Dagur - 29.09.1978, Blaðsíða 4

Dagur - 29.09.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm ): ERLINGUR DAVIOSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl og afgr JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Bömin og tækniófreskjan Við alla skóla liggur straumur nem- endanna að og frá. Við upphaf hvers skólaárs, sem ber upp á sama tíma og vaxandi haustmyrkur, skapar þetta ný viðhorf í umferðinni, sér- staklega í þéttbýli og um leið vandamál, sem ekki hafa verið leyst til þessa. Hér á Akureyri eru þessi vanda- mál áberandi og aukast enn með sundurtættum götum af völdum hitaveituframkvæmda. Foreldrarnir bera kvíðboga í brjósti hvern dag sem barnið fer í skóla og anda léttar þegar það kemur heim. Nýleg atvik leiða huga manna að því, að það eru ekki öll börn, sem koma heim úr skólunum, eða úr sendiferðum, heil á húfi. Þetta leiðir einnig hugann að því, að enginn má sætta sig við ein- hvern prósentureikning um slys og dauðsföll í umferð, hvorki á þessum árstíma né öðrum. En þessi árstími hefur mjög mikla sérstöðu vegna allra þeirra barna, sem skólana sækja og auka um leið þunga um- ferðarinnar. Kennsla í umferð ætti að vera sðrstakt viðfangsefni skól- anna á hverju hausti, því hvað stoðar allt annað nám þann nemanda, sem slasast eða ferst á leið í eða úr skóla? I höfuðstað Norðurlands er bíla- flotinn orðinn yfirþyrmandi að vöxtum, og göturnar þenjast ekki út í samræmi við aukinn fjölda farar- tækja. í því sambandi er ekki úr vegi að minnast varnaðarorða formanns umferðanefndar Reykjavíkur á dög- unum, sem flutti skelegga hugvekju um þetta mál og minnti þá meðal annars á eftirfarandi: Á þessu ári hafa nú fleiri börn lent í umferðar- slysum á landinu öllu en allt árið í fyrra. Eitt hundrað börn undir 14 ára aldri hafa lent í umferðarslysum það sem af er árinu, til ágústloka. Einn daginn var ekið á fimm börn í Reykjavík, þrátt fyrir gott veður. í síðustu viku létu tvö börn lífið á merktum gangbrautum á höfuð- borgarsvæðinu. f hraða umferðar- innar breytist bíll í ófreskju, sem þyrmir hvorki iífi né limum. f Reykjavík eru um 30 þúsund bílar. Þessi bílafloti býr yfir tvö þúsund megavatta orku, eða fjórum sinnum meiri orku en samanlögð raforkuver landsmanna. Andspænis þessu standa börn okkar í umferðinni á leið í skólann og á heimleið úr skóla. Þessi viðvörun er ekki staðbundin og á erindi til allra landsmanna. Æska þessa lands, sem jafnframt er það dýrmætasta sem þjóðin á, er í hættu í umferðinni. Því ber foreldr- um, skólum og yfirvöldum að taka höndum saman til að koma í veg fyrir slysin. Þar verður hver og einn að líta í eigin barm, allir sem áhrif geta haft á aukið öryggi bamanna og allra annarra vegfarenda á þess- um mesta hættutíma ársins. Haustið 1972 stofnuðu nokkrir áhugamenn í Þingeyjarsýslu félag til styrktar málefnum aldraðra og hlaut félagið nafnið Styrktarfélag aldraðra í Þingeyjarsýslu. Til- gangur félagsins var að stuðla að bættri aðbúð aldraðra þjóðfélags- þegna á svæðinu. Stofnfundur var haldinn og síðla ársins 1975 boð- aði bæjarstjóm Húsavíkur til fundar með fulltrúum frá sýslu- nefndum og sveitarfélögum i Þingeyjarsýslu. Var þar til um- ræðu stofnun félags um byggingu og rekstur dvalarheimilis aldr- aðra. Þann 28. janúar 1976 var formlega stofnað á Húsavík Sameignarfélag um dvalarheimili aldraðra í Þingeyjarsýslu. Stofn- endur vom Húsavíkurbær, ásamt öllum hreppum . sýslunnar frá Ljósavatns- og Bárðdælahreppi að vestan