Dagur - 24.01.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 24.01.1980, Blaðsíða 5
Hlíðarfjall Otgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl og afgr : JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Það þarf meiri- hlufastjórn Ýmsir eru nú þeirrar skoðunar, að ekki takist að mynda meirihluta- stjórn á þingi, og að leita verði út fyrir raðir þingmanna, ef koma á saman starfshæfri stjórn. Tekið skai undir með hinum, sem telja, að enn sé ekki fullreynt, hvort stjórnmáiaflokkunum takist stjórnarmyndun. Minnihlutastjórn kemur vart til greina, sem iausn á stjórnar- kreppunni. Þá væri verið að leysa stjórnarkreppuna stjórnarkrepp- unnar vegna. Sama má raunar segja um utanþingsstjórn. Það þarf meirihlutastjórn til að leysa þau margvíslegu vandamál, sem þjóðfélagið á við að etja. Þó að bæði Steingrími Her- mannssyni og Svavari Gestssyni hafi mistekist í tiiraunum til að mynda vinstri stjórn, er ekki þar með sagt, að sá möguieiki sé úr sögunni. Línur hafa mjög skýrst, varðandi málefnaágreining flokk- anna. Aðeins þarf lengri tíma, svo menn átti sig á því, að ágreining- urinn er ekki svo ýkjamikill. Hann felst einkum í því, að menn greini á milli æskilegra framtíðarmark- miða og nauðsynlegra ráðstafana, sem gera þarf strax. Arangri verð- ur ekki náð með því að reisa skýjaborgir. Vjð leysum ekki aðkallandi vandamái með 7% framleiðslu- aukningu í sjávarútvegi. Það er framtíðarmarkmið, sem þarf að byggja á skynsamlegri fjárfest- ingu í sjávarútvegi og fiskvinnslu og taka verður mið af uppbygg- ingu fiskstofnanna við landið. Svipaða sögu má segja um fram- ieiðniaukningu í iðnaði. Hún er nauðsynleg og æskileg, en verður ekki framkvæmd á augabragði. Fram hefur komið, að niður- færsla verðálagningar hjá versl- uninni um 5-10% muni verða dreifbýlisversluninni um megn. Verslun er svo stór þáttur í við- haldi hinna dreifðu byggða, að ekki má hætta því, að hún leggist niður í stórum stíl, og fólksflótti hefjist á ný til höfuðborgarsvæð- isins. Tillögur Alþýðubandalagsins eru að mörgu leyti góðar og gildar, þegar til lengri tfma er litið, en þær leysa ekki aðsteðjandi vanda. Fólk úti á landi hefur það nú mjög á tilfinningunni, að tillögugerð Al- þýðubandalagsins sé til þess eins, að breiða yfir ótta við að tak- ast á við vandamálin. Eftir því verður tekið, ef slíkur ótti verður til þess, að standa myndun vinstri stjórnar fyrir þrifum. Starfsemin er að hef jast fyrir alvöru í fjallinu SNJÓKOMAN síðustu daga hefir gert það að verkum að nú er komið allsæmilegt skíðafæri i Hlíðarfjalli. Skiðasvæðið var opnað aimenningi í gær, mið- vikudag. Til mánaðamóta verð- ur stólalyftan opin á virkum dögum frá kl. 13-18.45, tog- brautirnar kl. 13-21. Um helgar verða allar lyftur opnar frá kl. 10-17.30. í gangi fyrir hádegi Eftir mánaðamót verða lyfturnar einnig í gangi fyrir hádegi frá kl. 10, lokunartími breytist ekki. Allt er þetta þó háð snjónum en einn þíð- viðrisdagur getur breytt þessari áætlun verulega. Skíðaskólinn tekur til starfa n.k. mánudag. Námskeið verða kl. 10-12 og 2-4 sérstaklega ætluð börnum. Kl. 5-7 og 8-10 ætluð unglingum og fullorðnum. Innrit- un og upplýsingar að Skíðastöðum. Enn sem komið er er frekar snjólétt á skíðasvæðinu og