Dagur - 19.04.1978, Blaðsíða 5

Dagur - 19.04.1978, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrífstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjómarsimar: 11166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 11167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Tryggjum farsæla þróun Megindrættir íslenska þjóðfél- agsins, eins og það hefur þróast á undanförnum árum og áratugum, bera svip af stjórnun miðflokka. Það býr yfir mörgum sérkennum og eiginleikum, sem flestír fs- lendingar vilja varðveita og eru ánægðir með, þótt ætíð séu fyrir hendi þau áform, að gera gott enn betra. En ætíð eru uppi öfgastefnur sem ná tökum á mönnum og gera þá að sínum þjónum, allar erlend- ar að uppruna. öfgamenn til hægri og vinstri í íslenskum þjóð- málum og félagsmálum, reyna að hafa áhrif á þróunina í öfuga átt og í seinni tíð hafa þessi öfl verið há- vær og látið meira að sér kveða en áður. Því miður hefur þeim tekist, með neikvæðum málflutningi og óhróðri, að vekja ótrú allt of margra landsmanna á íslensku þjóðfélagi. Þessir menn eru kunnir að því, aðsetja fram óá- byrgar yfirboðstillögur í hverju máli og pota sér til áhrifa með því að villa á sér heimildir. Slagorð, eins og „báknið burt“, sem ungir sjáifstæðismenn fundu upp, tákna það eitt að dregið verði úr samfél- agslegri aðstoð og að hindra skuli uppbyggingu atvinnulífs eftir leið- um samtaka, samvinnu og félags- hyggju. Þess í stað skal leita er- lendrar aðstoðar með stóriðju fyrir augum. Á meðan sjálfstæðismenn halda þessari iðju sinni áfram, grafa aðrir, á hinum væng stjórn- \ málanna, undan þjóðfélaginu með margvíslegu móti en fyrst og fremst með neikvæðum áróðri til að auka vantrú fólks á gildi þess, sem áunnist hefur. Völd og áhrif öfgahópanna eru sjaldan í hlutfallí við fylgi þeirra, heldur miklu meiri. Hér á landi hefur mjög mikill árangur náðst í þvf að jafna lífs- kjörin. Hér er ekki átt við launa- jöfnun, heldur aðstöðujöfnun, sem þakka má landsbyggðar- stefnunni og lýsir sér í blómlegu atvinnulífi og verðmætri fram- leiðslu um land allt. En í því efni varð á mörgum stöðum bylting, svo sem víða sér merki. En menn þurfa að gera sér Ijóst, að til þess að þessi farsæla þróun haldi áfram og verði ekki kippt til baka, verður að veita þeim stjórn- málaflokki sem bar landsbyggð- arstefnuna fram til sigurs í ís- lendkum stjórnmálum, nægilega mikið fylgi, bæði í sveitarstjórnar- og alþingis kosningum. Bærinn og umhverfi hans rætt við Jóhannes Sigvaldason ráðunaut Jóhannes Sigvaldason, forstöðu- maður Rannsóknarstofu Norður- lands er í fyrsta baráttusæti á lista framsóknarmanna við bæjar- stjómarkosningamar á Akureyri. Hann er Svarfdælingur að ætt og uppeldi., búfræðingur frá Búnað- arskólanum á Hólum, 1956, og var á búnaðarháskóla í Kaupmanna- höfn árin 1957-1960 og lauk þar landbúnaðarkandidatsprófi. Stú- dentspróf tók hann við Mennta- skólann a Akureyri vorið 1961. Eftir það fór hann utan á ný og stundaði framhaldsnám í plöntu- næringarfræði árin 1961-1964 við landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn og lauk prófi í þeim fræðum. Flutti þá til Akureyrar og hefur starfað hér síðan. Þá var Ræktunarfélag Norðurlands að reisa efnarannsóknastofu í bænum, var hann forstöðumaður hennar frá upphafi. Nú starfa tveir háskóla- menntaðir menn á rannsóknarstof- unni, hann og Þórarinn Lárusson, auk annarra, eftir því sem þurfa þykir. Árið 1974 urðu þessir starfsmenn ráðunautar allra