Dagur - 01.04.1980, Síða 5
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Vetraríþrótta-
miðstöðin
í Hlíðarfjalli
I Hlíðarfjalli ofan Akureyrar er nú
ein besta aðstaðan sem völ er á
hér á landi til iðkunar skíðaíþrótt-
arinnar. Fjallið sjálft býður upp á
gífurlega möguleika og veðráttan
er oftast ákjósanleg. En það sem
gerir gæfumuninn eru mannvirkin
sem reist hafa verið í fjallinu á
undanförnum árum og áratugum.
Þar er að finna fullkomnustu
skíðalyftu landsins og eina raun-
verulega skíðahótelið með nauð-
synlegri aðstöðu fyrir almenning.
Það mikla starf sem unnið hefur
verið í Hlíðarfjalli í þágu þessarar
almenningsíþróttar er til sóma og í
langan tíma hefur Akureyri verið
sannkölluð skíðaparadís. Ekki
aðeins fyrir heimamenn — heldur
líka fyrir þúsundir annarra lands-
manna. í Hlíðarfjalli er ákjósanleg
aðstaða til hverskyns útivistar —
og allt er þetta aðeins steinsnar
frá bænum.
Nú í Dimbilviku flykkist fólk til
dvalar um páskana og eru t.d.
fólksflutningarnir milli Akureyrar
og Reykjavíkur ffyrir og eftir páska
að þessu sinni svipaðir og allan
desembermánuð í fyrra. Meðal
þeirra gesta sem heimsækja Ak-
ureyri um páskana eru keppendur
á skíðalandsmóti. Akureyringar
munu kappkosta að veita öllum
þessum gestum sínum sem besta
þjónustu.
Það má ekki gleymast að sífellt
þarf að huga að frekari uppbygg-
ingu og endurbótum í Hlíðarfjalli.
Bæjarfélagið og jafnvel fyrirtæki í
bænum ættu að sjá sér hag í því
að gera veg Akureyrar sem vetr-
aríþróttamiðstöðvar sem mestan
og hlúa að þessari starfsemi og
styrkja hana eftir bestu getu.
Það er staðreynd sem ekki
verður á móti mælt að kyrrsetu-
mönnum er hreyfing nauðsynleg.
Ef þeir stunda t.d. skíðaíþróttina
eða fara í fjallgöngur eru þeir að
minnka líkurnar á ýmsum sjúk-
dómum, sem gjarnan herja á nú-
tímafólk. Ef til vill ættu opinberir
aðilar, í samráði við forráðamenn
íþróttahreyfingarinnar, að hefja
enn eina áróðursherferðina og
hvetja fólk til að notfæra sér enn
frekar staði eins og Hlíðarfjall.
Fyrirbyggjandi aðgerðir hafa oft
reynst happadrýgstar, en því mið-
ur er skilningur á því tæpast næg-
ur meðal þeirra, sem fara með
fjármál almennings.
A þingum U.M.S.E. er tilkynnt um kjör íþróttamanns félagsins og einnig
er veittur hinn svokallaði Félagsmálabikar, sem Ungmennasamband
Skagafjarðar gaf U.M.S.E. á 50 ára afmœli þess. Hann er veittur því
félagi sem talið er að hafi staðið sig best í almennum félagsmálum á liðnu
ári. Að lokum er það Sjóvábikarinn sem er veittur því félagi sem er með
flest stig samanlagt úr öllum mótum á vegum sambandsins á undan-
gengnu starfsári.
Það var Hólmfríður Erlingsdóttir sem var kjörinn íþróttamaður
U.M.S.E. 1979. Jóhannes sagði í ávarpi er hann flutti þegar úrslit voru
kunngerð að Hólmfríður væri vel að viðurkenningunni komin; hún vœri
búin að keppa fyrir U.M.S.E. í nokkur ár og ávallt verið í fremstu röð
íþróttakvenna á landinu. Ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd hlaut
bœði Félagsmálabikarinn og Sjóvábikarinn. Starf Reynis stóð með
miklum blómaás. I. ári og sagði Jóhannes að það vœri athyglisvert aðallt
fólkið á svœði Reynis stœði sem klettur bak við félagið.
