Dagur - 14.06.1978, Side 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl, og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Landhelgismálið
Viðreisnarstjórnin sat á land-
helgismálinu í tólf ár og hafðist
ekki að. í grein Stefáns Valgeirs-
sonar, alþingismanns, í síðasta
tölublaði sagði hann m.a.: „Á
þeim tólf árum, sem viðreisnar-
stjórnin sat að völdum, gerðist
ekkert í landhelgismálinu, nema
hvað gerðir voru nauðungar-
samningar við breta. En eftir að
ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar
var mynduð 1971 var strax hafist
handa um að undirbúa nýjan
áfanga í útfærslu landhelginnar í
50 mílur og gerðar ráðstafanír til
að ógilda nauðungarsamninginn.
Hvernig er staðan nú í þessu máli,
aðeins sjö árum eftir að þessi
barátta var hafin?
Halda menn, að slík niðurstaða
hefði náðst, ef þjóðin hefði ekki á
þessum árum haft forystu, sem
hafði bæði áræði og fyrirhyggju til
að tefla þetta tafl til sigurs? Getur
það verið tilviljun, að viðreisnar-
fiokkarnir gerðu ekkert jákvætt í
þessu máli í tóif ára stjórnartíð
sinni? En um leið og ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar var mynd-
uð, komst hreyfing á málið og
síðar komu aðrir forystumenn
Framsóknarflokksins fram í
sviðsljósið og þannig var málið
ieitt til sigurs.
Er þjóðin búin að gleyma hvað
Alþýðubandalagið sagði um
Osloarsamningana? Það kallaði
þá uppgjafasamninga og svika-
samninga. En hvað hefur reynslan
sýnt. Þessir samningar leiddu tii
þess að lausn fannst og sigur var
unninn. Formaður Alþýðuflokks-
ins, Benedikt Gröndal, sagði í
sjónvarpsviðtali, eftir að undir-
skrift Osloarsamninganna hafði
farið fram, að við íslendingar
hefðum aidrei náð svo hagstæð-
um samningum ef Framsóknar-
flokkurinn hefði ekki átt aðild að
ríkisstjórn.
Og eru menn búnir að gleyma
því, hvað formaður Alþýðubanda-
lagsins lagði til að gert yrði, þegar
umræður fóru fram um útfærsluna
í 200 mílur? Hann lagði til, að ís-
iendingar gerðu ekkert í því máli
fyrr en Hafréttarráðstefna Sam-
einuðu þjóðanna hefði lokið
störfum. Þessari ráðstefnu er enn
ekki lokið og enginn veit hvenær
henni lýkur. Hvernig stæðum við,
ef farið hefði verið að ráðum Lúð-
víks Jósefssonar?
Það má segja, að saga land-
helgismálsins sé hreint ævintýri,
þar sem okkar dvergsríki bauð
stórveldum Evrópu byrginn og
með framsýni og þrautseigju tóks
okkur að vinna fuilnaðarsigur. í
þessu mikilvæga máii hefur eng-
inn stjórnmálaflokkur komið eins
mikið við sögu og Framsóknar-
flokkurinn.
Ý' Maja Baldvins
MINNING
Frú Maja Baldvins er látin. Merk
og fjölhæf kona. Mig langar að
minnast hennar með nokkrum
orðum. Fullu nafni hét hún
Maríanna Baldvinsdóttir. Hún
var Akureyringur þó hún hafi
síðustu árin verið búsett í
Reykjavík. Maja var dóttir Bald-
vins Jónssonar verslunarmanns á
Akureyri og síðar verslunarstjóra
á Sauðárkróki og konu hans frú
Svövu Jónsdóttur, hinnar þekktu
leikkonu okkar Akureyringa um
fjölda ára. Fædd 16. nóvember
1907 í Aðalstræti 52 hér inn í
Fjörunni, í húsi afa síns, Jóns
Chr. Stephanssonar, timbur-
meistara og dannebrogsmanns.
En þar bjuggu þau öll félagsbúi,
Jón og kona hans, frú Kristjana
Magnúsdóttir, móðir frú Svövu,
en hún var síðari kona Jóns, ungu
hjónin og móðir Baldvins, frú
Guðrún.
Elsta bam Svövu og Baldvins
var Otto Jón, fæddur 1904, látinn
fyrir nokkrum árum. Maja var
næstelst, síðan Brynhildur og
Jonna, þá Haukur og Hjördís
yngst.
