Dagur - 25.01.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 25.01.1978, Blaðsíða 8
DAGXJR Akureyri, Miðvikudagur 25. jan. 1978 ntrniA HÁÞRÝSTISLÖNGUR =1 íj§ S FYRIR FULLKOMIN TÆKI ® OLfUSLÖNGUR og BARKA vönduð vinna ~ Frá Sauðárkróki. — Ljósm. E. D. Góour hásetahlutur Sauðárkróki 23. janúar. Útgerð- arfélag Skagfirðinga átti tíu ára afmæli 17. febrúar. Það rekur sem kunnugt er þrjá togara: Hegranes, Skafta og Drangey. Útgerðin sl. ár gekk sæmilega vel. Drangey lagði 2920 tonn á land, Skafti 2333 tonn og Hegra- nesið 970. En þess ber að geta, að gamla Hegranes var selt á árinu, annað keypt í staðinn, en nokkrir mánuðir gengu úr, hvað veiðar snerti. Hásetahlutinn á Drangey varð 4 milljónir króna og 3,2 milljónir á Drangey, en 1,2 milljónir á Hegranesinu. Ungmennafélagið ætlar að æfa sjónleik eftir Hilmir Jó- hannesson. Fyrsta þorrablótið var fyrsta þorradag og að venju í Árgarði í Lýtingsstaðahreppi og var vel sótt. Síðan verða þau haldin hvert af öðru og fólk sækir þau af dugnaði, ef að vanda lætur. Nú eru tamningamenn famir að ríða út og ýmsir taka hross til tamninga. — G. Ó. Ályktun frá Raufarhöfn „Hreppsnefnd Raufarhafnar- hrepps harmar að tekin var sú, að því er virðist óyfirvegaða ákvörðun að leyfa leigutöku á bræðsluskipinu Norglobal á yfirstandandi loðnuvertíð. Síld- arverksmiðjur ríkisins hér á Raufarhöfn hafa varið miklum fjármunum til þess að auka nýt- ingu hráefnis og afkastagetu Nordglobal í vari Grímsey 23. janúar. Loðnumót- tökuskipið Norglobal liggur hér í hléi við eyna, uppljómað, fyrir framan Hraunið og á laugar- daginn tók það á móti fyrstu loðnunni úr tveim veiðiskipum. Auk þess eru nú nokkrir loðnu- bátar í vari, því veiðiveður er ekki og samfelldur garður um alla helgina, tæplegá farandi út úr húsi. Hér hafa heimabátar ekki get- að farið nema fjóra .róðra í mánuðinum vegna ógæfta og er þetta allt annað en í veðurblíð- unni í fyrra á þessum árstíma. En nú er hann líklega að ljúka sér af, þá eigum við eftir að fá gæftir og góð veður. Ennþá hggur Portúgalsfiskur- inn hjá okkur. En 844 tonn öfl- uðust á liðnu ári á móti 748 árið áður. Og nú er í fyrsta skipti einn bátur með net hér við eyna og þrír með línu. — S. S. verksmiðjunnar, og geta þar af leiðandi tekið á móti mun meiru hráefni en áður. Hreppsnefnd- in telur eðlilegra að koma til móts við verksmiðjur í landi sem kappkosta að fullkomna og auka hráefnisnýtingu sína, með því að leigja loðnuflutningaskip til flutnings á hráefni til þeirra staða sem fjarri eru miðum hverju sinni. Hreppsnefndin telur eðlilegt að íslenzkar verk- smiðjur vinni loðnu veidda í okkar nýju 200 mílna landhelgi F. h. Hreppsnefndar Raufar- hafnarhrepps, sveitarstjórinn, Raufarhöfn, Sveinn R. Eiðsson". UMFI Sextánda landsmót Ungmenna- félags fslands verður haldið á Selfossi næsta sumar og tekur Skarphéðinn að sér fram- kvæmdina. Oft er vitnað til ungmennafélaganna, hugsjóna- eldsins, ættjarðarástarinnar og fómfýsinnar frá fyrstu áratug- um aldarinnar. En einnig má geta þess, að á fáum síðustu árum hefur þessi félagsskapur eflst mjög Nýjar vörur frá Sjöfn ,Geisli“ er nýr hreinsilögur fyr- ir gler, spegla, harðplast o. fl. Geisli ér seldur í 400 ml plast- flöskum, sem kosta með úðara 209 krónur en án úðara kr. 155. Sama úðar amá nota á fleiri flöskur. „Þokki“ er nýtt þvottaefni, sérstaklega lagað til að hand- þvo hvers kyns prjónles og ull- arflíkur. Þokki er seldur í 500 ml plastflöskum, sem kosta kr. 208. „Joðex“ er alhliða sóttvamar- efni til notkunar sem spenadýfa og júgurþvottalögur við mjaltir og sem handdýfa í matvælaiðn- aðirnun. Joðex flýtir m. a. fyrir græðingu fleiðra á spenum kúa og er því mjög áhrifaríkt í bar- áttunni gegn júgurbólgu. Joðex inniheldur efnin sorbitol og glycerol, sem halda höndum og spenum mjúkum og hindra skinnþurrk. Joðex er selt í 3,8 lítra plastbrúsum, sem kosta kr. 2.055. „Rex spartl“ er vatnsþynntur, fínkomóttur, fyllimassi ætlaður til fínspörtlunar og viðgerðar á smærri rifum og holum. Rex spartl er létt í meðförum, stirðn- ar seint á spaða, leysir ekki upp sjálft sig, og má spartla aftur og aftur yfir sama flötinn á 10— 20 mín. fresti án þess að grunna milli umferða. Rex spartl er selt í 500 gr plastpokum, sem kosta kr. 146. Allar þessar vömr, sem ný- lega eru komnar á markaðinn, hafa hlotið góða dóma þeirra, sem reynt hafa. (KEA-fregnir). Umræður um að