Dagur


Dagur - 05.04.1978, Qupperneq 5

Dagur - 05.04.1978, Qupperneq 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjómarsímar: 11166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: II167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Baráttan harðnar Um þessar mundir er ýmiskonar órói í ísiensku þjóðlífi. Flest verkalýðsfélög og opinberir starfsmenn krefjast leiðréttingar launa sinna, sem voru skert með lögum og hvarvetna eru kosningar til sveitarstjórna og Alþingis undirbúnar með hefðbundnum hætti. Þessi tvö mál munu setja svip sinn á þjóðmála- og verka- lýðsbaráttupa næstu mánuði og deilur um þau fara harðnandi. í landi okkar hefur það nú gerst að hin öfluga verkalýðshreyfing hefur mótmælt þeim lögum frá Al- þingi, er meðal annars skerða vísitölubætur á laun, og fylgdi mótmælum sínum eftir með tveggja daga ólöglegu verkfalli í byrjun marsmánaðar. Þeir sem undir kjarasamninga skrifuðu um sólstöður á síðasta ári á milli verkalýðs og vinnuveitenda og síðar undir samninga milli ríkisins og opinberra starfsmanna, voru að staðfesta samkomulag, sem fslenskt efnahagslíf þoldi ekki og þeir vissu það. Þess vegna samn- ingsbundu þeir viðbrögð aðila ef sáttmálinn yrði rofinn með opin- berum aðgerðum. Löggjafinn rauf samningana til að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna og hægja vöxt verðbólgunnar og svarið var, ólögleg verkföll. í skugga þessara átaka, eru svo tvennar kosningar háðar og undirbúningur er f fullum gangi. í þeim kosningum ber að hafa í huga, að þau öfgaöfl, sem nú tog- ast einkum á í þjóðfélaginu, eru óvinir lýðræðis og lýðræði hættu- leg, annars vegar tillitslaus auð- hyggja og hins vegar hin kunnu, erlendu niðurrifsöfi á vinstri væng þjóðmálanna. Sá flokkur, sem samkvæmt ís- lenskri flokkaskipun í landinu, hlýtur að stjórna í samvinnu við aðra flokka, hefur ætíð verið þungamiðja stjórnkerfisins. Sá flokkur bar öllum flokkum fremur, landhelgismálið fram til sigurs. Hann markaði þá byggðastefnu, sem orðin er ráðandi og gjör- breytti högum fólks um allt land til betri vegar. Hann hefur öðrum flokkum fremur mótað þá þætti í þjóðfelaginu, sem erlendir menn öfunda okkur af, svo sem jafnrétti, félagslegt öryggi, tjáningafrelsi og jafnari lífskjör en annarsstaðar þekkist og örar framkvæmdir og mikla samfélagsaðstoð. En það er ekki nægilegt að viðurkenna þessar staðreyndir í orði. Það verður að vinna stefnunni það fylgi í næstu kosningum, að öfga- öfl þjóðfélagsins til hægri og vinstrí rífi það ekki niður sem á- unnist hefur. Innflutt fóðurvara ógnar tilveru grænfóðuriðnaðar Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn í Svarfaðardal varð góðfúslega vlð þelm tilmælum, að segja lesendum Dags frá síðasta Bún- aðarþlngi og fer grelnin hér á eftlr. Búnaðarþing stóð í 18 daga, sem er venjuleg tímalengd. Það fékk til meðferðar hátt í 40 erindi til um- fjöllunar og gerði samþykktir um flest þeirra, í nokkrum tilfellum þó eina ályktun um tvö eða fleiri að- skilin mál. Þing þetta var hið síðasta á kjör- tímabilinu og gera menn ráð fyrir að miklar breytingar verði í full- trúaliðinu, þegar næsta þing kemur saman. Það er vitað, að margir aldraðir þingfulltrúar munu hætta vegna aldurs og aðrir heltast úr lestinni fyrir aðrar sakir. Gæti vel farið svo, að 40% fulltrúa eða meira verði nýliðar næst. Af ýmsum merkum málum, sem