Heimilið í gamla húsinu í
Fjörunni var mjög fallegt, þrjár
stofur, allar með fallegum hús-
gögnum og trjá- og blómagarð-
urinn einstakur. Jón Stephansson
var nefnilega einn helsti trjá-
ræktarmaður bæjarins. Það var
hann sem gerði garðinn sunnan
við kirkjuna og ræktaði þar trjá-
og runnaplöntur. Var það undir-
búningsstarf fyrir Gróðrarstöð
Ræktunarfélags Norðurlands of-
an við Krókeyri. Þessi ræktunar-
stöð sunnan við kirkjuna var í
ungdæmi mínu kölluð-aldingarð-
urinn, seinna Ryelsgarður og nú
Minjasafnagarður, en vitanlega
mjög breyttur frá því sem var.
í þessu umhverfi ólst Maja upp
að nokkru leyti. En svo fluttu þau
til Sauðárkróks, þar sem Baldvin
tók við forstöðu Sameinuðu ís-
lensku verslananna á Sauðár-
króki. Heimsótti ég þau þá og var
mjög ánægjulegt að hitta þau. En
stofurnar voru þétt setnar Flóru-
gestum og allir fengu kaffiveit-
ingar og svo mun hafa verið oftar.
Aftur fluttu þau til Akureyrar
1921. Þá stofnsetti Baldvin sína
eigin verslun í Strandgötu 17, sem
hann rak meðan kraftar leyfðu.
Þá um haustið fór Maja í
Gagnfræðaskólann og lauk það-
an fullnaðarprófi eftir tvö ár með
góðri einkunn. Maja hafði mik-
inn áhuga á starfi skáta og var í
kvenskátafélaginu Valkyrjunni
og vann þar af áhuga.
Árið 1927 fór Maja til Kaup-
mannahafnar til náms og starfa.
Þar varð hún fyrir alvarlegum
heilsubresti, sem ég held að hún
hafi aldrei komist yfir. Kom hún
aftur heim nokkru eftir 1930. En
1934 giftist hún Sigurði L. Páls-
syni enskukennara í MA. Eign-
uðust þau eina dóttur, Maíu.
Gekk hún menntaveginn og er
hún sálfræðingur. Maía er fædd
18. febrúar 1935. Er hún búsett í
Reykjavík. Börnin hennar þrjú
voru ’yndi ömmu sinnar.
Eftir lát Sigurðar L. Pálssonar
fluttist frú Maja suður og keypti
góða íbúð á Bergsstaðastræti 56.
neðri hæð, þar sem henni leið vel
með mjög góðu sambýlisfólki og
sama vitnisburð fékk frú Maja
hjá fólkinu á efri hæðinni. Frú
Maja Baldvins var mikill mála-
maður. Hún þýddi bækur. Hún
var mjög listfeng eins og móðir
hennar og fékkst nokkuð við list-
málun, en var einnig mikil hann-
yrðakona, eins og frú Svava. Þær
voru báðar stofnfélagar Zonta-
klúbbs Akureyrar (sem hlaut
stofnskrá sína 2. júní 1949) Báðar
voru þær kosnar í fyrstu stjórnina,
frú Svava varaformaður (sem
færist upp í formannssætið ári
síðar) og frú Maja var fyrsti ritari
Z.A.
Zontaklúbbur Akureyrar
þakkar þeim mæðgum báðum
mikið og gott samstarf. Persónu-
lega þakka ég þeim samstarfið og
vináttuna, sem ég met mikils og
bið þeim blessunar á æðri leiðum.
Frú Maíu og fjölskyldu hennar,
systkinum frú Maju Baldvins og
þeirra fólki, sendi ég mínar ein-
lægustu samúðarkveðjur.
RagnheiðurO. Björnsson.
Ætlf þeir
hafí
orðiö varír?
Skjálfandafljót
Samkvæmt upplýsingum Hlöð-
vers Þ. Hlöðverssonar, verður
fljótið opnað þann 20. júní. Þegar
blaðið ræddi við Hlöðver á
mánudaginn var dálítil leysing,
en til þessa hefur ekki komið
neinn stór vöxtur í fljótið. Samtals
veiddust 288 laxar í Skjálfanda-
fljóti sl. sumar og var meðal-
þyngdin 8,1 pund.
