Dagur - 01.02.1978, Blaðsíða 4
ÚtRcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri
Suuar: Kitstjórn 11166, Augl. og afgrciðsla 11167
Kitstj. og ábyrgðann.: ERLINGUR DAVÍÐSSON
Augl. og afgr : JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prcnlun: Prcntvcrk Odds Björnssonar hf.
Fjárhagsáætlun
bæjarins
Unnið er að gerð f járhagsáætlunar
fyrir Akureyrarkaupstað fyrir það ár,
sem nú er byrjað. Fjárliagsáætlun
hæjarsjóðs er stefnumótandi um meg-
in framkvæmdir og hún sýnir einnig
fjárhagslega stöðu og í þriðja lagi þá
þjónustu, sem bæjarfélagið hyggt
veita íbúum sínum.
Akureyri hefur nú þá sérstöðu að
vera í örustum vexti norðlenskra
bæja og hún hefur tekið á móti
fimmtungi fólksfjölgunar á landinu
síðasta ár, og er þetta sérstakrar at-
hygli vert. Hlutir sem þessir gerast
ekki allt í einu eða óvænt, heldur
byggjast þeir á þróun atvinnu og
framförum undanfarinna ára. Má í
þessu sambandi minna á það fram-
faraskeið, sem hófst fyrir allmörgum
árum með auknum styrk framsókn-
armanna í stjóm bæjarmála, þegar
þróuninni var snúið við á eftirminni-
legan hátt. Sú þróun hefur haldist
síðan, og liggur fyrir allra augum.
Auk hitaveituframkvæmdanna,
sem er stærsta verkefnj bæjarfélags-
ins frá upphafi, hafa mennta- og
menningarmál verið stór þáttur í
framkvæmdaáætlun bæjarins ár
hvert og nær yfir byggingar og rekst-
ur bamaskólanna, iðnskóla, gagn-
fræðaskóla, hússtjómarskóla, tónlist-
arskóla, bókasöfn og námsflokka. —
Undir félagsmálin heyra aftur á móti
dagvistunarmál bama, heimili aldr-
aðra, æskulýðsmál, íþróttamál, trygg-
ingamál, heimilisþjónusta, bygging
leigu- og verkamannabústaða o. fl.
Þá hafa umhverfismálin verið vax-
andi þáttur, einnig hreinlætismál,
eldvamir og heilbrigðismál. En í
sambandi við framkvæmdir, má
nefna allt skipulag, byggingaeftirlit,
gatna- og holræsagerð. Við þetta má
svo báta hafnarmálum, vatnsveitu-
málum, raforkumálum, auk hitaveit-
unnar.
Aukinni fólksfjölgun verður að
sjálfsögðu að mæta með auknum
byggingum og þar verður bærinn að
ganga á undan í því að búa heil
hverfi undir byggingar, sem jafnan
er mjög kostnaðarsamt.
Auk alls þessa hefur Akureyrar-
kaupstaður tekið beinan þátt í
rekstri fyrirtækja. Má þar nefna
Slippstöðina, Útgerðarfélag Akur-
eyringa og Krossanesverksmiðju.
Af því sem hér hefur verið drepið
á er ljóst hvert umfang fjárhagsáætl-
unar bæjarsjóðs Akureyrar er, og hve
miklu það skiptir, að hún sé gerð af
þekkingu og einnig samkvæmt þeirri
framkvæmdastefnu, sem verið hefur
ráðandi í bæjarmálum um skeið og
bæjarbúar munu yfirleitt fylgjandi.
Valtýr Kristjánsson í Nesi
Spurningar til stjórnar
Hitaveitu Akureyrar
Valtýr Kristjánsson, bóndi og
oddviti í Nesi í Fnjóskadal, var
til moldar borinn að Hálsi í
heimasveit hans, laugardaginn
28. janúar sl.
Valtýr fæddist í Nesi 23. júlí
1918 og hefði því orðið sextug-
ur síðar á þessu ári, hefði
honum enst aldur til. Foreldr-
ar hans voru Kristján bóndi
þar og kona hans, Guðrún
Stefánsdóttir frá Selalæk á
Rangárvöllum. — Var hann
fjórða barn foreldra sinna, en
'tvö eignuðust þau síðar.