umræður um vegamál séu miklar, svo mik- ið er undir þeim komið. Blað- inu hefur borist grcin frá umdæmisverkfræðingi Vega- gerðarinnai-, sem svar við að- sendum greinum í Degi, sem birtust nú fyrir skömmu og á sl. sumri 1 greinarlok um- er birt á öðrum stað í blaðinu í dag segir, að skrifstofa Vegagerðarinnar gefi eins fljótt og verða má upplýs- ingar þeim, sem skrifa vilja um vegamál og ttl hennar leyti. Vel er það og ekki í efa dregið. Hitt er jafn sjálf- sagt, frá sjónarmiði þessa blaðs, að það sé opið almenn- ingi, sem rita vill um opin- ber mál, hvort sem ritstjóri vildi það sjálfur sagt hafa og á því ábyrgð bera eða ekki. • Búið að opna félagsheimilið I síðasta tölublaði var í þess- um þætti minnt á nauðsyn þess í pólitisku starfi að hafa sem víðtækast samstarf við kjósendur og að margir stuðningsmenn Framsóknar. flokksins hér á Akureyri væntu þess, að þeir væru kvaddir tíl starfa. En rétt er einnig að benda stuðningsfólki Framsóknar hér í bæ, bæði þvi sem er fé- lagsbundið og hinu, að nú hefur skrifstofan í Hafn- arstrætí 90 verið opnað á ný og þar ráðinn Oddur Helga- son frá kl. 1—7 á daginn. Þangað geíur fólk snúið sér með því að koma þangað eða hringja, en síminn er 21180. Þá er stuðningsfólki Fram- sóknarflokksins bent á fundi, sem auglýstír eru og þar haldnir og þangað eru allir velkomnir. • Afmæli Dags. Senn líður að 60 ára afmæli Dags og verður þess minnst með aukablaði í næsta mán- uði. Þeir sem áhuga hafa á því að fá birtar greinar í því blaði eða bundið mál, ættu að hafa samband rið ritstjór. ann við fyrstu hentugleika. • Konan í símanum Oft hringja konur og karlar og biðja að koma einu eða öðru á framfæri og þakkar blaðið fyrir allar ábendingar og góða samvinnu í því efni. Fyrir helgina hringdi kona ein, sem vakti athygli á því, að götuljós vantar á Þórunn- arstrætí frá Hrafnagilsstrætí og að Ellihcimili. Biður hún, að úr þessu verði bætt hið fyrsta. Sama kona, unnandi skyr- mysunnar, bað ennfremur að koma þeim óskum á fram- færi við Mjólkursamlagið, að það hefði mysu á boðstólum í einhverjum sæmilegum mnbúðum, til hagræðis fyrir alia þá, sem kaupa vUja þennan ágæta drykk. Þess- um óskum konunnar er hér með komið á framfæri. • Vanlíðan af vondum fréttum Menn gætu ætlað, samkvæmt fréttaflutningi margra fjöl- miðla, að mannlifið væri allt mengað hinum versta sora, svo sem morðum, rámun og öðrum ófögnuði. Sagt er, að veiklundaðar sálir og jafnvel fleiri, þjáist af bölsýni vegna hinna yfirþyrmandi frétta, sem ausið er yfir fólk alla daga og oft á dag, í krafti þess að ljótar fréttir séu frétt- ir en góðar fréttír engar frétt- ir. Sem betur fer er mann- lífið með allt öðnun og feg- urri svip og það er hinn msti misskilningur, að hið góða sé ekki fréttnæmt. — Hætt er við, að hið rang- snúna gildismat frétta hafi hin alvarlegustu áhrif og leiði jafnvel beint og óbeint tíl hinna verstu verka. Það er mikill ábyrgðarhluti að auka á vanlíðan fólks með of ein- hliða fregnum af því versta í mannheimi. Aðeins nokkur hús eftir Hitaveita Blönduóss var stærsta framkvæmd Húnvetninga á síð- asta ári og er þegar farin að skila góðum árangri. Heita vatn- ið er leitt um 14 km leið frá Reykjum á Reykjabraut, þar sem borað var eftir því og er vatnið sjálfrennandi, svo ekki er þörf að nota dælur. Stofnæð- in er í óeinangruðum pípum, en dreifikerfið á Blönduósi er hinsvegar vel einangrað og er það samtals 8 km. Verkið veit hafið síðustu daga júnímánaðar í sumar og fyrsta húsið var tengt hitaveitunni 22. október. Nú er aðeins eftir að tengja innan við 10 hús af 230— 240 húsum staðarins. Hitaveitan hefur reynst vel þótt hitastig vatnsins sé aðeins um 60 gráður, er það fer inn á húslagnirnar. í ráði er að leita meira vatns og heitara á Reykj- um með borun. Takist sú borun vel, sparar það byggingu kyndi- stöðvar, sem áætlað er að kosti 14 milljónir króna. Heildar- kostnaður hitaveitunnar er áætl- aður 343 milljónir króna. Það óhapp skeði 14. janúar, að aðveituæðin fór í sundur í miklu vatnsveðri, sem skolaði uppfyll- ingu frá rörurunum. Var við- gerð lokið næsta dag, en ýmsir gripu til sinna gömlu kyndi- tækja, sem ekki var búið að taka niður. Gjaldskrá hitaveitunnar er 2400 krónur á mínútulítra vatns á mánuði, auk 2000 krónu fasta- gjalds á hemil. (Samkvæmt við- tali við Grím Gíslason á Blöndu. ósi).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.