Dagur - 04.03.1980, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Simi auglýsinga og áfgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr : JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf
Skyldusparnaður
eða óréttlát
skattheimta
Fimm þingmenn Framsóknarflokks-
ins, þeir Guðmundur G. Þórarins-
son, Páll Pétursson, Stefán Valgeirs-
son, Alexander Stefánsson og Ólafur
Þórðarson, hafa lagt fram á Alþingi
tillögu um að ríkisstjórnin geri nú
þegar nauðsynlegar ráðstafanir til
þess, að ávöxtun skylduspamaðar
ungs fólks verði ekki lakari en ávöxt-
un ríkistryggðra skuldabréfa.
Það er ekki ófyrirsynju, að þessi
tillaga fimmmenninganna kemur
fram. Eins og bent er á í greinar-
gerð með tillögunni, verður }>essi
lögjjvingaði sparnaður ungs fólks
ekki skilinn öðruvísi en sem sérstök
skattlagning þessa hóps í þjóðfélag-
inu. Þeir segja að útreikningsreglum
um ávöxtun skyldusparnaðar ungs
fólks verði að breyta, því skyldu-
sparnaður af þessu tagi sé því aðeins
réttfætanlegur, að féð sé ávaxtað
með bestu fáanlegu kjörum.
Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum
benti á þetta óréttlæti í erindi „Um
daginn og veginn“ í útvarpinu fyrir
stuttu. Sé dæmi tekið um ávöxtun
tveggja milljóna króna í fimm ár,
miðað við 50% vísitölu hækkun, þá
er þessi upphæð orðin 8 milljónir
króna á skyldusparnaðarreikningi
að loknum 5 árum, rúmlega 12 mill-
jónum króna á vaxtaauikareikningi,
eins og þeir reikningar em í dag, og
að rúmum 15 milljónum króna eft-
ir skyldusparnaði hátekjumanna
samkvæmt skattalögum. Með kaup-
um ríkistryggðra skuldabréfa yrði
ávöxtunin ennþá meiri.
í frumvarpi til laga um Húsnæð-
ismálastofnun ríkisins, sem nú ligg-
ur fyrir Alþingi, em ákvæði um
skyldusparnað ungs fólks, þar sem
segir, að verðtrygging skuli vera sam-
kvæmt lánskjaravísitölu Seðlabank-
ans. Hins vegar er þar ekki kveðið á
um hvernig reikna skuli og er þá
litlu betur komið en í eldri lögum,
þar sem kveðið er á um verðtrygg-
ingu samkvæmt kaupvísitölu. Órétt-
lætið liggur fyrst og fremst í því
hvernig og frá hvaða tíma verðtrygg-
ingin er reiknuð. Það er útreiknings-
aðferðin, sem mestu skiptir um ávöxt
unina, og það er hún sem hefur orð-
ið til þess, að ávöxtun skylduspam-
aðar ungs fólks hefur orðið mun lak-
ari en hægt hefur verið að fá með
öðrum sparnaðaraðferðum.
Er vonandi að þingsályktunartil-
lagan verði til }>ess, að þessi órétt-
mæti og að líkindum ólöglegi skattur
á ungt fólk verði afnuminn hið fyrsta.
Karlaliðið vann glæsilegan sigur. Norðurmynd.
□ □□□□□□□□□□□□□
□ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □
frá Vetraríþröttahátíðinni
Unglingaliðið vann jafnaldra sína úr Reykjavík. Norðurmynd.
Og hér koma Fljótamenn. Mynd: hs.
Að lokinni setningarathöfn sl. föstudag var kveikt í bálkesti.
„ÞEGAR öllu er á botninn
hvolft held ég að segja megi að
aðstandendur vetraríþróttahá-
tíðarinnar séu ánægðir. Það var
hægt að keppa í öllu sem fyrir-
hugað var í upphafi, þrátt fyrir
slæmt útlit fyrsta daginn“,
sagði Hermann Sigtryggsson.
„Þetta tókst með eindæma dugn
aði starfsmanna mótsins, sem
voru á annað hundrað“.
Vetraríþróttahátíðinni lauk sl.
sunnudagskvöld með verðlauna-
afhendingu í íþróttaskemmunni.
