Dagur - 10.08.1978, Blaðsíða 5

Dagur - 10.08.1978, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur T ryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLiNGUR DAVlÐSSON Blaðámaður: ASKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar ht. Margir í gullastokknum Strax að þingkosningunum 25. júní loknum, lét formaður Framsóknar- flokksins svo um mælt, að eðlilegast væri, að sigurvegarar kosninganna, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag tækju höndum saman, mynduðu rík- isstjórn og tækjust á við vanda þann, sem þeir flokkar lofuðu kjósendum að leysa, ef þeir fengju þingstyrk til. Síðan bauð Framsóknarflokkurinn þátttöku í nýrri ríkisstjórn með sömu flokkum, ef það mætti leysa vanda stjórnarmyndunar. En sigurvegarar kosninganna, sem áttu greiðfærar leiðir í efnahagsmálum og öðrum málum fyrir kosningar og fólkið kaus, standa nú frammi fyrir þjóðinni sem ómerkilegir trúðar, ata hvor annan aun og uppgáfust á stjórnarmyndun. Margir góðir menn en auðtrúa, m.a. sumir framsóknarmenn, lentu í gullastokki Alþýðubandalagsins, á líkan hátt og sjálfstæðismenn lentu hjá krötum, blindaðir af langvarandi óhróðri um valdhafana og eggjaðir af neikvæðum „hugsjónum“. En allir þessir menn opna nú væntanlega augu sín og sjá þær blekkingar, sem þeir voru beittir - og sjálfa sig í ruslakist- um sigurglaðra vinstri flokka, flokk- anna, sem lofuðu miklu en gátu ekk- ert efnt. Það gæti einnig hvarflað að mönnum, að sigurvegaramir hefðu að kosningum loknum aldrei ætlað sér annað og meira hlutskipti en það, að halda loddaraleiknum áfram utan stjómar m.a. með því að styðja við bak hvers „þrýstihóps“ til að taka aukið vald í sínar hendur, jafnvel til að fremja ótvíræð lögbrot, svo sem Alþýðubandalagið gerir og hinn sveimhuga Alþýðuflokkur er veikur fyrir. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur hafa tapað trausti þjóðarinnar vegna þess að þeir mnnu þégar á hólminn var komið og vandi ábyrgðarinnar blasti við þeim. Þessir flokkar brugð- ust ekki aðeins skyldum sínum við kjósendur sína, heldur við þjóðina alla. Tilraun Geirs Hallgrímssonar til myndunar þjóðstjómar, virðist dæmd til að mistakast og er þá líklegast, að stjórn sú, er nú situr, verði endurvak- in, e.t.v. með þátttöku Alþýðuflokks. Framsóknarmenn hljóta að axla sína ábyrgð með þátttöku, ef þess er óskað því þannig geta þeir mest og best unnið þjóðinni í þýðingarmiklum málum, sem jafnframt eru stefnumál flokksins. En svo undarlega vill nú til, að vinstri flokkarnir tveir, sjálfir sigur- vegaramir, em nú með ábyrgðarleysi sínu og sundurþykkju að styðja þá flokka till stjórnarmyndunar, sem þeir fordæmdu mest fyrir kosning- arnar. Hólahátíðin verður haldin 13. ágúst „Hólafélagið var stofnað til þess meðal annars að standa fyrír Hóla- hátíð ár hvert“, sagði séra Ami Sigurðsson á Blönduósi, formaður Hólafélagsins I viðtali við Dag. Hólahátíð verður haldin 13. ágúst n.k. „Það hefur verið gamall og gróinn siður að hringja hátíðina inn og prestar Hólastiftis gangi hempu- klæddir til kirkju. Guðsþjónustan verður