Dagur - 22.03.1979, Blaðsíða 5

Dagur - 22.03.1979, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. I rétta átt Mörg eru þau skýin, sem hrannast hafa upp á himni stjórnmálanna undanfarnar vikur og ýmsar blikur hafa verið á lofti. En hvernig sem spáð er í ský og blikur og það gera menn á margan hátt, hver eftir sinni getu og hugmyndaflugi, virðist flestum sá kjarni bæði skýr og traustur, sem tengdur er nú- verandi forsætisráðherra og að sá kjarni sé kjölfesta þjóðfélagsins í ókyrrð stjórnmáianna. Hann nýtur fyllsta trausts samstarfsflokka sinna og virðingar andstæðing- anna. Þess vegna verður ekki gengið fram hjá efnahagsmála- frumvarpi hans og samstarfs- flokkarnir munu styðja það þegar á reynir. Á elleftu stundu reis stjórnarand- staðan upp í allri sinni stærð og bar fram tillögu um þingrof og nýjar kosningar. Sjálfstæðismenn urðu með einhverjum hætti að minna á, að stjórnarandstaða væri þó til í landinu, en hvernig þeir hafa hugsað, þá hugsun til enda, að hefja kosningabaráttu, ef til kæmi nú, er mönnum mikil ráð- gáta. En sjálfstæðismenn fengu þó aftur að spreyta sig í útvarps- umræðum um frumvarp forsætis- ráðherra og koma á þann hátt við sögu. Þí miður urðu þeim á þau mistök, að senda þá menn í um- ræður, sem notuðu tíma sinn verulega til máiflutnings af því tagi, sem venjulegt fólk hefur andúð á. Og þeir leyfa sér meðal annars að halda því opinberlega fram, að landið sé stjórnlaust og því alveg nauðsynlegt að efna til kosninga, í þeirri von að fá nýja ríkisstjórn. Sjálfstæðismönnum hefur gleymst í hita umræðnanna, hve fyrri ríkisstjórn var úrræðalítil í efnahagsmálum og uppgafst við það meginviðfangsefni sitt að hafa hemil á verðbólgunni, og er háttalag þeirra í umræðum nokk- uð athyglisvert. Þá hefur það vak- ið verðskuldaða athygli, að aðal- málgagn Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið, er nú farið að tala um kauprán, eins og Alþýðu- bandalagið fyrir síðustu alþingis- kosningar. Kannski er það orðið skoðun sjálfstæðismanna, að verðbólgan, sem nú er reynt að minnka, og þar með sjálfvirkan skrúfgang verðbólgunnar, sé launþegum hagkvæmari en við- námið. Kjarni hinnar nýju efnahags- stefnu forsætisráðherra er at- vinnuöryggi, ásamt hjöðnun verð- bólgu í áföngum. Hún er ennfrem- ur við það miðuð, að kaupmáttur launa getí haldist eins mikill og á síðasta ári, eða vel það. Ljóst er, að í þessu felst veruleg stefnu- breyting, sem allir hafa a.m.k. í orði, talið í rétta átt. Sigurður G. Jóhannesson, kennarí og María Ágústsdóttir kona hans búa í Þingvallastræti 6 á Akureyri. Hann er nú að láta af störfum sakir aldurs og í til- efni af því og sérstæðu tóm- stundastarfi hans, hitti blaðið hann nýlega að máli. Ætt og uppruni, Sigurður? Foreldrar mínir bjuggu í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, Jó- hannes Bjamason og Bergrós Jóhannesdóttir og þar fæddist ég 22. mai 1912 og urðum við syst- kinin þrettán að tölu. En hjá for- eldrum mínum var ég aðeins fimm fyrstu ár ævinnar, því ég var þá tekinn i fóstur. Ég heiti eftir föð- urbróður minum, Sigurði Bjama- syni og hann andaðist 1913, en hafði þá lagt svo fyrir við sitt fólk, að ég yrði tekinn í fóstur og það var gert. Föðurbróðir minn var bóndi í Syðra-Dalsgerði og þar bjó ekkjan áfram, Guðbjörg Jósefsdóttir, en hjá henni ólst ég upp og hennar sonur stóð fyrir búi með henni. Eins og þá tíðkaðist hugsaði ég mér að verða bóndi og vildi verða það. En það atvikaðist þó svo, að mig langaði einnig til að fara í skóla. Fór ég í Gagnfræðaskólann hér á Akureyri, sem þá var í Lundargötunni, þar sem Fíladelfía er nú. Sigfús Halldórsson var skólastjóri og með honum ágætir kennarar. 