búnaðarsam- banda á Norðurlandi, starfandi hjá Ræktunarfélaginu og Jóhannes Sigvaldason forstöðumaður rann- sóknarstofnunar sem áður, enda störf hennar í sambandi við leið- beiningar meðal bændanna. Efnagreiningar rannsóknarstofu Ræktunarfélagsins eru á jarðvegi í sambandi við leiðbeiningar um á- burðamotkun og á heyi í sambandi við leiðbeiningar um fóðrun bú- penings. Auk þess annast starfs- menn Ræktunarfélagsins almennar leiðbeiningar. Jóhannes Sigvaldason hefur í sjö ár starfað í heilbrigðisnefnd bæjar- ins og síðustu fjögur árin formaður hennar. Hann hefur látið þau mál og umhverfismálin verulega til sín taka. Jóhannes hefur auk þess starfað að ýmsum félagsmálum í bænum og hefur hvarvetna þótt hinn besti liðsmaður. Kona hans er Kristín Tómasdóttir, iðjuþjálfari úr Reykjavík. Blaðið lagði nokkrar spumingar fyrir Jóhannes, þegar fundum bar saman og fer viðtalið hér á eftir. Á föstudag frumsýndi Leikfélag Akureyrar leikritið HUNANGS- ILM eftir bresku skáldkonuna Shelagh Delaney. Leikrit þetta samdi hún 19 ára, og var það frumflutt í Theatre Workshop í Lundunum árið 1958. Með þessu leikriti vann Shelagh Delaney sér mikla frægð. Leikritið þótti lýsa vel bjargarleysi einstæðrar móður og dóttur hennar 18 ára, auk þess sem leikritið þótti hnyttilega skrifað og skemmtilegt. Sýning LA á föstudag var mjög góð. Jill Brooke Árnason leikstjóri hefur unnið afbragðsgott verk, og má segja að sýningin sé nær hnökralaus. Getur hvaða atvinnu- leikhús verið fullsæmt af þessari sýningu. Leikmynd Hallmundar Kristins- sonar er afar skemmtilega gerð, einföld og stílhrein og gefur hún þessari sýningu eðlilegan blæ, sem þó er örlítið ýktur á sama hátt og persónurnar sjálfar. Sýningin er Þú ert nýlega farinn að hafa opinher afskipti af stjórnmálum? Þótt ég hafi ekki opinberlega tengst ákveðnum stjórnmálaflokki fyrr en á síðastliðnu hausti, hef ég lengi haft áhuga á þjóðmálum og einnig bæjarmálum og rætt þau við félaga mína. Smám saman hefur þetta þróast í þá átt, að ég taldi mig eiga samleið með ákveðnum flokki og það var Framsóknarflokkurinn. Sá flokkur er mesti félagshyggju- flokkur landsins og hann hefur unnið best fyrir samvinnuhreyf- inguna í landinu. Ég er ánægður yfir því að hafa haslað mér völl í þeim flokki, sem vinnur markvisst að ýmsum mínum helstu áhuga- mafum. Þú hefur áður minnst á umhverfis- mal? Það veldur væntanlega engum deilum að umhverfi mannsins hef- ur á hann veruleg áhrif, bæði hegðan hans og líðan. Svo mun að líkum vera hvert á land sem haldið er, í stuttu viðtali sem eðli málsins á að snúast fyrst og fremst um Akur- eyri, vil ég vikja að þessu efni eins og það blasir við frá mínum bæjar- dyrum. Rétt finnst mér til glöggvunar að greina á milli um- hverfi manna á vinnustöðum óg svo umhverfi okkar í bænum og kringum hann. Lítum fyrst á hið fyrra, hvemig aðbúnaði á vinnu- stöðum er háttað. Ljóst er, að í miklum iðnaðarbæ, eins og Akur- eyri vissulega er, með mörgum verkstæðum og verksmiðjum, er í mörg hom að líta hvað aðbúnað þess fólks áhrærir. Þótt einmitt hér á Akureyri hafi verið vel fylgst með í þessum efnum og margt gert til bóta þannig að ástand hér, hvað þetta snertir, er síður en svo verra en gengur og gerist, er því ekki að leyna að enn er víða pottur brotinn, hávaði of mikill á einum stað, loft- ræsting ekki nægileg góð á öðrum o.s.frv. Bæjaryfirvöld í samráði og samvinnu við vinnuveitendur verða að leggja verulegan þunga í að hér verði ráðin sú bót á, að