víða þúfur og steinar uppúr. Það er því fyllsta ástæða að hvetja fólk til að gæta ýtrustu varúðar, og ætla sér ekki um of. Athugið öryggis- bindingarnar Allir sem eru að taka fram skíðabúnaðinn ættu að athuga eða láta athuga stillingar á öryggis- bindingum og sérstök ástæða er til að hvetja alla til að fá sér bremsur á skíðin. Bremsurnar eru svo mikið öryggistæki bæði fyrir þann sem notar þær og ekki hvað síst hina sem eru á skíðum í fjallinu að við liggur að skylda verði að nota þær. Það er lítið gaman að verða fyrir skíði sem rennur stjórnlaust t.d. niður Strompbrekkuna. Véisleðar eru bannaðir Flestir sem koma í Hlíðarfjall vilja vafalaust njóta þar útiveru burt frá skarkala bæjarins. Þessu fólki eru því vélsleðar mjög hvim- leið farartæki enda eru þeir strang- lega bannaðir á skíðasvæðinu. Sér- staklega skal benda vélsleðamönn- um á að göngulandið norðan við Stóruhæð er líka skíðasvæði en töluvert hefur borið á því undan- fama vetur að þar hafi troðnar göngubrautir verið eyðilagðar með vélsleðaakstri. Hundar sömuleiðis Fleiri og fleiri leggja það í vana sinn að koma með hunda í Hlíðar- fjall og sleppa þeim þar lausum. Af þessu hafa hlotist margvísleg vandamál og margar fjölskyldur sem ætluðu að njóta útiveru á svæðinu með börnum sínum hafa mátt snúa heim þar sem börnin eru hrædd við hundana. Þessi ágæta afsökun hundeigenda „hann gerir engum mein greyið" á bara ekki við, 5-7 ára bam jafnvel eldra veit nefnilega ekkert um hvernær hundur er meinlaus og hvenær ekki. Það er bara hrætt við hund- inn. Því, góðir hundaeigendur, enga hunda á skíðasvæðinu, það er bannað. Okur? Sama verð og í bænum Á hverjum vetri kemur upp sá orðrómur að gengdarlaust okur sé á veitingum í Skíðastöðum. Jafnvel hefur kennari við eina af virtari menntastofnun bæjarins ritað í eitt bæjarblaðið að verð á veitingum að Skíðastöðum sé tvö- eða þrefalt hærra en gengur og gerist í bænum. Ástæðan fyrir þessu er vafalaust sú að flestir sem kaupa sér veitingar að Skíðastöðum gera það að jafn- aði ekki í bænum og vita þar af leiðandi ekki að rúnstykki með osti kostar líka 560 kr. niður í bæ. Þeir verðlistar sem notaðir eru að Skíðastöðum eru nefnilega fengnir á veitingahúsunum í bænum. Höfum í huga: Verði góður snjór í vetur eiga örugglega margir eftir að eiga ánægjustundir í Hlíðarfjalli en ver- um öll samtaka um eftirfarandi: Allir með skiðabremsur, enga vél- sleða, enga hunda, og dvölin í Hlíð- arpialli verður ánœgjulegri. Ungur skiðakappi í Hlfðarfjalli. Mynd: Ó. Á. Minning Margrét Halldórsdóttir frá Syöri-Brekkum Fædd 19. des. 1889 - Dáin 21. des. 1979 Margrét giftist Guðmundi Björns- syni bónda á Hallgilsstöðum á Langanesi 1914. Þar bjuggu þau þar til 1924, er þau fluttu til Akur- eyrar, þar sem Guðmundur gerðist bústjóri á stórbúi því er Jakob Karlsson hafði komið upp að Lundi við Akureyri. Með fjölskyldum þeirra Guð- mundar og Jakobs tengdust á þess- um árum vináttubönd sem síðan hafa haldist með fjölskyldunni. Margrét og Guðmumdur fluttust aftur að Hallgilsstöðum um 1930 og bjuggu þar, þangað til Guð- mundur lést árið 1948. