Dagur - 25.01.1978, Síða 4
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Hafnarstrarti 90, Akurcyri
Simar: Kitstjórn 111G6, Augl. og afgrciðsla 11167
Ritstj. og ábyrgðarrn.: ERLINGUR DAVÍÐSSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prcntun: Prentvcrk Odds Bjöm&sonar hf.
Traustur
burðarás
í skeleggri grein Ingvars Gíslasonar
alþingismanns í síðasta tölublaði
Dags segir m. a. svo:
„Eftir aðeins 4 ár geta samvinnu-
menn haldið upp á 100 ára afmæli
fyrsta kaupfélagsins, Kaupfélags Suð-
ur-Þingeyinga. Það er því sannarlega
komin reynsla á samvinnustarf hér á
landi, því að segja má, að fimm kyn-
slóðir íslendinga, a. m. k. í Suður-
Þingeyjarsýslu og Eyjafirði, hafi tek-
ið virkan þátt í samvinnustarfi, og
hefur það aukist og eflst í höndum
hverrar nýrrar kynslóðar. Verður
ekki séð að neitt lát sé á sókn sigurs
og dáða, ellimörk verða ekiki greind
á athöfnum hennar. Má svo heita,
að allir landshlutar og flestar byggðir
eigi gengi sitt að verulegu leyti undir
samvinnufélögum og fyrirtækjum
þeirra í einni eða annari mynd. Sam-
vinnuhreyfingin er svo samgróin ís-
lensku þjóðfélagi, að hrömun henn-
ar eða vanþróun myndi óhjákvæmi-
lega hafa í för með sér efnahags- og
félagslega röskun, sem fyrst og fremst
kæmi niður á landsbyggðinni og
vinnandi alþýðufólki til sjávar og
sveita.
Það verður aldrei lögð nægileg
áhersla á, að samvinnuhreyfingin er
ALÞÝÐLEG FÉLAGSMÁLA-
HREYFING, reist á lýðræðisgrund-
velli, þ. e. a. s. almennri þátttöku fé-
lagsmanna í fundarstörfum og stefnu-
mörkun. Kaupfélögin em lýðræðis-
lega uppbyggð og m. a. vegna deilda-
skiptingar, sem á sér stað innan kaup-
félaga, er auðvelt fyrir hvem félags-
mann að láta að sér kveða, ef hann
notfærir sér rétt sinn samkvæmt fé-
lagslögum. Hitt er annað mál, að oft
skortir á þátttöku félagsmanna í
störfum kaupfélaganna. Þó mun það
svo, að víða úti um sveitir landsins
er góð þátttaka í deildarfundum og
lifandi áhugi á málefnum félaganna.
Og aðalfundir flestra kaupfélaga í
landinu em vel sóttar samkomur,
sem tryggja lýðræðislega starfsemi
kaupfélaganna, bæði að því er varð-
ar umræður og kosningar í trúnaðar-
stöður Kaupfélögin halda þannig
uppi LIFANDI LÝÐRÆÐISSTARF
SEMI, sem er snar þáttur í félags-
og menningarlífi nútímans. Og þó
ber á nokkum skugga. Því verður
ekki móti mælt að félagsdeyfð segir
víða til sín í landinu, m. a. innan
kaupfélaga, og svo mun einnig vera
í verkalýðshreyfingunni. Þessi deyfð
lýsir sér ekki einungis í lélegri fund-
arsókn, heldur allt eins í sljóleika al-
mennings fyrir þeirri staðreynd, að
samvinnuhreyfingin er einn aðal-
burðarásinn í þjóðfélagsbyggingunni.
Mennj átta sig ekki á því, að ef þessi
burðarás brestur, myndi þjóðfélagið
sligast, — hvorki meira né minna.“
Um landbúnaðarmálin
Á undanförnum árum hafa orð-
ið miklar umræður um land-
búnaðarmál eins og öllum er
kunnugt. Eftir áramótin náði
Dagur tali af Inga Tryggvasyni
alþingismanni, sem er í stjóm
Stéttarsambands bænda og á
auk þess sæti í Framleiðsluráði
landbúnaðarins og sexmanna-
nefnd, og lagði fyrir hann nokkr
ar spumingar.