með þeim hætti að séra Gunnar Gíslason, prófastur í Glaumbæ mun predika og Kirkju- kór Sauðárkróks annast söng. Eftir messuna verður hlé á dagskrá, en klukkan fimm verður hátíðardag- skrá í Hóladómkirkju. Kristján skáld frá Djúpalæk flytur ræðu, hljómlistarmenn frá Akureyri koma fram, og Kirkjukór Sauðár- króks syngur. Það er orðin venja að aðalfundur Hólafélagsins sé haldin um sama leiti og hátíðin fer fram. Að þessu sinni hefst hann klukkan hálf ellefu f.h. í skólahúsinu. Hver eru markmið Hóla- félagsins? „I stefnuskrá Hólafélagsins er kveðið svo á að það sé vilji og verkefni félagsins að efla Hólastað í sem víðtækustum skilningi, þannig að við hlið bændaskólans rísi nýjar menntastofnanir, s.s. lýðháskóli. Það er stefnt að því að Hólar verði menningarmiðstöð Hólastiftis á sama hátt og meðan þar var prent- Stefnt er að eflingu hins forna mennta- seturs með stofnun kristi- legs lýðháskóla smiðja, latínuskóli og biskupssetur. Þegar hafa borist gjafir til væntan- legs lýðháskóla að Hólum, og er sjóðurinn orðinn á aðra milljón króna. Kristilegur lýðháskóli? „Varðandi kristilega lýðháskólann, þá er það skoðun margra að á hin- um fomu biskupssetrum gætu þeir orðið sem nýr aflvaki í íslensku þjóðfélagi og orðið til þess að efla hin fomu menntasetur. Það er augljóst að okkur Islendinga vantar æskulýðsskóla sem byggðir eru á hinum sígilda grunni kristindóms- ins, skóla sem hafa það að mark- miði að glæða manngildishugsjón- ir, og ágæt reynsla er þegar orðin af lýðháskólanum í Skálholti,“ sagði séra Árni Sigurðsson að lokum. Séra Árnl Slgurðsson. Lelð margra llggur heim að Hólum 13. ágúst. Ein með fáu Formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar, Jóhannes G. Sigur- geirsson, sendir mér kveðju í síð- asta tölublaði Dags, vegna greinar minnar um starfsemi ungmenna- félaganna og samkomuna á Mel- gerðismelum. Ég vil nota tækifærið og þakka honum fyrir skýr og góð svör. Jafnframt viðurkenni ég fáfræði mína, sem fram kom í þeirri skoð- un, að ungmennafélögin ættu að vera eitthvað annað og meira en skemmtifélög og styrktarfélög íþróttafólks, en það er semsé löngu úrelt kenning. Það skal líka viður- kennt, að skemmtifélög hafi sína þýðingu, og geti verið þáttur í „mannverndinni“ sem við Jóhann- es erum væntanlega sammála um að sé nauðsynleg. Hins vegar held ég, að ef skemmtanir eiga að ná þeim tilgangi, verði að skipuleggja þær öðru vísi en til var stofnað á Melgerðismelum í sumar. Hvað sem líður dagskrá þeirrar hátíðar, sem vel má hafa verið góð, þá finnst mér það hæpin aðferð, að stefna saman svo miklu af „fræg- um“ skemmtikröftum, með slíkri auglýsingherferð, þar sem meira að segja var fundið upp sérstakt slag- orð, „ein með öllu“ (sem fróðir menn telja að þýði: ein pylsa með öllu tilheyrandi), sem málað var á risastór skilti á vegamótum og benzinstöðvum, auk þess sem það glumdi í tilkynningum útvarpsins. Þessi auglýsingaraðferð ber vott um lýðskrum á lægsta stigi, og get- ur naumast verið sæmandi ung- mennafélögum. Af grein formanns má skilja, að stefnumiðum ungmennafélaganna