Ellefu ára- gamall veiktist
Valtýr hastarlega og aftur síð-
ar, áður en hann komst af
unglingsárum, en þá dvaldi
hann til lækninga á Breiðu-
mýri í Reykjadal, hjá læknis-
hjónunum, Friðgeiri Ólasyni
og Sigrúnu Briem konu hans.
Taldi Valtýr það hafa orðið sér
til mikils happs, því þá náði
hann starfsþreki að nýju, þótt
aldrei gengi hann heill til skóg-
ar eftir þessi veikindi sín. —
Gerði hann sér jafnan fulla
grein fyrir því, að hvenær sem
var gat hann búist við að þurfa
að hlífa sér í störfum, sökum
lamaðra krafta, þótt honum
væri það síst að skapi.
Valtýr Kristjánsson var fjöl-
hæfur verkamaður og afkasta-
mikill þegar hann gekk að
störfum. En snemma varð
hann áhugasamur félags-
hyggjumaður og áhugi hans á
almennum framfara- og menn-
ingarmálum áttu öðru fremur
áhuga hans.
Hann lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum, nær tvítugur
að aldri, sneri sér síðan að
margþættum störfum í sveit
sinni, en stundaði einnig smíða-
nám á Akureyri um skeið.
Árið 1944 var Sparisjóður
Fnjóskdæla stofnaður og tók
Valtýr við stjórn sjóðsins og
hafði hana á hendi til dauða-
dags.
Vorið 1947 kvæntist Valtýr
unnustu sinni, Kristínu Sig-
urðardóttur frá Fornhólum og
tóku þau þá búreksturinn í
Nesi í sínar hendur.
Brátt hlóðust trúnaðarstörf
á Valtý í Nesi. Hann var kos-
inn í sveitarstjórn og var odd-
viti Hálshrepps frá 1954—1974,
sýslunefndarmaður frá 1974,
útibússtjóri Kaupfélags Sval-
barðsstrandar við Fnjóskárbrú
1953 til síðari ára og ennfrem-
ur kaupfélagsstjóri á Sval-
barðsströnd um tveggja ára
skeið, á erfiðum tímum.
Formaður Kjördæmissam-
bands Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra
og varaþingmaður frá 1959 og
sat á þingi um tíma veturinn
1962.
En um þær mundir, sem
annir Valtýs vegna opinberra
mála voru sem mestar, kvaddi
sorgin dyra. Hin ágæta kona
hans missti heilsuna og and-
aðist hún sumarið 1971, frá
átta börnum þeirra hjóna,
eftir langvarandi vanheilsu.
í félagsmálum var Valtýr
prúður en fylgdi málum jafn-
an fast eftir og hlífði sér
hvergi í þágu margþættra
framfara í sveit sinni og hér-
aði. Má þar bæði nefna vega-
og skólamál, en á Alþingi
beitti hann sér fyrir og fékk
samþykktan styrk af opinberu
fé til ræktunar og endurrækt-
unar kalins lands, sem mörg-
um hefur komið að góðu gagni,
einkum á hinum illræmdu kal-
árum.
Valtýr var alltaf að vinna
að félagsmálum, þótt hér sé
fátt nefnt. Má í því efni segja,
að hann leysti afrek af hönd-
um. Skörp og róleg íhugun var
honum eðlislæg og hann naut
hvarvetna þess persónulegs
trausts, sem nauðsynlegra er
en flest annað á sviði félags-
og framkvæmdamála, enda
ári voru 170 milljónir króna, og
er það 120% aukning frá árinu
áður.
íslenska síldin er besta hrá-
efnið sem völ er á og höfum við
notað hana, síðan veiðar hófust
við Suðurland eftir friðun
stofnsins. En um þriggja ára
skeið urðum við að flytja inn
síld frá Færeyjum til að geta
haldið starfseminni áfram og
markaði okkar í Sovétríkjunum
Við kaupum ofurlítið af sard-
ínum til að leggja niður, mest
fyrir innlendan markað. Sardín-
urnar höfum við einkum keypt
frá Skotlandi og Austur-Þýska-
landi.