síðasta þing hafði til umfjöllunar, skal hér aðeins fjallað um eitt, af því að það snertir þau vandamál íslensks landbúnaðar, sem mest eru í sviðsljósinu nú um stundir,/ra/n- leiðslu- og markaðsmálin. Var á þinginu skipuð sérstök þingnefnd til að fjalla um þau aðsend erindi, sem að þessu lutu, og til að marka að öðru Ieyti afstöðu Búnaðarþings til úrlausnar vandans. Erindi höfðu borist um þessi efni frá Búnaðarsb. Suðurlands, frá formannafundi búnaðarsambanda og fleiri aðilum. Hér skal í stuttu máli skýrt frá niðurstöðum þessarar nefndar og afgreiðslu þingsins á málinu: Ákveðið var, að semja þrjár ályktanir upp úr þessum efniviði, eina er lyti að stefnu í leiðbein- ingarþjónustu landbúnaðarins með tilliti til nýrra viðhorfa í fram- leiðslumálum, aðra, er sérstaklega lýsti afstöðu þingsins til Kjam- fóðurskatts, og þriðju, er fjallaði um skipun nefndar til að gera til- lögur um takmarkanir og stýringu á landbúnfrml. Tillaga nr. 1 var afgreidd sam- hljóða sem þingsályktun eftir ítar- legar umræður og verður henni ekki gerð frekari skil hér. Nægir að segja, að meginmálið hnígur í þá átt, að nú beri að leggja alla áherslu á aukna hagkvæmni í búrekstri hins almenna bónda, svo að hann fái haldið nettótekjum sínum, þótt framleiðsla aukist ekki eða dragist saman. Tillaga nr. 2 fjallaði um kjam- fóðurskattinn. Það var mjög al- ménn skoðun þingfulltrúa, að Búnaðarþingi bæri að taka afstöðu til þessa máls, sem verið hefur í meðferð hjá Stéttarsambandinu og í umræðum á meðal bænda undanfarið. Niðurstaðan varð svofelld álykt- un: „Búnaðarþing 1978 lýsir fylgi sínu við þá afstöðu Stéttarsam- bands bænda að æskja heimildar til að leggja gjald á innflutt kjamfóð- ur, m.a. sem tæki til að hafa hemil á framleiðslu landbúnaðarvara og vemda innlenda fóðurframleiðslu. Ef til slíks kemur, leggur þingið áherslu á eftirfarandi: a) Að tryggt sé i lögum, að ákvörðun um álagningu gjaldsins, upphæð þess og notkun sé að öllu leyti í höndum Framleiðsluráðs landbúnaðarins. b) Að vel beri að athuga, hvort ekki er heppilegt, að það gangi að mestu eða öllu leyti til niður- greiðslu á tilbúnum áburði. c) Þar eð gjaldtaka af kjamfóðri bitnar mest á mjólkurframleiðslu í hækkuðum framleiðslukostnaði, en lækkun áburðarverðs kemur allri fóðurframleiðslu til góða, verði tekið til athugunar, hvort ekki er nauðsynlegt, að viðbótarfjár- magn komi frá sauðfjárframleiðsl- unni til sömu nota og kjamfóður- gjaldið." Ályktunin var samþykkt eftir miklar umræður með 20 atkvæðum gegn 4. Hana ber að skoða í sam- hengi við tillögu nr. 3, sem svo hljóðar: „Búnaðarþing beinir þeirri ósk til landbúnaðarráðherra, að hann skipi 7 manna nefnd, þrjá eftir til- nefningu Búnfl. Islands, þrjá eftir tilnefningu Stéttarsamb. bænda og einn án tilnefningar, sem jafnframt verði form. nefndarinnar. Nefnd þessi taki til athugunar, hvaða leiðir sér færastar til að tryggja sem best stöðu landbúnað- arins og afkomu þeirra, sem að honum vinna, svo og til lausnar þeim vanda í markaðsmálum, sem nú blasir við. Nefndin geri tillögur um þær aðgerðir, sem líklegastar þykja til úrbóta í þessu efni, og skili áliti í frumvarpsformi svo fljótt sem kostur er, og eigi síðar en í júlí- mánuði næstkomandi. I því sambandi bendir þingið á eftirfarandi: 1) Hvemig haga beri gjaldtöku af innfluttu kjamfóðri, ef lögtekið væri, sbr. ályktun á málskjali 74. (Ályktun nr. 2 hér að ofan). 