hafi flestum verið „stolið“ af öðrum félögum, og þessvegna sé starfsemi þeirra svo fátækleg sem raun ber vitni. Er leitt til þess að vita. Ég held þó að mörg þessara ágætu fél- aga myndu síður en svo amast við því, ef ungmennafélögin tækju einhver af markmiðum þeirra upp á sína arma, t.d. verndun manns og náttúru, en á þeim sviðum eru verkefnin örugglega óþrjótandi. I grannlöndum okkar í Evrópu hafa ungmenni víða gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni gegn því spillta og ómennska umhverfi, sem auðhyggja nútímans hefur innleitt. I höfuðstaðnum sjást nokkur merki þessarar hreyfingar, með auknum áhuga ungs fólks fyrir verndun gamalla húsa. Hér er verðugt verk- efni fyrir ungmennafélögin, ef þau eru í verkefnahraki. Helgi Hallgrimsson. MINNINGARORÐ Matthildur Stefánsdóttir F. 15. nóv. 1906 — D. 4. júlí 1978 „Á skilnaðarstund, þegar móðir til moldar er borin er minningaakurinn fagur sem gróandi á vorin..." Þessi voru upphafsorð séra Péturs Sigurgeirssonar víglsubiskups er hann í fallegri og hlýlegri minn- ingarræðu jarðsetti frú Matthildi Stefánsdóttur s.l. þriðjudag, 11. júlí. Almanak Ólafs S.Thorgeirssonar Árni Bjarnarson bókaútgefandi á Akureyri hefur á mörgum undan- förnum árum gefið út margs konar þjóðlegan fróðleik og endurprent- að mikið af verkum Vestur-íslend- inga. Má í því sambandi nefna bækur Jóhanns Magnúsar Bjarna- sonar, sex að tölu, en Jóhann var þjóðkunnugt skáld í Kanada og er þetta aðeins nefnt sem dæmi. En nú hefur Árni Bjarnarson gefið út Al- manak Ólafs Thorgeirssonar og er þessi endurprentun hins merka rits, sem hóf göngu sína fyrir rúm- um áttatíu árum og kom út í sextíu ár, „gullnáma" af fróðleik og „Landnámabók“ Vestur-Islend- inga, eins og það hefur verið nefnt. Sá þátturinn, sem fjallar um sjálft landnám Islendinga og þá sjálfa er hvorki meira né minna en 2336 blaðsíður, eða jafngildi tíu stórra bóka. I bókaskrá útgefanda segir m.a.: „Þá má nefna fjölda langra ævi- sagna ásamt meira en 500 myndum vesturfara, að ógleymdum ferða- sögum, þjóðsögum og sagnaþátt- um, auk annáls fyrir það helsta, sem gerðist meðal Vestur-íslend- inga, bæði í Kanada og Bandaríkj- unum. Þar sem Almanakið er löngu uppselt (að nokkrum árgöngum undanskildum) er hafin endur- prentun þess, og gefst nú öllum kostur á því, að eignast þetta sér- stæða úrvalsrit. Þegar er búið að endurprenta sjö fyrstu árgangana - 1895 til 1901, og kosta þeir kr. 7.000 í lausasölu en til áskrifenda aðeins kr. 5.000. Þá er einnig lokið prentun árganganna 1902- 1919 (alls l8)og kostar hver þeirra kr. 1.500 til áskrifenda, en í lausasölu kr. 1.800. Nokkuð er til af flestum árgöngum Almanaksins frá 1921 - 1954 sem Ólafur S. Thorgeirsson. kosta það sama, kr. 1.500. til áskrifenda og kr. 1.800 í lausasölu. Þess má geta í sambandi við end- urprentun Almanaksins að allar kápur og auglýsingar eru prentaðar með, enda er þar að finna fjölmargt sem snertir kaupsýslu og önnur umsvif Islendinga vestra. Eins og sjá má af þessu stutta yfirliti um efni Almanaksins, er hér á ferðinni stórmerkilegt