Dagur - 31.10.1978, Blaðsíða 5

Dagur - 31.10.1978, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON Blaðamaóur: ASKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Stjórnmálaályktun Við verðum að ky nna stef nu Framsóknarflokksins meira og betur en aðurj — sagði Ingvar Gíslason Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra var samþykkt stjórnmálaályktun. Fer hér á eftir fyrri hluti hennar: 1. Þingið bendir á að þótt Fram- sóknarflokkurinn hafi orðið fyrir til- finnanlegu fylgistapi í kosningunum á þessu ári, þá er pólitískur styrkur fiokksins eigi að síður mikill sem flokkur samvinnu og jafnréttisstefnu. Framsóknarflokkurinn nýtur trausts fyrir ábyrga afstöðu og reynslu í vandasömum þjóðmálum. Telur kjör- dæmisþingið sérstaka ástæðu til að þakka formanni Framsóknarflokks- ins, Ólafi Jóhannessyni, hinn mikils- verða þátt hans í myndun núverandi ríkisstjórnar. 2. Kjördæmisþingið telur að hin nýja ríkisstjórn hafi á grundvelli samstarfsyfirlýsingar sinnar aðstöðu til að leysa til frambúðar helstu vandamál efnahags- og atvinnulífsins. Beri því vinstri flokkunum í landinu, sem nú standa að ríkisstjórn, að vinna af alhug og einurð aö lausn þessa vanda. 3. Kjördæmisþingið telur að sam- fara lausn á helstu vandamálum efnahags- og atvinnulífs, verði að auka jafnrétti tneðal fólks í landinu og vinna gegn völdum forréttinda- stétta, sem skammti sér laun og gjöld án þess að áhrifum frá löggjafavaldi og framkvæmdavaldi verði við komið. Verði í því sambandi einkum að huga að réttlátu skattakerfi og beita jöfn- unarvaldi sjóða ríkisins. 4. Kjördæmisþingið telur að í sambandi við lausn efnahagsvanda- málanna skipti mestu að draga úr verðbólgunni. Verðtryggja beri öll lán og peningainnistæður, en lækka vexti stórlega, fella niður vísitölukerfið í núverandi mynd, en jafnframt tryggja hag launafólks í landinu. Gera verður þjóðinni ljóst, að verðbólgan er skað- valdur, ekki einungis fyrir efnahags- og atvinnulíf í venjulegum skilningi, heldur engu síður fyrir fjárhagsaf- komu einstaklinga og fjölskyldna, auk þess sem verðbólgan veldur hug- arróti, streitu og lausung í fjármálum. 5. Þingið telur að tímabært sé að vinna að kjaramálum verkafólks og launþega á nýjum grundvelli og með nýjum hætti, þar sem saman fer að halda uppi fullri atvinnu og að greiða lífvænlegt kaup fyrir hóflegan vinnu- tíma. Þingið telur að hinn langi vinnudagur verkafólks og annarra launþega sé engum til hagsbóta. Ber að stuðla að því að raunverulegur vinnudagur verði styttur og launakjör miðuð við eðlilegan vinnutíma. Á kjördæmisþinginu á Húsavík 28. og 29. október, sagði Ingvar Gísla- son alþingismaður m. a. svo í ræðu sinni um stjórnmálaviðhorfið: Ég vil leggja á það áherslu að ég tel engan efa á því að Framsóknar- flokkurinn á fyrir sér langa framtíð. Þrátt fyrir gífurlegt fylgistap á þessu ári þá mega menn ekki gleyma því að flokkurinn er enn öflugur í landinu og hefur umtals- verðan styrk á Alþingi. Það sýndi sig líka, þegar kom að því að mynda þingræðisstjórn eftir kosn- ingar, að erfitt var