2) Hvort unnt er að taka upp kvotakerfi í einhverri mynd, í þeim tilgangi að draga úr framleiðslu á þeim landbúnaðarafurðum, sem selja þarf á erlendum mörkuðum Sfjl Bo,,i Gústavsson: Selurinn hefur Weiklist mannsaugu Sýning Lelkfélagslns Vöku í Grýtubakkahreppi á leikritl Birgls Slgurðssonar. Leikstjóri Ingunn Jensdóttlr. Á fyrstu árum sjónvarpsins hér á landi virtist draga mjög úr áhuga fólks fyrir félagsstörfum ýmiskon- ar. Kom það hvergi betur í ljós, en í hinum dreifðu byggðum. M.a. dvínaði áhugi fyrir leikstarfsemi, sem víða hafði verið með blóma og iétu menn sér nægja að sitja öll kvöld fyrir framan tossakassann, meðan þeir voru að átta sig á því, að honum eru harla þröng takmörk sett. Mikið vantaði á, að hann gæti komið i stað lifsins sjálfs. Sem betur fer eru ýmiss teikn á lofti, sem benda til þess, að landsmenn hafi náð sér að mestu eftir sjónvarps- flensuna, ekki síst þegar litið er til þess leiklistarlífs, sem vaknað hefur aftur. Er það mikið fagnaðarefni og bjartsýnisvaki. Þegar fram á vetur- inn kemur, eru auglýstar leiksýn- ingar í fjölda byggðarlaga, svo að þeir sem mestan áhuga hafa og setja ekki fyrirsig ferðalög, geta séð nýja sýningu um hverja helgi á út- mánuðum. Þessi orð eru skrifuð til þess að vekja athygli á mjög vandaðri sýn- ingu Leikfélagsins Vöku í Grýtu- bakkahreppi á leikriti Birgis Sig- urðssonar, „Selurinn hefur manns- augu“. Birgir hefur getið sér orð fyrir athyglisverð leikhúsverk og hlaut m.a. fyrstu verðlaun fyrir leikritið Pétur og Rúna, í leikrita- samkeppni sem Leikfélag Reykja- víkur efndi til, í tilefni af 75 ára afmæli þess árið 1972. Leikfélagið Vaka var svo lánsamt, að fá Ing- unni Jensdóttur úr Reykjavík til þess að setja þetta þriðja viðfangs- efni sitt á svið. Ingunn, sem er kunn og vel menntuð leikkona, hefur valið þann kost, er hún hefur leik- stýrt fyrir áhugamannafélög víða um landið, að velja fremur alvarleg leikrit, sem setja má langt ofar þeim útjöskuðu og efnissnauðu viðfangsefnum (þ.e. försum um hreppstjóra í kössum og karla i hraunhömrum í slagsmálum á Há- logalandi), sem sýnd eru ár eftir ár og halda kröfum fólks til leiklistar- iðkunar í lágmarki. „Selurinn hefur mannsaugu“ er alvarlegt verk, en fjarri því að vera leiðiniegt. Höf- undurinn leiðir ekki hjá sér þau vandamál, sem íslenska þjóðin á við að stríða, setur þau haganlega fram í hnotskum, og hver sem hef- ur skynfæri í lagi, þarf ekki að ótt- ast að hann fari jafnnær heim eftir sýningu. Er með ólíkindum, hversu vel leikstjóra hefur tekist að temja ósviðsvanan hóp áhugafólks. Aðalhlutverkin eru í höndum Val- gerðar Sverrisdóttur og Bjöms Ing- (Framhald á bls. 2). og ekki skila viðunandi verði. Til athugunar komi m.a., að greitt verði fullt grundvallarverð fyrir það hlutfall framleiðslunnar, sem selst á innlendum markaði, en hinn hlutinn greiðist með því verði, sem útflutningur vörunnar gefur að viðbættum þeim útflutningsbótum, er gréiddar kunna að verða hverju sinni. Einnig verði kannað, hvort setja eigi mismunandi kvóta eftir bústærð, þannig að stærri búin beri hlutfallslega meira af þeirri skerð- ingu, sem af kvótakerfinu leiðir. 