— Telur þú gagnrýni á verð-
lagningu búvara á rökum reista?
Að sumu leyti og að sumu leyti
ekki. Kjöt og mjólk eru mikil-
vægar neysluvörur og almenn-
ingur lætur sig verðlagningu
þeirra miklu varða. Flestir
skilja, að þessar vörur hljóta
að hækka með hækkandi verð-
lagi, og þeir sem semja um kaup
og kjör, geta nánast reiknað út
áhrif kaupbreytinga á verð land-
búnaðarvara. Það kemur því
nokkuð spanskt fyrir sjónir
þegar forystumenn launþega.
samtaka þykjast furðu lostnir
yfir verðhækkunum á landbún-
aðarvörum í kjölfar kauphækk-
ana. Þá finnast menn, sem telja
okkur hollast að lifa á afgangs-
framleiðslu annarra þjóða og
vilja leggja niður landbúnað á
íslandi í snarhasti. Landbún-
aður hefur verið og er einn
helsti undirstöðuátvinnuvegur
þjóðarinnar og ég efast um, að
við búum lengi í þessu landi án
landbúnaðar.
— Bændur hafa gagnrýnt
mjög störf sexmannanefndar-
innar og vilja breytingu á verð-
ákvörðun búvara?
Það hefur sýnt sig að núver-
andi fyrirkomulag tryggir
bændum ekki sambærilegar
tekjur við aðrar vinnustéttir og
þess vegna er eðlilegt að menn
leiti nýrra leiða. Hugsanlegt er,
að núverandi fyrirkomulag gæti
tryggt bændum sambærilegar
tekjur við viðmiðunarstéttimar,
ef verðlag væri stöðugt, en á
verðþennslutímum er það úti-
lokað. Verðhækkanir landbún-
aðarvara koma í kjölfar kaup-
hækkana og hækkunar á rekstr-
arvörum og alltaf nokkuð á
eftir. Bóndinn verður sjálfur að
taka á sig hallann á hverju verð-
lagningartímabili, en samkvæmt
lögum breytist Verð til bóndans
ekki oftar en á þriggja mánaða
fresti. Þá má ekki gleymast, að
bændur fá yfirleitt ekki nema
75% af verði framleiðslu sinnar
á framleiðsluárinu. Ef hægt
væri að greiða bóndanum fullt
verð við afhendingu vörunnar,
mundi það bæta mjög kjör
bænda.
— Kjör bændanna?
Samkvæmt skýrslum Hagstofu
íslands hafa bændur um langt
skeið verið tekjulægsta vinnu-
stéttin í landinu. Allir vita, að
til eru bændur, sem hafa góðar
tekjur, en þá hljóta líka hinir
að vera margir, sem hafa mjög
lágar tekjur.
Nú standa þeir verst að vígi,
sem nýlega hafa lagt í miklar
og dýrar framkvæmdir, vextir
eru háir og lán til skamms tíma.
Fulltrúar framleiðenda í sex-
mannanefnd hafa lengi haldið
því fram, að fjármagnskostnað-
urinn væri sá liður verðlags-
grundvallarins, sem fjærst væri
raunveruleikanum. I verðlags-
grundvellinum er miðað við
meðaltalstölur og hvergi mun
meiri munur á útgjöldum ein-
stakra bænda en í sambandi við
fjármagnskostnað. Þeir sem
verst eru staddir að þessu leyti,
hljóta að eiga í mjög miklum
erfiðleikum og margir þeirra
þarfnast aðstoðar á einhvern
hátt.
— I hvaða formi ætti sú að-
stoð að vera?