Laxá á Ásum
Laxá á Ásum var opnuð þann 1.
júní og fram að hádegi sl. mánu-
dag höfðu komið á land rúmlega
50 laxar. Veiðin var hvað best til
að byrja með, síðan dofnaði að-
eins veiðin en aðfararnótt mánu-
dagsins virtist lax hafa gengið í
ána.
„Meðalþyngdin er rétt um tíu
pund og ég held að sá stærsti sé
um 18 pund og var það Akur-
eyringur sem fékk laxinn,“ sagði
Kristján Sigfússon, Húnstöðum.
Laxá í Aðaldal
Veiði er hafin á laxasvæðinu í
Laxá í Aðaldal og fyrsta daginn
fengust 24 laxar, en þegar haft var
samband við Helgu Halldórs-
dóttur á mánudagsmorgun voru
37 laxar komnir á land.
„Fyrsti laxinn veiddist fjórtán
mínútur yfir sjö sl. laugardag og
fékkst hann í Sjávarholu", sagði
Helga. „Það var Birgir Stein-
grímsson (eldri) frá Húsavík sem
fékk laxinn sem var ellefu pund.
Svo fékk Birgir yngri annan lax
rétt á eftir og hann var tuttugu
pund. Það er sá þyngsti sem hefur
fengist til þessa og Birgir fékk
hann á Flösinni“.
Á sunnudag var fremur lítil
veiði, enda var hvasst og illt fyrir
veiðimenn að athafna sig. Vegna
góða veðursins og hitanna er áin
lituð
Tilgangurinn var að halda
uppi fullri atvinnu
- segir Heimir Hannesson um hin umdeiidu efnahagslög
Hefur komið til álita að
hætta landkynningu
erlendis, vegna ótta við
skemmdir á viðkvæmri
náttúru íslands?
„Það er eindregin skoðun mín, að
ekki beri að draga úr svokallaðri
landkynningu heldur þvert á móti
að auka hana, en um leið fari
fram ákveðin stefnumörkun að
hverju hún eigi að beinast og til
hverra hún eigi að ná. Við
meigum ekki gleyma því, að
landkynning beinist ekki fyrst og
fremst að því markmiði að auka
innan eðlilegra marka heimsókn-
ir erlendra ferðamanna heldur
hefur hún bæði menningargildi
fyrir Island og ekki síður við-
skiptalegt gildi fyrir útflutnings-
vörur okkar. Allt er þetta samofið
og þarf að vinnast í samhengi.
Alhliða ferðaþjónusta er mjög
vaxandi atvinnugrein á íslandi og
miðað við verðmæti fjórði stærsti
atvinnuvegur þjóðarinnar. Á síð-
asta ári voru hreinar gjaldeyris-
tekjur atvinnugreinarinnar nokk-
uð á sjöunda milljarð og er nú
mjög mjótt á mununum hvor er
stærri atvinnugrein miðað við
gjaldeyristekjur, ferðamanna-
þjónustan eða iðnaðurinn, ef álið
er undan skilið.“
I markaðs- og landkynningar-
stefnu okkar verðum við hins-
vegar ætíð að hafa í huga sérstöðu
okkar, lítillar eyþjóðar í stóru
landi með viðkvæma og fagra
náttúru. Meginstefnan í ferða-
málum hlýtur alltaf að vera sú, að
landið og náttúra þess sé fyrst og
fremst fyrir Islendinga sjálfa,
enda gefur löggjafinn um það
skýr fyrirmæli í nýjum lögum um
ferðamál, að starf okkar hjá
Ferðamálaráði á ekki síður að
beinast að stjórn, skipulagningu
og samræmingu innlendra ferða-
mála - þ.e. ferðalögum okkar
sjálfra um eigið land, m.a. á þann
hátt að gera okkur kleift að njóta
samvista við óspillta náttúru þess
og fegurð. Þar hefur verið lögð
mikil áherzla á náið samstarf við
félög áhugamanna svo sem
ferðafélög, náttúruverndaraðila
og sambærilega aðila.
Við verðum að sjálfsögðu alltaf
að vera á varðbergi og gæta
ýtrustu varúðar í skiptum okkar
við náttúru landsins ekki sízt þar
sem umferð fer vaxandi. Þar held
ég þó að ýmsar fyrirbyggjandi
aðgerðir séu líklegastar til árang-
urs frekar en lokun og verulegar
takmarkanir. T.d. leiðbeiningar,
skýrar merkingar um hvað leyfi-
legtt er og hvað beri að varast,
skipulagning gönguslóða, gæzla
og eftirlit og stóraukin upp-
lýsinga- og kynningarstarfsemi í
umgengis- og umhverfismálum.