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau ólu upp tvær fóstur- dætur, náskyldar þeim. Þau tóku þær í fóstur ungar, er móðir þeirra lést, eftir ósk hennar, en móðir þeirra var Arnfríður Gamalíels- dóttir og var hún fósturdóttir Dýr- leifar á Syðri-Brekkum og var því fóstursystir Margrétar. Arnfríður Gamalíelsdóttir var gift Andrési Lúðvíkssyni frá Vopnafirði. Fósturdæturnar tóku þau Margrét og Guðmundur þegar þær voru þriggja og fimm ára, þær Dýrleifu og Soffíu Andresdætur. Arnfríður, móðir þeirra systra var frá Sævarlandi í Þistilfirði, en móðir hennar var Vigdís Kristjáns- dóttir frá Leirhöfn, alsystir Dýr- leifar á Syðri-Brekkum, svo þær voru systradætur Arnfríður og Margrét. Börn Dýrleifar á Syðri-Brekkum og Halldórs Guðbrandssonar voru: Halldóra á Syðri-Brekkum fædd 1879. (8 barna móðir). Guðrún í Efri-Hólum, fædd 1882. (10 barna móðir). Kristján bóndi á Syðri- Brekkum fæddur 1884. (4 börn). Margrét, sem hér um ræðir, (fóst- urdæturnar tvær), og Svanhvít, fædd 1893, sem lengst bjó á Gunn- arsstöðum á Langanesströnd (4ra barna móðir). Hún lifir enn við góða heilsu og býr á Þórshöfn. Margrét Halldórsdóttir var mikil hagleikskona. Ung þótti hún bera svo af það þessu leyti að hún var send til náms suður til Reykjavíkur 1908, sem var þó ekki mikið tíðkað á þeim árum. Þar lærði hún kjóla- saum og stundaði talsvert þá iðn samhliða búskapnum. Ef vanda- söm verkefni þurfti að leysa af hendi á sviði handíða var oft leitað til Margrétar. Margrét var vel greind og fylgd- ist vel með almennum málum. En mesta hugðarefni hennar var þó að fylgjast með ljóðagerð. Hún naut þess ríkulega að lesa ljóð okkar bestu höfunda. Þetta var mörgum kunnugt. Hitt vissu færri að hún fékkst sjálf talsvert við ljóðagerð á yngri árum, en fór dult með. Margrét var ákaflega ljúf í við- móti og nærgætin í framkomu —- en í rauninni var hún mjög gam- ansöm, jafnvel grímsöm — en gætti þess jafnan að fara þannig með að ekki særði. Önnur af fósturdætrum Mar- grétar, Dýrleif, giftist Jóhanni í Leirhöfn Helgasyni. Helgi er einn af hinum víðkunnu Leirhafnar- bræðrum, og eru á lífi, m.a. kunnur fyrir sitt merkilega bókasafn, sem hann hefur nú gefið byggðarlagi sínu. Leirhafnarheimilið er enn hið sama rausnar og myndarheimili eins og það hefur löngum verið frægt fyrir að vera. Margrét varð þeirrar gæfu að- njótandi að hljóta athvarf á þessu myndar heimili — og hefur notið þar hinnar ástúðlegustu i aðhlynn- ingar um,30 ára skeið. Ég, sem þessar línur rita — nota tækifærið til að flytja þeim Leir- hafnarhjónum alúðarþakkir fyrir það, hvað þau hafa reynst vel þess- ari kæru móðursystur minni. Ég veit að ég mæli fyrir munn hinna fjölmörgu ættingja, er ég flyt þessar þakkir. Einnig ber þess að geta að Soffía, yngri fósturdóttirin, lét sér mjög annt um fósturmóður sína, enda einkar kært með þeim mæðgum öllum. Margrét Halldórsdóttir var ekki áberandi kona er lét mikið að sér kveða meðal samferðamanna. Hún var hlédræg og lítillát. Eigi að síður var hún mikils metin af öllum sem henni kynntust, sakir góðrar greindar,i dagfars- prýði, hjálpsemi og hlýhugar til samferðamannanna á lífsléiðinni. Kristján Friðríksson, frá Efri-Hólum. 