heimildar- rit um sérstæða afrekssögu íslend- inga vestan hafs, og margt, sem hvergi er að finna nema þar. Margir hafa kallað Almanak Ólafs Thorgeirssonar því virðulega nafni Landnámabók Vestur-íslendinga og mun það réttnefni. Séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík telur Alman- akið „gullnámu" af fróðleik um landnámið og landa okkar, og undir þau orð hans munu margir taka. Það ætti því að vera gleðiefni öllum þeim mörgu, sem kynnast vilja sögu íslendinga í Vesturheimi og vita eitthvað um frændur sína þar, að innan skamms verður hægt að eignast Almanakið samstætt, það er alla Sextíu árganga þess. Otgáfa Almanaksins og lestur þess mun án efa vinna að auknum kynnum milli Islendinga báðu megin hafsins, og áskrift ykkar stuðla að því, að hægt verði að ljúka endurprentun þessa öndveg- isrits á næsta ári. Öllum fyrir- spurnum viðvíkjandi Almanakinu varað þegar í stað.“ Ólafur S. Thorgeirsson, sem lengst af ritstýrði Almanakinú, var fæddur á Akureyri 1864. Foreldrar hans voru hjónin Þorgeir gullsmið- ur Guðmundsson og Sigríður Ólafsdóttir af Hvammsætt. Ólafur vistaðist fjórtán ára hjá Birni Jóns- syni prentsmiðjustjóra og nam prentiðn og vann hann þar í nokkur ár að námiloknu. Hann fluttist svo til Winnipeg árið 1887, en foreldrar hans voru þá þegar flutt vestur, svo og systkini hans. Og þar vestra hófst ævistarfið, en alla ævina dvaldi hann í Winnipeg eða því sem næst hálfa öld. Kona hans var Jakobína Guðrún Jakobsdóttir frá Rauf á Tjörnesi og eignuðust þau átta böm. Ólafur S. Thorgeirsson naut mikils álits vestra og var hann m.a. skipaður ræðismaður Dana í Sléttufylkjunum árið 1914. Hér verða ekki rakin ævistörf þessa merka manns, en á það bent, að Aimanök hans geyma fjölþættan fróðleik um landa okkar, sem vest- ur fluttu á síðustu öld. Er þakkarvert, að Bókaútgáfan Edda á Akureyri, eða Árni Bjam- arson bókaútgefandi, hefur flutt þannan mikla fróðleik hingað til lands. 4.DAGUR Almanaklð er mlklð að vöxtum. Hér má s|á bað sem út er komlð. Fornt spakmæli segir að ætíð komi maður í manns stað. En nú svo skömmu eftir brottför hennar finnst okkur, sem söknum hennar, að sæti hennar verði vandfyllt, svo sérstæður persónuleiki sem hún var, kát og glöð, velviljuð og góð- hjörtuð gagnvart öllum. Hin fjölmörgu verk hennar verða framvegis unnin af öðrum, en hin einlæga hlýja hennar og góðsemi, ekki einungis gagnvart sínum eigin bömum og bónda, heldur og þeirra vinum og fjölmörgum ungum íþróttamönnum verður seint þakk- að og metið að verðleikum. Æskuvinir bama þeirra og keppnisfélagar gengu um garða hjá Jakob og Matthildi rétt eins og heima hjá sér og töldu þau bæði það sjálfsagt og velkomið. Það var því engin undra að hún væri oft kölluð „mamma“ í þeirra hópi. Unga fólkið sem átti þar ætíð vin- semd að mæta, gerði sér ef til vill ekki grein fyrir því að með þessu eina orði veitti það Matthildi æðstu virðingu sem konu getur hlotnast. Hún var fædd að Miðgörðum í Grenivík hinn 15. nóv. 1906, dóttir merkishjónanna Stefáns Stefáns- sonar útvegsbónda, sem ættaður var úr Fjörðum og Friðriku