Nýkynnt heildarlöggjöf um um-
hverfismál yrði mjög til bóta, en
Ferðamálaráð mun í vaxandi
mæli snúa sér að umhverfismál-
um og mun hvetja alla ferðamenn
jafnt innlenda sem erlenda til að
sýna góð umgengni jafnt í byggð
sem óbyggð.
Voru efnahagslögin frá
því í vetur „klaufaleg
mistök“ og má skoða
bráðabirgðalögin sem
kosningabrellu?
Ég held, að ekki sé hægt að segja
með nokkurri sanngirni, að efna-
hagslögin frá því í vetur hafi verið
nein mistök né heldur bráða-
birgðalögin kosningabrella. Til-
gangur ríkisstjórnarinnar var tví-
mælalaust sá að halda uppi fullri
atvinnu, sem hefur tekizt, svo og
að grípa til ráðstafana, sem áður
hafa þekkzt, í því skyni að draga
úr verðbólgu. Það skapar hins-
vegar aldrei neinar sérstakar vin-
sældir fyrir ríkisstjórn- hver sem
hún er að grípa til óvinsællla að-
gerða, og þá byrði verða stjórn-
málamenn að vera menn til að
bera. Því miður hafa ýmsir for-
ystumenn verkalýðshreyfingar-
innar prédikað margrædda lág-
launastefnu meira í orði en á
borði. Tilgangur bráðabirgðalag-
anna var þar að höggva á hnútinn
með nokkurri eftirgjöf eins og
menn vita. Það væri hinsvegar
ekki sanngimi að viðurkenna
ekki, að auðvitað komu bráða-
birgðalögin sem viss afleiðing af
aðgerðum og mótmælum verka-
lýðshreyfingarinnar og vissulega
liggur vel við höggi að gagnrýna
þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að
semja um ákveðin laun við eigin
starfsmenn í vetur, en taka þá
samninga til baka að hluta
nokkrum mánuðum síðar. Þær
upplýsingar um greidd laun víða í
þjóðfélaginu sem birtar eru opin-
berlega af talsmönnum verka-
lýðshreyfingarinnar gefa oft
hinsvegar ekki rétta mynd af
rauntekjum fólks. Almennt talið
er afkoma fólks víðast mjög
bærileg, en áhyggjuefni er, að allt
of víða fást þessar tekjur því að-
eins að allskyns yfirvinna og
aukavinna sé fyrir hendi. Þar
verður að vera breyting á í þjóð-
félagi okkar. En stefna ríkis-
stjórnarinnar eins og reyndar
flestra ríkisstjórna á undanförn-
um árum, þó að misjafnlega hafi
til tekizt, um fulla atvinnu,
Ég ætla í fáum orðum að vekja
athygli á brýnu velferðar- og
kjaramáli vinnandi fólks í landinu.
Þessu máli er alltof lítill gaumur
gefinn. Hér er um að ræða nauðsyn
þess að stytta hinn óhæfilega langa
vinnutíma, sem hér viðgengst. Ég
þess. Og alltaf hef ég tilhneigingu
til þess að taka upp vöm fyrir
gamla sveitasamfélagið, hvort
heldur sem snertir ásökun um
vinnuhörku eða eitthvað annað. Ég
efast nefnilega um, þegar á allt er
litið, að mannkynið hafi fundið
Maður en ekki vél.
Á uppgangstímum iðnaðarauð-
valdsins í Englandi og Bandaríkj-
unum og víðar um lönd fyrir
100-150 árum varð erfiðisvinnufólk
að þola hin verstu kjör, m.a.
vinnustrit myrkranna á milli. En
Óhóflegt vinnuálag.
Samt er það svo að vinnu á fjöl-
mörgum vinnustöðum um allt land
er þannig fyrir komið, að fólk er við
störf lengri vinnudag mánuð eftir
mánuð og ár eftir ár en jafnvel
íhaldsmenn í Ameríku töldu sér
Vinnutímastytting - vanrækt
baráttumál verklýðssamtakanna
vil sérstaklega benda á, að margir
áratugir eru síðan sannað var með
vísindalegum athugunum víða um
heim, að langur vinnutími er skað-
legur fyrir velferð verkafólks og
meinsemd í rekstri fyrirtækja.
