Dagur


Dagur - 20.04.1978, Qupperneq 4

Dagur - 20.04.1978, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjómarsímar: 11166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 11167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÉBSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. SUMARKOMA Hvort sem sumarið heilsar með blíðu eða stríðu, fögnum við því af heilum huga. Við það binda flestir miklar vonir og áætlanir, sem hverjum og einum eru mikilvægar. Gróðurinn vaknar, jörðin angar og loftið ómar. Hver sem augu hefur að sjá og eyru að heyra, nýtur vors og sumars, hins mikla ævintýris hinnar eilífu hringrásar, þar sem munur árstíða er mikill, eins og á okkar norðlægu slóðum. Á þessu vori er þess lítt getið, að íslendingar búa við atvinnuöryggi og markaðsgóðæri svo sjaldan eða aldrei hefur fólk almennt haft eins miklar rauntekjur handa á milli. En hinir sístækkandi öfga- hópar í þjóðfélaginu magna óánægju þjóðarinnar, svo að lík- iegt er, að margir sjái aðeins og mikli fyrir sér þau samfélagslegu viðfangsefni, sem nú og ætíð eru á dagskrá. í þjóðfélagsumræðum deila stjórnarandstæðingar og bölsýn- ismenn á stjórnvöld landsins fyrir skuldasöfnun erlendis, reikna út hve mikil skuld komi í hlut hvers og eins ef deilt er niður, og nefna myllustein um háls borinna og óborinna sem ógæfan láti fæðast í þennan heim undir vondri stjórn. Ef þessi sorgaróður kemur tárun- um út á einhverjum auðtrúa sál- um, þykir vel að verki staðið. Ekki er hér lítið gert úr vanda efnahagsmála eða annarra mála, sem nú og ætíð eru á dagskrá. En ekki er síður ástæða til að gera ser Ijóst, og ætti það að vera auðvelt við sumarkomu að það eru mikii forréttindi að fæðast íslendingur, því hann hefur með aldri og þroska næstum ótæmandi tæki- færi til að velja sér starf við hæfi og lifa hamingjusömu lífi. ísland er enn ekki hálfnumið land, á meðan aðrar þjóðir eru að kafna af þrengslum og mengun. Aðeins brot af stórkostlegum auðlindum okkar lands, er enn nýtt. Umhverf- is landið eru ein auðugustu fiski- mið í heimi og þjóðartekjur á mann eru með þeim hæstu, sem þekkjast. Lýðræði, með frelsi og jafnrétti, mikil samfélagsaðstoð, örar framkvæmdir um land allt, full atvinna og margþættir mögu- leikar í hálfnumdu landi, er fagn- aðarefni. Ef einhverju þarf að sökkva á sextugt djúp og binda stein við, er það böisýnin og böl sundurlyndis. Gleðilegí sumar. Indriði Indriðason rithöf. Við merk tímamót ævinnar nem- um við staðar og lítum yfir farinn veg. Indriði Indriðason rithöf- undur varð sjötugur um þessar mundir og verður þess minnst hér með nokkrum orðum. Indriði er þingeyingur að ætt og uppruna. Hann er fæddur 17. apríl 1908 að Ytra-Fjalli í Aðal- dal. Foreldrar hans voru hjónin Indriði Þórkelsson, bóndi og skáld, og kona hans Kristín S. Friðlaugsdóttir. En faðir hans var þjóðkunnur maður sem skáld og rithöfundur. Hann ólst upp á merku menn- ingarheimili við algeng sveita- störf, en var við nám í unglinga- skóla á Breiðumýri 1924-25. Ekki hélt þó þessi námfúsi og gáfaði unglingur lengur áfram á skóla- braut hér en sökum fjölskyldu- tengsla hleypti hann heimdrag- anum og fór til Bandaríkjanna og var þar við nám og störf í 4 ár, 1926-30. Kom hann þá heim og settist að í heimabyggð sinni. Árið eftir gekk hann að eiga ágæta konu, Sólveigu Jónsdóttur, þing- eyskrar ættar. Hófu þau búskap og bjuggu í Aðaldal til 1935 að þau fluttu til Reykjavíkur og hafa átt þar heima síðan. Þau eiga þrjú efnileg, uppkomin börn Indriða, Ljótunni og Sólveigu. Indriði