Dagur - 18.03.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 18.03.1980, Blaðsíða 6
Gerist áskrifendur. sími: 94167 líeU» noroan land* DAGUR Glerárskóli. Föstumessa verður n.k. fimmtudagskvöld 20. mars kl. 8.30 B.S. Föstumessa miðvikudagskvöld kl. 8.30 í Akureyrarkirkju. Passíusálmar nr. 25, vers 8- 12, 27. sálmur, vers 8-15. 30. sálmur, vers 10-14. Allir velkomnir. P.S. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju á sunnudag kl. 11 f.h. í kirkju og kapellu. Sóknarprestar. Akureyrarkirkja. Messað kl. 2 e.h. n.k. sunnudag. Sálmar nr. 93, 111,288, 89, 526, P.S. Hinn árlegi köku og munabasar Styrktarfélags vangefinna verður haldinn að Hótel K.E.A. sunnudaginn 23. mars kl. 2.00 e.h. Kökum veitt móttaka á sunnudag milli kl. 11 og 13, í Hótel K.E.A. en munum á að skila til Guðrúnar Aspar Ránar- götu 9, fyrir n.k. föstudags- kvöld. Kvennadeildin. I.O.G.T. stúkan Ísafold-Fjall- konar nr. 1 fundur fimmtu- daginn 20. þ.m. kl. 8.30 e.h. að félagsheimili templara Varðborg. Fundarefni: Vígsla nýliða. Mætið vel og stundvíslega. Æ.t. □ Huld 59803197 VI Frá Ferðafélagi Akureyrar. Helgarferð í Mývatnssveit, lagt af stað frá Skipagötu 12, kl. 13.00. laugardaginn 22. mars. Gist 1 Reynihlíð, svefnpokapláss. Komið heim á sunnudagskvöld. Ath. að þátttakendur verða að sjá sér alveg fyrir mat. 30. mars verður skíðagönguferð í Stórhnjúk, eða annað. Skrifstofan er opin á föstu- dögum kl. 18.00 til 19.00. I.O.O.F. 2—1613218'/2 Kristniboðshúsið Zíon sunnu- daginn 23. mars sunnudaga- skóli kl. 11. Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 4.00. Samkoma kl. 20.30. Fréttir frá Kenýa. Tekið á móti gjöfum til Kristniboðs- ins. Allir velkomnir. St.: St.: 59803217 —VIII Hjálpræðisherinn. F immtudag- inn 20. mars kl. 20.30 verður kvöldvaka með happdrætti, og sunnudaginn 23. kl. 17 verður almenn samkoma. Þriðjudaginn 25. mars verð- ur hjálparflokkur. Krakkar, krakkar fundur fyrir börn á fimmtudögum kl. 16.30 og sunnudagaskóli á sunnu- dögum kl. 13.30 Allir vel- komnir. Fíladelffa Lundargötu 12. Al- menn samkoma sunnudag- inn 23. mars kl. 20.30. Jóh- ann Pálsson og frú kveðja. Söngur og hljóðfæraleikur. Almennur biblíulestur fimmtudaginn 20. mars kl. 20.30. Allir velkomnir. Fíla- delfía. Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Biblíulestur á fimmtudögum kl. 20.30. Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30. Sunnudagaskól í Glerár- skóla kl. 13.15. Verið vel- komin. 17 nýir sjúkraliðar IÞANN 1. mars brautskráðust 17 sjúkraliðar frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þar höfðu þeir stund- að rúmlega tveggja ára bóklegt og verklegt nám, en hlotið 34 vikna starfsþjálfun á fimm deildum Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. tremsta rnð, frá v.: Þórunn Sigríður Gunnsteinsdóttir, Akureyri, Þórunn Gróa Jóhannsdóttir, Seyðisfirði, Inga Þóra Gunnarsdóttir, Akureyri, Guðný Björg Jensdóttir, Höfn, Homafirði, Ema Eygló Pálsdóttir, Dalvik, Hulda Sveinbjörg Gunnars- dóttir, Dalvík. Miðröð: Lára Solveig Svavarsdótt- ir, Hálshreppi, A.-Þing., Ragnheiður Sigfúsdóttir, Akureyri, Jónína Reyn- isdóttir Hörgdal, Akureyri, Ásdís 6.DAGUR Björk Bragadóttir, Akureyri, Lovísa Jóhannsdóttir, Hrísey, Sóldís Stefáns- dóttir, Akureyri. Efsta röð: Sigurlaug Hrönn Val- garðsdóttir, Sauðárkróki, Hjördís Gunnarsdóttir, Dalvík, Stefanía Bjömsdóttir, Kópaskeri, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Akureyri, Aðal- heiður Ósk Sigfúsdóttir, Árskógs- hreppi, Eyf. (Ljósm.: Norðurmynd). Eru að safna fyrir sjúkrabíl og gáfu vinnu við uppskipun UM SÍÐUSTU helgi kom áburðarskip til Kópaskers og félagar i Kiwanisklúbbnum tóku að sér að skipa upp áburðinum. Unnu þeir bæði laugardag og sunnudag. Vinnulaunin gáfu þeir, en félagið er að safna fyrir sjúkrabíl. Nú er verið að vinna við innrétt- ingar í bílnum í Reykjavík og er hann væntanlegur til Kópaskers innan tíðar. Heimildarmaður DAGS sagði að það væri eftirtekt- arvert hve mikið félagar í Kiwanis- klúbbnum á Kópaskeri leggðu mikið á sig til að koma áhugamál- um sínum í höfn. át Þökkum innilega auðsýnda samúð og alla hjálp