Sannað hefur verið að svona
vinnufyrirkomulag eykur ekki af-
köst starfsmanna né framleiðslu í
heild, auk þess sem það er líkam-
lega óheilbrigt og andlega lamandi.
Átta stunda vinnudagur er meira
en nógu langur fyrir fólk í verk-
smiðjum og frystihúsum.
A ð draga verkfœrin.
Lengi hefur verið í minnum haft á
Norðurlandi það sem Jón gamli á
Böggvisstöðum átti að hafa sagt
fyrir 100 árum eða rrieira, að ekki
væri vinnufólk hans þreytt þegar
það kæmi heim af engjum, ef það
gæti borið verkfærin á öxlunum, en
drægi þau ekki. Slík var vinnu-
harka Jóns og skilningsleysi á
nauðsyn hóflegs vinnuálags og
eðlilegrar hvíldar. Að sjálfsögðu
muna menn þessi ummæli karlsins
af því að viðhorf hans þóttu ann-
arleg, þau heyrðu undantekningum
til. Eigi að síður minna þau á þann
þátt í verkmenningarsögu mann-
kynsins, þegar erfiðisvinnumenn
voru þrælkaðir til óbóta eins og
hver önnur dráttardýr, hross eða
uxar. Hér verður ekki rakin saga
þrælahalds og leiguliðaánauðar,
enda hvorki staður né stund til
upp skynsamlegra samfélagsform.
Iðnvæðingin hóf feril sinn með því
að ala af sér ómennskt andstyggð-
arþjóðfélag, eins og allir vita, sem
Ingvar Gíslason ritar
hér um óhóflegan
vinnutíma og van-
rækslu verkalýðsfél-
aganna í því máli
eitthvað hafa gluggað í sögubækur,
og varla kynntust íslendingar
vinnuþrælkun fyrr en með togara-
útgerðinni í byrjun þessarar aldar.
Það þurfti löggjöf, vökulögin, til
þess að létta henni af. Að sjálfsögðu
dró ekki úr framleiðsluafköstum
togaraflotans við það að togarasjó-
menn fengu að njóta lágmarks-
hvíldar.
manndómur þessa fólks var þó ekki
minni en það og hugsunin ekki
sljórri en svo, að amerískir verka-
menn sungu við vinnu sína vísu-
kom, sem efnislega hljóðar þannig
í miður góðri þýðingu:
Hvaða verk, sem vinna ber,
það verður mér í haginn
og stuðlar best að stærri hlut
að stytta vinnudaginn.
Enda fór það svo, að strax á 19.
öld var hafist handa um styttingu
vinnutíma í verksmiðjum, fyrst
hægum skrefum, en síðar með
meiri hraða. Nú eru áratugir síðan
viðurkennt var að það er hvorki
dyggðugt, heilbrigt né hagkvæmt
að útþrælka sjálfum sér og öðrum í
erfiðisvinnu, síst í verksmiðjum.
Einnig vita menn það af reynslu og
margendurteknum athugunum, að
mikill munur er á áhrifum langs
vinnutíma eftir því hver vinnu-
ataðurinn er og hvort menn vinna á
eigin ábyrgð, ráða sjálfir vinnu-
hraða og öðru verklagi eða eru
annarra þjónar. Enda er maðurinn
maður en ekki vél. Þetta vita ís-
lenskir verkalýðsleiðtogar og fram-
kvæmdastjórar eins vel og starfs-
bræður þeirra í öðrum löndum. Og
fjarri fer því að ég væni nokkurn af
þessum mönnum um það að þeir
vinni vitandi vits gegn viður-
kenndum staðreyndum um holl-
ustu og heilbrigði og hagkvæmni í
framleiðslu.
skylt að banna með lögum fyrir
mörgum áratugum. Margt hafa Is-
lendingar viljað taka upp eftir
Ameríkönum, en ekki það að
skipuleggja vinnutíma fólks af
skynsemi. Það sannar m.a. óhóflegt
vinnuálag verkafólks í frystihúsum
og öðrum verksmiðjum hér á landi.
Ekki veit ég hver á sök á þessu,
líklega eru margir samsekir, en hitt
veit ég að þarna er umbóta þörf.