hefur starfað margt um dagana en lengt hjá Skattstofu Reykjavíkur frá 1944 en hætti þar fyrir tveimur árum vegna anna við ritstörf. En í frístundum sín- um hefur hann unnið mikið að félagsmálum og ritstörfum. Hann var í fyrstu stjórn Félags ungra framsóknarmanna og haslaði sér völl í þeirri fylkingu sem vann á þjóðlegum grundvelli að framfaramálum þjóðarinnar. Þá hefur hann og aðhyllst sam- vinnustefnuna. Hann hefur verið í stjóm Félags íslenskra rithöf- unda og Rithöfundasambands íslands. Hefur hann því komið talsvert við sögu íslenskra rithöf- unda. Hann hefur lengi verið í framkvæmdanefnd Stórstúku ís- lands af I.O.G.T. og er nú stór- SJÖTUGUR templar (formaður Reglunnar á fslandi). Hann hefur verið virkur og áhugasamur félagi Góðtempl- arareglunnar um tugi ára og leið- andi maður í stúku sinni Andvara nr. 265. Þá hefur hann átt sæti í stjórn Þjóðræknisfélags íslend- inga og verið í stjórn Reglu musterisriddara frá stofnun 1949. f mörgum öðrum félögum hefur hann einnig verið og jafnan val- inn í forustusveit. Indriði hafði snemma gaman af að halda á penna eins og hann átti ætt til. Fyrsta bók hans Örlög, smásögur, kom út 1930. Búast hefði mátt við því að hann héldi áfram á þeirri braut, þar sem sögur hans lofuðu góðu, en svo varð þó eigi. Sneri hann sér í stað þess stað síðar að sögulegri ritun og hefur áhugi hans hnigið æ ákveðnara í þá átt. Munu hér nefndar þær helstu bækur sem hann hefur ritað eða haft umsjón með, þó að smærri ritum hans verði sleppt. Indriði hefur ritað bókina Dagur er liðinn (ævisaga Guð- laugs frá Rauðbarðaholti). Einnig Góðtemplarareglan á íslandi 75 ára. Þá hefur hann búið til prent- unar tvær bækur eftir Indriða skáld á Fjalli föður sinn. Bauga- brot, ljóðmæli og Milli hafs og heiða, Þjóðfræðaþætti. Einnig ritaði hann og bjó til prentunar: Jón Árnason, áttræður. Margt fleira liggur eftir hann í rituðu máli, frumsamið og þýtt, þótt því sé sleppt hér. Er þá komið að mesta ritverki Indriða: Ættum Þingeyinga. Starfar hann nú að því verki og hefur gert undanfarin ár. Út eru komin 2 bindi en þau munu alls verða 5 eða 6. Það er aðeins á valdi mikilla ættfræðinga að rita slíkt verk. Vinnur Indriði þar merkilegt starf fyrir ættbyggð sína. Ég vona að honum endist líf og heilsa til að ljúka þessu merka ritverki. Indriði er enn léttur á fæti og hefur Elli kerling enn ekki náð neitt til hans. Vona ég að svo fari fram sem lengst. Hann dvelur nú undir suðrænum himni ásamt konu sinni og verður þar á af- mælisdaginn. Ég hef kynnst Indriða í Góð- templarareglunni og hefur hann reynst þar frábærlega starfshæfur maður. Bindindishugsjónin er honum líka hjartfólgin og telur hann ekki eftir sér sporin fyrir þetta hugðarmál sitt. Honum er ljóst að áfengisvandamálið er eitt mesta böl þessarar þjóðar. Af- mælisrit Reglunnar er hann ritaði er ágæt bók í alla staði. Og þó Indriði sé búsettur í Reykjavík hefur hann haft náið samband við G.t. regluna á Ak- ureyri á undanförnum árum. Þá kemur hann oft til að finna frændur og vini í ættbyggð sinni og stundum vegna þeirra ritstarfa er hann vinnur að. Þessar fáu línur eiga að vera afmæliskveðja frá okkur reglu- systkinum hans hér fyrir norðan á þessum tímamótum í ævi hans. Einnig vil ég flytja honum þakkir fyrir störf hans í I.O.G.T. undan- fama áratugi. Ég óska honum allra heilla í framtíðinni og þakka samstarf og ágæt kynni. Eiríkur Sigurðsson. -----1 Búnaðarsamband Eyjafjarðar |- Komið verði á kvótakerfi Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar var haldinn