og raunar ómögulegt að ganga fram hjá Framsóknarflokknum. Hinu get ég ekki neitað, í þennan hóp talað, að Framsóknarflokkur- inn er í vanda staddur eftir fylgis- tapið í vor. Við megum ekki una því að hjakka í því fari sem nú er. Við verðum að sækja fram og efla flokkinn að nýju. En hvernig eigum við að fara að því? Síst ætla ég að gera lítið úr því, sem mikið er um talað, að nauðsynlegt sé að efla flokksslarfið. En ef með því orða- lagi er aðeins átt við fundahöld, árshátíðir, spilakvöld, klúbbstarf- semi og happdrœttismiðasölu, þá er ég í vafa um árangurinn. Að efla flokksstarfið er miklu meira en þetta. Sannleikurinn er sá að þessi tegund flokksstarfs hefur ekki verið vanrækt svo að ámælisvert sé. Það sem á vantar hjá okkur er öflug út- breiðslustarfsemi og áróður fyrir flokkinn og þingmenn hans meðal hins breiða kjósendafjölda í lan- dinu, ekki síst hjá unga fólkinu og hinum vaxandi fjölda launþega. Þar eigum við undir högg að sækja. Framsóknarflokkurinn hefur rekið alltof gætna pólitík, verið alltof „sanngjam" í viðskiptum við sam- starfsflokka sína, bæði í vinstri stjórninni 1971 - 174 og í stjóm Geirs Hallgrímssonar. Við hefðum átt að láta brotna meira og oftar á okkur, þegar um stórmál var að ræða eða mál sem telja verður grundvallaratriði fyrir skynsam- lega stjórnarstefnu. Það er alltof ráðandi hugsun innan Framsókn- arflokksins að skynsamlegt sé og jafnvel skylt að taka þátt í stjórnar- myndun hvenær sem það býðst og hvernig sem á stendur. Og á síðustu árum hefur það orðið ríkjandi stefna að láta stjórnarsamstarf, sem einu sinni er á komið, haldast sem lengst. Þetta gerðist í vinstri stjórn- inni og þetta gerðist einnig í síðustu stjóm. Þráseta í ríkisstjórn er engin pólitísk dyggð, heldur slappleiki, þegar betur er að gætt. Að sjálf- sögðu kýs ég fremur festu í stjórn- arsamstarfi og ríkisstjórnarmálum, og það er æskilegt að hver ríkis- stjórn geti setið 4 ár samfellt, jafn- vel lengur. En það er engin sérstök stjórnviska að iðka þrásetu í ríkis- stjórnun, ef ekkert kemur út úr slíkri þrásetu. Fyrir nokkrum ára- tugum var þessi þráseta í ríkisstjóm óþekkt fyrirbæri. Hún var ekki við líði t. d. 1958, þegar Hermann Jón- asson sagði af sér fremur en að beygja sig undir kröfur Alþýðu- sambandsins. Hann brást þá við eins og foringja sæmdi. Sama var, þegar Ólafur Jóhannesson rauf þingið vorið 1974. Það var dirfsku- full aðgerð, en réttmæt tilraun til þess að endurvekja vinstra samstarf á traustari grundvelli en áður hafði verið. Það var ekki Ólafs sök að sú tilraun mistókst. Hann gerði þar sem í hans valdi stóð. Eina ásök- unarefnið í garð Ólafs og okkar al- þingismanna, sem stóðum að baki honum, var það að ríkisstjórnin skyldi ekki segja af sér strax á haustdögum 1973, þegar stjórnin missti starfhæfan meirihluta á Al- þingi. Eins álít ég að oftar hefði mátt hrikta opinberlega í stoðum stjórnarsamstarfsins við íhaldið meðan það var við líði í 4 ár. Góðir þingfulltrúar. Sú varð niðurstaða af löngu þófi eftir úrslit alþingiskosninga í vor, að formanni Framsóknarflokksins