Fundargestir á tröppum Þelamerkurskóla. Myndin er tekin seinni þingdaginn. Mynd: á.þ.
anna við íþróttahreyfinguna í
landinu. Hlutverk U.M.S.E. er
fyrst og fremst að sjá um alla
sameiginlega starfsemi félaganna
og þar ber hæst ýmiskonar móta-
hald. Skrifstofan, sem er opin
eftir hádegi tvisvar í viku, hefur
annast margvíslega þjónustu. Það
er líka hlutverk stjórnar U.M.S.E.
að fylgjast með starfi ungmenna-
félaganna á svæðinu og grípa inní
ef okkur finnst að eitthvert félag-
ið sé að heltast úr lestinni.
— Góð aðstaða til að halda mót
og œfa hlýtur að vera ein aðalund-
irstaðan fyrir velgengni ung-
mennafélaga. Hvað er um þau mál
að segja á svœði U. M. S. E. ?
— Ég vildi fyrst taka fyrir fé-
lagslega þáttinn, en þar erum við
vel sett. Það eru líklega félags-
heimili í öllum sveitarfélögum á
svæðinu og því vel búið að þeim
þætti. En þá komum við að
íþróttaaðstöðunni. Á sambands-
svæðinu er eitt íþróttahús. Það er
á Dalvík og er ekki af fullri stærð
— að auki er það fullnýtt af Dal-
víkingum. Þegar við höfum
kvartað við sveitarstjórnir hafa
þær oft bent á að stutt sé til Ak-
ureyrar. Staðreyndin er hinsvegar
sú, að íþróttahúsin þar eru svo
ásetin að illmögulegt er að fá
tíma. Blaklið U.M.S.E. til dæmis
hefur þurft m.a. æfa í miðnætur-
tímum í íþróttahúsi á Akureyri!
Ef við snúum okkur að íþrótta-
völlum er ástandið mun betra.
Við höfum nokkra ágæta knatt-
spymuvelli og góða frjálsíþrótta-
aðstöðu í Árskógi, en enn vantar
fyrsta flokks keppnisvöll í frjáls-
um íþróttum. Við viljum ekki
vera með of mikinn barlóm, en
það er orðið mjög mikilvægt að fá
íþróttahús á svæðið.
— Hverning gengur ung-
mennafélögunum að laða til sín
nýja meðlimi?
— Það er svolítið misjafnt eftir
félögum, en á þessum vettvangi
megum við ekki sofna á verðin-
um. Ef unglingarnir koma ekki
inn á aldrinum 14-16 ára er hætl
við að þeir taki aldrei þátt í starfi
síns ungmennafélags. Það er mis-
(Framhald á bls. 6).
UNGMENNAFELÖGIN:
POTTURINN
OG PANNAN
í ÞVI SEM GERIST Á FELAGSMALASVIÐINU f SVEITUNUM
Þegar mars var um það bil að
Ijúka hélt U.M.S.E. 59. árs-
þing sitt í Þelamerkurskóla í
Hörgárdal. Um 60 manns
mættu til þingsins og fjölluðu
þar um ýmis mál — m.a. um
landsmót ungmennafélaganna
sem ráðgert er að halda á Ak-
ureyri sumarið 1981. Starf
ungmennafélaganna er mjög
fjölþætt. í hinum fámennari
sveitarfélögum eru þau pott-
urinn og pannan í hverju því
sem gerist á félagsmálasviðinu
og gegna víða mikilvægu hlut-
verki í uppeldislegu tilliti. Ein-
hver sagði að starf búnaðar-
samtaka við Eyjafjörð væri
ekki eins gróskumikið og raun
ber vitni, ef félagarnir hefðu
ekki alist upp í ungmennafé-
lögunum. AIIs eru það 13 ung-
mennafélög sem mynda
U.M.S.E., en félagssvæðið er
Eyjafjarðarsýsla að Akureyri
undanskilinni. Svalbarðs-
strönd telst einnig til umráða-
svæðis U.M.S.E. Skráðir fé-
lagar eru nú um 1200, en fé-
lagsgjöld greiða um 950.
FÉLAGSMÁLASKÓLI
SVEITANNA
Á umræddu ársþingi var
Jóhannes Geir Sigurgeirsson var
endurkjörinn formaður U.M.S.E.
og er hann því að hefja sitt þriðja
ár sem formaður. Blaðam. DAGS
hitti Jóhannes skömmu eftir
þingið og var hann í upphafi
inntur eftir helstu málum, sem
það tók til meðferðar.