4.DAGUR Tvisvar verður gamall maður barn ÉG ER vistmaður á dvalarheimil- inu Skjaldarvík við Eyjafjörð. Ég hefi dvalið þar í rúm átta ár og haft kindur mér til skemmtunar — nokkurskonar leikfang mér til dægradvalar. Aldurinn er orðinn hár en mér finnst málshátturinn, sem ég hefi valið hér að yfirskrift svo sannarlega sannast á mig. Hér í Skjaldarvík er fjöldi gamalmenna, og mér finnst einnig að málshátt- urinn sannist á öllum þorra þeirra. Hitt er annað mál að ég er hræddur um að mörgum þeirra væri nauð- synlegt að geta haft meira fyrir stafni, — eitthvað, sem þau eru gefin fyrir, eitthvað sem styttir þeim stundirnar. Börn þurfa alltaf að hafa eitthvað til að leika sér að En hér er ekki hægt um vik, og þó manni detti ýmislegt í hug þar að lútandi þá eru þar á margir annmarkar. Hugsanlegt verkefni gamals manns, sem er á annað borð rólfær, þarf að vera hvorttveggja í senn: létt og skemmtilegt. Vanti síðarnefnda atriðið, verður starfið þreytandi, er til lengdar lætur. Mér koma í hug hin viturlegu orð, sem höfð eru eftir þýska spek- ingnum Göthe og eru á þessa leið: „Sæll er sá, sem hefur gaman af því sem staða hans gerir að skyldu.“ Það er ekki nóg að maðurinn standi vel í stöðu sinni, ef hann er ekki gefinn fyrir það starf, sem staðan útheimtir. Þá skortir hann starfs- gleðina og þó að hann sé skyldu- rækinn, þá skortir hann ánægjuna. Þó að orðin, sem tilfærð eru hér að framan og höfð eru eftir þýska spekingnum séu einstaklingsbund- in þá geta þau átt erindi til heilla þjóða. T.d. byggist hamingja ís- lensku þjóðarinnar mjög á því, hvernig haldið verður á spilunum í framtíðinni gagnvart þessu, svo til einfalda atriði, að saman fari gam- an og skylda, Annars átti það nú ekki að verða efni þessarar greinar að ræða þjóð- mál og mun ég snúa mér aftur að „bömunum“, sem ég minntist á í upphafi. Ég er að gefa í skyn, að þau hefðu þurft að hafa meira af „leikföngum“ milli handanna. Það mundi ekki einasta vera heppilegt fyrir þau sjálf, heldur mundi það hafa batnandi áhrif á heimilis- braginn. Það vill alltaf verða svo, að á þessum mannmörgu heimilum, að þó að barnfóstrurnar séu margar og húsbóndinn röggsamur, þá getur þeim samt sést yfir orðljótustu krakkana, og ekki komist yfir að vanda um við þá eins og nauðsyn- legt væri. Þeir, sem veita heimilinu for- stöðu virðast ekki gæta þess nógu vel, að innan veggja heimilanna geta verið viðkvæmar sálir og viss- ara að þar sé „aðgát“ viðhöfð. Ó. S. Sumir taka flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhag í síðasta tbl. Dags birtist smákafli, sem ég ritaði 3. jan. sl. Hluti þeirrar greinar komst ekki í blaðið þá vegna þrengsla. Kaflinn var í framh. þessara hendinga: „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast!" Þjóðin hefur valið sér forustulið- ið, 60 Alþingismenn. En þar eru andstæð öfl, innan hópsins og í „baksætinu“ sem stundum meta framar flokksins hag en þjóðarheilla og líf. Þetta eru stór orð en á rökum reist. Það má sanna mörgum dæm- um. Foringjar neita að vinna með hinum, verði ekki kröfum þeirra sinnt! Þó virðist þar stundum í heimsku-stórlæti eða sérgæðings- hætti „barið höfðinu við steininn." Síðan þessir 60 kappar söfnuðust fyrst í „þingsal" og hlýddu á hóg- vær alvöruorð forseta okkar um ábyrgð alþingismanna og hlutverk aðkallandi, „hefur mikið vatn runnið til sjávar“ —óvirktl Okkur virðist mörgum sem þingmanna- liðið h afi líka runnið óvirkt um stöðul og sali! En