Við höfum undanfarin ár soð-
ið niður dálítið af rækju og náð
góðum mörkuðum fyrir hana,
bæði niðursoðna og frosna, en
nú horfir verr en áður um hrá-
Jólaóratoríum eftir Schutz var
flutt í Akureyrarkirkju 18. des.
með hljómsveit Tónlistarskól-
ans og Passíukórsins, ásamt
einsöngvurum úr hópi kennara.
Þetta voru mjög góðir tónleik-
ar og ágætlega sóttir.
Passíukórinn er í stöðugri
framför undir stjórn Roars
Kvam, söng- og hjólmsveitar-
stjóra, sem þarna vinnur merki-
legt og ágætt starf. Óskandi
væri, að þessi prýðilegi kór,
fengi nokkrar góðar karlmanns-
raddir í viðbót. Hið mikla starf
Roars að tónlistarmálum bæjar-
ins, sýndi sig einnig á lúðra-
sveitartónleikum í Akureyrar-
kirkju á milli jóla- og nýárs.
Laugardaginn 14. janúar sl.
áttu Akureyringar þess kost að
hlusta á fyrstu söngtónleika
maðurinn þekktur að heiðar-
leika. Honum buðust eftir-
sóknarverð störf, sem hann
hafnaði, því heima vildi hann
vera og vinna sveit sinni það
er hann mátti.
Ég kynntist Valtý vel þann
tíma, sem hann vann mest að
félagsmálum fyrir Kjördæmis-
samband Framsóknarmanna
hér í kjördæminu og fór það
ekki fram hjá mér, hve vel
hann rækti það starf og spar-
aði hvorki fé né fyrirhöfn til
þess það bæri sem mestan ár-
angur. Þá kynntist ég því
einnig vel, að Valtýr var hinn
besti drengur í hvívetna,
strangheiðarlegur, trygglynd-
ur og hinn traustasti maður í
orði og verki.
Hann var gæddur dulræn-
um hæfileikum, sem hann
lagði þó litla rækt við og þeim
næmleika fyrir mönnum og
málefnum, sem á hverjum
tíma auðvelduðu honum hin
margþættu fyrirgreiðslustörf.
Háaldraðri móður hins látna,
börnum hans og öðrum ást-
vinum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur. — E. D.
efnisöflunina. Við höfum verið
hraktir af Oxafjarðarmiðum,
þar sem við hófum rækjuveiðar
fyrstir manna, eða bátar á okkar
vegum.
Á síðasta ári tókum við um
250 tonn til vinnslu af rækjunni.
Niðursoðin rækja hefur að
mestu farið til Vestur-Þýska-
lands, en einnig nokkuð til Dan-
merkur og fleiri landa, jafnvel
vestur um haf.
Niðursuðuverksmiðja K. Jóns-
sonar & Co. hefur starfað í ára-
tugi og á síðari árum við aukna
velgengni, undir stjóm eigenda
sinna, bræðranna Kristjáns og
Mikaels Jónssonar. Hún er
verulegur atvinnuveitandi og
aflar dýrmæts gjaldeyris.
Nauðsynlegar nýbyggingar,
sem þegar eru risnar og hér er
sagt frá, auðvelda að mun rekst-
urinn í framtíðinni.
Kristjáns Jóhannssonar, sem nú
er í söngnámi á ísalíu. Húsið
var troðfullt og urðu margir frá
að hverfa, svo tónleikarnir voru
endurteknir. Fyrir þessa tón-
leika ríkti mikil spenna meðal
söngunnenda í bænum. Margir
vildu heyra árangur söngnáms-
ins og aðrir munu e. t. v. hafa
komið til að gagnrýna nýjan
söngvara, en fjölmennastur var
þó hinn söngglaði og áhugasami
hópur, sem kom til að njóta
söngsins. Árangurinn af nám-
inu er góður og söngurinn var
miklu betri en flestir bjuggust
við og var honum frábærlega
vel tekið.
