Dagur - 14.06.1978, Page 8

Dagur - 14.06.1978, Page 8
DAGUR Akureyri, miðvikudaginn 14. júní 1978 \ m # Dýrtaö fara til tannlæknis Barnmargur búandkarl á Norðurlandi þurfti að fara til tannlæknis með einhver börn sín og náði hans fundi. Skoðun og aðgerð tók 25 mínútur og reikningurinn hljóðaði upp á 25 þúsund krónur eða þúsund krónur á mínútu og greiddi bóndi þá upphæð án þess að mögla. Skömmu síðar bar það við á fjallvegi einum fllförnum að sami bóndi var þar á ferð á jeppa sínum og kom að manni, er fest hafði bíl sinn í forarpytti. Bað maðurinn um aðstoð og var þvf vel tekið. Bóndi festi dráttartaug f bíl- inn, dró hann upp úr pyttinum og aðstoðaði hann yfir fjall- veglnn. 0 Þeir hittust aftur Ferðamaður sá, sem góðrar aðstoðar bónda hafði notið, þakkaði fyrir hjálpina og bauð greiðslu í kurteisis- skyni. Bóndí leit á arm- bandsúr sitt og mælti fyrir munni sér: 32 mfnútur. Já, það gera 32 þúsund krónur. Segjum 30 þúsund. Þetta þóttí ferðamanni dýr greiði og maldaði í móinn, en bóndi sagði: Ég hef nægan tíma til að draga þig sömu leið til baka og skilja þig eftir í sama pyttinum, ef þú ekki greiðir það sem ég set upp. Ferðamaðurinn, sem var fyrr- nefndur tannlæknir, tók upp veskí sitt og borgaði. (Saga þessl sögð Degi fyrir helgina og talin sönn) £ Útgerðar- félagið Eftirtektarvert er, í landi ar- móðs og aðfinnslu á flestum sviðum, þegar eitthvað geng- ur vel. Fréttlr af aðalfundi Út- gerðarfélags Akureyringa hf eru þó góðar fréttir og verð- ugt, að þeim sé veitt athygli. Hraðfrystihúsið var það framleiðsluhæsta á landlnu, jafnvel svo miklu munaði, togararnir fimm lönduðu afla sfnum heima, en sigldu ekki með hann óunninn, fyrirtæk- ið skilaði hagnaði og það stækkar og byggir sig upp. Vinnulaun sem fyrirtækið greiddi á síðasta ári, voru nær 1200 milljónir króna og munar um minna í tólf þús- und manna bæ. ÚA virðist vel rekið hlutafélag, sem bærinn á að mestu. 0 Grænlendingar frjálsir? Nú er liðinn aldarfjórðungur frá þvi danska rikfnu var skipt í Danmörku, Færeyjar og Grænland. Forsætisráðherra Dana, Anker Jörgensson, hefur lagt fram frumvarp um grænlenska heimastjórn. Grænlendingar leggja kapp á þetta mál, en það er mjög flókið og hefur sérstök nefnd, skipuð Dönum og Græn- lendingum iengi fjaliað um heimastjórnarmálið. Talið er líklegt, að fyrst um sinn, eftir að heimastjórn Grænlend- inga hefur verið ákveðin, fari danska rlkið með ýmis meiri- háttar mál, sem Grænland varða, en heimamenn taki við skóla- og menningarmálum, síðar arvinnumálum og versluninni, þar með Kon- unglegu Grænlandsverslun- inni. Hjalteyri Síðan Arnarneshreppur keypti Hjalteyri, hefur upp- bygging staðarins verið á dagskrá. En nýlegar tilraunir f þá átt, virðast hafa runnið út í sandinn. I viðtali við oddvita hreppsins fyrir nokkrum dögum, sagði hann, að yfir stæðu samningar um söiu fimm ibúða á Hjalteyri, en ekki væri endanlega frá þeim gengið. Þá væri á dagskrá, að KEA setti þar upp verslun með nauðsynjavörur og í undirbúningi, að sama fyrir- tæki setti upp saumastofu til að örva atvinnulífið. morguninn og fór fimm tímum síðar. Það verður ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar að annað skemmtiferðaskip leggur leið sína norður Akureyrar. . mynd: á.