— Það var fyrst og fremst
undirbúningur fyrir landsmótið,
en ef við lítum á nánustu framtíð
þá er það helst að halda uppi
öflugu fjáröflunarstarfi. Þar
verða ungmennafélagar að halda
vökunni því fé til reksturs er eilíft
vandamál. Samkvæmt þingssam-
þykktum verður mikið um að
vera í sumar. Mót verða að vísu
með hefðbundnum hætti i frjáls-
um íþróttum og knattspyrnu.
Einnig verður keppt í sundi og
handknattleik á að gera betri skil
en gert hefur verið. Starf ung-
mennafélaganna á sumrin er
orðið ákaflega viðamikið: Sem
dæmi má nefna að s.l. sumar féll
ekki úr sú vika að sambandið
stæði ekki fyrir móti einhvers-
staðar.
— Þegar starfið er orðið jafn
unfangsmikið eins og reyndin er
með U.M.S.E. — er ekki nauð-
synlegt að hafa fastan starfsmann?
— Jú, U.M.S.E. var braut-
ryðjandi í því að hafa ráðinn
framkvæmdastjóra og það hefur
aldrei fallið niður. En fjárhags-
ástæður undanfarinna ára hafa
gert það að verkum að starfið er
ekki fullt. S.l. ár t.d. var starfið
reiknað frá 'A og upp í Vt starf.
Hitt er svo aftur annað mál að
þáverandi starfsmaður hafði í
huga verkefnin sem lágu fyrir, en
Trillukarl skrifar vini sínum opið bréf
. . Akureyri 1980 3003
Kœri vinur.
Ég skrifa þér þessar línur eigin-
lega til aðvörunar. Ég frétti að þú
værir tilvonandi trillueigandi á
þessum, frá náttúrunnar hendi,
besta smábátastað á íslandi.
Eins og þú kannski veist, keypti
ég mér trillubát. Þar með hafði 25
ára draumur ræst.
Jæja, til Akureyrar kom báturinn
í haust. Viðlegupláss var ekkert að
fá, svo að ég batt bátinn við
bryggjuna neðan við slippinn. Ég
hafði frétt á skotspónum að fyrir
lægi teikning af viðleguplássum
fyrir smábáta út í Bót, sem kallað
er, og þar yrði jafnvel hafist handa
á því herrans ári 1980.
Ég tók síðan bátinn upp á land
og fór að ditta að honum skrapaði
hann og málaði frá masturstopp
niður í kjöl.
Og nú er vorið að koma og jafn-
framt því, löngunin til þess að setja
bátinn á flot. En þá byrja ljónin að
birtast á veginum. Hvar á að hafa
bátinn þegar hann hefur verið sjó-
settur?
I vandræðum mínum fór ég til
hafnarstjóra, sem tók mér með alúð
ogkurteisi, en því miður sagði hann
eru engin viðlegupláss laus og
engrar stækkunar von á næstunni
og þó nokkrir á biðlista. Það eina
sem hann getur gert er að leyfa mér
að fylgjast með því ef pláss losna,
og ekki meira um það.
En nú langaði mig til að kynnast
viðhorfum hafnarnefndar í málinu,
svo að ég hringdi í einn af hafnar-
nefndarmönnum og spurði hann
álits. Af því samtali skildist mér að
þeir hafi ekki áhuga fyrir óarðbær-
um framkvæmdum. Það er að
segja, að tekjur af viðleguplássun-
um eru litlar sem engar, sem dæmi
um má nefna að leiga af viðlegu-
plássi árið 1978 var kr. 4000, 1979
kr. 15.000 og 1980 kr. 30. þús.
(Hundaskattur er 30. þús.) Setjum
svo að leiga af viðleguplássi væri
100. þús þá yrðu tekjur af þessu
15-20 milljónir króna árlega. Sá
sem ég talaði við sagði einnig, að
sumir virtust eiga erfitt með að
borga þessar krónur. Samt taldi
hann að einu framkvæmdirnar sem
að dýpka og endurbæta fyrir þá
sem þegar hafa lægi, en ekiki að
fjölga plássum, svo að þeir sem á
hrakhólum eru fái einhversstaðar
afdrep. Sem sagt, með þessu virðist
eiga að stöðva fjölgun smábáta á
sama tíma og bæjaryfirvöld ætla að
fylla hluta af höfninni til að mæta
ört vaxandi fjölgun bíla. Jæja,.svo
mörg voru þau orð, þetta v.erður
ekki lengra núna, en ég skal lofa
þér að fylgjast með framvindu
mála. Vertu ævinlega sæll og
blessaður. ^rnj yaiur Viggósson.