1 þessum skóla var ég tvo vetur. Varð framhald á skólagöngunni? Ekki í bráð því fjárhagurinn leyfði það ekki. En tveir skóla- bræður mínir, þeir Ámi Kristjáns- son, síðar menntaskólakennari og Jón Gunnlaugsson læknir í Reykjavík héldu áfram námi og famaðist vel við nám og störf. En haustið 1934 opnaðist mér sá möguleiki að fara í Kennaraskól- ann. Þar var þriggja vetra nám en ég komst í annan bekk. Sumarið áður var ég í brúarvinnu og var unnið í ellefu klukkustundir á dag, en á kvöldin las ég og bjó mig undir próf upp í annan bekk um haustið og tókst það. Árið 1936 lauk ég svo kennaraprófi og þar með hófst svo starfsferill minn við kennsluna og hef ég stundað hana síðan með nokkurra ára undan- tekningu þó. Þá rœttist búskapardraumur þinn? Já, loksins rættist hann. Ég bjó á Hrafnagili árin 1949-1954 og hafði ég mjög gaman af því. En heilsa mín bilaði vegna of erfiðrar vinnu og hóf ég þá kennslustörf á ný, og hef ég nú í vor verið kennari í fjóra áratugi. Fyrst var ég farkennari, byrjaði vestur í Hjaltadal, síðan í Svarfaðardal, þá í Hrafnagils- hreppi í Saurbæjarhreppi 1954— 1957 og víðar. Síðan 1957 hef ég kennt við Oddeyrarskólann, hafði raunar kennt einn vetur þar áður en ég hóf búskapinn á Hrafnagili. Og ég hef alltaf haft gaman að kennslustörf- um. Þau em fjölbreytt og við margt að glíma. En þú hefur um langa tíð haft sérstök áhugamál, utan kennslunn- ar? Já, þar muntu eiga við ættfræði- grúsk mitt. Margir misskilja það og álíta, að um sé að ræða nöfn og ártöl og lítið annað. En því fer víðs fjarri og til dæmis um það, verða menn að setja sig inn í aðstæður fyrri tíma, sem voru svo gjörólíkar okkar. Nokkurt skemmtilegt atvik í sambandi við þessi cettfrœðistörf? Já, ekki laust við það. Eitt vil ég t.d. nefna. Til mín kom svissneskur læknir 1976, einkennilegra erinda. Hann og þó einkum systir hans, voru að leita fyrir sér um ætt sína, er rekja mátti til Islands. Þessi Svisslendingur var á læknaþingi í Reykjavík og systir hans, hafði beðið hann að nota ferðina til að fá upplýsingar um þeirra íslenska ættarmeið. Hann heimsótti Amts- bókasafnið á Akureyri og af ein- Dauðadæmdur BBHi Æm Eyfiroingur varð kynsæll í Danaveldi Samtal við Sigurð G. Jóhannesson kennara hverjum ástæðum leitaði hann svo til mín, sennilega vegna einhverra upplýsinga, sem hann hefir fengið í höfuðborginni um ættfræðihobbý mitt. Var forfaðir systkinanna e.t.v. héðan frá Akureyri? Hann var frá Skógum á Þela- mörk en var myrtur hér á Akureyri 1825 og læknissystirin svissneska, hafði grafið það upp í Danmörku. Hér í þessu þorpu á norðurströnd íslands, væri nánari vitneskju að finna um mál þetta og því var það, að bróðirinn lagði leið sína hingað. Það vildi nú svo til, við ættfræði- lega athugun, að ég og þessi sviss- nesku systkini vorum af sjötta og sjöunda. Hann heitir Harold Weisswage. Segðu mér frá cettföðurnum? Hann hét Þorvaldur Þorvaldsson og var frá Skógum á Þelamörk, hagur maður eflaust, því