Síðasta atriðið var flugeldasýningr
sem heppnaðist með ágætum.
Alls tóku um 3'15 manns þátt í
hinum ýmsu keppnisgreinum.
Það senr bar hæst og er tíma-
mótaviðburður í siigu skíðáíþrótt-
arinnar er alþjóðamótið á skíð-
um. Mótið fór vel fram og dómar-
inn, sem er norskur, var ánægður
með það. Af úrslitum má nefna
að Sigurður Jónsson sigraði í
svigr. I svigi kvenna sigraði Asdís
Alfreðsdóttir og í stórsvigi karla
sigraði Sigbjörn Ohnstad lrá Nor-
egi. íslandsmeistaramótið á skaut-
um fór þannig að Skautafélag
Akureyrar vann Skautafélag
Reykjavíkur. Þetta var fyrsta ís-
landsmeistaramótið í íshokký hér
á landi.
Hermann sagði að upphaf há-
tíðarinnar hefði einkennst af
vondu veðri og fyrsta daginn varð
að fresta ýmsu, en það náðist upp
annan daginn. Og á sunnudag
gekk allt slysalaust.
Hermann Sigtryggsson flytur
ávarp sitt í upphafi hátíðar-
innar. Mynd: hs.
Nanna Leifsdóttir á fullri ferð. Mynd: Ketill.
Þau pössuðu sögusýninguna í Alþýðuhúsinu. Norðurmynd,
LOFORÐ OG EFNDIR
Hugleiðing um dagvistunarmál
Hópur áhugafólks umdagvistunar-
mál hefur undanfarið komið saman
til að ræða hvernig kjörnir fulltrúar
okkar í bæjarstjórn efna kosninga-
loforð sín varðandi dagvistunar-
mál
Á síðastliðnu ári var nokkurri
fjárupphæð ráðstafað til þessa
málaflokks og átti hún að nægja til
að ljúka dagvistunarstofnun þeirri
sem tekin hefur verið í notkun í
Lundarhverfi. Einnig átti að hefja
byggingu á nýju dagheimili í
Glerárhverfí sem samkvæmt áætl-
un átti að taka í notkun á þessu árí.
Með þetta í huga á fundi með
félagsmálaráði í lok nóvember 1979
lögðu forstöðumenn dagvistunar-
stofnana fram tillögu þess efnis að
gildandi reglum fyrir börn giftra
foreldra yrði breytt þannig að
hámarks afnotatími yrði lengdur úr
tveimur árum í þrjú. Var þetta lagt
fram með ýtarlegri skýrskotun til
þess að álagið á þeim stofnunum
sem þegar eru fyrir hendi myndi
minnka, þegar dagheimili í Glerár-
hverfi yrði tekið í notkun haustið
1980. Og félagsmálaráð samþykkti
tillöguna. Foreldrum síðan kynnt
málalok.
Undrunin leyndi sér ekki hjá
nefndum hóp, forstöðumönnum og
foreldrum, þegar í ljós kom í nýrri
fjárhagsáætlun að dagvistunar-
stofnunar í Glerárhverfi væri fyrst
að vænta vorið 1981. Drýgsta
ástæðan er sú að upphæðin sem
veitt var á s.l. ári fór í e-ð annað en
framkvæmdir við dagheimili norð-
an Glerár. Þar hefur ekkert verið
aðhafst ennþá.
Nú í ár hefur fengist 100 millj.
króna fjárveiting til þessa brýna
verkefnis. Helgi Guðmundsson
(al.þ.b.) bar upp við fyrri umræðu
íjárhagsáætlunar 12.02 1980 að
fjárveiting yrði aukin svo hraða
mætti framkvæmdum og er það
von hópsins að þessi tillaga fái
hljómgrunn.
Og þó svo færi, er það þar með
tryggt að reist verði dagheimili í
Glerárhverfi fyrir þessa peninga?
