Dagur - 28.06.1978, Blaðsíða 2
Það er myndarlegur hópur sem
styður Framsóknarflokkinn í
Norðurlandskjördæmi eystra
Dagur sneri sér til ingvars
Gíslasonar, efsta manns á
lista Framsóknarflokksins
við alþingiskosningarnar í
Norðurlandskjördæmi
eystra, og spurði hann um
álit á úrslitum alþingis-
kosninganna.
— Þetta eru sögulegar kosn-
ingar fyrir það fyrst og fremst,
sagði Ingvar Gíslason, að fylgi
flokkanna breyttist nú meira en
dœmi eru um hér á landi í
marga áratugi. Fylgisaukning
Alþýðuflokksins er sérstakt at-
hugunarefni. Hún minnir
meira á flóðbylgju en eðlilegt
aðfall sjávar. Fylgisaukning
Alþýðuflokksins varð um 13%
á landinu öllu, og tala þing-
rnanna þeirra hœkkar hvorki
meira né minna en úr 5 í 14.
Fyrr má nú rota en dauðrota.
Maður spyr t.d. sjálfan sig:
Hvernig stendur á því að jafn-
vel rosknir menn, sem árum
saman hafa stundað framboð af
skyldurœkni og gengið mis-
jafnlega, eru orðnir glansnúm-
er í „þeim pólitíska sirkus“ eins
og Brynleifur hefði orðað það.
Fyrir 10 árum hafði Alþýðu-
flokkurinn 9 þingmenn, og víst
mátti gera ráð fyrirþví að hann
grœddi sig á þessu tvöfalda
kosningaári, en engan gat
grunað, sísta krata sjálfa, að
svo fœri sem fór.
A ftur á móti er fylgisaukning
A Iþýðubandalagsins ekki
miklu meiri en margan grun-
aði. Alþýðubandalagsmenn
hafa mikið talað um „vinstri
sveiflu“. Þeir hafa sagt að bar-
áttan stœði milli tveggja fylk-
inga, sem þeir kalla afturhald
og sósíalisma, en það er víst á
mœltu máli Sjálfstœðisflokkur
og Alþýðubandalag, rétt eins
og aðrir flokkar séu ekki til. Ég
held að það sé afar hœpið að
gera mikið úr vinstri sveiflunni
í landinu. Alþýðuflokkurinn er
sigurvegarinn í þessum kosn-
ingum. En ekki er alveg víst, að
það hafi endilega og eingöngu
verið vinstri sinnað fólk, sem
hafði áhrif á kosningasigur A1-
þýðuflokksins. Ég get ímyndað
mér að mikið af því fólki, sem
stuðlaði að fylgisaukningu Al-
þýðuflokksins sé nokkru fjœr
því að vera vinstri sinnað en
t.a.m. Árni Gunnarsson. Það er
varla hœgt að tala um vinstri
sveiflu hjá flokki, þegar það er
smekksatriði hjá kjósendum
hans, hvort þeir eyða atkvœði
sinu á kratana eða íhaldið. Að
því leyti til mœtti alveg eins tala
um „hœgri sveiflu“. En e.t.v. er
nærtœkasta skýringin að segja
sem satt er, að sigur Al-
þýðuflokksins hafi verið sigur
hœgri blaðanna i Keykjavík,
Dagblaðsins og Vísis, sem gefin
eru út af heildsölum í Reykja-
vík. Þessi blöð eru mjög fjand-
samleg landsbyggðarstefnunni
og samvinnuhreyfingunni. Öfl-
in, sem að þeim standa, eru að
sjálfsögðu hœgri sinnuð. Það
má sjá Reykjavikurvaldið and-
spœnis landsbyggðarstefnunni.
Það er í rauninni fjarska dap-
urlegt að verða vitni að því að
áróðursbylgja síðdegisblað-
anna skyldi flæða upp á land
þar sem virkisgarðar byggða-
stefnunnar hefðu átt að vera
hvað traustastir. Ég held að ís-
lensku þjóðinni hafi legið á
öðru meira en að kalla yfir sig
valdatöku síðdegisblaðanna og
fréttamafíu ríkisfjölmiðlanna.
— Hvað um Fram-
sóknarflokkinn og kosn-
ingaúrslitin?
— Framsóknarflokkurinn
varð fyrir miklu áfalli, sem nœr
til allra kjördœma landsins að
kalla. Heildartap flokksins i
landinu öllu er 8% og þing-
mönnum fœkkaði úr 17 í 12.
Þetta er mikið tap. Ef ég á að
svara því hvers vegna svona fór,
hef ég enga algilda skýringu á
takteinum. Hér kemur fleira en
eitt til. Ég nefni það allra fyrst
að við töpuðum orustu í áróð-
ursstríði. Við stóðumst ekki þá
flóðbylgju áróðurs, sem stefnt
er án allrar skilgreiningar gegn
valdastofnunum þjóðfélagsins
og ábyrgri afstöðu flokksins
gagnvart vandamálum sam-
tímans, einkum að því er tekur
til efnahagsmála. Framsóknar-
■s Smáauúlvsinöar
Bifreióir
Til sölu Volvo 145 árg. 1974 ekinn
47 þús. km.