hann bjó til svo vel gerðan peningaseðil, að kaupmaðurinn glæptist á honum. En fölsunin komst upp og Þor- valdur var dæmdur til dauða 1782. Hann kannaðist við verknað sinn, hafði lagt seðilinn inn á reikning móður sinnar, sem orðin var ekkja. En dómarinn, var ekki mildur. Jón Jakobsson las yfir honum dauða- dóm að réttarhöldum loknum. En hann var þó ekki líflátinn, því góð hegðun mildaði yfirvaldið og breytti hann dómi sínum í ævi- Sigurður G. Jóhannessou. langa þrælkunarvinnu í Dan- mörku, en eftir átta ár var hann náðaður, eflaust fyrir góða hegðun, sem bjargað hafði. Þorvaldur Þorvaldsson var tvít- ugur piltur og sök hans var sú, að falsa eins dals ríkisbankaseðil og framvísa honum í verslun á Akur- eyri. Hann var frá barnæsku áfjáður í að teikna og mála og komst upp á lag með að búa til liti, sem hann notaði við teikningar sínar. Kaupmaðurinn Friðrik Lynge tók við seðlinum, en þótti hann grunsamlegur. Leiddi peningafals- ið þegar til handtöku. Sveitungar piltsins allir báru Þorvaldi hið besta orð. Frjáls maður gekk nú Þorvaldur að eiga danska konu, dóttur bók- sala eins. Þau áttu einn son Peter að nafni. Þorvaldur missti fljótlega konu sína og kom þá heim til ís- lands og nefndi sig þá Þorvald Skógalin en sonurinn ólst upp hjá móðurföður sínum og komst til góðs þroska. Hans sonur varð konunglegur hirðmálari og virðist dráttlist og litagleði hafa gengið í erfðir. Málverk eru til eftir hann í dönskum söfnum. Annar sonur Peters varð danskur ráðherra og mikils metinn. Samkvæmt ættar- skrá hefur Þorvaldur orðið kynsæll maður, þótt hann ætti ekki nema þennan eina son þar og er margt kunnra manna út af honum komið, áhrifa og valdamenn, sem sæmdir voru æðstu heiðursmerkjum ýmissa þjóða. Nú er frá Þorvaldi að segja, að hann leitaði æskustöðva hér við Eyjafjörð og giftist konu frá Gili í Hrafnagilshreppi Lilju Jónsdóttur að nafni og fluttu þau til Akureyrar eða að Naustum við Akureyri. En nú er að segja frá Vigfúsi nokkrum, geðbiluðum manni, sem var sonur amtmannshjónanna á Möðruvöll- um. Þegar amtmaður andaðist varð Þorvaldur einhverskonar umráða- maður Vigfúsar eða eftirlitsmaður, ef af líkum má ráða, eða leit til Færri slys Ég var staddur á fundi Samvinnu- trygginga um öruggan akstur. Þar var veitt gott kaffi og meðlæti og tætt um hvað tryggingar myndu kosta á komandi vori ásamt fleiru. Það finnst mér merkilegt við trygg- ingamál, að þar er sjaidan rætt um hvernig megi fækka slysum. Það er ekki nóg að fá medalíu og kaffi með rjómapönnukökum og tertum. Ég hef gengið með flugu í höfð- inu í nokkur ár og aðeins opnað fyrir henni við einstaka mann en aldrei opinberlega. Nú kemst ég ekki hjá að opna fyrir þessari fiugu, hún er orðin svo áleitin. Hún er sú að tryggingarfélögin noti 10% af sínum tekjum til áróð- urs svipað og við hægrihandar um- ferðina. Gæti ekki skeð að tjón minkaði um 20% eða meira og fækkaði þar með slysum, örkumlum og dauða, ásamt ótrúlegustu upphæðum í peningum, vinnutapi, sorg og alls- konar erfiðleikum. Það hefir verið svo undanfarna áratugi að allt hefir hækkað og hækkað án þess að verulega hafi verið spyrnt við fótum og megnið af þessu er blekking ein. Mér dettur í hug það sem sgat var forðum „Upp upp dordingull". Nú er mál að taka þettað föstum tökum og láta hendur standa frarn úr ermum bæði