3) Hvort ávinningur mundi verða af því, að t.d. nætur- og helgidagavinna bónda og húsfreyju yrði tekin út úr verðlagningu bú- varanna og greidd beint til við- komandi annað hvort sem jöfn upphæð á hvert lögbýli eða í hlut- falli við afurðamagn það, sem greitt yrði fullu grundvallarverði, ef til kvótakerfis kæmi, 4) Hvort raunhæft væri að greiða útflutningsbætur beint til fram- leiðenda og beita þeirri greiðslu að einhverju leyti sem kvótakerfi, ef það yrði ekki tekið upp í öðm formi. I því sambandi skal bent á sérstakar greiðslur, sem Norðmenn hafa tekið upp til þeirra, sem draga úr mjólkurframleiðslu. 5) Hvort ástæða sé til að endur- skoða jarðræktarlögin í þeim til- gangi, að heimiluð verði breytileg tilhögun þeirra framlaga, sem þar er kveðið á um, þannig að hægt sé að leggja tímabundna áherslu á ákveðnar framkvæmdir. I því sam- bandi má benda á lækkun framlaga til ræktunar, en verulega aukin framlög til súgþurrkunar og vot- heysgerðar.“ Auk þess eru nokkrir töluliðir er lúta að nýjum framleiðslugreinum og um samræmda stefnu hinna ýmsu stofnana, sem fara með mál- efni landbúnaðarins, með sérstöku tilliti til fjárfestingar- og lánamála. Þessi afgreiðsla Búnaðar- þings hefur sætt gagnrýni hér. Hvað vlltu um það segja? Það er einkum ályktunin um kjarafóðurskatt, sem af sumum er tekin mjög óstinnt upp. Meira að segja bárust Búnaðarþingi gagn- gert mótmæli gegn slíkum hug- myndum frá fundi 15 bænda á Suðurlandi, „umræðuhóp sunn- lenskra bænda“, eins og þeir kalla sig. Þeir bentu hins bentu hins veg- ar á kvótakerfi í einhverri mynd sem líklega lausn. Ég held að mér sé óhætt að túlka skoðanir Búnaðarþings eitthvað á þessa leið: Kjarnfóðurgjald eitt sér mun engan veginn geta rétt af skekkjuna í framleiðslu búvara, heldur verður einhverskonar fram- leiðsluskömmtun (kvóti) líka að koma til a.m.k. að því er mjólkur- framleiðslu áhrærir. Menn horfa á Úr lelkritinu: „Selurlnn hefur mannsaugu". 4 DAGUR það með vaxandi áhyggjum, hvemig mjög ódýr fóðurvara flæðir inn í landið hömlulaust í sam- keppni við innlendu framleiðsluna og ógnar m.a. tilveru hins unga grænfóðuriðnaðar okkar svo ekki sé minnst á einhverja þróun hans. Það er álit þingsins, að unnt sé að hafa nokkur áhrif á framleiðsluna, sérstaklega mjólkurframleiðslu, með hreyfingu á kjarafóðurverð- inu. Þá stingur það mjög ákveðið upp á, að kjarnfóðurgjaldinu verði varið til að greiða niður tilbúna áburðinn. Hugmyndin er sú að það komi þá inn í verðlagsútreikning- inn, svo þama sé um að ræða til- færslu milli kostnaðarliða, sem hvetji til meiri áherslu bænda á framleiðslu fyrsta flokks fóðurs af eigin landi fremur en til mikilla fjamfóðurkaupa. Nú varst þú ekki endurkosinn tll setu á Búnaðarþingl? Nei, ég gerði auðvitað fastlega ráð fyrir því, þegar ég greiddi at- kvæði með tillögu nr. 2, um kjarn- fóðurgjaldið, að og gerðist meira að segja framsögumaður nefndarinn- ar, að þar með væri ég að innsigla örlög mín sem fulltrúi á Búnaðar- þingi fyrir Eyfirðinga, vitandi hvemig forystusveit búnaðarsam- bandsins er stemmd í málinu. Mér finnst það vera alveg rökrétt, fyrst menn eru svona sannfærðir um, að undir engum kringumstæðum megi hamla gegn notkun erlends kjam- fóðurs, jafnvel þegar það er flutt inn á hálfgerðu „dumping" verði, og fyrst menn hafa enga trú á, að unnt sé að hafa nokkur áhrif á notkun þess með verðlagningunni, að þeir fari ekki að senda mann á Búnaðarþing, sem hugsar eins og ég- Annað mál er það, að sennilega verður þetta mál. til lykta leitt áður en næsta Búnaðarþing