Teitur Jónsson, Stórholti 3.
" ★
Fíat 123 3ja dyra til sölu árg. 74
vel með farinn bíll ekinn 48 þús.
km.
Uppl. í síma 23453. Skoðaður 78.
Staðgreiðsla.
★
Til sölu Rússajeppi árg. '63 með
Gipsy díselvél. Þarfnast viðgerð-
ar.
Uppl. gefur Ólafur Olgeirsson
Vatnsleysu Fnjósk. sími um
Skóga.
★
Volvoárg. 1977sjálfskiptur, ekinn
16 þús. km til sölu.
Uppl. í síma 23216
★
Til sölu Peugeot 204 árg. 71.
Uppl. í síma 24741
Kaup____________________
Mótatimbur óskast, borðviður
(1x6).
Uppl. í síma 24773.
★
fsskápur óskast.
Uppl. í síma 24036.
★
Óska eftir góðum notuðum ís-
skáp.
Uppl. í síma 23149 eftir kl. 18.
Til sölu ámoksturstæki eldri gerð
og lítill súgþurrkunarblásari.
Selst ódýrt.
Jóhannes Jóhannesson
Kálfsárkoti, Ólafsfirði.
★
Sófasett til solu 3ja sæta, 2ja
sæta og 1 stóll. Sem nýtt. Verð
110 þús.
Uppl. isíma 21526 eftirkl. 7.
★
Til sölu Farmal A dráttarvél.
Uppl. í símum 21606 og 23677.
Tapaó
Svartur ullarjakki (kven), tapaðist
í miðbænum.
Finnandi vinsamlega skili honum í
Borgarsöluna.
Atvinna
12 ára stúlka óskar eftir að kom-
ast á sveitaheimili í sumar.
Uppi ísíma (96)21447.
★
Vélritun.
Tek að mér vélritun í sumar.
Rósa Eggertsdóttir,
Hrafnagilsskóla, sími 23100.
Ýmisleqt
Hef til leigu gott tún.
Sigurður Stefánsson
Hólkoti Ólafsfirði.
wHúsnæði
Óska eftir 2ja herb. íbúð sem
fyrst.
Uppl. í sima 33137,
Grenivík.
★
Til leigu 3ja herb. íbúð við
Skarðshlíð ca. 90 ferm. Laus 1.
sept. Gott útsýni.
Tilboð merkt reglusemi, sendist
Degi fyrir föstudagskvöld.
★
S.O.S. Hjálp!
Óska eftir lítilli íbúð á leigu strax.
Algjör reglusemi. Allt kemur til
greina.
Uppl. í síma 24825.
★
Óska eftir 2-3ja herbergja íbúð.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Upplýsingar í síma 21391 eftir kl.
19 á kvöldin.
★
Ung hjón með barn óska eftir að
taka 2ja - 3ja herb. íbúð á leigu
strax.
Skilvísar mánaðargreiðslur.
Reglusemi heitið.
Sími22019
★
Akureyri
Rúmgóð íbúð eða einbýlishús
óskast á leigu fyrir 1. sept.
Uppl. í sima 21857
★
Herbergi óskast til leigu frá 1.
ágúst n.k. Fyrirframgreiðsla.
Uppl. í síma 1245 Egilstöðum
flokkurinn beið ósigur, en hann
hefur hreinan skjöld. Þó að
málefnaleg barátta . okkar
framsóknarmanna hafi orðið
að láta undan síga í bili fyrir
ásókn einhliða áróðurs,þá mun
vígstaðan fyrr en varir breytast
okkur í hag.
— Og hvað um úrslitin
í Norðurlandskjördœmi
eystra út af fyrir sig?
— Ég tek mér fylgistap
okkar hér mjög nærri. Ég tel
það mikið áfall að missa Inga
Tryggvason úr okkar hópi nú.
Hann reyndist mikilhœfur
þingmaður og ágœtur sam-
starfsmaður. Hann kann flest-
um mönnum betur til verka. Ég
er ekki í vafa um það að hann á
eftir að ná endurkjöri. Annars
er sömu skýringa að leita um
tap okkar hér eins og í öðrum
kjördæmum. Kjósendur létu
okkur ekki njóta þess, sem við
höfum gert kjördæminu til
heilla. Framfarir í verklegum
efnum hafa aldrei verið meiri á
Norðurlandi en hin síðustu ár,
og almenn velmegun er reyndar
miklu meiri en nokkru sinni
áður. Kaupmáttur almennra
launa er t.d. meiri en þekkst
hefur í manna minnum. Það er
hins vegar bannorð að nefna
slíkt af því að „kjaraskerðing“
og „kauprán“ er hinn sanni
boðskapur dagsins.
— Fylgistapið er ekki
meira á einum stað en
öðrum?