Kristj- ánsdóttur frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Matthíldur var næst yngst af 7 börnum þeirra hjóna. Tvær systur hennar eru látnar Elísa og Nanna, en hin þriðja, Guðrún er búsett hér á Akureyri. Bræður hennar eru Hermann íþróttafrömuður hér á Akureyri og Stefán og Jóhann út- vegsmenn á Grenivík. Á hinu myndarlega og fjöl- menna bemskuheimili hennar vöndust systkinin á atorku og at- hafnasemi bæði í leik og starfi. Matthildur gekk í Húsmæðra- skólann í Reykjavík árin 1925-1927, en fluttist aftur norður að námi loknu. Næstu vetur vann hún hér á Akureyri á saumastofu Dýrleifar Pálsdóttur, en starfaði heima á Grenivík yfir sumartím- ann við útgerð föður síns. Árið 1932, hinn 12. desember giftist hún eftirlifandi manni sínum Jakob Gíslasyni skipasmið frá Ólafsfirði, og stofnuðu þau heimili sitt á Grenivík og bjuggu þar næstu 5 árin. Börn þeirra eru: Sigurlaug, Stefán Haukur, Gunnar, Jakob, Friðrika og Jóhann Einar. Eitt barna þeirra er nú látið, Jakob, mikill efnismaður og vaskur íþróttamaður, sem lézt af slysförum í Þýzkalandi, þar sem hann stund- aði háskólanám. Var það þeim hjónum og öllum er til hans þekktu þung raun og mikil eftirsjá. Vorin 1937 flutti fjölskyldan til Akureyrar og bjó lengst af í Brekkugötu 2, en síðan 1962 haf þau átt heima í Skipagötu 1. Auk húsmóðurstarfa á stóru heimili hafði Matthildur einnig starfsþrek til að sinna ýmsum hugðarefnum sínum og félagsmál- um, og liðveizla hennar var ætíð metin og vel þegin. Hún vann all- mörg ár í verksmiðjunni Heklu, og á saumastofu Margrétar Stein- grímsdóttur og hin síðari árin við margvísleg störf í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Þá reyndist hún einnig dugandi liðsmaður bæði í Kvenfélagi Ak- ureyrarkirkju og í Kvenfélaginu Hlíf. Það var gæfa Knattspyrnufélags Akureyrar að félagið var óskabarn hennar. Undir merkjum félagsins tóku öll börn þeirra hjóna þátt í ýmsum greinum íþrótta og Jakob eiginmaður hennar þekktur knatt- spyrnumaður, fyrst með KR í Reykjavík á námsárum sínum syðra og síðan um langt árabil sem einn bezti leikmaður KA liðsins. Hún annaðist í mörg ár um bún- inga félagsins, hreinsun þeirra og umhirðu og ekki vantaði hvatning- arorð hennar þegar leikmenn fél- agsins bjuggust til keppni. Á 50 ára afmæli K.A. á þessu ári voru þau hjónin Matthildur og Jakob einróma kjörin heiðursfél- agar KA eftir langt og gott starf í þágu félagsins og það mjög að verðleikum. Nú að leiðarlokum þakka KA félagar, bæði ungir og gamlir, henni órofa tryggð, hlýju og hvatn- ingarorð. Minningaakur hennar er vissu- lega bjartur og fagur, því hún reyndi alltaf að hjálpa og gleðja. Um leið og við blessum minn- ingu hennar sendum við öllum að- standendum hennar innilegar samúðarkveðjur. Stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar. íslandsmót í fallhlífastökki á Melgerðismelum fslandsmót I fallhlífastökki verður haldið á Melgerðismelum á laug- ardag. Mótið hefst klukkan tíu og er gert ráð fyrir að því ljúki um kvöldmat. Keppendur verða um fimmtán talsins og eru flestir frá