að HótL1 KEA 21. og 22. marz s.l. Rétt til setu á fundinum hafa 28 fulltrúar hinna einstöku búnaðarfélaga á sam- bandssvæðinu. Voru Tulltrúar mættir frá öllum félögunum, nema einu. I stjórn sambandsins eru nú þessir menn. Formaður Sveinn Jónsson Ytra Kálfskinni. Varaformaður Birgir Þórðarson Öngulsstöðum. Ritari Arnsteinn Stefánsson Stóra Dunhaga. Meðstjómendur Sigurgeir Garð- arsson Staðarhóli, Haukur Hall- dórsson Sveinbjamargerði. Fram kom í skýrslum stjórnar og starfsmanna ýmis atriði um starf- semina á liðnu ári. Samkvæmt niðurstöðum á mjólkurskýrslum eru skýrslufærðar kýr á sambandssvæðinu 5584 og er það um 86% af öllum kúm á svæð- inu. Meðalnyt fullmjólka kúa var ár- ið 1977, 4085 kg. Mest innlegg eftir árskú hafði Kristinn Sigmundsson bóndi Arn- arhóli Öngulsstaðahreppi, 5256 kg. Skýrslur héldu 180 bú. 633 kýr á svæðinu mjólkuðu yfir 5000 kg. í sauðfjárræktarfélögunum eru nú 109 félagsmenn með 11327 skýrslufærðar ær, meðalafurðir eftir ána var 24,8 kg af kjöti og lömb til nytja urðu 158 eftir 100 ær. Mestar afurðir eftir ána hafði Árni Magnússon Akureyri 24.1 kg en af þeim sem voru með 100 ær á skýrslu hafði Hreinn Kristjánsson Hríshóli Saurbæjarhreppi mestar afurðir eftir ána eða 32 kg. Framkvæmdir hjá bændum varðandi byggingar og ræktun voru svipaðar og á árinu 1976. Mest ræktun hjá einstökum bónda var hjá Jóni Stefánssyni Munkaþverá öngulsstaðahreppi, 10.3 ha. Á fundinum voru mörg mál rædd og tillögur samþykktar sem varða ýmsa þætti landbúnaðar. Verður hér getið nokkurra þeirra. Miklar umræður urðu um kjara Neytendasamtökin 25 ára Hinn 23. marz, voru liðin 25 ár frá stofnun Neytendasamtakanna hér á landi. Þau Sveinn Ásgeirsson hag- fræðingur, Jónína Guðmunds- dóttir og Jóhann Sæmundsson prófessor áttu forgöngu að því að undirbúningsnefnd að stofnun samtakanna var komið á lagg- imar. Var bráðabirgðastjórn kos- in 26. jan. 1953 og áttu sæti í henni Sveinn Ásgeirsson, Helga Sig- urðardóttir skólastjóri, Eiríkur Ásgeirsson forstjóri, Páll S. Páls- son lögfr. og frú Margrét Jóns- dóttir. Neytendasamtökin voru form- lega stofnuð þann 23. marz 1953 og var fyrsti formaður kjörinn Sveinn Ásgeirsson, en alls skip- uðu 25 manns stjórnina. í stjórn Neytendasamtakanna eiga nú sæti á þessu afmælisári: Reynir Ármannsson, formaður, Jónas Bjarnason, varaformaður, Rafn Jónsson, ritari, Sigríður Friðriks- dóttir, gjaldkeri. og meðstjórn- endur Árni B. Eiríksson. Gunn- laugur Pálsson. Guðntundur F.inarsson. Steinunn Jónsdóttir. Varastjórn 'skipa: Dröfn Far- estveit. Gunnar Gunnarsson. Ið- unn Gísladóttir, Stefán Skarp- héðinsson, Aðalheiður Bjam- freðsdóttir, Sigurður Kristjánsson og Björn Hermannsson. Markmið samtakanna er skil- greint þannig 1 3 gr. laga þeirra: „Að gæta hagsmuna neytenda í þjóðfélaginu. Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná m.a. með því: a) að vaka yfir því að sjónarmið neytenda almennt séu virt, þegar ákvaðanir eru teknar eða reglur settar, er varða hagsmuni neyt- enda. b) að reka útgáfu- og fræðslu- starfsemi til aukningar á verð- og vöruþekkingu neytenda og til skilningsauka á málum, er varða hagsmuni þeirra. c) að veita félagsmönnum sín- um leiðbeiningar og fyrirgreiðslu, ef ef þeir verða fyrir tjóni vegna kaupa á vörum og þjónustu." Neytendasamtökin gerðust þegar í upphafi aðili að Alþjóða- sambandi neytendafélaga, Inter- national Organization of Con- sumers Unions, og eru samtökin háð lögum þess. Samtökin hafa gefið út Neytendablaðið, en út- gáfa þess hefur gengið erfiðlega þar sem