Hér er það söngmannsefni á
ferðinni, sem á eftir að verða
íslandi til sóma á sviði söngs-
ins. En ennþá er löng og erfið
Því hefur verið haldið fram að
í hitaveituframkvæmdir hér á
Akureyri hafi verið ráðist meir
af framkvæmdagleði en fyrir-
hyggju, og „Greinargerð með
áætlun um lánsfjárþörf Hita-
veitu Akureyrar vegna fram-
kvæmda 1978“ rennir vissulega
stoðum undir þá skoðun og gef-
ur tilefni til eftirfarandi spum-
inga:
Hver er ástæðan fyrir því að
tenginga- og varmavatnsgjöld á
Akureyri þurfa að vera þau
hæstu á landinu, e. t. v. að Vest-
mannaeyjum undanskildum? —
Hversvegna þarf Hitaveita Ak-
ureyrar t. d. að krefja 165 þús.
krónur fyrir stilligrind sem
önnur sveitarfélög treysta sér
til að láta af hendi fyrir mun
minni upphæð?
Stafar þetta af því að kostn-
aður hér þarf einhverra hluta
vegna að vera meiri en annars-
staðar eða þarf Hitaveita Akur-
eyrar að sætta sig við verri og
óhagstæðari lánakjör á fram.
kvæmdafé en önnur byggðar-
lög?
Á Blönduósi þurfa íbúarnir
ekki að snara út jafnmiklum
staðgreiðslufúlgum og hér er
krafist og má þó ætla að 3—400
millj. kr. hitaveitukostnaður sé
því 800 manna byggðarlagi ekki
léttari baggi en 5—6 milljarðar
okkar 12 þús. manna.
Er það rétt hermt að varma-
vatnskostnaður okkar, miðað
við gjald á mínútulítrann, verði
70% af olíukostnaði, sem þýðir
þá væntanlega að við ættum að
hafa 30% til að mæta stofnkostn-
aði a. m. k. fyrsta árið og meira
eftir því sem lengra líður. —
Sparnaðurinn hlýtur þó að fara
eftir einangrunarhæfni íbúðar
eða húss.
Hvaða forsendur liggja til
grundvallar þessum útreikningi
hitaveitunefndar ?
Oddviti Blönduósshrepps
sagði sínum samborgurum að
varmavatnskostnaður þeirra
yrði jafnhár olíuverði fyrstu ár-
in. —Verður þetta ekki einnig
hér þegar áætlanir eru endur-
skoðaðar í ljósi þeirra stað-
reynda að vatnsöflun verður
mun dýrari en fyrri „áætlanir"
leið að marki. Undirleik ann-
aðist Thomas Jackmann af
kunnáttu og ómetanlegum næm-
leika og hlýju.
Píanótónleikar Deering Rich-
ard voru í Borgarbíói 21. janúar.
Þetta voru einskonar kennslu-
tónleikar og lýsti hann viðfangs-
efninu samstundis. Aðstoðar-
maður hans var Michael Clark,
sem þýddi jafnóðum á íslensku.
Mig undraði, að ekki voru
fleiri píanónemendur Tónlistar-
skólans viðstaddir en raun bar
vitni og hefðu þeir þó ýmislegt
getað lært á þessum tónleikum.
Hinn enski píanisti er prýðileg-
ur píanóleikari. Eftir mínum
smekk notaði hann pedalana of
mikið og í Schubert-verkunum
hefði e. t. v. mátt vera meira af
„pipar og salti“.
gerðu ráð fyrir, sbr. áætlun um
lánsfjárþörf hitaveitu?
Er út í hött að álykta sem
svo að hitaveitukostnaðurinn
fyrir íbúa Akureyrar verði svo
mikill að það taki tvær kynslóð-
ir að öðlast þá hagsæld sem
menn vænta sér af slíkri fram-
kvæmd og önnur byggðarlög
njóta?
Þessi spurning er sett fram
með þann kostnað í huga sem
leiðir af smíði kyndistöðvar,
lagningu tvöfalds dreifikerfis í
hluta bæjar, jafnhliða kostnaði
við pípulögn austur í Þingeyjar-
sýslu.
Þá hefur mikið verið rætt um
að það sé borgaraleg kvöð að
taka inn hitaveituna. Er þetta
ákvæði í staðfestri reglugerð
ráðuneytis sem hlýtur að gilda?