verðbólgan er virk, já, illvirk og sjálfvirk í bölvun sinni! Hvað meina þeir, innan „þings" og utan, sem fjölyrða um „verð- bólguvandann“, — sem vissulega stefnir bæði fjárhagslegu og sið- ferðilegu lífi þjóðarinnar í fultkom- inn voða — ef þeir jafnframt heimta kauphœkkun, verðbœtur á laun og tryggðan kaupmátt launa, hver, sem afkoma þjóðarbúsins er? Víst væri œskilegt að geta bætt um allt með aukinni, arðbærri framleiðslu — og að því skal stefnt —- en til slíks verður ekki gripið á neyðarstundu. Fyrst er að hamla gegn eyðingaröflunum, síðan byggja upp. Til þess þarf bæði tíma og fjármagn. Með auknum kaup- kröfum — almennt — er ekki stefnt að aukinni framleiðni og arðvæn- legri, heldur í vaxandi og stórfellt atvinnuleysi — bölvun einstaklinga, þjóða, mannkyns! Þar með er ekki verið að segja, að launamálin séu höfuðorsök verðbólgu, en í þessu sambandi — hjá okkur — geta þau valdið miklu. — Ég aumka B.S.R.B. Ég hefi lengi verið einn úr þeim hópi, og nú skammast ég mín fyrir kröfurnar! Hvar kemur fram sú hugsun, hvað þá orðuð spurningin: „Hvað get ég gert til hjálpar þjóð minni svo að „skútan komist á réttan kjöl?“ Kemur það okkur nokkuð við? „Skyndisóknin“ átti að verða allra meina bót á skömmum tíma. Hún var „dæmd úr leik“ í kosningunum. Víða þarf að „slá af“ ef samstaða á að nást til átaka við höfuðfjandann: verðbólguna, (efna- hagsvandann)! Með einhverju móti verður sú samstaða að nást. Hér verður að hætta hverskyns ábyrgð- arlitlum strákaleik, hætta að hrópa: „Ef ég fœ ekki þetta, þá er ég ekki lengur með!“ Mörgu var lofað í hita kosninga- bardagans í nóv. sl. En árangur brást sumum illa við kjörborðið. En gæt þess, að með þátttöku í ríkis- stjórn má þó gera sér von um að geta efnt nokkurn hluta loforðanna, en utan stjórnar vinnst oftast lítið í því efni. Allir flokkarnir þurfa að slá af í kröfum og standa saman að áætl- unum og ákvörðunum til brýnustu bjargráða verða að gera það, „þegar býður þjóðarsómi," þjóðarlíf! eins ognú er. Takist það ekki í þingsölum nú vantar bara „hnefann i borðið,“ skipun þjóðstjórnar, sem með stuðningi þjóðhagsstofnunar rœður — skilyrðislaust — málumþjóðar- innar um sinn. —A Iþingismenn fari kauplausir heim og leiti sér lífsvið- urvœris við fisk eða fjósverk! „Öllu gamni fylgir nokkur alvara. “ Ég bið: Gleðilegt, heillaríkt nýtt ár, íslendingar, siðasta ár 8. tugar ald- arinnar. „Brekkukoti" 20. jan. ’80 Jónas Jónsson. Garry hetja Þórs Þór sigrar Keflavík í körfubolta Á LAUGARDAGINN léku í fyrstu deild í körfubolta Þór og Keflvíkingar. Leikur þessi var spennandi og skemmti- legur, þrátt fyrir mjög lélega hittni hjá Þórsurum í fyrri hálfleik. Þórsarar komu hins vegar tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og náðu smátt og smátt yfirhöndinni i leiknum og sigruðu með 75 stigum gegn 72. Á fyrstu mín. leiksins voru Þórsarar í miklum ham og eftir 5 mín leik var staðan 8 gegn 2 fyrir Þór. Á 17. mín komust Keflvík- ingar yfir 29-28 og það sem eftir var af fyrri hálfleik héldu þeir forustu. í hálfleik var staðan 41 gegn 36 fyrir Keflvíkinga. Á 12. mín. síðari hálfleiks komust Þórsarar fyrst yfir 60 gegn 59 og það sem eftir var leiksins héldu þeir 2-4 stiga for- ustu og sigruðu með 75 stigum gegn 