til Raufarhafnar- og Fjallahrepps að austan. Ibúar á svæðinu eru um 6000 í dag. Nú er svo komið að búið er að steypa upp dvalarheimilið og ráð- gert er að mála það í ár. Við ræddum um dvalarheimilið við Egil Olgeirsson, formann trúnað- arráðs Dvalarheimilisins og var hann fyrst inntur eftir stærð húss- ins og hvenær mætti búast við að fyrstu íbúarnir flyttu inn. SEXTÁN ÍBÚÐAR- EININGAR „Dvalarheimilið er sunnan við sjúkrahúsið og tengist við það með gangi. Þessi fyrsti áfangi er tæpir 1000 fermetrar að flatar- máli og er aðalhluti hússins þrjár hæðir og kjallari,“ sagði Egill. „í þessari aðalbyggingu er gert ráð fyrir 16 íbúðareiningum, en þær geta rúmað allt að 44 vistmenn. Um er að ræða íbúðir sem geta verið hvort sem er fyrir hjón eða einstaklinga. Hver íbúðareining er um 50 fermetrar að flatarmáli. Ef þáð yrði ofan á að taka ekki allt húsið í notkun í einu, er allt eins líklegt, miðað við sömu framlög eignaraðila, að hægt verði að ljúka við 6 til 8 íbúðir á næsta ári.“ Dvalarheimilið hlýtur að eiga sér nokkra sérstöðu hér á landi, þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að gera það sem heimilis- legast, en það er tæplega hægt að segja um bróðurpartinn af dval- ar- og vistheimilum aldraðra sem þegar hafa risið. í því er gert ráð fyrir ýmiskonar þjónustu, bæði fyrir vistmenn og aldraða sem búa utan dvalarheimilisins Má nefna baðaðstöðu með lítilli úti- Húsavík er vaxandi bær. FJölmargar götur eru lagðar með bundnu slitlagi og kaupstaðurinn er snyrtilegur. ELLI KERLING GEFUR ENGUM GRIÐ Sigtryggur Hallgrímsson frá Stóru-Reykjum tók fyrstu skóflu- stunguna, þegar byggingarfram- kvæmdir hófust. Við það tækifæri varm.a. hafteftirhonum: „Margt smátt gerir eitt stórt. Um leið og ég fagna af öllu hjarta upphafi byggingar dvalarheimilis fyrir aldraða og gleðst fyrir stórhug framkvæmdastjómarinnar, vil ég minna á, að þeir sem ætlast er til að njóti þessarar byggingar og þeirrar aðstöðu er þar verður, er- um við, sem orðin erum roskin og sum gömul. Aðrir, sem ekki eru enn komnir á okkar aldur komast það fyrr eða síðar.“ Dvalarheimllið f byggingu. Myndina tók á.þ. fyrr í mánuðinum. laug, fótsnyrtingu og hár- greiðslustofu. f kjallara er m.a. rúmgóðir verksalir og á fyrstu hæð verða föndurbásar. Einnig er fullkomið þvottahús sem ætlað er að þjóna bæði dvalarheimilinu og sjúkrahúsinu. Allur matur verður eldaður í eldhúsi sjúkrahússins. „Ég hef skoðað flest elliheimili landsins og reynt að læra hvað við getum gert álíka eða betur. Þetta heimili sker sig m.a. úr að því leyti að hér er gert ráð fyrir miklu rými sem nýtast á í sambandi við fé- lagslega aðstöðu,“ sagði Egill. „Það sem er einnig sérstakt er það að mikil samvinna verður á milli sjúkrahússins og dvalarheimilis- ins.“ BYGGIST Á FJARMAGNI Þegar unnið er við framkvæmd eins og dvalarheimili er erfitt að segja nokkuð til um hvenær verkinu er endanlega lokið - e.t.v. má segja að því verði aldrei lokið. Þörfin fyrir dvalarheimili af þessu tagi er mun meiri en fyrsti áfangi gerir ráð fyrir og eðlilega byggist það af fjárframlögum sveitarfé- laganna hvenær hægt verður að taka alla bygginguna í notkun. „Það verður unnið við dvalar- heimilið eins og efni og ástæður leyfa,“ sagði Egill. „Tvö undan- farin ár höfum við fengið um 100 milljónir króna til verksins og ef dvalarheimilið fær svipaðar fjár- hæðir í framtíðinni gæti ég trúað því að lokafrágangur ætti sér stað eftir ein 3 ár.