tókst að mynda ríkisstjórn og leiða til samstarfs flokka, sem besta út- komu fengu í kosningunum en var ekki treyst til stjórnarforystu. Framsóknarmenn geta verið hreyknir af þessu, og ég efa ekki að eftir þessu er tekið meðal kjósenda. Það er rétt, sem sagt var í Tímanum um það leyti sem ríkisstjórnin var mynduð, að stjórnmálin voru reyrð í hnút eftir hinn óvænta sigur Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags. Ólafur Jóhannesson hjó á þennan hnút. Það tókst að gera málefna- samning milli flokkanna, sem svo sannarlega gæti orðið upphaf að skynsamlegum frambúðaraðgerð- um í efnahagsmálum. En það gerist því aðeins að raunverulegur vilji sé hjá öllum stjómarflokkunum til Ingvar Gíslason alþm. samstarfs um óhjákvæmilegar efnahagsaðgerðir. Þó að stjórnar- samstarfið sé komið á og ríkis- stjórnin hafi þegar hafst margt að, þá hlýt ég að segja sem er, að hér er eingöngu um bráðabirgðaaðgerðir að ræða. Þeim var ekki ætlað annað en að koma í veg fyrir fyrirsjáan- Iega stöðvun atvinnulífsins, og kyrrð á vinnumarkaði í bili, en fela ekki í sér neina frambúðarlausn. Enn er allt á umræðu- og samn- ingastigi varðandi aðgerðir í þeim Þlngfulltrúar á kjördæmisþlngl framsóknarmanna í Norðurlandskjördæml eystra 29. október sl. Myndlna tók Viðar Eiríksson í hlnum ágæta veislusal Hótel Húsavíkur. Framsóknarkvartettinn vaktl mikla hrlfningu. efnum. Eins og er höfum við vonina eina og góðar óskir við að styðjast hvað þetta snertir. Ef samstarfsvilji er fyrir hendi og ef allir aðilar vilja líta raunsætt á málin, þá getur þetta orðið sterk stjórn. Framsóknar- menn bera mikla ábyrgð á þessu stjómarsamstarfi og munu vinna heilshugar að því að það megi heppnast. En það má ekki verða keppikefli okkar að sitja í þessari stjóm fyrir siðasakir eða til þess eins að hafa þrjú ráðherraembætti og ímyndaða fyrirgreiðslu- eða valdaaðstöðu. Aldrei hefur okkur verið meiri þörf á því en nú að vinna eftir meginreglum og í samræmi við réttan málstað, þ.e.a.s. hafa skoð- anir, sem við látum brotna á í stað þess að semja um til þess eins að halda friðinn. Ég er þeirrar skoð- unar að framsóknarflokkurinn eigi að spila djarft og leggja í nokkra áhættu hvað þetta snertir. Það mun borga sig þegar til lengri tíma er litið. Hvorki fyrr né síðar hefur Framsóknarflokkurinn staðið frammi fyrir vandamálum af því tagi sem nú blasa við. Framsókn- arflokkurinn á orðið býsna langa sögu. Honum hefur vegnað misvel á þessum langa ferli. Fjarri fer því, að hann hafi ævinlega unnið sigur í kosningum. En oftast var auðvelt að skýra ástæður fyrir fylgistapi flokksins fyrr á árum. Slíkt var yf- irleitt hægt að setja í samband við innanflokkserjur og klofning í flokknum. Því er varla til að dreifa nú. Að vísu varð brestur í flokknum fyrir u.