Dagur - 14.06.1978, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGXJR
LXI. ÁRG. Akureyri, miövlkudaginn 14. júní 1978
37. tölublað
Sjálfsbjörg þingar
I
Hrafnagilsskóla
Nítjánda þing Sjálfs-
bjargar, landsambands
fatlaðra, var haldið í
Hrafnagilsskóla um sl.
helgi. Alls sóttu þingið
um 40 fulltrúar, víðs-
vegar að af landinu. Að-
almál þingsins var hús-
næðismál og flutti Sig-
urður E. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Hús-
næðismálastofnunar
ríkisins, erindi í því til-
efni. Síðar verður nánar
sagt frá þinginu og rætt
við nokkra fulltrúa.
Sameiginlegir
framboðsfundir
Að undanfömu hafa
frambjóðendur stjórn-
málaflokkanna í Norð-
urlandskjördami eystra
efnt til sameiginlegra
framboðsfunda fyrir al-
þingiskosning^rnar 25.
júní. Næstu fundir: 13.
júní á Kópaskeri. 14.
júní á Raufarhöfn og 15.
júní verður fundur á
Þórshöfn.
Ekki hefur verið
ákveðinn fundardagur á
Akureyri, en hann verð-
ur í síðustu viku fyrir
kosningar.
Stuðningsmenn!
Stuðningsmenn Fram-
sóknarflokksins, sem
verða fjarverandi á kjör-
dag, eru hvattir til að
kjósa sem fyrst. Skrif-
stofur flokksins gefa all-
ar upplýsingar um utan-
kjörstaðakosningar.
Stuðningsmenn! Ef þið
vitið um einhverja sem
verða fjarverandi á kjör-
degi — vinsamlegast
látið skrifstofum flokks-
ins slíkar upplýsingar í té
sem fyrst. Eitt atkvæði
getur haft áhrif á úrslit
kosninganna.
24166
23207
24167
Alls höfðu 228 fulltrúar rétt til fundarsetu og við athugun kjörbréfa í upphafl fundar kom í Ijós, að aðeins vantaði þrjá fulltrúa. Norðurmynd.
Heildarvelta félagsins ocj fyrirtækja
þess jókst um 43,2% fra fyrra ári
A 92. aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga s.l. föstudag og
laugardag kom m.a. fram, að heildarvelta félagsins varð
nær 16.9 milljarðar króna á síðasta ári. Launagreiðslur
félagsins námu rösklega 1.9 milljarði króna. Bókfærður
stofnkostnaður var 561 milljón, en þar af fóru til nýju
mjólkurstöðvarinnar 206 milljónir króna. Fastráðið
starfsfólk er 788, en alls eru 6712 manns í félaginu í 25
félagsdeildum.
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð-
inga, sá 92. í röðinni og sá fjöl-
mennasti, sem haldinn hefur verið,
hófst árdegis á föstudaginn í Sam-
komuhúsinu á Akureyri. Rétt til
fundarsetu höfðu 228 fulltrúar. Við
athugun kjörbréfa í byrjun fundar
kom í ljós, að aðeins vantaði þrjá
fulltrúa.
Stjórnarformaðurinn, Hjörtur E.
Þórarinsson á Tjöm setti aðalfund-
inn, sem hann sagði haldinn síð-
ustu tvo daga vikunnar að þessu
sinni vegna fram kominna óska
bæjarbúa um það á síðasta aðal-
fundi. Hann minntist látinna
félagsmanna og starfsmanna. Risu
fundarmenn úr sætum til að votta
þeim látnu þökk og virðingu.
Félagstíðindum KEA var dreift,
en í þeim eru skýrslur og margs-
konar upplýsingar.
Fundarstjórar voru kjörnir þeir
Vernharður Sveinsson og Valdimar
Bragason, en fundarritarar, Har-
aldur M. Sigurðsson og Þór
Hjaltason, en bókari var Gylfi
Pálsson. Tóku þessir menn þegar
við störfum.
Hjörtur E. Þórarinsson flutti
skýrslu stjórnar og síðan flutti Val- þess jókst um 43.2% frá fyrra ári
ur Arnþórsson kaupfélagsstjóri eða úr ll.8 milljörðum króna i
yfirgripsmikið erindi um störf og tæplega 16.9 milljarða króna.