iðn- aðarbærinn Akureyri verði ekki aðeins áþekkur öðrum bæjum hvað þetta snertir heldur feti framar. ekki sjálfur veruleikinn heldur mynd af veruleikanum. Kristín Ólafsdóttir leikur ungu stúlkuna, Jo, sem þarf að hrekjast úr einum stað í annan með móður sinni, sem er um fertugt og sem reynir að bjarga sér sem best hún getur. Kristínu tekst mjög vel að sýna umkomuleysi þessarar æsku- glöðu stúlku, sem leitar að ást og skilningi, eins og flest ungt fólk gerir, en fær umvandanir. Þegar loks hún kynnist ástinni, stendur það aðeins andartak, og hún fær aðeins að ilma stutta stund. Kristín hefur með þessum leik sýnt, að hún hefur mikla leikhæfileika. Sigurveig Jónsdóttir leikur Hel- en, móðurina, sem á ekki lengur neinar sannar tilfinningar og enga ást handa dóttur sinni. Það er ekki fyrr en dóttirin stendur loks í spor- um móður sinnar, að Helen virðist vakna til skilnings um hlutverk móðurinnar, en þá er það orðið of seint, og hún á enga leið til baka. Sigurveig gerir allt vel og í sumum En hvað um umhverfi bœjarins? Akureyri á land, ekki ýkja víð- áttumikið, en frá náttúrunnar hendi all fjölbreytilegt. Vil ég fyrstr nefna Glerá og bakka hennar. En þetta svæði, sem á köflum, allt frá sjó og spöl inn á Glerárdal, er Jóhannes Slgvaldason. hörmulega leikið, verður að vemda og bæta á allra næstu árum. Bæjarfélagið, sem er svo lánsamt að eiga fallega á, sem rennur í gegnum byggðina, verður að fara vel með ána sína. Glerárdalurinn og ásar sunnan Glerár, sem næst liggja bænum, eru mjög ásetnir af búfé að sumri og ber væntanlega að hyggja að því hvort ekki verður að takmarka fjölda fjár í fjallið. Þá má nefna ófrágengið land inn með Drottningarbraut, ógróið land eða illgresi vaxið. Hér þyrfti um að bæta. Þó nú hafi verið bent á nokkur atriði, sem laga þarf og mörg önnur mætti finna, er ljóst, að til Iagfæringar þeirra þarf fé, pen- inga úr pyngju bæjarbúa, peninga, sem einnig þarf að nota í margt annað. Því verður að velja og hafna og meta hvað sé nauðsynlegast á hverjum tíma. En ég tel, að lagfær- ingar á landi Akureyrarbæjar, þannig að engin þurfi að blygðast sín fyrir að þurfa að taka á móti gestum, sé nauðsyn. Hvað um búfjáreign Akureyringa? Eins og flestir vita, þá tilheyra Akureyri nokkur lögbýli, þar sem bændur haf rekið sinn búskap á hefðbundinn hátt. Á síðustu árum hefur búskapur þó verulega dregist saman í bæjarlandinu, bæði hefur atriðum náði hún til áhorfenda með þeim hætti sem fágætt er. Þórir Steingrímsson leikur Peter, sambýlismann móðurinnar, drykk- felldan spjátrung, sem aflar sér fjár með vafasömum hætti og á heldur engar sannar tilfinningar til. Þórir nær góðum tökum á hlutverki sínu, látbragð hans og hreyfingar eru með ágætum. Aðalsteinn Bergdal leikur unga svertingjann. Gervið er ágætt og leikur Áðalsteins sannur. Gestur Jónasson leikur vin ungu stúlkunnar, Geoffrey. Geoffrey hefur kynnst lífinu með sérstökum hætti, og hann hefur ekki rækt karlmannshlutverk sitt sem skyldi. En þrátt fyrir veikleika sinn á hann til umhyggju, blíðu og skilning. Þessu erfiða hlutverki gerir Gestur afburðagóð skil og túlkun hans ber vitni um mikinn næmleik. Sérstök ástæða er til að nefna leikhljóð sem setja sterkan svip á þessa góðu sýningu. Tryggvi Gíslason. byggst yfir tún og garða, svo sem bæina Kotá, Skarð og Lund, en einnig haf jarðir farið í eyði og má þar nefna Lögmannshlíð og Galta- læk og búfé fækkað. Þannig er bú- peningur í eigu bænda á Akureyri harðla smár. Hins