þ.b. 4-5 árum þegar ráða- menn ungra framsóknarmanna snérust opinberlega gegn flokks- forystunni og yfirgáfu síðan flokk- inn og gengu í lið með öðrum, eins og Ólafur Ragnar Grímsson og þeir mörgu sem honum fylgdu. Mér þykir líklegt, að framferði SUF manna á þessum tíma hafi haft mikil áhrif á róttæka æskumenn og gert þá fráhverfa Framsóknar- flokknum. Er ekki ósennilegt að áhrifa þessa klofnings, sem varð 1973-1974, og stundum er nefnd Möðruvallahreyfingin, hafi gætt í ósigri flokksins sl. vor. Það er a.m.k. víst í mínum augum að unga fólkið brást Framsóknarflokknum í síðustu kosninguum. Það tel ég vera mikið áhyggjuefni. Fram- sóknarflokkurinn verður að leita sérstakra ráða til þess að útbreiða stefnu sína meðal æskufólksins. Reyndar ætti það að vera aðalvið- fangsefni í ' útbreiðslustarfi, að kynna framsóknarstefnuna meðal ungs fólks. Þess er framtíðin og ef Framsóknarflokkurinn ætlar að lifa önnur 60 ár, þá verður hann að eiga traust og trúnað æskufólksins í landinu, eins og það er á hverjum tíma. Menn vilja fram- kvæma meira en getan leyfir — segir Baldvin Baldursson á Rangá Á kjördætnisþinginu á Húsavík hitti blaðið að máli Baldvin oddvita Baldursson á Rangá og spurði hann tíðinda. Hann sagði meðal annars: Féð reyndist fremur vænt í haust. Mér sýnist meðalvigtin muni verða meiri en nemur því, að tekinn er nýrnamör úr kjötinu. Féð var fleira nú en áður og meðalvigt um 15 kg úr fyrri umferð, en lækkaði eitt- hvað, en það hefur ekki verið reiknað út. Sláturfjáráætlun í haust var 48.700. Þyngsta dilkskrokkinn átti Jónas Jónasson á Héðinshöfða og var hann 27,2 kg. Fimmtán kílóa dilkur á í haust að gera: 18200 krónur eða rúmlega það, sam- kvæmt verðlagsgrundvellinum. Verðhækkunin milli ára er gíf- urleg. Allar tölur eru að verða og þegar orðnar ógnvekjandi háar í öllum tilfellum. Og eftirspurnin eftir peningum er alveg geysileg, svo ekki er nokkur leið að fullnægja henni. Menn eru alltaf að fram- kvæma miklu meira en þeir afla og hlýtur það að lenda í blindgötu í efnahagslífinu. 1 búskapnum er það helst til tíð- inda, að menn einhæfa búskap sinn meira en áður, hætta við blönduðu búin en taka upp sauðfjárrækt ein- göngu eða þá mjólkurframleiðslu eingöngu og telja það hagkvæm- ara. Ýmsum finnst mjólkurfram- leiðslan of bindandi. I þessum breytingum hallar kannski frekar á mjólkurframleiðsluna. Aukningin er a.m.k. meiri í sauðfjárræktinni en nautgriparæktinni. Til tíðinda má telja, að á slátur- húsdansleik í haust komu fram 22 harmonikuleikarar og gerðu mikla lukku, eins og sagt er. Þetta þótti mjög skemmtilegt, spiluðu nokkrir saman og einnig allir saman og aldrei var nein „pása“, eins og kallað er á vinnustöðum og mér er ekkert vel við. Þetta var glymjandi í dag lauk í útvarpi góðum ferða- þáttum Jónasar Guðmundssonar, „þúsund-þjala-smiðs" (listmálara, stýrimanns, rithöfundar, barn- fóstru, listdómara, m.m.) Frásögn hans um tjaldstæði í Danmörku o.v. herti á hugsum minni um þessi mál á Akureyri. Reyndar hefur Jónas oftar en einu sinni látið frá sér fra á prenti orð — af tvennum toga -- um Tjaldstæði Akureyrar. Hann hefur dvalið þar fyrr og nýlega - eðlilega bæði við úrfelli og sumars mestu blíðu, og tónninn í umsögn hans að nokkru byggður á því hvoru sinni. Kenndi þar bæði lofs og lasts. En hvorki þarf hann eða aðrir að segja okkur