Ákureyrí. Ákureyríngar eiga mik- inn möguleika á að eignast fs- landsmeistarann í ár, enda hafa þeir æft ágætlega að undanförnu. Sigurður Bjarklind hlaut þennan titil á sfðasta landsmóti og tekur hann þátt í mótinu á laugardag. KA tapar fyrir Víkingi Sl. miðvikudagskvöld kepptu á Laugardalsvellinum Víkingur - KA í I. deildinni í knattspyrnu. Strax í byrjun var það auðséð að leikurinn var baráttuleikur þar sem harkan var í fyrirrúni. Það er auðséð af ef þessu heldur áfram hjá KA þá blasir við liðinu botn- inn í deildinni. Þau fáu mark- tækifæri sem liðin fengu voru misnotuð, og má segja að eina marktækifæri norðanmanna hafi komið síðustu mínútu fyrri hálf- leiks. En þá hafði Gunnar Blöndal leikið á Diðrik markvörð og sent á Óskar Ingimundarson sem stóð fyrir miðju marki en skoti hansvar naumlega bjargað á línu. Á 63. mínútu síðari hálfleiks skoruðu Víkingar eina mark leiksins eftir mistök hjá varnar- mönnum KA. KA-menn máttu ekki við því að tapa þarna tveimurstigum, því sanngjöm úrslit leiksins voru 1-1 eftir gangi leiksins. Besti maður KA-liðsins var Gunnar Blöndal ásamt Steinþóri Þórarinssyni. Aðrir menn léku langt undir getu. Bestur hjá Víkingum var mið- vörður liðsins Róbert Agnarson sem fer vaxandi með hverjum leik sem líður. KA-menn mega taka sig á ef þeir ætla að halda sér í deildinni og sýna norðlenska knattspyrnu eins og hún gerist best. Mark þjálfar Þórsarar hafa endurráðið Mark Christiansen sem þjálfara liðsins í körfuknattleik næsta keppnis- tímabil. Þórsarar, sem nú leika í Orvalsdeildinni í ár, eiga von á Mark hingað seinnihluta ágúst- mánaðar. Þessi leikni og skemmtilegi körfuknattleiksmað- ur sem var driffjöður líðsins á síðasta keppnistímabili mun leika með liðinu ásamt því að þjálfa yngri flokka liðsins. Mark sem er 1.96 sentimetrar á hæð mun ör- ugglega hleypa miklu lífi í akur- eyskan körfuknattleik sem hefur risið úr miklum öldudal síðan Mark kom hingað. Næstu ieikir Nk. föstudagskvöld koma Kefl- víkingar norður og leika við KA. Verður gaman að fylgjast með viðureign þessara liða en þau eru bæði neðarlega í deildinni. Það er mikilvægt fyrir KA að vinna þennan leik og koma sér af hættusvæðinu. Á laugardaginn leika í annarri deild Þór-Þróttur og verða Þórsarar að vinna ef þeii ætla að halda öðru sæti deildar- innar. Hefst leikurinn kl. 16.00. Áhorfendur eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja sína menn. Staðan í 2. deild KR — Ármann 3 — 0 Haukar — Reynir2 —2 Akureyrar- mótið Þegar tveimur leikjum er ólokið í Akureyrarmótinu í knattspyrnu hefur Þór hlotið átta titla en KA einn. Annars vegar er það leikur í öðrum flokki og verður hann þriðjudaginn tuttugasta og ní- unda ágúst. Hins vegar er það leikur í fyrsta flokki. KR Þór ÍBl Reynir Austri Haukar Þróttur Fylkir Ármann Völsungur 129 2 1 32 136 1 3 13 13 5 5 3 19 15 5 1 6 17 13 5 3 5 11 13 45 1 15 13445 16 13 5 1 7 15 13 42 7 11 122 28 10 3 20 11 16 13 15 20 11 13 13 15 13 21 12 17 11 18 10 27 6 Markhæstu leikmenn: Sverrir Herbertsson KR 8. Stefán Öm Sigurðsson KR 8 Jón Lárusson Þór 6. Þráinn Ásmundsson