kemur sam- an. Mig langar að lokum til að vekja athygli á upplýsingum, sem komu fram á fundinum í ágætri árs- skýrslu búnaðarsambandsins. Það sýnir sig, að meðalnotkun kjamfóðurs á reiknaða árskú á svæði Búnaðarsambands Eyja- fjarðar hefur aukist um 80 kg. milli áranna 1976 og ’77. Þar sem kýmar í Eyjafirði eru yfir 6400 gerir þetta meira en 500 tonna aukningu á kjamfóðurgjöf. Samkvæmt alþekktri fóður- fræðireglu ætti þetta fóður að skila sér í rösklega milljón lítra mjólkur- aukningu, ef rétt er fóðrað. Hér hafa eyfirskir bændur staðist próf- ið. Mjólkursamlag okkar fékk ein- mitt nokkuð á aðra milljón mjólkurlítra til meðferðar á árinu 1977 fram yfir magnið 1976. Kúa- fjöldinn stóð nálega í stað og hey- fóður var í góðu meðallagi að gæðum. Svo einfalt er lögmálið: Ódýrara kjamfóður þýðir meiri notkun þess, meira kjamfóður þýðir meiri mjólk samkvæmt reglunni. Þetta væri nú blessað og gott, ef ekki stæði svo á, að úr mjólkinni þarf að vinna vöru, sem við verðum að flytja á yfirfullan erlendan markað fyrir sáralítið verð — og nú án útflutningsbóta. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðurl. kjördæmi vestra Guðrún Benediktsdóttir Stefán Guðmundsscn Á aukakjördæmisþingi fram- sóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra, sem haldið var 23. mars, var framboðslistinn til al- þingiskosninganna ákveðinn. Hann er þannig skipaður: 1. Ólafur Jóhannesson, ráð- herra, Reykjavík 2. Páll Pétursson bóndi Höllu- stöðum 3. Stefán Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, Sauðárkróki 4. Guðrún Benediktsdóttir, hús- frú, Hvammstanga 5. Bogi Sigurbjömsson, skatt- endurskoðandi, Siglufirði ÓlafurJóhannesson 6. Jón Ingvi Ingvason, rafvirkja- meistari Skagaströnd 7. Brynjólfur Sveinbergsson, mjólkurbússtjóri Hvammstanga 8. Helga Kristjánsdóttir húsfrú Silfrastöðum 9. Sverrir Sveinsson, raf- veitustjóri, Siglufirði 10. Gunnar Oddsson, bóndi Flatartungu. Skoðanakönnun hafði áður farið fram um skipan listans og voru úrslit hennar látin ráða. Þess má geta, að í skoðanakönnuninni hlaut Ólafur Jóhannesson 94,4% atkvæða. Páll Pétursson Að lítilsvirða íþróttir.... Það gerist nú æ algengara, að áhorfendur á íþróttakapp- leikjum neytl áfengis meðan á lelkjum stendur, og setur það oft lelðlnlegan svip á leikina. Þegar leikur FH og KA fór fram á föstudagskvöldið, máttl s]á flöskuna á lofti hjá mjög mörgum áhorfendum. Þegar líða tók á leikinn fóru ýmsir að gerast nokkuð ölvaðlr, og er það miður að svo skuli fara. Þessi siður er upphaflega er- lendur og sennilega að nokkru ættaður frá áhorfendastúkum knattspyrnuvalla í Englandi. ( Reykjavík, og einnig hér á Akureyri, er þetta að verða vandamál við íþróttavelllna og hefur t.d. þurft að fjarlægja ölvaða menn af áhorfenda- svæðunum á flestum leikjum. Dyraverðir og umsjónarmenn viðkomandi íþróttamannvlrkja verða að gæta vel að því, að ölvaðir menn farl ekki Inn og einnig að þar sé ekkl neytt áfengis. Góður leikur 11-12 ára stúlkur. 1. Signe Viðarsdóttir KA 85.53 2. Anna M. Malmquist Þór 89.94 3. Berghildur Þóroddsd. KA 95.73 11-12 ára drengir. 1. Erling Ingvason Þór 69.86 2. Jón Bjömsson Þór 73.98 3. Stefán Bjamhéðinss. KA 74.38 Stórsvig. 7 ára stúlkur. 1. María Magnúsdóttir KA 48.4 2. Rakel Reynisdóttir Þór 60.8 3. EVA Jónasdóttir Þór 90.5 7 ára drengir. 