Jóhannes og Hólmfrfður. Mynd: á.þ.
ekki hvort starfið væri hálft eða
heilt.
— Hvað um vetrarstarf ung-
mennafélaganna?
— Það er gróskumikið. Félög-
in keppa t.d. í bridge og skák og
U.M.S.E. sér um skólamót á
svæðinu. Annars má geta þess að
félögin hafa stundum verið köll-
uð „félagsmálaskóli sveitanna".
í strjálbýlinu eru það ung-
mennafélögin sem halda uppi
öllu íþróttastarfi og sérstaklega í
fámennari sveitarfélögum eru
þau miklu meira. Þar leitast þau
við að sinna félagslífi á sem
breiðustum grundvelli. Á veturna
má minna á að leiklistarstarf er
mikilvægur þáttur í starfsemi
sumra félaganna.
ÆFA BLAK UM
MIÐNÆTTI
— Nú hefur þú gefið okkur ör-
litla skilgreiningu á starfi ung-
mennafélaganna. Hvað með þátt
U.M.S.E. í starfi þeirra?
— I upphafi má geta þess að
sambandið er tengiliður félag-
. . . . Forsetar þingsins voru þeir
Páll Garðarsson frá Árroðanum
og Gísli Pálsson, frá Ung-
mennafélagi Skriðuhrepps.
Gestir þingsins voru m.a. þeir
Pálmi Gíslason, formaður
U.M.F.Í, Sigurður Geirdal
framkvœmdastjóri U.M.F.t. og
frá /. S. í. voru mœttirþeir Sveinn
Björnsson varaforseti og Sigurð-
ur Magnússon útbreiðslustjóri.
Einnig sátu landsmótsnefndar-
menn þingið sem gestir.............
.... Stjórn U.M.S.E. skipa
nú: Jóhannes Geir Sigurgeirs-
son, formaður, Vilhjálmur
Björnsson, varaformaður, Þórir
Snorrason, ritari, Gylfi Jónasson
gjaldkeri og meðstjórnandi er
Magnús Jóhannsson. í vara-
stjórn eru: Árni Arnsteinsson,
Ólafur Tryggvason og Klœngur
Stefánsson.
KA tapar 21-18 fyrir fyrir Fylki:
Leikmaður nr. 8 hjá Fylki tekur blfðlega á móti Alfreð Gíslasyni. Mynd: Ketill.
Hvað qerist næst
Og svo
vann
Fylkir
Þór
22-18
Á laugardaginn kepptu Fylkir
og Þór, og var þar barátta botn
og toppliðs. Þórsarar byrjuðu
nokkuð vel og áttu ágæta leik-
kafla. Þess í milli datt allt niður í
meðalmennskuna, og þá gerðu
Fylkismenn hvert markið á
fætur öðru. Þrátt fyrir góða við-
leitni Þórsara tókst þeim ekki að
veita Fylkir þá keppni sem búist
hafði verið við af þeim. í hálf-
leik var staðan 11-8 fyrir Fylki
og þegar flautað var til leiksloka
var staðan 22-18 og öruggur
sigur Fylkis í höfn og jafnframt
sigur í annarri deild. Leika þeir
því í fyrstu deild á næsta ári.
Dómarar í þessum leik voru
þeir sömu og hjá KA og eiga
þeir mikið hrós skilið fyrir mjög
góða dómgæslu.
Eftir úrslit helgarinnar í handbolt-
anum er staða Akureyrarfélaganna
mjög misjöfn. K.A hafnaði í öðru
sæti deildarinnar með 20 stig ásamt
Þrótti, en Þórsarar höfnuðu í næst
neðsta sæti, rétt á undan nöfnum
sínum úr Vestmannaeyjum, sem
falla í deild. Þórsarar verða þvi að
leika aukaúrslitaleik við næst efsta
lið þriðju deildar, sennilega ÍA, um
veru sína í annarri deild á næsta
keppnistímabili. Þeir hafa fyrr i
vetur tapað fyrir lA og geta eflaust
gert það aftur.