Mér er kunnugt um, að land-
búnaðarráðherra er að láta
kanna möguleika á lausaskulda-
lánum fyrir þá verst settu. Orð-
ugleikar eru á útvegun fjár-
Ingi Tryggvason.
magns til slíkra lána og enn
örðugra að fá ódýrt fjármagn.
Þess vegna er enn óvíst, hvemig
þessum málum reiðir af. Stéttar-
samband bænda hefur safnað
upplýsingum um fjölda þeirra
bænda, sem telja sig þurfa á
slíkri fyrirgreiðslu að halda og
þeir eru margir.
— Telur þú að bændur eigi
að semja við ríkisvaldið um
kjör "Sín?
Sjálfur er ég ekki viss um, að
samningar við ríkisvaldið breyti
miklu frá því sem nú er. Því
fylgdu sennilega bæði kostir og
gallar, miðað við núverandi
fyrirkomulag. En eins og ég
sagði áðan er reynslan af nú-
verandi verðlagningaraðferðum
ekki góð og því eðlilegt að menn
leiti að nýju. Samningar við rík-
isvaldið gætu líka orðið á víð-
ari grundvelli en samningar í
sexmannanefnd. Samþykktir
aðalfunda Stéttarsambands
bænda og fjölmargra bænda-
funda sýna, að bændur hafa nú
trú á að heppilegt væri að semja
við ríkisvaldið. Reynslan yrði
svo að sýna, hvort breytt væri
til batnaðar, ef af yrði.
— Fleiri leiðir til að bæta
kjör bænda?
Örugglega er margt hægt að
gera til að bæta kjör bænda og
verður fátt af því talið hér. Ef
til vill er mikilvægast að efla
skilning almennings á því hver
höfuðnauðsyn það er þjóðinni
allri, að hér þrífist öflugur land-
búnaður. Og öflugur verður
landbúnaðurinn ekki nema
bændur hljóti sanngjöm laun
verka sinna. Athyglisvert er, að
það eru ekki stærstu búin, sem
gefa mestan arð. Miðlungsbúin
virðast drýgst til tekjuöflunar,
auk þess sem þau kalla ekki á
eins óhóflegt vinnuframlag og
stóru búin. Bændum í landinu
á ekki að fækka að neinu ráði
og má ekki nema nýjar atvinnu-
greinar tryggi búsetu fólksins í
sveitunum. Hins vegar er samn-
ingsaðstaða bænda um kaup og
kjör mjög veik, ef flytja þarf út
mikið magn af landbúnaðarvör-
um við núverandi aðstæður.
— Hvað um útflutning búvar-
anna?
Viðskiptalönd okkar vernda
eigin landbúnaðarframleiðslu
með tollum eða á annan hátt.
Gott dæmi um slíkt er Noregur.
Þangað flytjum við verulegt
magn af dilkakjöti og fáum
verulega hærra verð en Nýsjá-
lendingar. En Norðmenn greiða
okkur sama verð og norskir
bændur fá, að frádregnum nið-
urgreiðslum. Með hækkandi
verðlagi hafa niðurgreiðslur
aukist í Noregi, og nú er svo
komið, að við fáum tæplega
helming þess verðs, sem við
þurfum á norska markaðinum,
þótt norskir bændur fái mun
hærra verð fyrir sitt kjöt, en
við hér heima. Útflutningur
mjólkur er mjög erfiður án út-
flutningsbóta, enda miklar birgð
ir mjólkurvara, t. d. smjörs, í
nágrannalöndunum.
— Hvað um nýja markaði?
Stéttarsamband bænda ákvað á
aðalfundi sínum sl. sumar að
verja 5 millj. króna úr eigin
sjóði til sérstakrar markaðsleit-
ar, gegn framlögum annars
staðar frá. Alþingi veitti jafn
háa upphæð í þessu augnamiði.
Markaðsleit er dýr og tímafrek
og erfitt að spá um árangurinn,
en ekki vantar lambakjötið okk
ar gæðin, og vafalaust eru ein-
hverjir möguleikar að finna eða
skapa markaði, sem greiddu
hærra verð en fæst á mörkuð-
um okkar nú.
