Dagur - 15.04.1980, Page 8

Dagur - 15.04.1980, Page 8
RAFGEYMAR í BfUNN. BÁTINN, VINNUVÉLINA Nýju tekjustofnalögin bæta stöðu bæjarsjóðs Þriðjudaginn 8. apríl var fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs Akur- eyrar afgreidd við síðari um- ræðu. AHmiklar breytingar höfðu verið gerðar á frum- varpinu frá því að það var lagt fram til fyrstu umræðu. Höf- uðástæður fyrir breytingunum voru þær að Alþingi samþykkti heimild tii sveitarstjórna að leggja á allt að 12,1% (miðað við 11% s.l. ár). Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti að nýta þessa heimild vegna mikillar nauðsynjar á auknum tekjum en sveitarstjórnir víðast hvar á landinu hafa lagt áherslu á að fá álagningarprósentuna hækkaða. Við endurskoðun á áætluðum útsvarstekjum þótti rétt að gera ráð fyrir minni hækkun, en lagt hafði verið til við fyrstu umræðu. Því hækkuðu útsvörin aðeins um 226 milljónir króna eða úr 2800 milljónum í 3026 milljónir króna. Viðbótum verður ráðstafað á eftirfarandi hátt: - vegna sumar- dvalar þroskaheftra barna 5,5 milljónir - hækkun á viðha’ldi dagvistunarstofnana 6 milljónir - byggingarstyrkur til dvalarheim- ilanna hækkar um 16 milljónir - framlag til myndlistarskólans vegna stofnbúnaðar 3 milljónir - hækkun til Iþróttabandalags Ak- ureyrar 2 milljónir (verður 28 milljónir) - vegna skipulags og byggingamála 11 milljónir - til gatnagerðar 25 milljónir - fram- lag til nýbyggingar F.S.A. hækkar um 6 milljónir (verður 148 milljónir) - nýr liður vegna kaupa á húsnæði handa Tónlistarskóla Akureyrar 40 milljónir (í staðinn fellur niður 10 milljón króna framlag til Tónlistarskólans vegna nýbyggingar) - framlag til iþróttahússins hækkar um 25 milljónir og verður 245 milljónir - til kaupa vegna malbikunar- stöðvar 45 milljónir. - Gert er ráð fyrir að lántökur lækki um 49 milljónir vegna þessara viðbótar- tekna og verði 395 milljónir króna. Auk þess eru nokkrar smærri breytingar sem ekki er þörf á að geta hér. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar eru u.þ.b. 6.124 milljónir króna og hækkunin frá fyrra ári er sem næst 60%. Gatnagerð Þar sem fjárhagsáœtlun liggur nú fyrir i endanlegu formi er rétt að gefa bœjarbúum hugmynd um hvað verður t.d. gert í gatnagerð. Til gatna- gerðar, viðhalds og nýrra framkvœmda verður varið rúmum 1300 milljónum. Stœrslu liðir í því sambandi eru - nýbygging gatna 260 milljónir - malbikun gatna 320 milljónir - malbikun gangstétta 50 milljónir - 100 milljónum króna er óráðstafað. • ■ S ■ - Verkefnin eru óteljandi hjá stóru bæjarfélagi. Hér eru starfsmenn bæjarins að malbika. Mynd: á.þ. Nýbyggingar Áður vargreint frá framlögum til F.S.A., enþangaðfara 148milljónir og 18 milljónir vegna tœkjakaupa. Þetta er nokkuð hœrri upphæð en sem svarar mótframlagi rikisins. Til Glerárskóla verður varið 150 milljónum - til svœðisíþróttahússins 245 milljónum (framlag ríkisins er aðeins 75 milljónir) - vegna dagvistunarstofnunar í Glerárhverfifara 100 milljónir - til bygginga leiguíbúða 50 milljónir - til verkmenntaskóla fara alls 30 milljónir - sundlaug í Glerárhverfi 25 mil/jónir - til Byggingasjóðs verkamanna 100 milljónir - til nýrra leikvalla og leikvallarhúss 29 milljónir. Sigurður Óli Brynjólfsson. Að afgreiðslu fjárhagsáætlunar- innar stóðu allir bæjarfulltrúamir, að undanskildum fulltrúum sjálf- stæðismanna, sem áttu erfitt með að vera bæði sammála og ósam- mála niðurstöðutölum fjárhags- áætlunarinnar og kusu því að sitja hjá, þegar áætlunin var borin undir atkvæði. Meirihluti bæjarstjórnar telur að eftir að tekjuheimildin var rýmkuð, sé áætlunin raunsæ og við hana sé hægt að standa í öllum aðalatriðum — svo fremi að verðbólgan rjúki ekki upp úr öllu valdi, en t.d. er talið að launaliðir áætlunarinnar geri ráð fyrir allt að 50% verðbólgu. Þótt að við fyrstu gerð áætlunar- innar hafi verið gert ráð fyrir meiri lántökum, en varð við síðari um- ræðu, var það aðeins af illri nauð- syn og óvíst hvort þau lán