vegar er heil- mikil hjörð í eigu bæjarbúa, bæði kindur og hestar. Eins og nú er ástatt í landbúnaði, með offram- leiðslu á dilkakjöti, hafa heyrst raddir sem vilja feigt allt fé bæjar- búa. Slíkt er að vonum. En hjá bændum hefur einnig verið skiln- ingur á því, að fjáreign bæjarbúans, er nokkuð annað og meira en að afla sér ullar í flík og eiga kjöt í pottinn. Umgengni við Ufandi skepnur er dýrmæt sálubót, sem erfitt er að meta á peningaskálum. Sjálfsagt er þó, að menn haldi ekki óþarflega margt fé og heilt stóð hrossa og verður að koma í veg fyrir slíkt. Að öðru leiti tel ég rétt að stuðla frekar að því, að enn fleiri en nú er, geti átt þess kost að um- gangast skepnur og búfjárhald t bænum eigi að miðast við það, án þess þó, að ofboðið verði því landi, sem þessar skepnur verða að ganga á yfir sumarið. Hvað um aðra málaflokka? I þessu rabbi er ekki rúm fyrir alla þætti bæjarmála, en mig langar til að nefna skipulagsmaí bæjarins. Samþykkt hefur verið aðalskipulag fyrir Akureyri, sem gilda á til 1992. Hvað stærð bæjarins snertir hefur hann sprengt af sér alla ramma og er nú brátt uppurið það land er samkvæmt skipulagi átti að endast til 1992. Því er fljótlega framundan ákvörðun um það hvar eigi að byggja meira. Að mínu mati verður að hafa ríkt í huga að þétta ekki byggðina meir en orðið er. Of þétt byggð á að vera víti til vamaðar í framtíðinni. Ýmis atriði í aðal- skipulaginu, svo sem gönguslóðir í bænum, skógrækt kringum bæinn og fl. hefur ekki verið sinnt en mál til komið að þessu verði hugað. Nýtt deiliskipulag af miðbæ er í deiglunni enda orðið brýnt, en um það verður betur fjallað af öðrum og því ekki orðlengt frekar um það. Að lokum: Ég tel, að öfgalaus en staðföst stefna Framsóknarflokkksins hafi öðru fremkur átt drýgstan þátt í farsælli stjóm Akureyrarbæjar á liðnum árum. Stuðningur Fram- sóknarflokksins við samvinnu- hreyfinguna, samstarfsvilji við aðra stjómmálaflokka í bænum er hér einnig þung á metum. Því tel ég, að aukinn stuðningur við þennan flokk, tryggi betur en annað, áframhaldandi farsæld bæjarins. Blaðið þakkar svör Jóhannesar Sigvaldasonar. Unglingadrykkja Við könnun, er gerð var í nokkrum sveitarfélögum í Danmörku, kom m.a. fram að dæmi eru til þess að senda verði 12-13 ára börn heim úr skóla þar sem þau eru of öivuð til þess að sitja í kennslustund. Börn hafa fundist svo útúrdrúkkin eftir skólatíma að orðið hefur að færa þau hið bráðasta á sjúkra- hús til láta dæla ólyfjaninni úr maga þeirra. Einn þeirra er stóðu fyrir könnunum þessum, rithöfund- urinn Ole Halvorsen, segir: „Það er skelfilegt að börn skuli vera farin að drekka og það líka á skólatíma." Á Jótlandi er vandamálið mikið, ekki síst fyr- ir þá sök hve auðvelt er að komast þar yfir ódýrt áfengi handan landamæranna. (Folket, II. 1978). Leiklist 4.DAGUR Iðnsýnlng undirbúln í mlðbænum. Sigurður Óli Brynjólfsson: Um miðbæinn Nýlega sá ég því haldið fram í blaðagrein að furðulegt væri að skipulagsnefnd Akureyrar rök- styddi svar sitt með tilvísan í skipulag af miðbænum, þar sem það væri ekki til. í þessu efni gætir verulegs misskilnings hjá greinar- höfundi. I fyrsta lagi er verið að vinna að nýju deiliskipulegi á mið- bænum með hliðsjón af breyttum aðstæðum og í öðru lagi er í gildi aðalskipulag. 