— Nei, það er af og frá. Að
minu áliti dreifðist fylgistapið á
öll „gömlu kjördæmin“, ef
leyfilegt er að nota slíkt orða-
lag lengur, þó að aldrei verði
sýnt fram á hlutföllin i þvi
sambandi frá einu sveitarfélagi
til annars. Að sjálfsögðu eigum
við meira fylgi á einum stað en
öðrum. Fylgi okkar í mörgum
sveitahreppum er afar traust.
Og það má ráða af úrslitum
bœjarstjórnarkosninga að fylgi
okkar í þéttbýlinu er meira á
lausu. Við endurheimtum ekki
tapið í bœjarstjórnarkosning-
unum t.d. á Húsavík og Akur-
eyri. Vegna sérstaks kunnug-
leika míns á Akureyri, þá veit
ég með vissu að ekki var um
frekara fylgistap að rœða þar
fram yfir það, sem skeði í bæj-
arstjórnarkosningunum, en þá
fékk B-listinn 1537 atkvœði á
Akureyri. Skerfur akureyrskra
framsóknarmanna er því ekki
lítill i heildaratkvœðamagni
flokksins í kjördœminu. Fram-
sóknarflokkurinn í þessu kjör-
dœmi á sem fyrr fylgi sitt jafnt í
þýttbýli sem dreifbýli. Þar er
Akureyri þyngst á metum.
— Hvað er svo fram-
undan?
— Ríkisstjórnin mun segja
af sér næstu daga. Öldungis er
óvíst hvenœr nœsta ríkisstjórn
tekur við eða hverjir eiga aðild
að henni. Sigurvegararnir í
kosningunum œttu að hafa
samstöðu um stjórnarmyndun,
jafnvel þó að það væri ekki
nema minnihlutastjórn undir
forsœti Lúðvíks Jósepssonar,
þar sem Benedikt Gröndal vœri
utanríkisráðherra til þess að
vinna að brottför hersins m.a.
Að minum dómi eru engin
skilyrði til þess að Framsókn-
arflokkurinn geti tekið þátt í
stjórnarmyndun, hvorki með
einum né neinum. A nnars held
ég að Alþýðubandalagið og
A Iþýðuflokkurinn eigi margt
ósagt hvort við annað, og verð-
ur fróðlegt að fylgjast með
þegar hægri mennirnir i Al-
þýðuflokknum og vinstri
mennirnir í Alþýðubandalag-
inu fara að rœða saman um
stjórnarmyndun. Trúlegt er að
einhver bregði sér í laxveiði á
meðan á slíkum viðrœðum
stendur.
— Að lokum
Ingvar. . . ?
— Þegar þessari kosninga-
baráttu er lokið, vil ég öllu öðru
fremurþakka þeim, sem studdu
Framsóknarflokkinn og létu
ekki á sér hrína áróðursher-
ferðina gegn flokknum og
stefnumálum hans. Ég vil
þakka þœr góðu viðtökur, sem
ég varð alls staðar aðnjótandi á
ferðum mínum um kjördœmið
fyrir kosningarnar. Ég vil
þakka þeim Stefáni, Inga og
Pétri fyrir samstarfið í kosn-
ingabaráttunni og öllum öðr-
um, sem þar komu við sögu
með einum eða öðrum hætti.
Framlag hinna mörgu sjálf-
boðaliða víðs vegar um kjör-
dæmið ber að þakka sérstak-
lega. Framsóknarflokkurinn
hafði ekki sigur í þessari kosn-
ingabaráttu. En ég bið þess að
menn muni, að á fimmta þús-
und manns veitti Framsóknar-
flokknum kjörfylgi hér í Norð-
urlandskjördœmi eystra. Það er
myndarlegur hópur, og enn er
Framsóknarflokkurinn for-
ystuaflið í stjórnmálum á
Norðurlandi. Þessi hópur á
eftir að stækka.
— Húsavík.
(Framhald af bls. 8).
verklegra framkvæmda hjá Húsa-
víkurbæ.
Bæjarstjómarfundur, þar sem
kosið var í ráð og nefndir, var
haldinn þann 21. júní. Hafði þá hin
erfiða meiríhlutamyndun staðið í
tæpar 4 vikur. Fyrst í höndum
K-listans og í 5 daga undir forystu
Framsóknarflokksins. Kosning fór
þannig að Jónína Haligrímsdóttir
var kosin forseti bæjarstjómar,
(yrsti varaforseti Katrín Eymunds-
dóttir, annar varaforseti Egill Ol-
geirsson. Bæjarráð er þannig skip-
að: Egill Olgeirsson, Katrín Ey-
mundsdóttir og Kristján Ásgeirs-
son.
Alúðar þakkir til barna minna, tengdabarna og
annarra œttingja og vina sem minntust mín á níutíu
ára afmœli mínu þann 17. júní sl., með gjöfum,
blómum og skeytum.
Lifið 'heil.
BRYNJÓLFUR SVEINSSON,
frá Efstalandskoti.
2.DAGUR