hefðu yfirleitt fengist, þar sem lánamark- aður sveitarfélaga er þröngur eins og flestra annarra fyrirtækja. Auk fjárhagsáætlunar fyrir bæj- arsjóð Akureyrar hafa verið gerðar fjárhagsáætlanir fyrir Vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar og voru þær samþykktar af öllum bæjarfulltrúum. Afkoma þessara fyrirtækja er og hefur verið vel viðunandi. Þau munu geta sinnt þeim verkefnum sem af þeim er búist í vaxandi bæjarfélagi. Enn er eftir að gera áætlun fyrir Hafnar- sjóð og ekki þarf að minna bæjar- búa á þau miklu verkefni sem Hitaveita Akureyrar þarf að leysa, en þau eru fjármögnuð að miklu leyti með erlendum lánum. (Bygg1 A viðtali við Sigurð Óla Brynjólfs- son, bæjarráðsmann). Sigur- björg aflahæst Ólafsfirði 8. apríl Þrjá fyrstu mánuði ársins komu á land í Ólafsfirði 4.014 tonn af fiski. Miðað við sama tíma í fyrra fyrra er aflaaukningin um 1100 tonn. Af þessum 4000 tonnum hafa netabátar fiskað 1169 tonn, sem er 377 tonnum minna en í fyrra. Þrír togarar eru gerðir út frá Ólafsfirði og frá áramótum er Sigurbjörgin aflahæst með alls 1600 tonn. Togararnir komu með 3.255 tonn til löndunar í heimahöfn. Fyrir rúmri viku kom Sigur- björgin inn með rúm 250 tonn. Aflinn var blálanga og karfi. Sól- berg kom tii hafnar á föstudaginn langa með fullfermi. Landað var úr togaranum á mánudag og þriðju- dag. Gefa Lions- mönnum rauð- magann Raufarhöfn 8. apríl Grásleppuveiðin gengur ágæt- lega héðan frá Raufarhöfn. Sjó- mennirnir koma gjarnan með rauðmagann að landi og láta í hendur Lionsmenna, sem síðan skera hann og senda til Reykja- víkur, í fiskbúðina Sæbjörgu. Þeir peningar sem fást eru lagð- ir í ýmis góð málefni. Þetta er ein aðaltekjulindin fyrir Lions- mennina. Þeir hafa m.a. styrkt viðgerðina á kirkjunni, sem ráðgert er að ljúki í vor. Það má heita að kirkjan sé orðin ný. Þrátt fyrir það þarf ekki að endurvígja hana, því hún var byggð upp í sömu mynd og áður. Kirkjukórinn á Raufarhöfn, ásamt barnakórnum, hélt fyrir skömmu hljómleika á Raufarhöfn, Þórshöfn og Vopnafirði. Stjórn- andi var Stephen Yates. Hann er Breti og þetta er annar veturinn hans hér á Raufarhöfn, en nú starfar hann sem skólastjóri Tón- listarskólans. í ferðalagi kóranna stjórnaði hann, lék á píanó og org- el. Það var hreinasti hvalreki fyrir okkur að fá þennan mann til Raufarhafnar, enda er hann háskólamenntaður í tónlist. Við vitum að hann ætlar að vera hér líka næsta vetur, en vonandi verður það ekki sá síðasti. G. ö. R. VILJA SPARA HUSBYGGJENDUM FÉ OG ÓÞARFA FYRIRHÖFN f vikunni opnuðu Tækniteikni- stofan s.f. og Raftákn h.f. teiknistofur í eigin húsnæði að Glerárgötu 34 Ak. Húsnæðið er um 120 fermetrar að stærð og nýta stofurnar það að mestu sameiginlega. Raftákn h.f. var stofnað á miðju ári 1976 af þeim Árna V. Friðrikssyni og Jó- hannesi Axelssyni ásamt með aðstandendum Rafhönnunar í Reykjavík. Verksvið Raftákns h.f. hefur síð- an verið mest við hönnun og gerð raflagnateikninga, einlínu og fjöl- línumyndir af stýrikerfum, gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana ásamt eftirlits og ráðgjafaþjónustu við setningu raforkuvirkja og lýs- ingakerfa. Starfsmenn eru tveir til þrír. Tækniteiknistofan s.f. var stofn- að í upphafi ársins 1977 og annast gerð allra húsateikninga svo sem: Bygginganefndarteikninga, vinnu- teikninga, frárennslis-, vatns- og miðstöðvarteikninga, ásamt burð- arþolsteikningum. Þá annast Tækniteiknistofan s.f. einnig gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana og eftirlit með byggingafram- kvæmdum. Eigendur eru þeir Haraldur Árnason og Aðalsteinn Júlíusson. Starfsmenn eru þrír til fjórir. Megin tilgangur þessarar sam- vinnu um húsnæði er að gefa hús- byggendum kost á að fá allar teikningar á sama stað og spara fé þeim fé og fyrirhöfn. Eigcndur Tækniþjónustunnar t.f.v.: Jóhunncs Axelsson, Aðalstcinn Júlfusson, Har- aldur Arnason og Árni Friðriksson. Mynd: h.s.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.