þ. Góðir gestir frá Noregi Eldsnemma að morgni hins I4..júní koma til Akureyrar norskir gestir og dvelja á Norðurlandi fjóra daga. Það er blandaði kórinn Vinjes Songlag frá Vinje í Þrándheimi. afskekktu héraði. Stjórnandi er Liv Lofthus. Þessi kór skemmtir ekki aðeins með söng, heldur einnig þjóðdönsum, einleik á fiðlu og að sjálfsögðu koma einsöngvarar fram. Fjögur norðlensk kvenfélaga- sambönd hafa skipulagt ferðir kórsins um Norðurland og annast þau móttökur. hvert á sínu svæði. Konsertar eru ákveðnir þann- ig: Sá fyrsti verður á Dalvík 14. júní, annar verður á Breiðumýri 15. júní, sá þriðji í Miðgarði 16. júní og hefjast þeir allir klukkan 9 að kvöldi og aðgangur er 1400 krónur. Hinn 17. júiií verður kórinn á Akureyri og syngur þar í sam- bandi við hátíðagöldin þann dag. Hinn 18 júní fara svo þessir góðu gestir með flugvél til Reykjavíkur. Það er ósk okkar og von, segir Helga Kristjánsdóttir á Silfrastöð- Ótíð hefur hamlað sjósókn Atvinnuástand á Þórshöfn er tiltölulega gott og þegar rætt var við Bjarna Aðalgeirsson, sveitarstjóra, skömmu fyrir sl. helgi kom m.a. fram að enginn er á atvinnuleysisskrá og hefur svo verið síðan í apríl. Fontur kom til hafnar í sl. viku með rúmlega 80 tonn af þorski. Mikil trilluútgerð er frá Þórs- höfn og eru sjómenn í óðaönn að skrapa og mála báta sína „Við eru með þrjá fimmtíu tonna báta, auk smærri báta, en það hefur verið fremur leiðinleg tíð til sjósóknar að undanförnu“, sagði Bjarni. „Þá hefur nokkuð fengist á færi, en litlu bátarnir hafa ekki getað verið úti vegna veðurs undanfarna daga“. í byrjun næsta mánaðar verður hafist handa við lagningu olíu- malar á Þórshöfn, en eins og komið hefur fram í Degi, er þetta í fyrsta sinn sem olíumöl er lögð á götur þorpsins. Bjarni sagði að alls yrði lagt á 1300 metra langan kafla um í fréttabréfi til Dags, að þessi söngför verði Vinjes Songlag ánægjuleg, og að sem flestir, sem þess eiga kost, komi til að hlusta á sönginn og sjá söngfólkið, sem verður klætt hinum fögru og skrautlegu sparibúningum síns héraðs. Frú Helga segir einnig í frétta- bréfinu: „Það er menningarviðburður hér á norðurlandi að fá Vinje Songlag í heimsókn. Við fáum ofurlitla hug- mynd um það hvað frændþjóð okkar í Noregi hefurfram að bera á tónlistarsviðinu, máske einmitt það, sem sprottið er fram af sömu lindum og okkar eigin ljóð og lög. Hver veit nema við finnum til ein- hverra tauga, sem tengja norsku og íslensku þjóðirnar saman frá þeirri tíð, þegar reykinn lagði upp af bál- um sameiginlegra forfeðra okkar, bænda og víkinga á 9. öld, og for- mæður okkar sungu kvæðalag — sennilega um miklar hetjur og ribbalda - yfir ungbörnum í vögg- um úr norskum skógviði. Víst er um það að rætur þjóða heimsins standa djúpt. Fjörtíu þúsund rúmmetrar í sjó fram á Grenivík Nú er verið að gera miklar landslagsbreytingar við höfnina á Grenivík, en ætlunin er að gera lóðir undir verðbúðir nokkuð sunnan við fystihúsið. Sjómenn hafa ekki haft fullnægjandi að- stöðu til þessa, en núverandi verbúðir eru í sjálfu þorpinu í gömlum og fremur hrörlegum húsum. í fyrsta áfanga eiga að fást ein eða tvær lóðir undir 2ja hæða hús, en alls er reiknað með f jórum lóðum þegar verkinu er lokið „Við erum að ryðja jarðvegi í sjó fram, sunnan við höfnina, og ætl- unin er að ýta út um 45 þúsund rúmmetrum", sagði Jakob Þórðar- son, sveitarstjóri, í Grýtubakka- hreppi. „Þessum áfanga ætti að Ijúka í lok júní.“ Jakob sagði að útgerðarmenn hefðu sýnt því mikinn áhuga að hefja byggingarframkvæmdir í ár, en ennþá er með öllu óvíst hvort af því getur orðið. Áætlað er að grunnflötur hvers húss verði 15x40 metrar og eins og fyrr sagði verður hvert um sig á tveimur hæðum. Unnt verður að aka inn á bifreiðum á báðar hæðirnar. í framtíðinni er ætlunin að gera stálþil fyrir framan verbúðirnar og steypa plan. Einnig er hugmyndin að byggja garð út úr suðurlandinu til að skýla minni bátum. Fyrsta skemmtiferðarskip sum- arsins, kom til Akureyrar s.l. mánudag. Skipið, Dalmacija, er júgóslavneskt og um 5.600 tonn að stærð. Það hafði stutta viðdvöl, en hingað kom það kl. átta um

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.