“ Vissulega er það dýrt að byggja dvalarheimili og það sem e.t.v. kemur í veg fyrir að fleiri hafa verið reist, er það að þau skila ekki neinu fjármagni til baka eins og gerist og gengur með fjárfest- ingar. Egill sagði að samkvæmt áætlun frá því í vor hljóðaði heildarkostnaðaráætlun upp á 600 milljónir króna, en í grein er Stefán Reykjalín, stjórnarfor- maður Slippstöðvarinnar reit í Kjöl, blað starfsmanna fyrirtæk- isins, kemur í ljós að 500 tonna skuttogari með fullkomnasta búnaði kostar í dag um 1600 milljónir króna. Það er því ekki óheyrilega há fjárhæð sem gamla fólkinu er ætluð, en þess ber að geta að Þingeyingar ætla ekki að láta staðar numið. Og við gefum Agli orðið: „Við ætlum að byggja út frá þessu húsi hér á Húsavík og eins í þeim sveitarfélögum sem eru eignaraðilar að því.“ Þingeyingar byggja stórglæsilegt dvalarheimili 4.DAGUR Kveðja frá litlum vini f I minningu Báru Sigtryggsdóttur, frá Hrísey \ Með klökkva og söknuði komið er nú kveðju að færa þér hlýja hver sem á hjarta og hug eins og þú við heimkynnið fellir sig nýja Þú varst mér svo nálæg þú varst mér svo góð ég vil þér ei týna né gleyma ef myndin þín skýr verður meitluð í ljóð í minni ég skal hana geyma Þú skildir að æskan á heiðríkan hug sem helgidómsbrot er að rjúfa og barninu vel gastu fylgst með á flug við framtíðardraumana ljúfa A.Ó. Sigurður Hrafn Þorsteinsson Tímar í lífi þjóðar eftir Indriða G. Þorsteinsson rithöfund Almenna bókafélagið hefur sent frá sér sem ritröð (trilogia) skáld- sögur Indriða G. Þorsteinssonar Land og synir, Norðan við stríð og Sjötfu og níu af stöðinni. Þessi rit- röð hefur hlotið heitið Timar f Iffi þjóðar og stendur það heiti framan á spjöldum bókanna, en síðan heldur hver saga sínum upphaflega titli á kili og titilblaði. Þessar þrjár skáldsögur Indriða G. Þorsteinssonar eiga það sam- eiginlegt m.a., að þær gerast allar á mestu umbreytingatímum sem yfir íslendinga hafa gengið og á þeim sviðum þar sem mestu breyting- amar áttu sér stað. Um sameigin- legar persónur er ekki að ræða og er því hver saga algerlega sjálfstæð, en sögurnar leitast allar við að lýsa því fólki sem lifði breytingarnar, viðhorfum þess og andlegri líðan. Land og synir er hér fyrst í tím- anum og gerist í sveitinni fyrir stríðið þegar heimskreppa og lífs- skoðun nýrra tíma nagar þúsund ára rætur íslensks bændaþjóðfé- lags. Æskan getur ekki lengur byggt á þeim undirstöðum sem nægt höfðu forfeðrum hennar kynslóð eftir kynslóð. Hún flosnar upp og hverfur til borgarinnar. Norðan við stríð fjallar um her- námsárin og sýnir hvemig stríðið umtumar hinu kyrrláta og form- fasta lífi, breytir hægum skrefum í kapphlaup og sjálfsöryggi borgar- ans í stríðsgróðafíkn. Sjötíu og níu af stöðinni er í rauninni eftirleikur breytinganna, fjallar um líf hins unga sveita- manns í borginni árin eftir stríðið, baráttu hans þar og vonbrigði. Hann reynir að snúa til baka, en það mun aldrei takast. Þessi líku sögusvið hafa ráðið hinu sameiginlega nafni sagnanna, Tímar í lífi þjóðar, og þau hafa ráðið því að þær eru nú gefnar út sem ritröð. Útlit bókanna er hið sama og tveggja síðustu skáldsagna Indriða G. Þorsteinssonar sem AB hefur gefið út. Land og synir er 235 bls., 79 af stöðinni 148 bls. og Norðan við stríð 243 bls. Þessi nýja útgáfa er 2. útgáfa Lands og sona, 4. út- gáfa Sjötíu og níu af stöðinni og 3. útgáfa af Norðan við stríð. Bækurnar eru unnar í Prent- smiðjunni Odda, Offsetmyndum og Félagsbókbandinu. Akureyrarmóf í frjálsum