vegna þjóðfélags og einstaklings. Akureyri 12/3 1979 Ingólfur Gunnarsson Ánægðir Útsýnarfarþegar Oft vill það fara svo að penninn er gripinn í flýti ef eitthvað þarf að kvarta, en gleymist að geta þess sem vel er gert. Við hjónin vorum í Útsýnarferð í Júgóslavíu á hinu fallega hóteli Metrapol í Portórós í Júlí á síðasta ári. Þar var meiningin að vera í þrjár vikur. Umhverfið undufagurt sól og hiti og blóma- ilman í lofti. En fyrsta dag dvalar okkar þar fékk ég skeyti að minn nánasti ættingi væri látinn, og þurfti ég að komast hið bráðasta heim. Fyrir mig var allt gert til að svo gæti orðið. Fyrirgreiðsla farar- stjóranna sem bæði eru héðan frá Akureyri var til fyrirmyndar. Á flugvellinum í Feneyjum hitti ég forstjóra Utsýnar, Ingólf Guð- brandsson, og hann tjáði mér að allt yrði gert fyrir mig svo ég kæm- ist aftur til manns mins sem fór ekki með heim og það voru sannarlega orð að sönnu. Sjálf gat ég ekki haft samband við skrifstofuna þar sem ég flaug nokkrum tímum eftir lendingu í Keflavík til ísafjarðar. Er ég kom svo aftur vestan, viku síðar á skrifstofu Utsýnar í Austur- stræti var búið að útbúa farseðil fyrir mig. Oft hef ég hugsað um hversu vel mér var tekið af starfs- fólkinu og kann því mikla þökk fyrir, því það gat ekki betra verið. Vegna umræðna sem orðið hafa um Utsýnarkvöld í Sjálfstæðishús- inu vildum við vekja athygli á þeirri góðu þjónustu er við nutum lijá Utsýn og við vitum að þeirri ferðaskrifstofu er hægt að treysta. Sendum forstjóra hennar og öllu starfsfólki bestu kveðjur með þökk fyrir frábæra fyrirgreiðslu. Bryndís og Gerhard Meyer. 4.DAGUR með Vigfúsi þessum á einhvern hátt. En Vigfúsi þótti Þorvaldur fastheldinn á peninga, enda mun hann hafa þurft fjárráð til vín- kaupa og þá endast fjármunir illa. Kvöld eitt fór Vigfús þessi upp að Naustum og gerði boð fyrir Þorvald. Þorvaldur bauð Vigfúsi inn til sín og þar stakk Vigfús hann með hnífi, sem leiddi til dauða. Þetta er í sem stystu máli saga Þorvaldar, sem þó mun lítt rann- sökuð. En mörg stórmenni Dana eru út af honum komnir, svo ljóst virðist vera, að mikið hafi verið í manninn spunnið. Erlendis, bæði í Danmörku, Sviss og víðar eru búnir að lifa og starfa fimm ættliðir frá Þorvaldi frá Skógum. Vissir eiginleikar fylgja œttun- um? Já, og það er mjög áhugavert að fylgjast með því, samkvæmt um- sögn gamalla kirkjubóka og fleiri heimilda, hvemig hinir ýmsu eig- inleikar koma fram aftur og aftur í sömu ættunum og get ég minnst á mörg dæmi því til sönnunar. Þá hafa læknisvísindin mikinn áhuga á ættfræðinni, einkum af heilsu- farslegum ástæðum. Erfðafræðin lætur ekki að sér hæða, hún og ættfræðin eiga mikla samleið. Hve lengi hefur þú unnið að œtt- frœðirannsóknum? Frá 1962. Lengi fyrst vann ég við uppskriftir úr kirkjubókum og var það mikið verk. Nú er ég að yfir- fara þetta allt saman og þetta safn gæti e.t.v. orðið einhverjum til gagns við síðari rannsóknir. En hvergi er þurrausið og verður seint. Ég er búinn að raða upp Mikla- Sigtryggur sýnir í Háhóli Sigtryggur Júlíusson rakari opnar málverkasýningu í Gallerí Háhól á laugardag- inn og stendur hún til sunnudagsins 1. apríl. Ásýn- ingunni verða 60 vatnslita- myndir, bæði nýjar og gaml- ar og verða þær allar til sölu. Þetta er fyrsta einkasýning Sigtryggs, en áður hefur hann lítilsháttar