Klókur lögfræðingur hefur sagt
mér að svona ákvæði, ef til er,
bjóði upp á dómstólamál, því að
engan sé hægt að skylda til eins
Nú er lokið 5 umferðum á Skák-
þingi Akureyrar. f flokki full-
orðinna eru eftir Guðmundur
Svavarsson með 3V2 vinning af
5, og Gylfi Þórhallsson og Jón
Ingimarsson með 3 vinninga úr
fjórum skákum. Keppendur eru
13. — í unglingaflokki er Pálmi
Pétursson efstur með 4% vinn-
ing. Nú hefur verið dregið úr
réttum lausnum á skákþraut
Hjónin Elín Vigfúsdóttir og
Jón H. Þorbergsson á Laxamýri
hafa gefið kirkjunni í Hóla-
stifti 100 þúsund krónur. Skal
gjöfinni varið til að reisa fyrstu
kristniboðum á íslandi minnis-
varða, þeim Þorvaldi víðförla
frá Stóru-Giljá og Friðriki bisk-
upi af Saxlandi, sem komu hing-
að út 981 og því vrða eitt þús-
und ár frá komu þeirra eftir
þrjú ár.
eða neins ef því fylgir fjárhags-
legur baggi á þann máta sem
hitaveitugjöldin eru hér. Hver
er skoðun hitaveitunefndar á
þessu atriði? Einstaklingar í
henni verða undurfurðulegir á
svipinn þegar þeir eru spurðir
um þetta og svara út í hött.
Þessar spurningar eru ekki
settar fram til þess að auka á þá
tortryggni sem óneitanlega rík-
ir í þessum bæ útaf hitaveitu-
framkvæmdunum, heldur er
meiningin að freista þess að fá
forráðamenn hitaveitu til að
koma hreint fram. Það hlýtur
að vera affarasælast að fá fólk
til liðs við þarfa en þó við-
kvæma framkvæmd með hrein-
skiptni fremur en með gylling-
um eða þvingunum.
Ef það er sýnilegt að við þurf-
um að gjalda meiri peninga fyr-
ir of mikla bjartsýni þá á að
segja okkur borgunarfólki það.
Eiríkur Eiríksson.
Skákfélagsblaðsins, sem kom ut
fyrir jólin. Upp kom nafn Jóns
Ingimarssonar, Akureyri.
Lausnin er svona:
1. Hbl Kf4
2. Hgl Ke4
3. Hg4 mát
2. — e4
3. Rf8—g6 mát
Þegar hefur verið ráðgert að
reisa þennan minnisvarða á
þeim slóðum er þeir dvöldu
lengst, en það var á Stóru-
Giljá og Lækjamóti í Víðidal.
Jón H. Þorbergsson hefur áð-
ur verið rausnarlegur í menn-
ingarmálum, svo sem með því
að gefa 200 þúsund krónur til
væntanlegs lýðháskóla á Hól-
um í Hjaltadal.
Þú skynjaðir gest, sem var genginn í hlað,
og glæddir þá ljósið á kveiknum.
Þú lést ekki vita, — samt vissirðu það,
þig var hann að dæma úr leiknum.
Og svo þegar ástvinir sóttu þig heim,
um sjúkdóminn ræddir þú eigi,
en lofaðir voninni að lifa hjá þeim
eins lengi og bjarmaði af degi.
— Hann lyftir sér hátt yfir hrannir og él
sá hugur, sem góðvildin mótar.
Þú geymdir í hjartanu gullið svo vel,
að grófu þar fáir til rótar.
Heiðrekur Guðmundsson.
Niðursuðan . . .
Sigurður Demetz Franzson
Tonlist^
Frá Skákfélagi Akureyrar
Skákfréttaritari.
Stórgjöf Laxamýrarhjóna
íslendingar komnir heim
íslendingum gekk ekki sem
skyldi í heimsmeistaramótinu
í handknattleik sem haldið
var í var í Danmörku um
helgina. Þeir töpuðu öllum
leikjunum í sínum riðli og
komust þar af leiðandi ekki
áfram í aðalkeppnina. Við átt-
um við ofurefli að etja í öll-
um leikjunum, en landsiið
hinna þjóðanna hafa milljónir
íbúa sem bakhjarl, svo og eru
flestir þeirra algjörir atvinnu-
menn í íþróttinni. Þegar á allt
þetta er litið er hlutur íslands
góður að vera í flokki með 16
bestu í heiminum í íþróttinni.