Meistaramót Akureyrar í frjáls- um íþróttum fór fram á íþrótta- velli Akureyrar dagana 17, 24, og 31 ágúst. Alls var keppt í 12 greinum. Oft áður hefur verið keppt í fléiri greinum á Akureyrarmóti, en að þessu sinni var það ekki hægt vegna þátttökuleysis. Frjálsar íþróttir eru þó mikið á uppleið hvað árangur snertir og þar eiga stærstan hlut Sigríður Kjartansdóttir, Jónas Clausen, Þórunn Sigurðardóttir, Steindór Helgason, Valdís Hallgrímsdótt- ir og Dýrfinna Torfadóttir. En tilfinnanlega vantar breidd í frjálsíþróttalið Akureyringa, til- tölulega fáir piltar stunda frjálsar íþróttir, en stúlkur eru miklu duglegri og er fjöldi þeirra stúlkna sem æfa frjálsar íþróttir alltaf að aukast, og eiga þær nú býsna harðsnúnu liði á að skipa. Helstu úrslit i Akureyrarmót- inu urðu þessi: 100 m hlaup 1. Valdís Hallgrimsdóttir, KA 13,3 sek 2. Sigurlaug Jónsdóttii , KA 13,8 sek 3. Laufey Pálsdóttir, KA 13,9 sek 400 m hlaup 1. Sigríður Kjartansdóttir, KA 60,5 sek Langstökk 1. Valdís Hallgrímsdóttir, KA 4,63 m 2. Sigríður Kjartansdóttir, JCA 4,58 gi 3. Ásta Ásmundsdóttir, KA 4,36 m Kúluvarp 1. Dýrfinna Torfadóttir, KA 9,48 m 2. Valdís Hallgrímsdóttir, KA 7,78 m 3. Þórunn Sigurðardóttir, KA 7,48 m Spjótkast 1. Dýrfinna Torfadóttir, KA 34.94 m 2. Valdis Hallgrímsdóttir, KA 27,65 m 3. Ásta Ásmundsdóttir, KA 19.00 m Hástökk 1. Þórunn Sigurðardóttir, KA 1,45 m 2. Svandís Þóroddsdóttir, KA 1,40 m 3. Fríða Pétursdóttir, KA 1,35 m 800 m hlaup 1. Valdís Hallgrímsdóttir, KA 2:35.2 min 2. Ásta Ásmundsdóttir, KA 2:39.8 mín KARLAR 100 m hlaup 1. Steindór Helgason, KA 2. Baldvin Stefánsson, KA 3. Kristján Tryggvason, KA 12.0 sek 12.1 sek 12.8 sek 400 m hlaup 1. Jónas Clausen, KA 2. Steindór Helgason, KA 3. Kristján Tryggvason, KA 54.2 sek 54.4 sek 57.6 sek 1500 m hlaup 1. Jónas Clausen, KA 2. Kristján Tryggvason. KA 3. Steindór Helgason, KA 4:26.8 mín 4:34.5 mín 4:35.4 mín Hástökk 1. Baldvin Stefánsson, KA 1.65 m Spjótkast 1. Baldvin Stefánsson, KA 2. Kristján Falsson, KA 3. Lárus Einarsson, KA 46.99 m 38.40 m 34.98 m Starfsmenn við mótið: Mótsstjóri: Birgir Marinósson Hlaupstjóri: Haraldur Sigurðsson Stökkstjóri: Garðar Ingjaldsson Kaststjóri: Páll Stefánsson AGANEFND KRA Snemma á þessu ári var sett á aggirnar aganefnd í knattspyrnu á vegum KRA. Skildi hún fjalla um brot leikmanna í leikjum á vegum KRA, eða haustmóti, vor- móti og Akureyrarmóti. Nefnd- ina skipa Erlingur Óskarsson form., Jón Stefánsson og Ævar Jónsson. Að sögn Erlings hefur nefndin fjallað um mörg mál sem upp hafa komið á keppnistíma- bilinu, og hafa nokkrir orðið að fara í leikbann þess vegna. Þeim sem áhuga hafa á þessum málum geta kynnt sér agareglur KRA en þær hljóða svona: Starfsreglur Aganefndar KRA Brot leikmanna 1. grein. Aganefnd skal skipuð þremur mönnum og einum til vara og sér stjórn KRA um tilnefningu þeirra til eins árs í senn. 2. grein. Verkefni Aganefndar er að úr- skurða um þau atriði, sem fram koma í leikskýrslum dómara, samanber 13. grein. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót sem fram fara, þ.e.a.s. Vormót, Haustmót, Akureyrarmót KRA í öllum flokkum. Þá skulu innan- hús knattspyrnumót vera undan- þegin verkefni Aganefndar. Leikbönn geta ekki verið tekið út í innanhúsmótum. 3. grein. Aganefnd skal fjalla um brot leikmanna, félaga eða forustu- manna félags. 4. grein. Úrskurði Aganefndar verður ekki áfrýað. 