félagar 1 samtökunum eru í rauninni alltof fáir til að standa undir kostnaði af reglu- legri blaðaútgáfu og öðrum rekstrargjöldum samtakanna. Má einnig benda á, að skv. lögum Alþjóðasambandsins er óheimilt að birta auglýsingar 1 málgagni samtakanna. Félagsmenn eru nú á þessum tímamótum 3004, en en þyrftu að vera um 10 þúsund talsins ef reka ætti hliðstæða starfsemi og t.d. í Belgíu, en þar eru neytendasamtökin mjögöflug og óháð ríkisvaldinu, en njóta hins vegar styrkja frá verkalýðs- hreyfingunni. Á Norðurlöndum eru neytendasamttökin hins veg- ar 1 höndum ríkisvaldsins. Hér á landi hefur verið talið óheppilegt að hafa þann hátt á, með hliðsjón af því hve ríkið er umsvifamikið á sviði vörusölu og þjónustu, og myndu því ríkisrekin neytenda- samtök óhjákvæmilega fá til meðferðar mörg mál, þar sem ríkisfyrirtæki ættu hlut að máli. Mjög umsvifamikill þáttur í starfi Neytendasamtakanna er kvörtunarþjónusta þeirra og að ýmsuíleyti sá mikilvægasti. Berast skrifstofunni mörg mál til úr- lausnar, mörg torleyst, en skrif- stofan leitast við að miðla málum og ná sáttum svo að báðir aðilar megi vel við una. f mörgum til- vikum veita samtökin lögfræði- lega aðstoð ef þurfa þykir, og er trúnaðarlögfræðingur í þjónustu þeirra. Flestar kvartanir berast vegna rafmagnstækja og vefnað- arvöru, en einnig vegna hús- gagna, gólfteppa og glerísetning- ar. Á árinu 1977 bárust 403 kvart- anir og 750 fyrirspurnir. Á afmælisárinu og ef litið er til framtíðarinnar eru meginverk- efni Neytendasamtakanna þessi: Fjölgun félagsmanna. Aukinn stuðningur hins opinbera við lausn verkefna samtakanna. Skipaðir verði fulltrúar samtak- anna sem víðast á landsbyggð- inni, einkum í þéttbýli. Stofnaðar verði matsnefndir og aukið sam- starf innflytjenda og framleið- enda annars vegar og Neytenda- samtakanna hins vegar og stofn- aður neytendadómstóll svo sem tíðkast víða erlendis. Unnið verði markvisst að neytendafræðslu i skólum. og framleiðslumál stéttarinnar. Var þar samþykkt ályktun í nokkrum liðum þar sem lagt er til að eftir- farandi ráðstafanir verði gerðar. Hér fer úrdráttur úr þeim tillög- um: 1. Komið verði á kvótakerfi sem stjórntæki á framleiðslu. Yrði þar lagt til grundvallar lögbýlisjarðir og kvóti miðaður við framleiðslu þriggja undanfarinna ár. 2. 10% útflutningskvóti verði áfram í gildi. Komi til verulegs samdráttar í framleiðslu af völdum harðæris verði það fjármagn einnig hún gefi bændum kost á garðá- burði með efnamagninu 11-18-18. Verði þessi nýja tegund á pöntun- arlista næsta haust.“ „Fundurinn beinir því til Fram- leiðsluráðs, að það sjái til þess, að öll framleiðsla á íslenskri ull sé merkt og uppgefið í prósentum, hve mikið sé í vörunni af öðrum efnum (erlendri ull, gerfiefni o.s.frv.) Einnig bendir fundurinn á þá hættu, sem nú er til staðar af samkeppni frá erlendum verk- smiðjum, er kaupa lopa og gam til ráðstöfunar þó svo að ekki þurfi að nýta það til greiðslu á útfluttum landbúnaðarafurðum. 3. Styrkir og lán til landbúnaðar verði einnig notað til þess að hafa áhrif á framleiðslu stefnur í land- búnaði. Verði þar um misjöfn lán og styrki að ræða eftir því sem talið væri hagkvæmt í framleiðslu land- búnaðarafurða. Þá* verði einnig tekið til athugunar hvort ekki væri hagkvæmt að greiða hluta fram- leiðslutekna bóndans sem beina greiðslu, óháð framkvæmdum. 4. Verðtrygging landbúnaðar- vara nái aðeins til framleiðslu á lögbýlum. 