Eflaust verða margir til að
raga íslenska liðið niður eftir
þessa keppni og er því ekki
rétt að bæta neinu við það,
en sá er þetta skrifar óskar ís-
lensku handknattleiksmönn-
unum góðrar heimkomu og
er sannfærður um að þeir hafa
gert sitt besta.
Hver borgar
Þórsarar áttu að leika á sunnu-
daginn við Njarðvíkinga í bik_
arkeppni HSÍ. Þeir mættu á
staðinn í tæka tið og biðu þar
í tvo tíma en enginn dómarí
mætti, og að lokum fóru þeir
aftur heim á hótel, en voru þá
búnir að missa af síðustu flug-
vél til Akureyrar þann dag.
Hefðu þeir vitað um þetta
hefðu þeir komist heim á laug-
ardagskvöld og þá um leið
sparað sjálfum sér og félagi
sínu stórar fjárupphæðir. For-
ráðamenn Njarðvíkinga kváð-
ust hafa beðið um dómara hjá
framkvæmdastjóra HSl á
þennan umrædda leik. Fram-
kvæmdastjórinn kvaðst hafa
fengið tvo dómara úr Hauk-
um til að dæma, en þeir létu
ekki sjá sig og fundust ekki
þegar leikurinn átti að fara
fram. Nú er það spumingin?
Þurfa Þórsarar að sitja uppi
með þennan aukareikning fyr-
ir dvöl sinni -í Reykjavík eða
þurfa einhverjir aðrir ábyrgir
aðilar fyrir mótinu að borga?
Þegar þetta er skrifað, um há-
degi á mánudag, er ennþá
ófært flugveður til Akureyrar,
og veðurspá slæm, þannig að
ekki er vitað hve lengi Þórs-
arar þurfa að bíða í Reykja-
vík.
ÍS sigrar Þór naumlega
Fimmtudaginn síðasta léku í
Reykjavík ÍS og Þór í 1. deild
í körfubolta. Lið Þórs sem er
ístöðugri framför náði nú ein-
um besta leik á keppnistíma-
bilinu og veittu stúdentum
Sólveig
Sólveig Sverrisdóttir sund-
kona frá Akureyri hefur nú
verið valin til landsliðsæfinga
í sundi, og þá sérstaklega í
flugsundi. Sólveig hefur æft
sund í mörg ár og er marg-
faldur meistari í þeirri grein.
Hún er jafnframt fyrsti Akur-
eyringurinn sem valinn er í
sundlandslið. Hún mun nú
þurfa að fara suður til æfinga
og keppni af og til. Blaðið
óskar Sólveigu til hamingju
með þennan glæsilega árang-
Aðalfundur
Aðalfundur Knattspyrnudeild-
ar Þórs var haldinn sl. laugar-
dag. Þóroddur Hjaltalin form.
deildarinnar ' flutti skýrslu
stjórnar. Gróskumikið starf
var hjá deildinni í fyrra eins
og endranær. Samþykkt var
að halda framhaldsaðalfund
laugardaginn 11. febrúar á
sama stað og tíma.
Þór vann
Þór og Ármann kepptu á laug-
ardaginn í fyrstu deild kvenna
í handknattleik. Þórsstúlk-
urnar unnu auðveldan sigur,
skoruðu 20 mörk á móti 15 á
Ármanni. Að venju skoraði
Anna Greta mest fyrir Þór.
Þórsstúlkurnar hafa nú hlotið
sex stig í deildinni. Um næstu
helgi leika stúlkurnar við
Fram hér á Akureyri, og karla
lið Þórs leikur við Leikni í 2.
deild.
harða keppni. Stigamunur var
ávallt lítill í leiknum og urðu
lokatölur hans 103 stig gegn
91 fyrir stúdenta. Að venju
voru það Bandaríkjamennirnir
í báðum liðum sem voru drýgst
ir við að skora, en Kirk Dun-
bar gerði 38 stig fyrir ÍS en
Mark Christiansen 25 fyrir
Þór. Þá var einnig Eiríkur Sig-
urðsson talinn hafa átt ágæt-
an leik með Þórsurum, en hon-
um hefur stórlega farið fram
í vetur, og á eflaust þjálfar-
inn Mark Christiansen sinn
þátt í því. Þórsarar eru nú með
4 stig í deildinni, sama stiga-
fjölda og Fram, en þau eru í
næst. neðsta sæti.