— Fóðurbætisgjaldið?
Ef svo fer fram sem nú horfir,
mun útiflutningsbótarétturinn
ekki nægja til að verðbæta að
fullu þær landbúnaðarvörur,
sem þarf að flytja út á þessu
verðlagsári. Ef við flytjum út
meira en það, sem verðbætt
verður, þarf Framleiðsluráð að
hafa möguleika á að jafna verð-
ið milli útflutningsaðila og
þeirra, sem selja mest eða allt á
heimamarkaði. Framleiðsluráð
hefur nú heimild til að taka
verðjöfnunargjald til útjöfnun-
ar milli vinnslustöðva. Ymsir
telja heppilegt að geta valið um
fleiri leiðir til töku verðjöfnun-
argjalds, og er þá enkum talað
um fóðurbætisgjald. Ég hygg,
að það væri skynsamlegt að
gefa Framleiðsluráði og Stéttar-
sambandi bænda heimild til að
leggja á fóðurbætisgjald til
verðjöfnunar. Aðstæður yrðu
svo að ráða því, hvor aðferðin
yrði viðhöfð, eða e. t. v. báðar.
En þetta eru aðeins aðferðir til
að jafna niður fyrirsjáanlegum
eða orðnum skaða af óverðbætt-
um útflutningi. Það, sem fyrst
og fremst þarf að gera, er að
koma í veg fyrir, að slíkur skaði
verði. Til þess er svokallað
kvótakerfi vel hugsanlegt, en
hugmyndir manna um fram-
kvæmd þess eru nokkuð á reiki
og áreiðanlega verður það
vandmeðfarið.
— Nýju útflutningsbætum-
ar?
Landbúnaðarráðherra hefur
beitt sér fyrir því að ónotaður
útflutningsbótaréttur frá árun-
um 1975 og 1976 hefur verið not-
aður til að ljúka greiðslu út-
flutningsbóta til loka verðlags-
ársins 1976—1977. Er hér um
merkilegt nýmæli að ræða og
mjög veruleg fjárhagsleg úrbót
vegna liðins árs, frá því sem
annars hefði verið. Sú upphæð
sem kom til greiðslu nú eftir
áramótin nemur rúmum 520
milljónum króna. Hefur Hag-
stofa íslands haft veg og vanda
af þessum útreikningum og rík-
isstjómin samþykkt þá. Eg fer
ekki dult með, að ég tel þessa
úrlausn mjög þýðingarmikla
fyrir landbúnaðinn, þótt vanda-
mál framtíðarinnar leysist ekki
með þessum ráðstöfunum.
— Nokkuð fleira í lokin?
Margt mætti nefna, en mál er
að linni. Ég hef ekki rætt um
vanda ullar. og gærufram-
leiðslu, ekkert talað um undan-
rennu eða morgunhugvekjur
Dagblaðsritstjórans, ekkert um
órökstuddan áróður gegn
neyslu þeirra matvæla_ sem
haldið hefur lífinu í þjóðinni í
ellefu aldir. Ég hef heldur ekki
rætt um, að framkvæmdir voru
miklar í landbúnaði á síðasta
ári og lánaskil góð frá Stofn-
lánadeild landbúnaðarins. Ég
hef ekki rætt um margumtalað-
an milliliðakostnað og þá stað-
reynd, að hann er fyrst og
fremst laun þess ágæta fólks,
sem breytir mjólk í mat og ull
í fat. En þótt margt sé ósagt
og vandamálin virðast hrannast
upp, og varpa skugga inn í
framtíðina, má ekki gleymast,
að enn sem fyrr er bóndi bú-
stólpi og bú landstólpi. Mín trú
er sú, að þessi sannindi verði
mönnum ljósari er fram líða
stundir en nú er. Og þá verði
þeir, sem nú boða afnám ís-
lensks landbúnaðar settir þar
á bekk á söguspjöldum, sem þeir
vildu síst sitja.