5. Unnið verði að lækkun fram- leiðslukostnaðar á frumstigi fram- leiðslunnar. Reiknaður verði út verðlags- grundvöllur fyrir hverja búgrein fyrir sig. 7. Samfara kvótakerfi verði síðan unnið að framleiðsluskipulagi fyrir einstök héruð og landið í heild. Þá voru einnig eftirfarandi til- lögur samþykktar. „Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1978, fagnar nýlega gerðri samþykkt Búnaðarþings um eflingu skjólbeltaræktunar í land- inu. Felur fundurinn stjórn og ráðunautum sambandsins að vinna ötullega að því að glæða og efla áhuga bænda á skjólbeltaræktun í héraðinu. Fundurinn telur að skjólbelti hafi bæði hagfræðilegt og menningarlegt gildi, auk þess sem telja verður mannúðlegt að auka skjól fyrir búpening.“ „Aðalfundur B.S.E. 1978 skorar á Byggingastofnun landbúnaðarins að sjaa til þess, að matsverð land- búnaðarbygginga til lántöku verði sem næst kostnaðarverði hverju sinni, en þar hefur skort verulega á undanfarandi ár.' ‘Aðalfundur B.S.E. 1978 ítrekar tilmæli sín frá aðalfundi 1977. til Áburðarverksmiðju rikisins, um að héðan. Þessi þróun getur orðið mjög alvarleg fyrir iðnaðarvörur úr íslenskri ull. Þess vegna er full ástæða til að kanna það, hvort ekki er ástæða til að banna útflutning á óunninni ull.‘ „Aðalfundur B.S.E. 1978 lítur mjög alvarlegum augum útbreiðslu fjárkláða 1 Húnavatnssýslum og álítur það ekki sæmandi bænda- stéttinni að láta fjárkláða ná út- breiðslu hér á landi á ný. Því skorar fundurinn á bændasamtök og yfir- dýralækni að taka föstum tökum framkvæmd og eftirlit með sauð- fjárböðunum svo að takast megi að útrýma kláðanum til fulls.“ „Aðalfundur B.S.E., haldinn á Akureyri 21. og 22. marz 1978, vítir harðlega þann seinagang og tregðu sem orðið hefur hjá Véladeild S.I.S. varðandi útvegun nauðsynlegs við- bótarbúnaðar í mölunar- og hey- kögglavél þá, sem B.S.E. hefur staðið fyrir tilraunum með. Það verður að teljast mjög ámælisvert, ef tilraunir til aukningar á notkun innlends fóðurs stranda á vanefnd- um og áhugaleysi innflutningsfyr- irtækja.“ „Aðalfundur B.S.E., haldinn á Akureyri 21. og 22. marz 1978, ítrekar fyrri samþykktir B.S.E. frá aðalfundum 1976 og 1977 um breytingar á samþykktum Stéttar- sambands bænda. Fundurinn telur, að sú þróun máia, sem varð á s.l. ári, sýni þörf breytinga á tengslum bænda við Stéttarsambandið og á starfsháttum Stéttarsambands- funda. Einnig vill fundurinn benda á nauðsyn þess, að Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag íslands móti sameiginlega stefnu í skipu- lags- og framleiðslumálum land- búnaðarins og geri ráðunautaþjón- ustuna virka i framkvæmd þeirrar samræmdu stefnu. Til að tryggja eðlilega endurskoðun og aðlögun stefnunnar að breytingum á mark- aðsskilyrðum. verði komið, á skipulegu samstarfi bændasamtak- anna til umræðu og endurskoðunar stefnúnnar." Glæsilegur arangur Þórsara íkörfu Nú er það endanlega Ijóst að fyrstu deildar lið Þórs í körfu- knattleik karla leikur í úrvals- deildinni á næsta ári. Þeir léku síðari leik sinn við Snæfell um síðustu helgi og sigruðu með 79 stigum gegn 73. Árangur liðsins á þessu keppnistíma- biii verður að teljast frábær. Þeir sigruðu í fyrra aðra deild- ina, og svo strax á fyrsta ári sínu í fyrstu deild skutu þeir tveimur Reykjavíkurfél ögum aftur fyrir sig, og sendu þau einni deild neðar í íþróttinni. Stærsta þáttinn í þessari vel- gengni Þórs á tvímælalaust Bandaríkjamaðurinn Mark Cristiansen. Hann þjálfaði og lék með meistaraflokki og þjálfaði síðan alla yngri flokka félagsins. Þá þjálfaði hann einnig unga körfuknattleiksmenn hjá KA. Mark virðist mjög góður þjálfari svo og er hann frábær leikmaður og