Árm. 6. Arangur í frjálsum FRA mót haldið 29. Júní 1978 Hástökk telpna 13-14 ára 1. Ragnheiður Ragnarsdóttir, KÁ 1.05 m 2. Agnes Ingadóttir, Þór 1.05 m 3. Hrönn Björnsdóttir, KA 1.05 m Hástökk telpna 12 ára ogyngri 1. Vigdís Rafnsdóttir, Þór 1.20 m 2. Berghildur Þóroddsdóttir, KA 1.10 m 3. Ingibjörg Baldursdóttir, KA 1.05 m 400 m hlaup karla Jónas Clausen, KA 54.7 Norðmaður 55,0 Steindór Helgason, KA 55.0 100 m hlaup karla Steindór Helgason, KA 12.0 Jónas Clausen, KA 12.0 FRA mót haldið 6 júlí 1978 400 m hlaup karla 1. Aðalsteinn Bemharðss. UMSE 51.1 2. Kristján Þráinsson, HSÞ 53.0 3. Kristján Sigurðsson, HSÞ 60.1 Langstökk karla 1. Jón Benoníss. HSÞ. 6.17 m 2. Kristján Þráinss.HSÞ 6.10 m 100 m hlaup karla 1. Jakob Sigurólason, HSÞ 11.5 sek 2. Aðalsteinn Bernharðss. UMSE 11.5 sel 3. Jón Benonísson HSÞ 11.6 sek 800 m hlaup kvenna 1. Hjördís Árnadóttir, UMSB 2:375 2. Ásta Ásmundsdóttir, KA 2:448 Kúluvarp kvenna 1. Helga Jónsdóttir, HSÞ 10.20 m 2. Dýrfinna Torfadóttir, KA 9.55 m Akureyrarmet 3. Unnur Pétursdóttir, HSÞ 9.04 100 m hlaup kvenna 1. Bergþóra Benónísd. HSÞ 12.2 sek 2. Sigríður Kjartansd. KA 12.3 sek 3. Laufey Skúlad. HSÞ 12.4 sek Langstökk kvenna 1. íris Grönfeld, UMSB 5.03 2. Hólmfríður Erlingsd. UMSE 4.98 3. Bergþóra Benónísd. HSÞ 4.96 Spjótkast karla 1. Sigfús Haraldsson, HSÞ 56.50 2. Baldvin Stefánsson, KA 55.97 3. Unnar Vilhjálmss. UMSB 48.64 KA mót haldið 11. júlí 1978 1500 m hlaup karla 1. Bjarni Ingibergsson, UMSB 4:40.0 mii 2. Birgir Hjartarson, UMSB 5:01.9 min 600 m hlaup karla 1. Stefán Hallgrímssón, ÚÍA 1:22.9 mín 2. Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE 1/24.8 mín 3. Jónas Clausen, KA 1/26.2 mín Langstökk karla 1. Friðjón Bjarnason, UMSB 6.06 2. Rúnar Hjartar, UMSB 5.95 m Spjótkast kvenna 1. Dýrfinna Torfadóttir, KA 33.14 m 2. Valdís Hallgrímsdóttir, KA 24.68 m 3. Þórunn Sigurðardóttir, KA 22.39 m Langstökk kvenna 1 Iris Grönfeld, UMSB 4.94 m 4 x 100 m boðhlaup kvenna 1. Sveit KA, 53.2 sek (Ásta Ásm. Valdís Hallgr. Anna Eðvalds. Sigr. Kjartans.) 2. Sveit UMSB, 54.7 sek 400 m boðhlaup kvenna 1. Sigríður Kjartansdóttir, KA 58.7 sek 2. Halldóra Jónsdóttir, ÚÍA 61.7 (ÚÍA met) FRA mót haldið 20 júlí 1978 Kúluvarp kvenna, 4 kg kúla 1. Dýrfinna Torfad. KA 10.00 m Akureyrarmet 2. Valdís Hallgrímsd. KA 7.69 m 3. Fríða Pétursd. KA 7.00 m 13-14 ára stelpur, 3 kg kú/a 1. Laufey Pálsdóttir, Þór 6.60 m 2. Lena Lénharðds. KA 6.19 m 3. Hrönn Björnsd. KA 4.80 m 12 ára ogyngri 1. Ingibjörg Baldursd. KA 5.59 m 2. Katrín Kárad. KA 4.00 ni 3. Svanhildur Bragad. Þór 3.78 m 1500 m hlaup kvenna 1. Valdís Hallgrímsd. KA 5.32.0 mín Akureyrarmet 2. Ásta Ásmundsd. KA 5.38.2 mín 300 m hlaup kvenna Sign'ður Kjartansd. KA 4.29 sek Ak. met + ísl. stúlknamet 800 m hlaup karla 1. Jónas Clausen, KA 2:04.6 mín 2. Steindór Hclgason, KA 2:06.0 mín 3. Tómas Leifsson, KA 2:15.0 mín FRA mót kvenna 8 júní 1978 110 m hlaup kvenna 1. Valdís Hallgrímsd. KA 13.5 sek 2. Guðrún Höskuldsd. UMSE 13.7 sek 3. Ásta Ásmundsd. KA 14.2 sek DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.