5. grein. Munnleggur málflutningur er aðeins heimill, þegar brot geta varðað 4. og 5. tölulið 6. greinar. Þegar slíkt er heimilt, skal aga- nefnd tilkynna .aðilum fyrirtekt með þriggja sólarhringa fyrirvara og skal aðili þá flytja vörn sína og á ekki kost á fresti. 6. grein. Brot og viðurlög við þeim flokkast þannig: Brot leikmanna 1. Ef leikmaðureríannaðskiptið á sama leikári áminntur af dóm- ara án þess að vera vísað af leik- velli fyrir a. grófan leik. b. að gagnrýna ákvarðanir dómara. c. að láta sér um munn fara meiðandi ummæli um leikmenn áhorfendur eða dómara. d. að yfirgefa leikvöllinn um stund án þess að tilkynna dómara það. e. aðra minniháttar óprúð- mannlega hegðun, skal refsa honum með áminningu. Ef um fleiri brot er að ræða skal hann sviptur rétti til að leika einn leik. 2. Ef leikmanni er vísað af leik- velli fyrir a. grófan leik. b. endurtekin mótmæli eða kvartanir yfir úrskurði dómara. c. að yfirgefa leikvöllinn í mótmælaskyni yfir úrskurði dómara. d. endurtekna óprúðmannlega hegðun, þrátt fyrir áminningar dómara. e. óprúðmannlega hegðun, þó að hann hafi verið áminntur. f. að móðga áhorfendur eða leikmenn. Fyrir þessi brot skal refsa með leikbanni í einn leik og ef um endurtekin brot er að ræða skal leikbannið vera minnst tveir leik- ir. Ef leikmaður neitar að gefa dómara upp nafn sitt, skal honum alltaf refsað með leikbanni í einn leik, og tvo leiki ef um ítrekun er að ræða. 3. Ef dómari hefur vikið leik- manni af leikvelli fyrir að móðga dómarann eða línuverði, skal honum refsað með leikbanni í tvo leiki, ef um ítrekuð brot er að ræða, skal refsingin vera minnst fjögurra leikja leikbann. 4. Ef dómari hefur vikið leik- manni af leikvelli fyrir ofbeldi gagnvart leikmanni eða áhorf- enda, skal honum refsað með leikbanni í minnst þrjá leiki. Ef um ítrekuð brot er að ræða skal refsingin vera minnst sex leikja bann. 5. Ef dómari hefur vikið leik- manni af leikvelli fyrir að beita leikmanni eða áhorfendur of- beldi, sem telst alvarlegs eðlis skal refsa honum seka leikmanni með leikbanni í ótiltekinn tíma, ef um ítrekun er að ræða gæti refsingin orðið, ef um mjög alvarlegt brot er að ræða, lífstíðarbann. 6. Refsingar Aganefndar er að- eins hægt að afplána í leikjum sem um getur í 2. gr. Þegar leik- maður má leika með tveimur éða fleiri flokkum á sama leiktímabili tekur refsing til leikja í öllum flokkum. Þó getur leikmaður aldrei afplánað fleiri en tvo leiki á viku. Brot félagsliða 7. Heilt lið brýtur af sér ef það yfirgefur leikvöll í mótmælaskini, eða neitar að halda leik áfram. Refsing við því getur orðið brott- rekstur úr keppni, stigatap, leik- bann á öllum leikmönnum liðsins og sektir. 8. Ef áhorfendur gerast sekir um vítarverða eða hættulega fram- komu gagnvart leikmönnum dómara eða línuvörðum, er heimilt að svipta það lið sem leikurinn var leikinn hjá, næsta eða næstu heimaleiki, þar til ör- yggi leikmanna og starfsmanna er tryggt. **■ 7. grein. Brot framin á leiktímabili hafa ítrekunaráhrif á því næsta en ekki lengur. Nýlokið er á vegum Golf- klúbbs Akureyrar, firma- keppni, en í henni tóku þátt alls 164 fyrirtæki. Leiknar voru 9 holur með forgjöf. Sigurvegari var fyrirtækið Eccoform sem er í eigu O C Torarensen, og lék Stefán Jónsson fyrir það fyrirtæki á 35 högg- um. Annar varð Pétur Ant- onsson en hann lék fyrir Almennu tollvörugeymsl- una h.f. og lék hann á 36 höggum. Enn er ólokið á vegum GA tveimur mótum á þessu keppnistímabili og verða þau um tvær næstu helgar. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.