1 aðalskipulagi eru ákveðnar vissar höfuðlínur, m.a. hvers konar starfsemi skal fara fram á ákveðnum svæðum.Við gerð núverandi aðalskipulags voru að sjálfsögðu notaðar margvíslegar forsendur og sumar umdeildar eins og gengur, en um fáar forsendur voru menn meira sammála en þær sem snéru að miðbænum. í greinargerð upp á meira en 200 síður, sem gefin var út með tillög- unum koma fram margar þessara forsenda og er fróðleg lesning þeim sem vilja kynna sér þessi mál. Þar segir að miðbær Akureyrar hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Hann á að vera miðstöð viðskiptalífs og félagslífs, ennfrem- ur miðstöð stjórnunar og fjöl- breyttra þjónustufyrirtækja, sem ekki eigi einungis að veita Akur- eyringum þjónustu heldur Norður- landi öllu að verulegu leyti. í framhaldi af þessu er gerð tillaga að landnýtingu miðbæjarins, sem gert er ráð fyrir að nái innan frá Samkomuhúsi út að íþróttasvæð- inu vestan Glerárgötu. Lagt er til að landnýting miðist við að verslun og íbúðir nýti 25% gólfrýmis hvort, handíðogeðja 15%, skrifstofur 15% og annað sérhæft 20%. Tekið er fram að þar eigi engar vöru- geymslur að vera, nema í beinum tengslum við verslanir. í norður og suðurhlutunum er fyrirhugað að stjómsýslu og minningarmiðstöðv- ar rísi. Gert er ráð fyrir auknu gistirými og skyldri þjónustu í miðbænum. Bent er á að full ástæða sé til að leggja mikla áherslu á gildi þess fyrir almenna byggðaþróun á Norðurlandi, að það sé til full- komin verslunar og þjónustumið- stöð sem geti boðið upp á vöruúrval og vörugæði i sem ríkustum mæli. I framhaldi af þessu er svo lagt til að byggður sé þéttur sérverslunar- kjarni í miðbæ Akureyrar vestan Glerárgötu. Ef þessa sé ekki gætt en helstu sérvöruverslunum yrði dreift út um íbúðar og iðnaðar- svæði þá muni aðdráttarsvæði Ak- ureyrar minnka í heild og verulegur hluti sérvöru sérverslunar eiga sér stað utan Akureyrar og Norður- lands, þ.e. verða í Reykjavík í vax- andi mæli. Miðbær Akureyrar hef- ur þá sérstöðu að þar geta menn lagt bifreiðum sinum og gengið milli allra helstu sérverslana bæj- arins og borið saman vöruverð og gæði án þess að þurfa að fara yfir miklar umferðargötur, en þessum eiginleika hefur Reykjavík glatað. Bifreiðastæði í miðbænum eru yfir Slgurður Öll Brynjólfsson. 1000 og talið sérstætt hve þau eru mörg. Talið er æskilegt að á hluta miðbæjarins verði leyfðar bygg- ingar án þess að séð sé fyrir bif- reiðastæðum á viðkomandi lóð, því ef það sé ekki gert verði of mikil dreifing á miðbæjarstofnunum. í stað þess verði bifreiðastæðum komið fyrir austast á svæðinu, meðfram framlengingu Glerárgötu til suðurs, enda kosti viðkomandi aðilar gerð þessara stæða. Lagt er til að á iðnaðarsvæðinu við Gler- árgötu/Tryggvabraut verði ein- ungis grófvöruverslanir og þjón- ustufyrirtæki eins og þar voru fyrir 1974, en ekki sérverslanir, sem eigi heima í miðbænum. Þó fleira verði ekki nefnt má ljóst vera að bæjaryfirvöld hljóta að hafa öll þessi atriði í huga þegar til einstakra ákvarðana kemur ef þau ætla að verða sjálfri sér samkvæm. Þetta eru forsendur sem lagðar voru til grundvallar við samþykkt aðalskipulagsins og eru því að óbreyttu í gildi, enda þótt ákvarð- anir um einstaka deiliskipulagsat- riði geti verið skiptar skoðanir. Gunnar Gfslason formaður JC á Akureyrl afhendlr Kristjánl Falssynl verðlaun Kristján Falsson sigraði á lyftingarmóti JC Það voru mikll átök í íþrótta- húslnu í Glerárþorpl á sunnu- daglnn, þegar félagsskapurinn Junior Chambers stóð fyrir móti í tvíþraut. í fyrra gáfu JC menn veglegan farandgrip til þessarar keppni og sjá þeir jafnframt um framkvæmd mótslns og gefa slgurvegur- unum verðlaun. f