tekið þátt í samsýningum. Sýningin verður opin dag- lega frá 20-22, en um helgar frá 15,00-22,00. garðssókn i Eyjafirði og geri ég þar grein fyrir öllum bændum frá 1703. En þessi sókn er aðeins ein af 20 hér í sýslunni. Þú varst lengi í brúarvinnu á sumrin? Já, það var líka hobbý, svo sem eins og laxveiði eða frímerkjasöfn- un. Ég hafði ákaflega gaman af að dvelja á hinum ýmsu stöðum og kynnast fjölda fólks. Við fórum úr einni sveit í aðra til að byggja brýr og þannig gekk þetta í tíu ár. Ég sá um reiknishald og innkaup, hafði því frjálsari hendur en flestir aðrir og naut þess ríkulega, til að kynn- ast fólki. Þú nýtur samrœðnanna? Þær eru ekki aðeins skemmti- legar heldur einnig oft mjög fróð- legar. Til gamans má geta þess, að ég vann í einn mánuð á tjaldstæð- um bæjarins og hafði verulega gaman af. Einn daginn átti ég þess kost að ræða við mann frá Nýja- Sjálandi, annan frá Kanada, og þann þriðja frá Ungverjalandi og hann gaf mér pening til minja, einnig vegna þess að hann komst að því, að ég safnaði mynt. Þá kynntist ég einnig „puttafólkinu“ og hafði af því hina bestu reynslu. Ég ætla, að þetta merkilega ferða- fólk sé flest hið ágætasta. Hvað tekur nú við, að loknu kennslustarfi? Þá eldist maður og guð ræður. Nægileg tómstundastörf bíða mín og ættfræðin sleppir mér líklega ekki alveg strax, ef að líkum lætur. segir Sigurður G. Jóhannesson að lokum og þakkar blaðið svör hans. Thule-keppni Bridgefélags Akureyrar hafin Þriðjudagskvöldið 20. mars var spiluð fyrsta umferð í Thule-tví- menningskeppninni Bridgefélags Akureyrar. Spilað er í tveim 16 para riðlum, sem er góð þátttaka. Röð efstu spilara er þessi: stig 1. Pétur Guðjónsson — Stefán Ragnarsson 262 2. Baldur Árnason — Sveinbjörn Jónsson 261 3. Öm Einarsson — Einar Sveinbjömsson 256 4. Grettir Frímannsson — Ólafur Ágústsson 252 5. Gunnar Sólnes — Ragnar Steinbergsson 247 6. Alfreð Pálsson — Mikael Jónsson 246 7. Þorbjörg Snorradóttir — Þómnn Bergsdóttir 237 8. Magnús Aðalbjörnsson — Gunnl. Guðmundsson 235 9. Sigurður Víglundsson — Viðar Valdimarsson 231 10. Hörður Steinbergsson — Jón Stefánsson 228 11. Rafn Kjartansson — Sigurður Sigmarsson 227 Meðalárangur er 210 stig — önnur um ferð verður spiluð n.k. þriðju- dagskvöld 27. mars kl. 8 Gáfu tæki til F.S.A. Nýlega afhenti Kvennasamband Akureyrar Fæðingadeild F.S.A. „Fetal Monitor“, en það er tæki til að auðvelda eftirlit og auka öryggi kvenna við fæðingar. Verðmæti þessa tækis er rúmlega 3 millj. án innflutningsgjalda og söluskatts. Fæðingardeildin þakkar af alhug þessa höfðinglegu gjöf. Stjórn Kvcnnasambandsins skipa: Formaður: Júdit Sveinsdóttir, Ritari: Sigrún Lámsdóttir, Gjaldkcri: Margrét Kröyer, Varaform: Svanhildur Þorsteins- dóttir, Meðstjórnandi: Marta Jónsdóttir, Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu gjafarinnar. Þórhallur Hjartarson var fslands meistari f léttasta flokki. íslandsmót í lyftingum Á íslandsnótinu í lyftingum sem haldið var í Reykjavík um síð- ustu helgi náðist mjög góður árangur í mörgum greinum og mörg íslandsmet voru sett. Ak- ureyringar eignuðust tvo Is- landsmeistara. I flokki 52 kg. sigraði komungur Akureyring- ur, Þórhallur Hjartarson, en hann er einnig islandsmeistari unglinga. Þá varð Kári Elísson íslandsmeistari í 67.5 kg flokki. Alls fengu Akureyringar 2 