Getum við íbúar á Akureyri verið
vissir um að bæjarstjórn standi við
loforð sín og áætlanir? Eða er það
ekki markmið þess lýðræðis sem
hér tíðkast að kjörnir fulltrúar sjái
um að koma einmitt því í fram-
kvæmd sem mestu hefur ráðið um
kjör þeirra til embættis, :ekki hvað
síst þegar í fjárh. áætl. er gert ráð
fyrir fé til að standa við gerðar
áætlanir. Það er varla ætlast til að
bæjarbúar hafi skipulegt eftirlit
með því hvort bæjarfulltrúar geri
það sem þeir þiggja laun fyrir?
Soffía G. (alþ.b.) eina konan í
bæjarsfjórn og formaður félags-
málaráðs, sagði við fyrri umræðu
fjárh.áætlunar 12.02. ’80 að auð-
veldlega væri hægt að ljúka dag-
heimilinu í Glerárhverfi á tilsettum
tíma ef aðrir bæjarfulltrúar hefðu
áhuga á því. Hún áleit að áhuga-
leysið stafaði af því að þeir eru
karlmenn sem skortir innsæi í mál
kvenna. Því miður virðist hún hafa
rétt fyrir sér. En til allrar hamingju
hafa ýmsir karlmenn lokið upp
augunum og séð að þetta er einnig
þeirra vandamál. Ástæðan kann að
vera sú að yngri karlmenn andstætt
þeim eldri, taka virkan þátt í
uppeldi barna sinna og eru því
vakandi fyrir því að veita þeim eins
farsælt uppeldi og framast er
kostur. Nema að þeir skilji að
þjóðarskútan myndi laglega sigla
upp á sker ef allar konur yrðu
neyddar aftur inn í eldhús. Hvernig
ætti fiskvinnslan að bjargast án
þátttöku kvenfólks, eða grunn-
skólar bæjarins? hversu margir
karlmenn yrðu til að taka stöðu
kvenfólks á vinnumarkaðinum og
þiggja sömu laun og sömu réttindi
og þær gera? Mér er til efs að þeir
yrðu margir.
Vissulega eru þær konur margar
ekki siður en karlmenn, sem finnst
réttast að mæður séu heima með
börn sín, a.m.k. meðan þau eru
mjög ung. Hér er ekki ætlunin að
ræða þau viðhorf ýtarlega, en
raunveruleikinn bara krefst þess að
fjöldinn allur af ungum sem eldri
konum verður að vinna úti ef
fjölskyldan á að halda þeirri stöðu í
þjóðfélaginu sem henni finnst sæm-
andi. Þá á ég við kaup á eigin íbúð,
sem oft er stökkpallur í stærra
húsnæði svo öll fjölskyldan rúmist
þokkalega einmitt þegar börnin eru
lítil. Þá þarf bíl til ferða til að fá
frá vinnustað og afhenda og sækja
börnin hvar sem þeim annars hefur
verið komið í pössun.
Þegar þar við bætist að ungar,
barnmargar fjölskyldur þurfa að
afla sér alls þessa dýra neysluvarn-
ings og eiga ekkert til að selja eða
láta upp í, neyðast konurnar í
langflestum tilfellum út í atvinnu-
lífið hvort sem þeim finnst það eigi
að vera svo eður ei. Því sæmir ekki
annað en að við fáum barna okkar
gætt á dagheimilum með vel
menntuðu starfsfólki.
Sé horft fram á við er það
sparnaður fyrir samfélagið að hlúa
vel að börnum sínum. Niðurstöður
rannsókna erlendis frá sýna að þau
börn sem eru vanrækt í æsku, verða
iðulega undir í þjóðfélaginu þegar
þau hafa náð fullorðins aldri. Slíkt
kostar samfélagið drýgri skilding
en þann sem fer í rekstur dagvist-
unarstofnana.
Ég er sannfærð um að það eru
margir jafnt karlar sem konur, sem
vilja að öll börn sem þess þurfa fái
pláss á dagheimili. Ef einhver vill
bætast í okkar hóp eða bara
forvitnast um hann, þá get ég vísað
til einhvers af undirrituðum.
Anette Bauder Jensen
Vetrarhátíðin:
Úrslit í svigi og stórsvigi
á fyrsta alþjóðamótinu
ALÞJÓÐAMÓT í svigi sem
haldið er á Islandi fór fram í
Hlíðarf jalli sl. laugardag í
karla- og kvennaflokki. Braut-
arlagningu annaðist Arni Óð-
insson og yfirdómari frá Al-
þjóða skíðasambandinu var
Haakon Rygh frá Noregi.