Enn ur
Svör:
Miðvikudaginn 4. janúar 1978,
skrifar Sigtryggur Símonarson
langa grein í dag, um viðhald
vega í umdæmi Guðmundar
Benediktssonar o. fl.
Rétt þykir að taka það fram,
að undanfarin ár hafa fjárveit-
ingar til vegaviðhalds verið u.
þ. b. helmingi minni en áætluð
viðhaldsþörf gerir ráð fyrir.
Ef bóndi gefur búpeningi
hálfa gjöf í mörg ár er ekki
vandi fyrir leikmann að sjá, að
búpeningurinn horast.
1 greininni stendur: „Hvorki
meira né minna en að ennþá séu
eftir nokkrir aurar af því fé er
veitt var til vega í umdæmi
þínu, á þvi ári sem nú er liðið
. . . . þó að pískrað sé um að
þessi upphæð skipti kannski
meira en tug milljóna.“
Því miður liggur ekki fyrir
endanlegt uppgjör fyrir árið
1977, en eftir því sem ég kemst
næst mun ekki verða eftir neitt
fé í viðhaldssjóði G. B.
Ég athugaði einnig uppgjör
viðhaldssjóðsins fyrir árin 1974,
1975 og 1976 og stendur það á
endum að umframeyðslan 1974
er jafn mikil og innistæðumar
1975 og 1976, en sjaldnast er
hægt að lenda á núllinu með
• uppgjörið, þar sem dagurinn í
mölburði getur kostað hátt á
aðra milljón.
Misjafnt ástand vega eftir
sýslum mætti t. d. rekja til ald-
urs veganna, en í Eyjafjarðar-
4 • DAGUR
I
T“
Völundur Heiðreksson
F. 16. apríl 1940 - D. 13. janúar 19781
Ég lofa, lausnarinn, þig, þrem systkinum og bjó við um
sem leystir úr útlegð mig; hyggju og ástúð foreldra sinna
hvíld næ ég náðar spakri,
nú í miskunnar akri.
H. P.
Okkur langar til að tskrifa
nokkur kveðjuorð um frænda
okkar, Völund, sem lést að
heimili sínu, Eyrarvegi 23,
Akureyri, hinn 13. þessa mán-
aðar, eftir langvarandi veik-
indi. Mörg atvik koma í hug-
ann ,og kannski fyrst það, að
er við vorum ungar stelpur
heima í Rauðaskriðu, barst
þangað sú fregn að Kristín og
Heiðrekur, þá búsett í Reykja-
vík, hefðu eignast son. Um
haustið var foreldrum okkar
boðið í skímarveislu, sem
halda átti á heimili ömmu og
afa drengsins á Sandi, og ekki
var gleðin lítil þegar sá, er
boðin bar, bætti við að Kristín
hefði sagt að þau mættu taka
það af börnum með, er þau
vildu. Ógleymanleg er öll sú
ferð. Guðmundur Friðjónsson
tók á móti okkur í bæjardyr-
unum bauð okkur velkomin og
bað okkur inn að ganga. „Ef
þið komist þá fyrir skólpföt-
um og hreingemingavafstri,“
sagði hann. (En við, stór hóp-
ur af frændfólki, vorum eitt-
hvað fyrr á ferð en ráðgert
var, til að njóta útsýnis í
'björtu). Litli drengurinn í
hvítu skímarfötunum var
skírður Völundur eftir föður-
bróður sínum. Litlu síðar
fluttu Kristín og Heiðrekur
heimili sitt til Akureyrar og
þar ólst Völundur upp, ásamt
Við kynntumst bemskuheimili
Völundar, vomm þar tíðir gest
ir og eigum margar góðar
minningar þaðan. Völundur
var vinfastur og góður dreng
ur. Snemma á unglingsárum
varð vart við sjúkdóminn, sem
dró hann að lokum til dauða.