72. Lögguliðið vann Dalvíkinga EINN LEIKUR í þriðju- deild í handbolta fór fram á Dalvík á laugardaginn. Þar léku heimamenn við Óðinn, en leikmenn Óðins eru lög- reglumenn úr Reykjavík. Þeir fengu ekki að keppa í nafni lögreglunnar í deildar- keppninni í handbolta, og gengu því allir í hálfdautt íþróttafélag á Reykjavíkur- svæðinu sem heitir Óðinn og keppa í nafni þess. Löggurnar sigruðu Dalvíkinga með 28 mörkum gegn 22. I liði lögg- unnar eru margir snjallir handknattleiksmenn, og m.a. landsliðsmaðurinn Steindór Gunnarsson, sem annars keppir með Val. KA-mót í lyftingum og kraft lyftingum ÞANN 26. jan verður haldið í Lundarskóla KA mót í lyftingum og kraft- lyftingum. Allir bestu lyft- ingarmenn bæjarins verða meðal keppenda og er bú- ist við metaregni. Áhorf- endur eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Garry var hetja Þórs í þessum leik en hann skoraði 44 stig. Eiríkur gerði 12, Alfreð 7, Þröstur 7 og aðrir færri. Bandaríkjamaðurinn Minnor var stigahæstur Keflvíkinga með 27 stig, Björn Víkingsson 16 Sigurður Sigurðsson 12 og aðrir leikmenn færri. Bestir hjá Þór voru Garry, Alfreð og Þröstur. Dómarar voru Hörður Tuliníus og Rafn Benediktsson og dæmdu þeir vel. Þórsarar kræktu sér þarna 1 dýrmæt stig í harðri keppni fyrstu deildar, en þeir eru í efri kannti deildar- innar. Garry skoraði 44 stig. Mynd: Ó. Á. 65 ára afmælis- mót Þórs á skíðum UM HELGINA verður haldið svigmót á vegum Þórs og verður keppt í öllum flokkum karla og kvenna. Mót þetta er liður í 65 ára afmælishátíð Þórs, en þeim áfanga ná Þórsarar á þessu ári. Mótið hefst á laugardag og verður framhaldið á sunnudag. Þórsarar hyggjast halda mót í öllum þeim keppnisgreinum sem iðkaðar eru á vegum félagsins, í tilefni af afmælufélagsins. Handknattleiksdómaranámskeið Handknattleiksráð Akureyrar gengst fyrir dómaranámskeiði í handbolta helgina 16. og 17. febrúar næstkomandi. Þátttaka miðast við að a.m.k. 10 til 15 manns láti skrá sig á námskeið- ið. Þeir sem áhuga hafa á að mæta láti Stefán Arnaldsson vita í síma 23236. Aðalfundur knatt- spyrnudeildar Þórs Á laugardaginn kl. 13.00 verður aðalfundur knatt- spyrnudeildar Þórs í kaffi- stofu bæjarstarfsmanna við Tryggvabraut. Á fund- inum verða venjuleg aðal- fundarstörf og eru Þórs- arar hvattir til að fjöl- menna. Skattheimta ÞAÐ MUN hafa verið samþykkt á síðasta þingi Skíðasambands fslands að taka kr. 500,00 í gjald af hverjum keppenda, sem keppir á móti á vegum við- komandi skíðasambands, eða íþróttafélags. Gjald þetta miðast við hvert mót, þannig að um umtalsverða upphæð er að ræða. Það var faðir nokkurra barna, sem keppa fyrir Skíðaráð Akur- eyrar sem kom þessu á framfæri við blaðið og hvað hér um mikið aukagjald vera að ræða sérstaklega fyrir fjölskyldur þar sem margir keppa. Forsvarsmaður foreldra- ráðs Skíðaráðs Akureyrar sagði að á vegum Sr.A væru haldin 10 til 12 mót á vetrin- um og keppendur yfirleitt á milli 50 og 100 í hverju móti. Þar fyrir utan koma svo Andrésar Andar leikarnir en þar kepptu um 200 manns. Yngstu skíðamenn Akureyrar greiða því um hálfa miljón til skíðasambandsins í formi þessara gjalda, og ekki er ólíklegt að þeir eldri greiði svipaða upphæð. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.