fyrra vann Hjörtur Gíslason besta afrekið samkvæmt stigatöflu og hafðl jafnframt blkarinn tll varð- veislu í eltt ár. Nú vann Krlstján Falsson og besta afrekið á mótlnu og fékk 573 stlg. DUR Ólafsson og Freyr Aðalsteins- son sem báðlr áttu íslandsmet í sínum flokkl bættu afrek sín nokkuð. Þá bættu tvfblarnir Garðar og Gylfi Gíslasynl n persónulega árangur, en þeir eru kornungir og efnilegir. I 60 kg flokki sigraði Haraldur Ólafsson, hann snaraði 82.5 kg og jafnhattaði 106 og er það nýtt íslandsmet. Gylfi Gíslason snar- aði 70 kg og jafnhattaði 85 sam- tals 155 kg. í 67.5 kg flokkki sigr- aði Viðar Eðvaldsson, snaraði 77.5 og jafnhattaði 105 kg, sam- tals 182.5. Garðar Gíslason snar- aði 70 kg. og jafnhattaði 87.5 eða Á sumardaginn fyrsta verður haldið í Hlfðarfalli keppni í bruni fyrir 12 ára og yngri. Keppni þessi er Akureyrarmót, en brun er nú aftur að verða á dagskrá hjá skíðamönnum, en það var bannað sem keppnis- grein fyrir mörgum árum. Það er foreldraráð SRA sem sér um þessa keppni eins og aðrar fyrir þennan aldurshóp. samtals 157.5. Freyr Aðalsteins- son sem keppir í 75 kg flokki gerði snörunina ógilda, en bætti íslandsmet sitt í jafnhöttun, lyfti 140 kg. f 82.5 flokkki sigraði Sig- mar Knútsson, en hann er aðeins 16 ára og orðinn mjög sterkur og tæknilegur, enda búinn að æfa samviskusamlega í mörg ár. Hann snaraði 100 kg og jafn- hattaði 135 kg eða samtals 235kg. Gísli Ólafsson gerði atrennur sínar í snörun ógildar, en jafn- hattaði léttilega 110 kg. Krístján Falsson sem reyndist sterkastur allra á mótinu snaraði 120 kg. og jafnhattaði 142,5 eða samtals 262:5. ögmundur Knútsson sem nú keppti í fyrsta sinn á móti snaraði 50 kg og jafnhattaði 75 kg eða samtals 125 kg. Jakob Bjarnason keppti í 100 kg flokki og snaráði 102.5 kg og jafnhattaði 130 kg, eða samtals 232.5 kg. Bemharð Haraldsson kennari var mótstjóri og Guðmundur Svan- laugsson yfirdómari. f lok móts- ins gat Gunnar Gíslason formað- ur JC á Akureyri úrslita og af- henti verðlaun. Er það ánægju- legt að slíkur klúbbur sem JC skuli hafa stutt við bakið á lyft- ingamönnum, og er hér með Ástæða er til að hvetja fólk til að koma og sjá keppnlna, sér- staklega foreldrar barnanna sem þátt taka í mótinu vel- komnir. Skíðafæri er ennþá mjög gott í Hlíðarfjalli, og á góðum sólskinsdegi þar verð- ur fólk ekki síður brúnt og úti- tekið en á sólarströnd Spánar. Síðar er svo fyrirhugað að halda opið brunmót fyrir þá fullorðnu. Bernharð Haraldsson, mótstjórl. skorað á aðra þjónustuklúbba hér i bæ að gera slíkt hið sama fyrir íþróttahreyfinguna, en það er betri fjárfesting heldur en margar aðrar fégjafir sem frá þeim koma. Æfinga leikir í knatt spyrnu Um síðustu helgi ætluðu bæði Akureyrarliðin í knattspyrnu að leika afingarleiki. Þórsarar ætl- uðu að keppa við Völsung hér á Akureyri á sunnudag, en á síð- ustu stundu sáu Völsungar sér ekki fært að mæta og í staðinn léku A og B lið Þórs í skínandi veðri á Sanavellinum. KA ætlaði til Reykjavíkur á föstu- dag og leika þrjá leiki yfirhelg- ina. Það var hins vegar ekkert flogið suður á föstudag og komust þeir því ekki fyrr en seint á laugardag. Þá léku þeir við Þrótt, og áttu góðan leik að þeirra sögn, en töpuðu með þrem mörkum gegn tveim. Á sunnudag léku þeir síðan við Selfoss og unnu auðveldan sig- ur, skoruðu fjögur mörk gegn einu. Freyr Aðalsteinsson setur (slandsmet. Akureyrarmót í bruni 12 ára og yngri DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.