Helstu úrslit í sviginu urðu
sent hér segir:
Örn
sigursæll í
skautahlaupi
KEPPT var í skautahlaupi sl.
laugardag á skautasvæðinu við
Leirutjiirn. Aðstæður voru
ntun skárri en á föstudeginum
en þá var keppt við mjög erlið
ar aðstæður.
Á laugardag var keppt í 500
og 1500 m skautahlaupi og
sigraði Örn Indriðason í þeim
báðum í karlaflokki. Annar
varð Gunnar Snorrason og
þriðji Sigurgeir Haraldsson.
í piltaflokki sigraði Ágúst
Asgrímsson í 500 m hlaupi, Jó-
hann Ævarsson varð annar og
Bergþór Ásgrímsson þriðji. I
1500 m hlaupinu sigraði Ágúst
einnig, og bróðir hans Berg-
þór varð annar, en Jöhann
Ælvarsson varð þriðji.
Hér koma svo úrslitin:
500 m hlaup karla:
sek.
1. Örn Indriðason SA 50,9
2. Gunnar Snorras. UBK 56,4
3. Sigurgeir Haraldss. SA 57,2
4. Ásgrímur Ágústsson SA 57,3
5. Sigurður Baldurss. SA 57,5
6. Skúli Lórenzson SA 60,2
500 m hlaup pilta:
sek.
1. Ágúst Ásgrímsson SA 58,4
2. Jóhann Æ.varsson SA 61,8
3. Bergjiór Ásgrímss. SA 65,7 *
1500 m hlaup karla:
mín.
1. Örn Indriðason SA 3.00,1
2. Gunnar Sn.son UBK 3.03,3
3. Sigurg. Haraidss. SA 3.12,9
4. Ásgrímur Ágústss. SA 3.21,5
5. Sig. Baldursson SA 3.26,6
1500 m hlaup pilta:
mín.
1. Ágúst Ásgrímss. SA 3.12,1
2. Bergþór Ásgrímss. SA 3.15,9
3. Jóhann Ævarss. SA 3.34,4
Karlaflokkur: sek. Úrslit í svigi drengja 13—14 ára: sek.
1. Sigurður Jónsson I 2. Arni Þór Árnason R 106,71 106,91 1. Erling Ingvason A 2. Arni G. Árnasón H 86,91 87,81
3. Sigbj. Ohnstad Nor. 108,82 3. Jón Björnsson A 87,83
Kvennaflokkur: sek. Úrslit í stórsvigi stúlkna
l. Ásdís Alfreðsd. R 89,12 13—15 ára: sek.
2. Nanna Leifsd. A 90,25 1. Hrefna Magnúsd. A 138,3
3. Ásta Ásmundsd. A 93,11 2. Lena Hallgrímsd. A 142,4
3. Kristín Símonard. D 146,4
Úrslit í svigi drengja 15—16 ára: 1. Ólafur Harðarson A sek. 96,37 Úrslit í stórsvigi drengja 15—16 ára: sek. 1. Guðm. Jóhannsson í 140,0
2. Bjarni Bjarnason A 3. Helgi Eðvarðsson A 98,95 99,81 2. Samúel Bjarnason A 3. Olgeir Sigurðsson H 144.2 144.3
KA-Þór:
Hart var barist
KA á möguleika I 1. deild,
en Þór er í fallhættu
Sl. föstudagskvöld léku í
íþróttaskemmunni KA og
Þór í I. deild. Leikurinn var
þýðingarmikill fyrir bæði
liðin. KA berst um sæti í I.
deild en Þórsarar eru í botn-
baráttunni í deildinni. Strax
á fyrstu mínútu leiksins var
auðséð að bæði liðin ætluðu
sér sigur. KA leiddi allan
leikinn og var yfirleitt 2—3
mörk yfir nema á síðustu
mín. leiksins en þá tókst
Þórsurum að jafna leikinn.