Ef það gerist er það rothögg á
handbolta hjá meistaraflokki fé-
Fram-stúlkur
unnu stöllur
sínar úr Þór
Á laugardaginn léku Þór
og Fram í fyrstu deild
kvenna í handknattleik.
Framstúlkurnar sigruðu
örugglega gerðu 22 mörk á
móti 14 hjá Þór. t hálflcik
var staðan 12-7 Fram í vil.
Framstúlkurnar eru efstar í
fyrstu deild kvenna, en Þór
neðarlega í deildinni, en þó
ekki í fallhættu.
lagsins því mikill munur er á því að
leika í annarri eða þriðju deild. Það
er því einlæg von íþróttasíðunnar að
þeir bjargi sér ýfir þennan erfiða
hjalla, því liðið hefur á að skipa
mjög góðum einstaklingum í íþrótt-
inni, en það er eins og einhvern
neista vanti í liðið.
KA stendur líka í ströngu þessa
daga. KA þarf að leika aukaleik við
Þrótt um það hvort liðið lendir
endanlega i öðru sæti deildarinnar,
og fær þá jafnframt rétt til að leika
við næst neðsta lið fyrstu deildar um
sæti í þeirri deild næsta keppnis-
timabil. Það yrði mikil lyftistöng
fyrir handknattleikinn hér í bæ, að
annað hvort félagið leiki í fyrstu
deild og vonandi standa KA menn
sig vel í þessum leikjum og flytjast
upp í fyrstu deild. Þeir standa lika í
ströngu á öðrum vígstöðum. Þeir
eru i fjögurra liða úrslitum i bikar-
keppni HSl, og eiga að leika við
KR. Ef þeim tekst að vinna þann
leik lenda þeir í úrslitaleik á móti
Val eða Haukum. Handknattleiks-
vertíðin er því ekki endanlega búin
ennþá þótt farið sé að vora.
Fyrstu deildar lið Þórs í hand-
knattleik kvenna er einnig í fjögurra
liða úrslitum bikarkeppni HSl, og
eiga að leika við Ármann. Þórs-
stúlkurnar eiga mikla sigurmögu-
leika í þeim leik og komast því von-
andi í úrslitaleikinn.
Draumurinn um 1.
deild úr sögunni?
Það var mikið um að vera í
íþróttaskemmunni á föstu-
dagskvöldið. Þá voru rúm-
lega sex hundruð manns
mætt til að hvetja KA til sig-
urs yfir Fylki í annarri deild í
handbolta. KA þurfti aðeins
eitt stig úr þeim leik tii að
tryggja sér sigur í deildinni.
Fylkismenn voru hins vegar
ekki á því að gefa neitt eftir í
leiknum, því ef þeir innu bæði
KA og Þór yrðu þeir sigurveg-
arar í deildinni. Lukkudísirnar
voru KA ekki hliðhollar í þess-
um leik, því KA varð að sætta
sig við tap. Fylkir gerði 21 mark
en KA 18.
Það var KA sem gerði tvö
fyrstu mörkin í leiknum og fram
eftir fyrri hálfleik höfðu þeir
ávallt forustu, eitt eða tvö mörk.
Á 18. mín, jafna Fylkismenn
8-8.
Þá kemur hins vegar góður
leikkafli hjá KA og það sem
eftir er hálfleiksins gera þeir
fjögur mörk en Fylkir aðeins
eitt, þannig að staðan í hálfleik
var 12-9 KA í vil.
Fyrstu mín síðari hálfleik
urðu algjör martröð fyrir KA,
og hefur það sennilega gert út
um leikinn. Sami maður fór eins
inn úr sama horni þrisvar sinn-
um og skoraði þrjú eins mörk,
og jafnaði 12-12. Síðan sást
13-13, 14-14, 15-15, 16-16, enþá
fór að síga á ógæfuhliðina fyrir
KA og Fylkir náði forustunni.
Markmaður Fylkis varði líka
eins og ljón og m.a. þrjú vítaköst
í síðari hálfleik.
Það var sama hvað reynt var
síðustu mín., en ekkert
heppnaðist hjá KA mönnum og voru Karl Jóhannsson og
leikurinn tapaðist 21-18. Gunnlaugur Hjálmarsson og
Mjög góðir dómarar leiksins dæmdu þeir mjög vel.
4.DAGUR
DAGUR.5