1. Jón Ingvi Árnason KA 44.2 2. Jón Harðarson KA 45.5 3. Vilhelm Þorsteinsson KA445.7 Á föstudagskvðldlð léku f bik- arkeppni HSf, KA og FH og fór leikurlnn fram f íþróttaskemm- unni á Akureyrl. FJölmenni mætti í Skemmuna og var KA llðið óspart hvatt í vlðurelgn- Inni við FH sem undanfarln ár hefur borlð höfuð og herðar yfir önnur lið (handbolta. Ekki voru þó meistaramir mjög sannfærandi. Á 10. mín. fyrri hálfleiks skoruðu FH-ingar sitt 6. mark, og var þá staðan 6:3 þeim í vil. Þá kom 15 mín. leikkafli, sem FH gerði ekkert mark, en KA menn skoruðu 7 og var þá staðan orðin 6:10 fyrir KA. í hálfleik var staðan 12:10 fyrir KA. Geir Hallsteinsson gerði tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik og var þá staðan orðin jöfn. FH-ingar voru hins vegar sterkari á endasprett- inum og lauk leiknum með sigri þeirra, 26 mörk gegn 23. Leikur þessi var skemmtilegur á að horfa og sennilega einn sá besti sem undirritaður hefur séð til KA á þessum vetri. Á laugardag léku síðan Þróttur úr Reykjavík og Þór í bikar- keppninni. Undirritaður átti þess því miður ekki kost að sjá þann leik, en honum lauk með sigri Þróttar sem skoraði 28 mörk gegn 21.1 hálfleik var staðan jöfn. Akureyrarmót í svigi og stórsvigi hjá þeim yngstu Um páskana var haldlð Akur- eyrarmót yngsta skíðafólksins og var keppt bæði í svigi og stórsvlgi. Um sjötíu keppendur voru á hvoru móti, og sýnir það berlega þann mikla fjölda ung- linga sem stundar þessa íþrótt, en þennan áhuga má að mlklu þakka foreldraráðlnu sem um æfingar og keppnlr þessara ungllnga sjá. Úrsllt í mótlnu urðu þessi: Stúlkur 7 ára og yngri. 1. María Magnúsdóttir KA 73.9 2. Þorgerður Magnúsd. KA 75.0 3. Sólveig Gísladóttir Þór 80.9 Drenglr 7 ára og yngrl. 1. Jón Ingvi Ámason KA 62.5 2. Kristinn Svanbergss. KA 65.5 3. Vilhelm Þorsteinsson KA 68.5 8 ára stúlkur. 1. Kristín Hilmarsdóttir Þór 106.6 2. Kristín Jóhannsdóttir Þór 111.8 3. Þóra Víkingsdóttir Þór 114.3 8 ára drenglr. 1. Jón Halld. Harðarson KA 98.3 2. Jón Haukur Ingvas. Þór 108.3 3. Valdimar Valdimarss. KA 108.5 9 ára stúlkur. 1-2 Ama ívarsdóttir KA 93.6 1-2 Anna Greta Björnsd. Þór93.6 3. Hanna Dóra Markúsd. KA 95.7 9 ára drengir. 1. Hilmar Valsson Þór 87.8 2. Vignir Bjartsson Þór 88.4 3. Birgir Björnsson Þór 95.7 10 ára stúlkur. 1. Guðrún Jóna Magnúsd. Þór 84.64 2. Björg Eiríksdóttir Þór 94.21 10 ára drengir. 1. Ólafur Hilmarsson Þór 78.71 2. Smári Kristinsson KA 80.07 3. Gunnar Sigurbjömss. Þór80.26 8 ára stúlkur. 1. Kristín Hilmarsdóttir Þór 58.2 2. Laufey Þorsteinsdóttir KA 62.4 3. Kristín Jóhannsdóttir Þór 69.6 8 ára drenglr. 1. Jón H. Harðarson KA 61.3 2. Jónas Einarsson KA 62.1 3. Gísli Magnússon KA 62.3 9 ára stúlkur. 1. Erla Bjömsdóttir Þór 58.8 2-4 Ama Ivarsdóttir KA 58.9 2-4 Greta Bjömsdóttir Þór 58.9 2-4 Hanna Dóra Markúsd. KA 58.9 9 ára drengir. 1. Hilmar Valsson Þór 52.6 2. Gunnar Reynisson Þór 56.0 3. Aðalsteinn Ámason KA 58.1 10 ára stúlkur. 1. Guðrún Jóna Magnúsd. Þór 99.76 2. Katrín Pétursdóttir Þór 130.73 10 ára drenglr. 1. Ólafur Hilmarsson Þór 96.54 2. Smári Kristinsson KA 99.654 3. Gunnar Sigurbjömss. Þór 101.16 11-12 árastúlkur. 1. Harpa Gunnarsd. KA 105.22 2. Signe Viðarsdóttir KA 107.14 3. Berghildur Þóroddsd. KA 111.87 11-12 ára drengir. 1. Erling Ingvason Þór 89.89 2. Ingólfur Gíslason Þór 91.26 3. Gunnar Svanbergss. KA 95.07 DAGUR 5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.