Ekki kom í ljós fyrr en á full-
orðinsárum hve alvarleg þau
veikindi voru, en þau hafa að
öllum líkindum háð honum
allt hans líf. Fyrir tæpum
tveim árum gekkst hann undir
stóra læknisaðgerð, er tekinn
var af honum annar handlegg-
urinn. Það var aðdáunarvert
hve hress og duglegur hann
var á sjúkrahúsinu, en auðvit-
að átti hann sínar erfiðu stund
ir. Sjúkdómurinn tók sig upp
aftur síðast liðið sumar og var
brátt séð að baráttan var von-
laus. Völundur dvaldi á
Reykjalundi nokkrar vikur í
haust, en fór heim til Akureyr
ar um miðjan desember. Við
áttum með honum ánægjulega
kvöldstund daginn áður en
hann fór norður, hann var glað
ur og rólegur og gerði ráð
fyrir að koma aftur suður um
tíma seinna í vetur. En svona
stutt var þá eftir, og það er
þakkarvert að þetta síðasta
þjáningarstríð var ekki lengra.
Kæru Kristín og Heiðrekur,
hugurinn dvelur fyrir norðan
hjá ykkur í dag. Við og fjöl-
skyldur okkar sendum ykkur
og öðrum aðstandendum hug-
heilar samúðarkveðjur.
Kæja og Fríða.
vegamálin
sýslu er mikið af gömlum veg-
um, sem lengur hafa mátt þola'
viðhaldssvelti en nýrri vegir.
Miðvikudaginn 22. júní 1977
skrifar S. B., einnig um viðhald
vega undir fyrirsögninni „Vilja
forráðamenn vegagerðarinnar
svara“ og lokaorðunum „Okkur
vantar hér einn Ólaf Ketilsson
til þess að segja þessum selum
til syndanna".
Hann spyr: „Á ekki Vega-
gerðin malarhörpu og mulnings-
vél all góða samstæðu? Eða er
hún bara í láni vestur í sýslum
og kemur kannske aldrei í
Eyjafjörð?"
Hér á Norðurlandi er staðsett
harpa og malari (all mikil og
góð samstæða) í eign Vegagerð-
arinnar. Þessi tæki vinna til
skiptis í Norðurlandskjördæmi
vestra og eystra. í ár var malar-
samstæðan við vinnslu í Eyja-
fjarðarsýslu og S.-Þingeyjar-
sýslu frá 29. apríl til 22. október.
Malað var á fimm stöðum eða
við Laugaland á Þelamörk, Vík-
urhólum, upp á Vaðlaheiði, við
Amarstapa í Ljósavatnshreppi
og á Laxamýrarleiti í Reykja-
hreppi. Unnið magn reyndist
576503 og heildarkostnaður
tæpar 56 m. kr., eða tæpar þús-
und krónur á rúmmetra.
Ég hef áður sagt ritstjóra Dags
það, að Vegagerðarskrifstofan
á Akureyri muni eins fljótt og
hægt er gefa honum eða öðrum,
sem skrifa vilja um vegagerð
upplýsingar.
Ég ítreka þetta því mjög sjald-
an hefur verið leitað til okkar
eftir upplýsingum, enda mergj-
aðar sögur eftir Jón Jónsson
meira spennandi, þó skylt sé að
hafa það er sannara reynist.
Guðmundur Svafarsson,
umdæmisverkfræðingur.
Heslamenn
Akureyri og Eyjafirði
Árshátíð Léttis verður í Hlíðarbæ laugardaginn
4. febrúar. Hefst með borðhaldi kl. 8. Hljómsveit
Örvars Kristjánssonar. Miðapantanir í síma 19628
og 21554 til 2. febrúar. Fjölmennið og takið með
ykkur gesti.
SKEMMTINEFNDIN.