Ákureyringum það, að mjög sé ábótavant aðstöðu þessari hér. Hann — eins og margir fleiri — harmaði mjög, er okkar ágæta græna, opna svæði sunnan við skemmtileg músik og það fannst held ég flestum og allir þyrluðust í dansinn, bæði ungir og gamlir. Mér finnst þetta framför hjá því að hafa danshljómsveitir, eins og þær tíðk- ast og menn verða bæði heyrnar- lausir og vitlausir af. Blaðið þakkar þessa frásögn Baldvins Baldurssonar. p r> Sundlaugina var lagt undir stein- steypu og malbik, og skal ekki hér fjölyrt frekar um þá umdeildu framkvæmd. Þessa vegna hefur Tjaldstæði Akureyrar fluttst að mestu upp fyrir Þórunnarstræti á lóð Húsmæðraskólans. Og útlit er fyrir að þar „verði tjaldað til meira en einnar nætur“ þ.e. að það verði þar til frambúðar. Og með nokk- urri lagfæringu — og tilkostnaði — á þar að geta orðið góð aðstaða. Og það hlýtur að verða bæði skylda og metnaðarmál Akureyrarbæjar, að búa vel að gestum sínum, hvort sem er í heimahúsum, jgistihúsum eða á tjaldstæði. Verði Tjaldstæði Akureyrar ákveðinn framtíðarstaður þarna á túninu. þarf nokkurrar lagfæringar við. Vil ég þá fyrst nefna heita vatnið. Það streymir þarna framhjá (Framhald á bls. 6). Tjaldstæði Akureyrar KR vann þór í handbolta en Þór kom á óvart Þór og KR léku í annarri deild í handbolta á laugardaginn f íþróttaskemmunni. Fyrirfram voru KR-ingar taldir sigur- stranglegri þar sem þeir urðu í þriðja sæti í Reykjavfkurmótinu í handknattleik, og urðu þar á eftir risafélögunum í hand- knattleik Val og Víkingi. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust m.a. í sex mörk gegn tveimur, en þá fóru Þórsarar að taka við sér og leikur þeirra varð yfirvegaðri. Vörnin þéttist og sóknin gekk betur upp. í hálf- leik var staðan orðin sjö mörk gegn ellefu fyrir KR. Þórsarar söxuðu smám saman á forskot KR-inga og í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn nokkuð og þegar flautað var til leiksloka var staðan 20 mörk gegn 18 fyrir KR eða naumur sigur þeirra. KR-ingar leika hraðan og skemmtilegan handknattleik, en voru óheppnir í góðum fær- um. Þórsarar voru einnig óheppnir í sínum bestu tæki- færum, og áttu m.a. fimm til sex stangarskot. Bestir í liði Þórs voru Tryggvi markvörður og Gunnar Gunnarsson, en hjá KR var Bjöm Pétursson bestur. Mörk Þórs skoruðu Sigtryggur 6, Sigurður 4, Jón Sig. 3, Gunn- ar Gunn. 3, Ragnar og Aðal- steinn 1 hver. Björn Pétursson gerði flest mörk KR eða 8. Hauka- stúlkur unnu m_ Þor Á eftir leik Þórs og KR lék kvennalið Þórs gegn Hauk- um í fyrstu deild i handbolta kvenna. Leikurinn var jafn úti á vellinum, en Þórs- stúlkurnar voru óheppnar i góðum marktækifærum, en þau nýttu Haukastúlkurnar miklu betur. I hálfleik var staðan sjö mörk gegn tveimur. Síðari hálfleikur var nokkuð jafnari, cn leiknum lauk með sigri Hauka 13 mörk gegn 9. Flest mörk Þórs skoraði Soffía 3 og Magnea gerði 2. KA tapar illilega! KA lék tvo leiki um helgina í annarri deild i handbolta, og fóru báðir Ieikirnir fram á útivelli. Á föstudagskvöldið léku þeir við Stjörnuna í Garðabæ, og á laugardaginn við