Dagur - 11.11.1977, Page 3

Dagur - 11.11.1977, Page 3
Súlna-system gefur óteljandi samsefningarmöguleika Framleitt úr íslensku birki Verö frá 150 Stærðir M XL Verð 040 Fimmtíu ára afmælis Kristneshælis minnst Þann 1. nóv. sl. var bess minnst í Kristneshæli, að fvrir fimm- tíu árum var bað reist til bess að vera var og vígi berkla- sjúkra. Kl. 2 e. h. hófst guðsbjónusta í hælinu. Séra Pétur Sigurgeirs- son vígslubiskup prédikaði, en Kirkjukór Akureyrar söng við orgelleik Jakobs Tryggvasonar. Síðar um daginn var almenn samkoma aðallega fyrir heima- menn, eldri og yngri. Þar fór fram kvikmyndasýning (Björg- vin Júníusson) hljóðfæraleik- ur (Hannes Arason og félagar) og töfrabrögð (Baldur Georgs). Að kvöldi var svo hátíðasam- koma fyrir heimamenn og gesti. Hófst hún með ávarpi Úlfs Ragnarssonar yfirlæknis er síðan kvnnti dagskrána, sem var bessi: Eiríkur G. Brynjólfsson, sem verið hefur ráðsmaður Krist- neshælis frá upphafi, rakti fram- kvæmdasögu stofnunarinnar, Brynjar Valdimarsson læknir flutti erindi um baráttuna við hvíta dauðann og sigurinn yfir honum. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum, form. fél. Sjálfs- varnar í Kristnesi ræddi um fé- lagsmálastarfið o. fl. skylt. Á milli ræðnanna var söngur. Jó- hann Konráðsson söng við undirleik Áskels Jónssonar. Að loknum ræðum beim, sem ákveðnarr voru í dagskrá og hér hafa nefndar verið, flutti Þóroddur Jónasson læknir ávarp. Jórunn Ólafsdóttir flutti hátíðaljóð, gjört í tilefni dags- ins og afhenti hælinu gjafir frá félaginu Sjálfsvörn, Kristnesi, og Minningarsjóði Guðmundar Vigfús Þ. Jónsson F. 13. des.1899 Dáinn 1. nóv. 1977 Kveðja frá Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarfélagi Akureyrar. Sá lúðrahljómur, sem vakti unga tónlistaráhugamenn í Reykjavík til starfa árið 1874, varð kveikjan að merkri sögu blásturshljóðfæraleiks um land- ið, og leysti úr læðingi krafta, sem smátt og smátt lyftu tón- Jistarlífi og tónmenningu upp úr gráu tilbreytingalevsi. Einn af þeim brennandi hugsióna- mönnum, sem þátt tóku í slíku vakningar- og uppbyggingar- starfi á Akureyri var Vigfús Þ. Jónsson. Hann var einn af stofn- endum Hljómsveitar Akureyrar í byrjun fjórða áratugsins, og hafði bá leikið um skeið í lúðra- sveitinni Heklu. Síðar tók Vig- fús virkan bátt í endurvakningu lúðrasveitar, sem leiddi til stofn unar Lúðrasveitar Akureyrar árið 1942. Vigfús var einn af stofnend- um Tónlistarfélags Akureyrar árið 1943, en bað félag beitti sér ásamt öðrum fyrir stofnun Tón- listarskóla 1946, og sat Vigfús í stjórn skólans frá árinu 1969. — Megi minningin um einn af .sönnum hugsjóna-listamönnum lifa og verða hvatning til áfram- haldandi þróunar tónmenning- ar hér í bæ. JHA Dagssonar. Gaf Siálfsvörn vegg- klukku en Minningarsjóðurinn málverk eftir Jakob Hafstein: Tröllkonuhlaup við Þjórsá með Heklu í baksýn. Þá barst gjöf frá starfsstúlk- um Kristneshælis — var það veggskjöldur áletraður. Blómakörfur fagrar bárust frá SÍBS, félaginu Berklavörn á Akureyri og Kaupfélagi Ey- firðinga. Þá bárust blómvendir og blómaskreytingar frá ein- staklingum. Gjöfum öllum fylgdu hlýjar kveðjur. Að endaðri kvöldsamkomu var kaffisamdrykkja. Yfir borð- um flutti Maríus Helgason, fyrrv. umdæmisstjóri og fyrr- um forseti SÍBS ávarp og lesin voru skeyti þau, sem hælinu höfðu borist í tilefni dagsins. (Fréttatilkynning). Smáauglýsingar | Sími 11167 Félags þörf og hlutleysi Flest félög á íslandi eru hlutlaus í áfengismálum. fslendingar eru félagslyndir menn. Félagsþörfin er rót- gróin í eðli mannsins. I fámenni kynnast nágrannar en í borgiun er það engan veginn víst. Þar mynda menn því ýmis konar klúba til að verjast ókynnunum. f stærri bæjum á fslandi starfa víða sex félagasamtök sem vilja vera alþjóðleg. Það er Junior Chambers, Kiwanis, Lion, Rotary, Oddfellow og Frímúrarar. Þessi upptalning er þó ekki tæmandi. Sitthvað gott má um þetta segja. Þessi samtök öll eru fyrst og fremst til að fullnægja félagsþörf manna. Sum þeirra vitum við að gera sér far uin að víkka sjóndeildarhring félaga sinna. Eins er alkunnugt að sum þeirra leggja ýmsum góðum málum lið. Um önnur verður þess ekki vart að þau skipti sér af nokkru utan við félagsskapinn sjálfan. Þessi félagssamtök öll eru hlutlaus í áfengismálum. Sjálf- sagt er viðhorfið nokkuð misjafnt frá einni deild til annarr- ar. En öll munu þessi samtök meira og minna hafa áfengi um hönd á hátíðum sínum. Þess vegna getur þátttaka í þeim orðið til þess að menn lendi oftar en ella í drykkjuveislum og drykkjudrabbi. En það er engin von til þess að svona samtök marki ákveðna stefnu gegn áfengisnautn úr því t d. Rauði kross- inn og Slysavamafélagið gera það ekki. Hitt er meira undrunarefni að fólk skuli ekki í ríkara mæli en raun ber vitni fullnægja félagsþörf sinni í þeim samtökum sem jafnframt taka afstöðu gegn mesta meini aldarinnar — áfengisnautninnL HALLDÓR KRISTJÁNSSON FRA KIRKJUBÓLI. SÚLNA SYSTEM EINIR Húsgagnaverslun — Hafnarstræti 81 — Simi 23536 Norðlenskl handbragð DAGUR 3

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.