77 keppendur á skíðum
Um helgina var haldið í Hlíðar-
fjalli Hjallabrautarmótið svo-
kallaða, en það er skíðamót
þeirra yngri, og er á vegum
foreldraráðs. Keppendur á
mótinu voru 77, en þeir æfa
allir undir handleiðslu hins
kunna skíðakappa og þjálfara
kureyringa, Magnúsar Guð-
mundssonar. Keppt var í stór-
svigi, og var skíðafæri sæmi-
legt. Úrslit urðu þessi:
Drengir 7 ára og yngri:
1. Þorbergur Ámason 106.7
2. Sverrir Ragnarsson 108.1
3. Mörður Ingólfsson 125.2
Stúlkur 7 ára og yngri:
1. Þorg. Magnúsdóttir 114.9
2. María Magnúsdóttir 117.2
8 ára stúlkur:
1. Kristín Hilmarsdóttir 105.0
8 ára drengir:
1. Jón M. Ragnarsson 106.9
2. Gísli Magnússon 109.2
3. Ásgeir Harðarson 112.2
9 ára stúlkur:
1. Erla Bjömsdóttir 69.3
2. Arna ívarsdóttir 72.4
3. Hanna Dóra Markúsd. 72.9
9 ára drengir:
1. Hilmir Valsson 62.1
2. Aðalsteinn Árnason 66.0
3. Gunnar H. Reynisson 66.7
10 ára stúlkur:
1. Guðrún Jóna Magnúsd. 67.5
2. Anna H Kristjánsd. 73.9
3. Guðrún Sigtryggsdóttir 84.9
10 ára drengir:
1. Smári Kristinsson 62.2
2. Ólafur Hilmarsson 62.5
3. Guðm. Sigurbjömsson 63.1
11—12 ára stúlkur:
1. Signe Viðarsdóttir 55.8
2. Harpa Gunnarsdóttir 59.5
3. Andrea Bjömsdóttir 60.2
11—12 ára drengir:
1. Erling Ivarsson 50.8
2. Gunnar Svanbergsson 52.0
3. Ingólfur H. Gíslason 53.3
Fjórir tapleikir
Bæði Þór og KA léku í ann-
arri deild karla í Reykjavík
um helgina. Bæði liðin áttu
erfiða leiki. Þór átti að leika
við Stjömuna og Þrótt, og KA
við Þrótt og Fylki. Öll þessi lið
áttu það sameiginlegt að vera
í toppbaráttu í deildinni, en
það hefur keppnin sjaldan ver-
ið jafn hörð og einmitt nú á
þessu keppnistímabili. Á föstu-
dagskvöldið léku Þórsarar við
Stjömuna úr Garðabæ. Þórs-
arar byrjuðu vel og höfðu yfir-
höndina í leiknum allt fram á
síðustu mínútur hans, og
höfðu m. a. allt að fimm marka
fomstu á tímabili. Leikmenn
Stjörnunnar gáfust hins vegar
ekki upp og skomðu fjögur
síðustu mörk leiksins, sem
dugðu til tveggja marga sig-
urs, 19 mörk gegn 17. Sigur
Stjörnunnar var ekki sann-
gjam í þessum leik miðað við
gang leiksins, en eins og fyrr
segir vom Þórsaxar óheppnir í
lokamínútunum og máttu þola
tap.
Jón og Erlingur Kristjánssynir.
KA heiðrar unglingana
Á sunnudaginn bauð stjóm
knattspyrnudeildar KA öllum
yngri knattspymumönnum til
hófs í Dynheimum. Örlygur
ívarsson formaður deildarinn-
ar bauð gesti velkomna og
minntist helstu sigra sumars-
ins. Þá var spilað bingó og
voru fótbolti og KA-búningar
í verðlaun. Þá voru heiðraðir
þeir sem taldir eru hafa skar-
að fram úr í íþróttinni hver í
sínum flokki. Þá er tekið til-
lit til getu, æfingasóknar o. fl.