Hér er áreiðanlega um vanrækt
baráttumál verkalýðssamtakanna
að ræða, og gegnir furðu að þau
skuli ekki hafa sett þetta mál á
oddinn. Eins er það varla afsakan-
legt að framkvæmdastjórar fyrir-
tækja skuli ekki beita sér í þessu
máli meira en raun ber vitni.
Um vinnutímastyttingu og nýtt
verkfyrirkomulag þarf reyndar að
takast samvinna milli fyrirtækja og
forsvarsmanna verkafólks. Að
málinu þarf að vinna í sameiningu.
Svo er fyrir að þakka, að á Islandi
er ekki sú fjarlægð milli verka-
manna og stjómenda að þeir geti
ekki talast við. Þvert á móti er oftast
um að ræða gagnkvæm kynni, til-
trú og góða sambúð. Þó mun víða
nauðsynlegt að auka og bæta sam-
skipti starfsmanna og stjórnenda
með nýju stjórnunar- og sam-
skiptafyrirkomulagi, þ.e.a.s. auknu
atvinnulýðræði í einni eða annarri
mynd. En atvinnulýðræði kemst
ekki á nema verkalýðshreyfingin sé
því hlymt
Þór og Þróttur
gera iafntefli
Þór fór til Neskaupstaðar á
föstudagskvöldið og lék þar við
Þrótt í annarri deildinni í knatt-
spyrnu.
Veður var þungbúið þegar
leikið var og gekk á með slyddu.
Slíkt veðurfar bolir ekki malar-
völlur þeirra Austfirðinga, og
var hann nánast mjög slæmur,
háll og forarleðja á honum.
Þórsarar fengu óskabyrjun í
leiknum, þegar Þróttarar
þjörmuðu óþyrmilega að sókn-
armanni hjá Þór, og var um-
svifalaust dæmt víti. Fyrirliði
Þórs, Sigurður Lárusson tók
vítaspymuna og skoraði örugg-
lega. Það voru hins vegar ekki
Þórsarar sem frískuðust við
markið heldur Þróttarar og
sóttu þeir nú án afláts, og að
lokum komu þeir boltanum í
markið. Það var heldur ílla að
því marki staðið hjá austan-
mönnum, en Eiríkur markmað-
ur Þórs ætlaði að henda sér á
frekar auðveldan bolta frá
Þrótturum en hann hreinlega
spólaði í drullunni og boltinn
fór því í markið. Þannig var því
íslandsmótið þriðja deild
Lelkir hófust f þriöju delld,
norðuriandsrlðli, um helg-
Ina. Marglr lelklmlr voru
skemmtiieglr, og var mikið
af mörkum skorað. Úrsllt
elnstakra lelkja urðu þau að
Lelfur, Ölafsflrði og Dalvfk-
Ingar gerðu marklaust Jafn-
teftl. Siglflrðlngar unnu
Hofsós með I jórum mðrkum
gegn engu. Dagsbrún vann
Magna frð Grenlvfk með
fjórum mðrkum gegn elnu,
og Arroðlnn vann Reynl frá
Arskógsströnd með sex
mðrkum gegn engu. Lelklr f
þessum riðtum halda áfram
n.k. sunnudag en þá leika
saman Hofsós og Tinda-
stóll, Dalvfklngar og Slgl-
flrðlngar, Árroðlnn og
Magnl, og HSÞ og Reynlr.
Kylfingar hugsa
sér til hreyfings
Golfmenn hafa nú hafið æf-
ingar og keppnir af fullum
krafti. Um síðustu helgi voru
tvö mót hjá Golfklúbbi Akur-
eyrar. Á laugardag var keppt
um Sjóvábikarinn og var það
18 holu forgjafarkeppni. Sig-
urvegarar voru af ungu kyn-
slóðinni, en no 1. var Þráinn
Lárusson með 78 högg en
hann hefur 17 í forgjöf. Á
sunnudag var síðan haldin
unglingakeppni og þar sigraði
bráðefnilegur kylfingur —
Héðinn Gunnarsson 11 ára —
en hann er bróðir Jóns Þórs.1
Lék Héðinn á 70 höggum, eöa
sama fjölda og næsti maður.
Björn Kristinsson, en Héðinn
vann Björn í bráðabana. Mik-
ill hópur unglinga æfir nú
golf, og hafa þeir æft vel í a',1-
an vetur undir stjórn Árna
Jónssonar.