Stórhríðar
mót
Um síðustu helgi var haldið í
Hlíðarfjalli Stórhríðarmótið
svokallaða, en það er árlegt
skíðamót og öllum opið. Kepp-
endur voru frá Akureyri,
Húsavík og Dalvík. Keppt var
í svigi og bestan brautartíma
fékk Karl Frímannsson 45.50.
Úrslit urðu þessi.
Karlaflokkur:
1. Karl Frímannsson Ak 91.47
2. Tómas Leifsson Ak. 92.01
3. Bjarni Sigurðss. Húsv. 93.24
Kvennaflokkur:
1. Margrét Baldv.d. Ak. 101.75
2. Guðrún Leifsd. Ak. 108.00
15—16 ára flokkur:
1. Ólafur Grétarsson Ak. 94.53
Um helgina var fram haldið
Stórhríðarmótinu í svigi og
keppt í flokki unglinga. Úrslit
urðu þessi:
Flokkur 13—14 ára.
1. Ólafur Harðarson 71.42
2. Helgi Ævarsson 74.37
3. Stefán Stefánsson 75.49
Stúlknaflokkur 13—15 ára.
1. Nanna Leifsdóttir 75.43
2. Anna Edvarðsdóttir 80,52
3. Lena Hallgrímsdóttir 82.02
Innanhúsknattspyrnumót
Um helgina var haldið á Akra-
nesi innanhúsknattspyrnumót
með þátttöku flestra 1. deildar
liðanna. KA sendi lið á þetta
mót og spiluðu þeir í riðli með
Keflavík, Breiðablik, FH og
KR. KA vann Keflavík 7—1,
gerði jafntefli við Breiðablik
5—5, vann FH 9—2 og tapaði
fyrir KR 2—4. KR-ingar unnu
þennan riðil og léku til úrslita
við Val og sigruðu KR-ingar
og urðu sigurvegarar i mót-
inu. Um næstu helgi verður
íslandsmótið í innanhússknatt-
spyrnu, en KA sendir ekki lið
þangað, en Þórsarar halda þar
uppi heiðri Akureyringa.
Punktamót á skíðum
Um helgina var haldið í
Reykjavík punktamót í alpa-
greinum og voru allir bestu
skíðamenn og konur landsins
meðal þátttakenda. Akur-
eyrskir skíðamenn náðu sæmi
legur árangri í keppninni. Sig-
urður Gestsson varð þriðji í
stórsvigi karla og Guðrún
Leifsdóttir önnur í svigi
kvenna. Árni Óðinsson sigraði
í svigi karla og Margrét Bald-
vinsdóttir varð þriðja í svigi
kvenna. Punktamót á Akur
eyri verður haldið í næsta
mánuði.
Á föstudagskvöldið næsta
koma Njarðvíkingar og leika
við Þór í 1. deildinni í körfu
og hefst leikurinn kl. 20.00. —
Njarðvíkingar eru með mjög
sterkt lið, en Þórsarar á
heimavelli og verður því ef-
laust um mjög skemmtilegan
leik að ræða.
Badminton
Nú stendur yfir hér á Akur-
eyri svokallað Þorramót í bad-
minton. Keppt er í unglinga-
og fullorðinnaflokki. Kepp-
endur eru 28 frá Akureyri. —
Nánar verður sagt frá úrslit-
um keppninnar í næsta blaði
Mikil gróska er nú í þessari
íþrótt hér á Akureyri og eru
iðkendur hennar um fimmtíu
talsins. Það er Tennis og Bad-
mintonfélag Akureyrar sem
sér um mótið, en formaður
þess er Gísli Bjarnason skóla-
stjóri.
4 DAGUR
DAGUR•5