Þeir vom: Úr 6. fl. Jón Krist-
jánsson. 5. flokki Fjölnir Guð-
mundsson. 4. fl. Ellert Guð-
steinsson. 3. fl. Erlingur Krist.
jánsson, en hann var í fyrra í
4. flokki og var þá einnig val-
inn úr þeim flokki. Þeir Er-
lingur og Jón Kristjánssynir
eru bræður. Úr kvennaflokki
var valin Auður Skúladóttir.
Öll fengu þau til varðveislu
farandbikara. Þá fékk einnig
Gunnar Gíslason viðurkenn-
ingu en hann lék í fyrra í
unglingalandsliði íslands. Að
lokum fengu allir pylsur og
gosdrykki.
Á sama tíma léKu í Laugar-
dalshöllinni tvö áðumefnd
topplið annarar deildar Þrótt-
ur og KA, og vom áhorfend-
ur á þeim leik ca 40 og flest
frá Akureyri. Ekki var einu
sinni heldur aðgangur að leikn
um, og verður það að teljast
furðulegt að félag, eins öflugt
og Þróttur, Reykjavík, skuli
ekki eiga sér einhvem áhorf-
endahóp þegar það leikur einn
af úrslitaleikjum deildarinnar.
KA byrjaði leikinn af fullum
krafti og þegar hann var
þriggja mínútna gamall var
staðan þrjú gegn engu fyrir
KA, og munaði þar fyrst og
fremst um stórglæsileg mörk
Alfreðs Gíslasonar, en hann er
nú að verða ein mesta skytta
okkar Akureyringa.
Á 12. mín. jöfnuðu Þróttar-
ar 5—5, og síðan fór að síga á
ógæfuhliðna hjá KA, og í hálf-
leik var staðan 13 gegn 10 fyrir
ur srdugðuu- shrdlu cmfæypp
Þrótt. í síðari hálfleik byrjuðu
KA-menn af fullum krafti, og
um miðjan síðari hálfleik var
aftur orðið jafnt 14—14. —
Nokkm síðar stóð 17—17, en
Þróttarar vom öflugri á enda-
sprettinum og sigmðu ömgg-
lega með 21 marki gegn 19. —
Þorleifur skoraði flest mörk
KA, 6, og var jafnframt besti
maður liðsins ásamt Alfreð. Á
laugardag voru Akureyrar-
liðin aftur í eldlínunni, og
fyrst léku KA og Fylkir. Sá
leikur var eins og leikur katt-
arins að músinni, en Fylkis-
menn sigmðu ömgglega með
átta marka mun. Þá léku Þórs-
arar við Þróttara, sem nú
hefndu ófaranna á Akureyri,
en þá sigraði Þór, en Þróttur
sigraði nú með tíu marka mun.
Eftir þessi töp hjá Akureyrar-
liðunum má teljast nokkuð ör.
ugtt að þau blandi sér ekki í
toppbaráttu deildarinnar á
þessu keppnistímabili, en það
höfðu handknattleiksunnend-
ur á Akureyri svo sannarlega
vonað, og eiga það vel skilið
að fara aftúr að sjá 1. deildar.
leiki í skemmunni.
Stórhríðarmótið
Um síðustu helgi var haldið í
Hlíðarfjalli Stórhríðarmótið
svokallaða, en það er árlegt
skíðamót og öllum opið. Kepp-
endur voru frá Akureyri,
Húsavík og Dalvík. Keppt var
í svigi og bestan brautartíma
fékk Karl Frímannsson 45.50.
Úrslit urðu þessi.
Karlaflokkur:
1. Karl Frímannsson Ak 91.47
2. Tómas Leifsson Ak. 92.01
3. Bjarni Sigurðss. Húsv. 93.24
Kvennaflokkur:
1. Margrét Baldv.d. Ak. 101.75
2. Guðrún Leifsd. Ak. 108.00
15—16 ára flokkur:
1. Ólafur Grétarsson Ak. 94.53
Um næstu helgi verður
punktamót í Reykjavík og
verða þar meðal keppenda all-
ir bestu skíðamenn og konur
landsins.
DAGUR 5