Fljótlega er vaént-
anlegur til golfklúbbsins
erlendur þjálfari Nolan að
nafni. Mörg stórmót verða
haldin á Golfvellinum á
Akureyri í sumar svo sem
landskeppni við Luxemborg,
Icelandic open o.fl.
íslandsmót yngri flokka
Yngstu knattspyrnumennirn-
ir voru heldur betur á skot-
skónum yfir heigina. Þriðji,
fjórði og fimmti flokkur Þórs
fór til Húsavíkur og lék þar við
Völsunga. Leikið var á ágæt-
um grasvelli Húsvíkinga og
að sögn Freys Bjarnasonar
voru áhorfendur margir og
leikirnir mjög skemmtilegir
og spennandi. Völsungar
unnu sigur í fjórða og fimmta
flokki skoruðu í báðum leikj-
um þrjú mörk gegn tveimur
hjá Þór.
( þriðja flokkí varð jafntefli
fjögur mörk gegn fjórum í
Sigurður Lárusson var í fyrra
kjörinn Knattspyrnumaður Ak-
ureyrar, en hann skoraði
markið fyrir Þór í leiknum við
Þrótt.
staðan í hálfleik eitt mark gegn
einu. Þórsarar sóttu mikið í síð-
ari hálfleik en án árangurs, og í
netið vildi boltinn ekki, nema
einu sinni en þá voru þeir
dæmdir rangstæðir. Leiknum
lauk því með jafntefli eitt mark
gegn einu, og verða það að telj-
ast nokkuð sanngjörn úrslit eftir
gangi leiksins. Þórsarar hafa nú
hlotið fjögur stig eftir fimm
leiki, en ennþá er ekki öll von
úti fyrir þá að komast á toppinn
í deildinni
æsispennandi leik. Allir voru
leikirnir liður í íslandsmót-
inu. Á KA vellinum lélu KA og
Siglfirðingar og verður nánai
sagt frá þeim ieikjum í næsts
blaði.
Sendið blað-
inu úrslitin
Það eru eindregin tilmæli frá
umsjónarmanni íþróttasíðunnar,
að forráðamenn íþróttafélaga í
kjördæminu og á Norðurlandi
sendi síðunni úrslit í hinum ýmsu
íþróttamótum sem haldin verða í
sumar. Þá eru einnig myndir frá
mótum eða íþróttastarfinu vel
þegnar. Það reynist því miður oft
erfitt að ná til forráðamanna fél-
aganna, til þess að fá úrslit í ein-
stökum mótum, svo ^ermfhald-
inn mörg mót sem hvergi eru
auglýst, þannig að ef viðkomandi
vildu vera svo góðir að senda
blaðinu línu, þá verða úrslitin birt
á íþróttasíðunni.
„Leiknum
frestað“
Þeir byrjuðu ekki vel’
heimaleikirnir hjá KA í
fyrstu deildinni. Auglýst-
ur hafði verið leikur KA
og Vík'ings á grasvellinum
sl. laugardag og höfðu
vallarstarfsmenn lagt nótt
við dag við að gera völlinn
góðan, og m.a. sett á hann
ný mörk, og skýli fyrir
varamenn. Þá höfðu KA
menn fengið Blásara-
hljómsveit Tónlistarskól-
ans til að leika létt lög áð-
ur en leikurinn hæfist.
Völlurinn, örugglega sá
besti á landinu í dag, beið
því leikmanna. Þrátt fyrir
að Fluglélag íslands flygi
margar ferðir til Akureyr-
ar á laugardaginn, og
Ómar Ragnarsson kæmi á
Frúnni sinni treystu flug-
menn Vængja sér ekki til
að fljúga, en með því
flugfélagi ætluðu Víking-
ar að koma. Þeir þurftu
því ekki annað en hringja
til KSÍ og fengu strax
frestun á leiknum, þar er
ófært væri til Akureyrar,
þrátt fyrir að önnur flug-
félög héldu uppi áætl-
unnarflug um völlinn. KA
menn reyndu án árangurs
að fá leikinn síðar um
daginn eða um kvöldið en
það tókst ekki, og verður
hann því leikinn síðar í
sumar. KA verður því að
leika sinn fimmta leik á
útivelli n.k. miðvikudag.
4.DAGUR
DAGUR.5