sennilega sá besti sem sést hefur í liði hérlendis. Hann er atvinnumaður 1 íþróttinni, og æfir og leikur fyrir peningagreiðslur. Þó hefur heyrst að laun hans hér séu þó nokkuð Mark Crlstiansen, besti kðrfu- knattlelksmaður sem lelklð hefur með íslensku liðl. knattspyrnuþjálfarar fá fyrir að- eins nokkurra mánaða starf, og þá aðeins við þjálfun eins flokks. Félagar Marks segja hann mjög góðan kunningja og vin og reglusemi hans er þó nokkuð meiri en Akureyringar eiga að venjast með aðfluttar íþrótta- stjömur. Guðmundur Hagalín formaður körfuknattleiksdeildar Þórs sagði í viðtali að búið væri að biðja Mark að vera hér næsta vetur og hann mundi gefa um það ákveðið svar síðast í júní. Hann kvað Mark vera á förum til meginlands eEvrópu og þar færi hann í keppnisferðalag ásamt hinum Bandaríkjamönn- unum sem léku á íslandi i vetur og á heimleiðinni vestur um haf myndi hann koma hér við, og þá væntanlega gefa Þórsurum end- anlegt svar um veru sína hér næsta vetur. Þá sagði Guðmund- ur að ef hann yrði hér í vetur myndu margir Reykvískir körfu- knattleiksmenn hafa áhuga á að leika með honum í Þórsbúningi. Þess má því vænta að lið Þórs verði sterkt á komándi keppnis- timabili og vonandi með Mark í fararbroddi. Leiknir vann í fallbaráttu S.l. laugardag léku Þór og Leiknir ffyrri leik sinn í keppn- inni um það hver hljótl næst neðsta sæti annarrar deildar í handbolta. Jafnframt verður það lið sem það sæti hlýtur, að leika aukaleiki við næst efsta lið þriðju deildar sem er að þessu sinni Breiðabllk, um til- verurétt sinn í deildlnni. Lein- ismenn virtust taka þennan leik mjög létt því þeir mættu aðeins níu, það að segja að- eins tveir innáskiptingamenn og enginn liðstjóri eða þjálfari. Til að byrja með gekk báðum liðum erfiðlega að finna leiðina að markinu, en fyrsta markið kom ekki fyrr en á 6. mín, og þá skoraði Sigtryggur fyrir Þór úr víti. Hafliði Pétursson jafnaði síðan fyrir Leikni nokkrum mínútum síðar, en Hafliði átti eftir að verða þeim Þórsurum erfiður. Þórsarar komust síðan í þrjú gygn einu, en Leiknismenn ná að jafna og komast yfir og eftir það tókst Þórsurum aldrei að klekkja á andstæðingum sínum. I hálfleik var staðan 10 gegn 9 fyrir Leikni, en þeir höfðu þá rétt áður komist í þriggja marka forskot. Fyrstu fjögur mörkin í síðari hálfleik gerðu Leiknismenn, og komust þá í fimm marka mun, og skömmu síðar komust þeir sex mörkum yfir. Síðustu 15 mínútur leiksins gerðu Þórsarar 9 mörk en Leiknismenn 6, og það nægði þeim til sigurs, skoruðu 24 mörk gegn 21 hjá Þór. Markahæsturhjá Þór var eins og vanalega Sig- tryggur með 7 mörk (6 úr víti), en hann var tekin úr umferð allan leikinn eins og venjulega en hann hefur vart fengið að leika óáreitt- ur í allan vetur, ávalt settur á hann yfirfrakki eins og það er kallað á handboltamáli. Jón Sig. skoraði 5, Einar 5, og aðrir leik- menn færri. Hafliði Pétursson var markhæstur Leiknismanna með 11 mörk, en hann er langbestur þeirra. Hörður Sigmarsson sem áður lék með ísl. landsliðinu er nú ekki svipur hjá sjón, þegar hann var upp á sitt besta og markhæst- ur manna í fyrstu deildinni. Hann virkar æfingarlítill og þungur. Staða Þórs er nú sem fyrr mjög slæm. Þeir eiga eftir að leika erf- iða og kostnaðarsama leiki til að tryggja setu sína í deildinni, og í þeim leikjum fylgja þeim árnað- aróskir íþróttasíðunnar. f tilefni af hækkandi sól, og komandi knattspyrnuvertíð, þykir vel tll fundlð að blrta 10 ára gamla mynd af knattspyrnuliði IBA. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.