Þór í Vest- mannaeyjum. Leikmenn KA komu beint af flugvellinum í íþróttahús Garð- bæinga, hálftíma eftir að leik- urinn átti að hefjast. Leikmenn Stjörnunnar voru þá búnir að leika sér með bolt- ann i um það bil eina klukku- stund, en KA leikmenn hófu leikinn strax eftir að þeir höfðu klæðst búningum sínum. Það fór svo að í fyrri hálfleik sýndu leikmenn Stjörnunnar „stjörnuleik", og komust m.a. í 11 mörk gegn 2, og nokkru síðar í 15 gegn 4. Leikurinn hjá KA gekk vægast sagt illa, og sókn- arlotur þeirra gengu ekki upp, og vörnin hrakleg. KA náði sér aðeins á strik í síðari hálfleik og náðu þá góðum leikköflum samtímis því að leikur Stjörn- unnar var í molum. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 21 mark gegn 17 fyrir Stjörnuna og verða það að teljast sanngjörn úrslit. Flest mörk hjá KA gerði Jón Hauksson 4, Páll Kristjánsson 3 og Jón Árni 3. Leikurinn var nokkuð harður og m.a. mátti Jón Árni yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla og einnig meiddust Gunnar Gíslason og Jóhann Einarsson. Á laugardag var síðan flogið til Vestmannaeyja og leikið við Þór, en þeir eru nýliðar í annarri deild. Þar endurtók sig sama sagan frá deginum áður, þ.e.a.s. ekkert gekk upp hjá KA og Vestmannaeyingar unnu auð- veldan sigur 23 mörk gegn 17. I hálfleik voru heimamenn 4 mörkum yfir, en tvisvar í síðari hálfleik munaði aðeins einu marki, en ávallt voru Vest- mannaeyingar sterkari. Sennni- lega hefur það verið Þórsnafnið sem setti skrekk í KA menn, en þeim hefur oft gengið illa gegn liðum með því nafni. í þessari ferð töpuðust fjögur dýrmæt stig í baráttunni í deildinni, en vonandi gengur betur næst. Þór tapar fyrir KR í körfubolta Fyrsti leikurinn í úrvalsdeild- inni í körfubolta fór fram í íþróttaskemmunni á sunnu- daginn. Þá áttust við Þór og KR. Fjöldi áhorfenda mætti í skemmuna til að hvetja heimaliðið. Þórsarar byrjuðu leikinn frekar illa, en KR náði nokkurra stiga forustu strax í byrjun. Þegar Þórsarar höfðu síðan fundið leiðina í körfuna, jafn- aðist leikurinn nokkuð og náðu þeir að jafna 13 gegn 13. KR liðið er skipað frábær- um leikmönnum og standast fá innlend lið þeim snúning. Þeir hafa í sínum hópi Bandaríkjamann John Hud- son, krúnurakaður og skemmtilegur persónuleiki. Mark Cristiansen tókst ágæt- lega að hafa hemil á landa sínum þannig að hann gerði engar rósir með liði sínu. Jón Sigurðsson stjórnaði spili KR og er hann sennilega besti leikmaður þeirra. Hjá Þór var Birgir Rafn Rafnsson mjög góður, en hann mun áður hafa leikið með Tindastóli. Að venju mæddi mikið á Mark Cristiansen en hann er pott- urinn og pannan í leik Þórs- ara. Einar Bollason elsti mað- ur vallarins var að venju góður og skoraði flest stig leikmanna eða 25, og mörg með sínum margfrægu sveifluskotum. John Hudson skoraði 19 stig, Kolbeinn Pálsson 11 og Jón Sig. 10 og aðrir leikmenn færri. Mark skoraði flest stig Þórsara eða 18, Birgir Rafn 13, Jón Indriða 10 og aðrir færri. Dómgæsla Harðar Tuliníusar og co var góð að venju. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.