HJörtur Þórarinsson, stjórnarformaður KEA, setur aðalfundinn.
Mynd: Norðurmynd.
Heildarlaunagreiðslur félagsins og
fyrirtækja þess á s.l. ári námu rösk-
um 1.9 milljarði króna. en fastir
starfsmenn í árslok voru 788.
Til ráðstöfunar á aðalfundi var
rekstrarafgangur að upphæð 35.6
milljónir króna, en fjármuna-
myndun ársins var alls u.þ.b. 180
millj. króna. Aðalfundurinn sam-
þykkti, að úthluta og leggja í stofn-
sjóð félagsmanna 3% af ágóða-
skyldri úttekt þeirra 1977 og að
(Framhald á bls. 2).
afkomu Kaupfélags Eyfirðinga á
liðnu ári og einstakra deilda þess. I
þeirri yfirlitsræðu kom m.a. þetta
fram, samkvæmt fréttatilkynningu.
Heildarvelta félagsins og fyrirtækja
Tankvæðing
í Skagafirði
Miklar hafnarf ramkvæmdir á Húsavík
Framkvæmdir við smábátahöfn-
ina á Húsavík áttu að hefjast um
miðjan síðastliðinn mánuð, en
þar sem nýi Grettir bilaði verður
vart hafist handa fyrr um eftir
sem hafnar voru á síðastliðnu
ári og er áætlað að vinna fyrir
55 milljónir króna í sumar.
„Þegar verkinu er lokið má segja
aða Þvergarði, en því verki var ekki
lokið þegar garðurinn var byggður
árið 1975. Þar með verður mun
auðveldara fyrir togarann að liggja
við garðinn. Þá mun Grettir dýpka
miðjan þennan mánuð. Grettir á
að dæla úr höfninni og m.a.
undirbúa niðurrekstur nýs stál-
þils, en það á að afmarka enn
betur smábátahöfnina á Húsa-
vík. Síðar í sumar verður ekið út
grjótgarði. Stálþilið er tilbúið til
afgreiðslu hjá hinum erlenda
framleiðenda og verður það
væntanlega komið til Húsavík
um næstu mánaðarmót. Stálþll-
ið kemur á innri brún garðsins
og er það um 60 metrar á lengd.
Þetta er framhald framkvæmda
að komnar séu þrjár hliðar á smá-
bátahöfnina," sagði Haukur Harð-
arson, bæjarstjóri á Húsavík. „Hins
vegar er eftir að byggja garð úr
landi og myndi hann koma í stefnu
á enda garðsins sem byggður verð-
ur í sumar. En eins og gefur að
skilja er það fjárveitingavaldið sem
ræður því hvort af gerð seinni
garðsins getur orðið á áætluðum
tíma.“
Auk þess sem Grettir mun dýpka
fyrir stálþilinu er ætlunin að dæla
upp botnleðju hjá hinum svokall-
innsiglinguna við endann á Þver-
garði.
„Það má taka það fram, að sjón-
armið okkar Húsvíkinga voru virt,
þegar ákveðið var hvemig staðið
skyldi að framkvæmdum,“ sagði
Haukur Harðarson. „Hingað kom
verkfræðingur frá Vita- og hafnar-
málaskrifstofunni og voru lagðar
fyrir hann hugmyndir hafnar-
nefndar og týnt til það besta úr til-
lögum hvors aðila. Það er því ekki
hægt að segja að við fáum allt að
sunnan."
Mjólkurflutningar til Mjólkursam-
lags Skagfirðinga eru nú að verða
tankvæddir að fullu.
— Það er stefnt að því úð það
verði aðeins einn bíll sem sæki
mjólk í brúsum nú í haust, sagði
Snorri Evertsson, verkstjóri í
Mjólkursamlaginu. og fljótlega
verða brúsaflútningar algjörlega úr
sögunni. —
Tankbilunum var fyrir skömntu
fjölgað úr tveim í þrjá, og byggð
hefur verið viðbótarbygging við
samlagið þar sem er aðstaða til
losunar og þvotta fyrir tankbílana.
Tankvæðingin hefur margvísleg
áhrif á búskaparháttu. T.d. fækkar
kúabúum, því lítil kúabú bera ekki
þann stofnkostnað sem er samfara
tankvæðingu. Þá hafa einnig viða
verið gerðar miklar vegabætur á
heimreiðum.