Dagur - 17.08.1977, Blaðsíða 3

Dagur - 17.08.1977, Blaðsíða 3
„Ætti aÖ vera samningsatriði milli sveitar- félaganna" Framhald af blaðsíðu 1. Bæjarráð ályktaði, að enda þótt það teldi með öllu óeðli- legt að setja nemendum slík inn- tökuskilyrði í Iðnskólanum í Iðnskólann í Reykjavík, myndi Akureyrarbær að sjálfsögðu standa við skuldbindingar sín- ar lögum samkvæmt um greiðslu á námsvistargjaldi vegna umrædds útvarpsvirkja. Sigurður ÓU Brynjolfsson sagði, að það hefði ekki komið til tals að bæjarsjóður Akureyr- ar notfærði sér heimild laganna, enda þótt fjöldi utanbæjarungl- inga stundi nám í Iðnskólanum á Akureyri og framhaldsdeild- um gagnfræðaskólanna. ORÐ DAGSINS SÍMI - 2 18 40 Dagvistarkonur vantar Félagsmálastofnun Akureyrar er nú að auglýsa eftirlit með dagvistun barna í heimahús- um gegn gjaldi og eftir um- sóknum um leyfi til slíkrar dagvistunar, en lögboðið er að barnaverndarnefndir skuli gefa leyfi og hafa eftirlit með þessari atvinnu, sem og rekstri dagvistarstofnana. f frétt frá Félagsmálastofn- un Akureyrar, sem Degi hefur verið send, segir að til að fá leyfi, þurfi að uppfylla skil- yrði um heilbrigði, húsnæði, útivistarmöguleika og fleira. Segir í fréttinni, að dagvistar- konum sé boðin ýmiss þjón- usta, t.d. fái þær afslátt við inn- kaup af leikföngum og einnig sé þeim gefinn kostur á fræðslu. — Foreldrar, sem ekki fá inni fyrir börn sín á dagvistar- stofnunum, t. d. af því að börn- in eru of ung eða þau lenda á sífellt lengri biðlistum, leita mikið til Félagsmálastofnun- arinnar. Sé vitað um konu með laust pláss er foreldrunum bent á hana og síðan semja foreldarnir og konan um gjald og önnur atriði. Félagsmála- stofnunin telst ekki atvinnu- veitandi kvennanna og skiptir sér ekki af gjaldi þeirra. Komi upp ágreiningsmál er þeim gjarnan skotið stofnunarinnar og reynt að leysa úr þeim eftir heztu getu. Til að leysa úr vanda allra sem til stofnunarinnar leita, þyrftu að vera mikið fleiri dag- vistarkonur á skrá en nú eru, segir í lok fréttarinnar. Ný sendibílastöð Nýtt þjónustufyrirtæki, Sendi- bílar sf., hefur tekið til starfa á Akureyri. Fyrirtækið er til húsa að Helgamagrastræti 10. Eigendur eru Jón Steinn Elías- son og Gunnar Tryggvason. Hafa þeir á boðstólum bíla sem taka allt að 10 rúmmetrum eða 4 tonn. Sími Sendibíla sf. er 19960. Frá Markaðsversluninni Hrísalundi! TILBOÐ VIKUNNAR: TILBOÐS- VERÐ HÁMARKS VERÐ TOILETTPAPPÍR 4 rúllur kr. 255 283 ELDHÚSRÚLLUR tvær í pakka kr. 230 257 KARTÖFLUFLÖGUR 100 gr. pk. kr. 253 281 NESQUICK 800 gr. dós kr. 458 508 Malvörudeild AUGLVSIÐ í DEGI B0RGARBI0 Sýningum fer að Ijúka á myndinni Drum — svarta sítið. Næst sýnum við Cooley High, mynd sem gerist i háskóla í Bandarlkjunum. Kl. 11 Frjálsar ástir. Djörf og skemmtileg frönsk mynd um sérkennilegar ástarflækjur iítillar fjölskyldu. BORGARBÍÓ SÍMI 23500. Verkafólk óskast strax í byggingarvinnu. SMÁRI HF - sími 21234 Frá og með 20. ágúst verður Akureyrarapoteks og Stjörnuapoteks sem hér segir: Mánudaga — fimmtudaga ......... kl. 9—18 Föstudaga ..................... kl. 9—19 Auk framangreinds, almenns afgreiðslutíma skulu lyfjabúðirnar vera opnar til skiptis eina viku í senn sem hér segir: Mánudaga — föstudaga .......... kl. 18—19 Laugardaga .......... kl. 11—12 og 20—21 Helgidaga og alm frídaga kl. 11—12 og 20—21 AKUREYRARAPOTEK STJÖRNUAPOTEK Til sölu Nýkomið á söluskrá: Einbýlishús við Fjólugötu. Raðhús við Grundargerði. Stór efri hæð við Eyrariandsveg. 4 herb. efri hæð í tvíbýlishúsi á Eyrinni, helst í skiptum fyrir stærri. Fjöldi annarra íbúða víða í bænum. Höfum kaupanda að 5 herb. sérhæð m. bílskúr og 4 herb. raðhúsi á einni hæð. Útborgun fyrir réttar eignir. RAGNAR STEINBERGSSON, HRL., Geislagötu 5, sími 23782, viðtalstími 5—7 e. h. Sölustjóri: Kristinn Steinsson, heimasími 22536. Starfsmaður óskast strax. GÚMÍVIÐGERÐARDEILD KEA - sími 11009 (ITSALAI Ú TSALA! ln®s]íií UUjp DAGUR•3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.