við andlát og jarðarför, GUÐRÚNARJÓHANNESDÓTTUR, Ytra-Hóli Fnjóskadal. Einnig þökkum við öllum, sem studdu hana í veikindum hennar, og þá fyrst og fremst laeknum og starfsliði Lyfjadeildar og B- deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Systkini og aðrir vandamenn. Minning Kristján Vignir Jónsson Garðsvík á Svalbarðsströnd Fæddur 26. júlí 1944 — Dálnn 27. jan. 1980 SKUGGI sorgar hefur hvílt yfir Svalbarðsströnd. Með skömmu bili hafa skörð verið höggvin í raðir starfsmanna Kaupfélags Sval- barðseyrar. Skammt er síðan við Ströndung- ar fylgdum þeim feðgum frá Efri- Dálksstöðum hinsta spölinn, þegar lát Kristjáns Vignis Jónssonar bif- reiðastjóra barst okkur til eyma. Það var reiðarslag sem kom öllum á óvart. Kristján var aðeins 35 ára að aldri er hann lést, reglumaður hinn mesti, og ekki bagaði hann hreyf- ingarleysið, því hann var flestum mönnum starfsamari. Tæp 10 ár eru liðin frá því hann flutti hingað á Ströndina með fjöl- skyldu sinni. Kristján var Vestfirðingur fædd- ur þann 26. júlí 1944, að Lækjarósi í Dýrafirði. Foreldrar hans eru hjónin Rósa Hálfdánardðttir og Jón Óskar Jensson, og var hann annar í röð fimm systkina. Kristján mun hafa verið um fermingaraldur er hann flutti ásamt fjölskyldu sinni að vestan til Eyjafjarðar. Nám stundaði hann í Búnaðar- skólanum að Hólum í Hjaltadal árin 1961-1964. Veit ég að hugur hans stóð ekki til búskapar og árið 1967 hóf hann nám við Vélskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi 1969. Áður hafði hann lokið við að taka meirapróf bifreiðastjóra. Það mun vera um sjö ár síðan Kristján gerðist starfsmaður KSÞ. Brátt kom í ljós að Kristján skipaði sér í flokk þeirra áhugasömu manna, sem hrifust af uppbyggingu og framkvæmdum félagsins. Störf hans báru því ótvírætt vitni, að hann vann því heils hugar. Það kom í hlut Kristjáns að móta flutningakerfi Kaupfélagsins, sem var í endurskipulagningu um það bil er hann kom til starfa. Nutu kostir hans við þessa endurskipu- lagningu sér til hlýtar, ósérhlífni, nákvæmni og vakandi áhugi. Sæluvikan í fullum gangi Sauðárkróki 17. mars leikritinu Týnda teskeiðin eftir EINS og komið hefur fram í KjartanRagnarsson.Húsfyllirvarð blaðinu hófst Sæluvika Skag- og leikhúsgestir ánægðir. G. Ó. firðinga s.l. laugardag með því að Karlakórinn Heimir hélt tvo konserta í Bifröst. Söngstjóri er Sveinn Arne Korshamn og und- irleikari Einar Schveager. Ein- söngvarar með kómum voru Guðmann Tobiasson og Jóhann Friðgeirsson. Aðsókn var góð og kómum vel tekið. í vor hyggur kórinn á söngferð til Noregs. Sigríður Ella Magnúsdóttir og Jónas Gíslason héldu konsert í gær í samkomuhúsinu við góða aðsókn og frábærar undirtektir. Varð söngkonan að syngja mörg auka- lög. I gærkveldi var frumsýning á Góðar gjafir til sjúkrahúss Siglufjarðar SJÚKRAHÚSI Siglufjarðar hefur borist gjöf frá kvenfélagi sjúkrahússins, sem gaf þvi bað- lyftivagn sem kemur að miklu og góðu gagni. Ennfremur hafa hjónin Liney Elíasdóttir og Þorvaldur Þorleifsson gefið málverk af Steingrimi Einars- syni, sem var yfirlæknir sjúkra- hússins 1928-1941. Þegar ákveðið var að Kaupfélag Svalbarðseyrar hæfi á ný fastar ferðir með vörur á milli Svalbarðs- eyrar og Reykjavikur þótti sjálfsagt og eðlilegt að Kristján tæki þann starfa að sér. Valt mikið á að til þessa starfs veldist hæfur og dug- andi maður. Er það samdóma álit þeirra er best þekkja til, að þarna hafi Krisján unnið mikilvægt brautryðjendastarf. Hirðusemin með hin dýru flutningatæki, sem honum voru fengin til umráða var með þeim hætti, að eftir var tekið. Hvert orð hans stóðst. Með vökulli eftirtekt og með hag Kaupfélagsins í hugí. gætti hann þess að hver ferð nýttist sem best. Ég minnist þeirra stunda, sem við áttum saman með þakklæti og fyrir hönd allra, sem við Kaupfélag Svalbarðseyrar starfa færi ég hon- um hjartans þakkir fyrir áhugann og þá drenglund, sem hann jafnan sýndi. Þungur harmur er kveðinn að foreldrum, systkinum og ástvin- um öllum. Þeim votta ég dýpstu samúð og við Guð að blessa minningarnar um góðan dreng. Karl Gunniaugsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.