátning, heldur trú, sem starfaði í kærleika. Hún hróp- aði ekki á strætum og gatna- mótum um trú sína, en hún lifði hana. Allt líf hennar bar vitni um þessa einlægu trú, sem hún átti í hjarta sínu. Hún var ekki þeirrar gerðar, að hún hreykti sér upp, eða léti á sér bera, ekkert var fjær henni. í lítillæti, auðmýkt, þolinmæði og hrein- lyndi speglaðist trú hennar. Það var hennar hjartans áhugamál, að aðrir fengju að eignast þá einlægu trú á Drott- in Jesú, sem hún átti sjálf, þess- vegna stofnaði hún, ásamt nokkrum konum af Sauðárkróki og Hegranesi kristniboðsfélag, sem hlaut nafnið Frækornið. Þær höfðu við og við munasölu, þar sem seldir voru ýmsir mun- ir, sem þær höfðu unrþð. Það sem inn kom fyrir það var látið renna til heiðingjatrúboðs. Ég hefi góðar heimildir fyrir því, að í þessu hafi hlutur Sigríðar verið mestur, og formaður þeirra sagði mér, að hún hefði verið lífið og sálin í þessum fé- lagsskap þeirra. Að lokum viljum við hjónin flytja öllum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Sér- staklega hinum háaldraða föður hennar og Halldóru systur hennar, sem hafa svo mikið misst við burtköllun hennar og dvelja nú bæði á sjúkrahúsi. Þeim öllum og öðrum vinum hennar og kunningjum vil ég gefa þetta heilræði, sem stend- ur í síðasta kafla í Hebreabréf- inu: „Virðið fyrir yður hvernig ævi þeirra (hennar) lauk og líkið síðan eftir trú þeirra (hennar).“ Guðvin Gunnlaugsson. DAGUR•3

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.