gull- verðlaun, 5 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun. UMSJÓN: ÓLAFUR ÁSGEIRSS0N Markmaðurinn skoraði úrslita- markið fyrir Þór Á þriðjudagskvöldið léku Þór og Ármann í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSl. Áður hafði Stjaman úr Garðabæ unnið KA í sömu keppni. Leikurinn var frá upphafi mjög spennandi og í hálfleik varstaðan jöfn 12 mörk gegn 12. Sami spenningur hélst í síðari hálfleik og skilda yfirleitt ekki nema eitt mark liðin sem vom til skiptis yfir. Þegar 7 sek. voru eftir var staðan jöfn 23 gegn 23 og Ármann með boltan í aukakasti. Boltinn barst þá til Tryggva í marki Þórs sem sendi hann umsvifalaust yfir völlin og í mark andstæðingana, en markmaður Ármanns hafði hætt sér of langt út á völlinn í spennu leiksins. Um leið og boltinn fór í mark Ármenninga gall flauta tímavarðar sem sagði leiktíma búinn. Ármenningar mótmæltu því að markið væri löglega skorað, þar er þeir töldu að boltinn hefði ekki verið kominn í markið þegar flaustað var. Dómarar leiksins þeir Birgir Bjömsson og Guðmundur Lár- usson voru hins vegar ekki á sama máli og dæmdu markið gilt. Flest mörk Þórs gerði Sig- urður 7, Sigtryggur gerði 6, Jón Sig 3, Guðm. Skarp. og Ragnar Sv. 2 hvor og Amar, Gunnar, Valur og Tryggvi markmaður eitt hver. Pétur Ingólfsson var markhæstur Ármenninga með 9 mörk og Friðrik gerði 8 og aðrir færri. Með þessum sigri eru Þórsar- ar komnir í 8 liða úrslit og leika næst gegn ÍR, og ættu því að hafa töluverða möguleika á að komast í 4 liða úrslitin. Fer Freyr í einvígi? Eins og sjónvarpsáhorfendur hafa séð í íþróttaþættinum á mánudagskvöldið var mikið einvígi á milli Þorsteins Leifs- sonar úr KR og Freys Aðal- steinssonar frá Akureyri í 75 kg flokki lyftingarmanna. Þeir kepptust við að setja íslandsmet og var keppnin á milli þeirra mjög jöfn og spennandi, en að síðustu vann Þorsteinn með að- eins tveimur kílóa mun. Nú hefur þess verið farið leit við þá að þeir heyi einvígi í sjónvarps- sal nú á næstunni, og vonandi fá sjónvarpsáhorfendur að sjá þá aftur á skjánum. Þeir fara á lyftingarmótið f Finnlandi. Talið frá vinstri Viðar Edvarðsson, Haraldur Ólafsson, Sigmar Knútsson og Bernharð Haraldsson fararstjóri. Lyftingamenn til Finnlands Um páskana fara nokkrir akur- eyrskir lyftingarmenn til Finn- lands og keppa þar á móti í Lathi, sem er vinabær Akureyr- ar. Mót þetta er haldið í tilefni af 10 ára afmæli lyftingarfélagsins í Lathi og verða keppendur, auk heimamanna og Akureyring- anna, frá Rússlandi og Svíþjóð. Fararstjóri þeirra verður Bern- harð Haraldsson kennari en hann er hálfgerður faðir lyft- ingarmanna á Akureyri. Mót þetta verður mjög sterkt þannig að búast má við að Akureyr- ingarnir nái toppárangri. Næstu leikir Á föstudagskvöldið leika Þörs- arar við Þrótt í Reykjavik í ann- arri deild f handbolta og daginn eftir leika þeir við KR. Á laugar- daginn leika KA og Stjarnan í fþróttaskemmunni á Akureyri. Allt eru þetta algjörir úrslita- leikir. KR, Þór og KA berjast í toppbaráttunni er Þróttur er i fallbaráttunni. Vonandi liggja fyrir úrslit f deildinni eftir helg- ina, en sennilega þarf cinhverja aukaleiki, til að hrein úrslit fáist um það, hverjir leika í fyrstu deild á næsta ári, og cinnig hverjir falla í þriðju deild. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.