Fyrri hálfleikur var skemmti
legur fyrir áhorfendur sem
voru tjölmargir. í hálfleik var
staðan 13-10 fyrir KA.
í seinni hálfleik var hart
barist og voru KA-menn alltaf
sterkari aðilinn og viirn þeirra
betri. Gauti átti stórleik í
markinu og varði hann 16 skot
í leiknum þar af 3 víti. Þórs-
arar gátu jafnað þegar 1 sek-
únda var eftir þegar þeir fengu
víti en Gauti gerði sér lítið
fyrir og varði hjá Benedikt.
Leiknum lauk með sigri KA
sem skoraði 21 mark, en Þórs-
arar skoruðu 20.
Bestir hjá KA voru [reir Al-
freð og Þorleilur ásamt Gauta.
Hjá Þórsurum voru bestir þeir
Pálmi og Sigtryggur. Tryggvi
og Ragnar markverðir áttu
slæman dag í niarkinu.
Markahæstur hjá KA var Al-
freð með 9 mörk, öll gull-
falleg, og Þorleifur með 4. Her
mann og Jóhann skoruðu 3
hvor.
Hjá Þór voru markahæstir
Sigtryggur með 6 og Benedikt
með 5, Sigurður með 3 og
Pálmi og Árni Stefánssón með
2 hvor.
Dómarar voru að. sunnan og
dæmdu þeir ágætlega.
Eftir þennan leik eru Þórs-
arar í mikilli fallhættu en KA
á stóran möguleika á I. deild.
Þór-Tindastóll:
Slakur leikur
Á laugardaginn léku í 1. deild
í körfubolta Tindastóll-Þór.
Þetta var heimaleikur Sauð-
kræklinga. Leikurinn var
þýðingarlaus fyrir bæði liðin
þar sem Tindastóll var þegar
fallinn niður í II. deild fyrir
þennan leik. Þórsarar voru
búnir að missa af sætinu í
úrvalsdeildinni eftir tvo tap-
leiki fyrir sunnan.
Leikurinn var slakur af
beggja hálfu og í hálfleik var
staðan 35-37. Sigur Þórsara var
aldrei í hættu í seinni hálfleik.
Lokastigatölur urðu 70-93 Þórs
ururn í hag.
Stigahæstir hjá Þór var Gary
Schawarts með 26 stig, Alfreð
með 16 stig og Eiríkur og
Valdimar Júl. með 14 stig
hvor.
Hjá Tindastóli var stiga-
hæstur Kári Maríusson með 22
stig.
I kvöld koma Sauðkrækling-
ar aftur og leika við Þórsara,
en |iað er heimaleikur Þórsara.
Akureyri sigraði
Reykjavík I íshokký
ÍSLANDSMÓT
II. DEILD
Um næstu helgi kemur Aft-
urelding norður og leikur
við Þór á föstudagskvöld kl.
20.30 og KA á laugardag.
Bæði norðanliðin verða að
vinna sinn leik vegna stöð-
unnar í deildinni.
Akureyringar eru hvattir
til að f jölmenna i Skemmuna
og hvetja sína menn.
A LAUGARDAG kepptu ís-
hokkýlið Akureyrai ->g Reykja-
víkur á Vetraríþróttahátíðinni
og sigraði lið Akureyrar með
5 mörkum gegn 4. Veður var
mjög gott, logn og frost og að-
stæður allar hinar ágætustu.
Nokkrum var vísað af velli í
leiknum, t.d. var mönnum úr
liði Akureyringa vísað af velli
í 10 mín. en hjá Reykjavík í
12 mín.
Eyrirliði Akureyrar var Skúli
Lgústsson, en Sveinn Krist-
dórsson var fyrirliði liðs
Reykjayikur.
Þeir sent skoruðu mörkin
voru: Fyrir Akureyri: Sigurður
Baldursson I, Hermann Björns
son 1, Baldvin Grétarsson 1 og
Skúli Agússon 2. Eyrir Reykja-
vík: Sveinn Kristdórsson 2,
Atli Helgason 1 og Rúnar
Steinsen 1.
. Dómarar voru Hallgrímur
Indriðason og Agúst Karlsson,
4.DAGUR
DAGUR.5