Dagur - 30.06.1981, Blaðsíða 1
HÁTÍÐNIBYLGJUR Á MÝSNAR
TRÚLOFUNAR*
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
i SIGTRYGGUR & PÉTUR
1 AKUREYRI
64. árgangur
aa—mmb—ea
Akureyri, þriðjudagur 30. júní 1981
Hann var svo sannarlega kraftmikill söngurinn sem hljóm-
aði Guði til dýrðar í íþróttaskemmunni á Akureyri á
sunnudag, en þar var haldin sönghátíð kirkjukóranna i
Hólastifti í tilefni kristniboðsársins. Þegar kórar prófast-
dæmanna á Norðurlandi sungu allir saman voru rétt tæplega
500 manns á sviðinu. Það var áhrifamikil stund sem seint
gleymist þeim sem þátt tóku í eða á horfðu. Mynd: H. Sv.
FLEIRIKÆRÐIR VEGNA
STULDS Á HEITU VATNI
Framkvæmdir
hafa taf ist í eitt ár
„Ástæðan fyrir því að það dregst
svo mjög að koma nýju verslun-
armiðstöðinni í gagnið er fyrst
og fremst sú, að verktakinn hef-
ur ekki skilað af sér til þeirra
sem eru búnir að kaupa aðstöðu,
en það átti að vera búið að skila
þessu til kaupenda í ágúst á síð-
asta ári,“ sagði Brjánn Guð-
jónsson, deildarstjóri matvöru-
deildar KEA, er hann var inntur
eftir því hvað það væri sem ylli
því að verslunarmiðstöðin við
Sunnuhlíð í Glerárhverfi væri
enn ekki komin í gagnið.
Húsnæðið sem verslunarmið-
stöðin á að vera í er enn ekki orðin
fokheld og er því a.m.k. ári á eftir
áætlun. Upphaflega hafði t.d. verið
áætlað, að kaupfélagið hæfi versl-
unarrekstur í verslunarmiðstöðinni
um mitt þetta ár, að sögn Brjáns, en
hann kvaðst vonlítill um að unnt
yrði að byrja fyrr en eitthvað væri
liðið á næsta ár, eins og útlitið væri
í dag.
Tryggvi Pálsson, framkvæmda-
stjóri Smára h.f., sem annast bygg-
ingu hússins, sagði í viðtali við Dag,
að skýringin á þessum töfum væri
einkum fjármagnsskortur, þar sem
enn hefði ekki selst nógu mikið af
húsnæðinu og Smári h.f. hefði þvi
þurft að fjármagna bygginguna í
meira mæli en ætlað hafði verið. 14
aðilar hafa nú keypl, en um 30%
húsnæðisins er óselt ennþá. að sögn
Tryggva.
Framkvæmdir við bygginguna
voru í lágmarki í vetur. en nú er
unnið af fullum krafti við mið-
stöðvarlagnir og múrverk.
Næstkomandi mánudag, 6. júlí,
fara tveir unglingar frá Akureyri
til vikudvalar í skákskóla Coll-
ins í New York í Bandaríkjun-
um. Alls fer þrjátíu manna hóp-
ur í þessa ferð, þ.e. 20 unglingar
til skákkeppni við nemendur
skólans, sem m.a. hefur getið sér
það til frægðar, að þar hóf Fis-
her, fyrrum heimsmeistari í
skák, sinn skákferil.
Unglingarnir sem fara frá Akur-
eyri eru Níels Ragnarsson og Einar
Héðinsson, en með þeim í förinni
verður Karl Steingrímsson, for-
maður Skákfélags Akureyrar. ís-
lenskir unglingar hafa áður farið til
keppni við unglinga í skákskólan-
um og eins hafa unglingar úr skák-
skólanum komið hingað. Nú eru
þessar heimsóknir komnar í fast
horf, þannig að íslenskir unglingar
fara annað árið og þeir bandarísku
koma hitt árið til keppni hér.
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri hefur nú fengið milli 10 og
12 kærur vegna stulds á hita-
veituvatni eða einhvers konar
misnotkunar á heitu vatni frá
Hitaveitu Akureyrar. Þá hefur
Dagur fregnað að ekki séu öll
kurl komin til grafar og eftir-
litsmenn hitaveitunnar hafi
komist á snoðir um fleiri tilvik,
sem væntanlega verða kærð síð-
ar.
Ekkert þessara mála hefur farið
fyrir dóm ennþá, en lögreglurann-
sókn mun að mestu vera lokið í
þessum 10-12 málum. Dagur sagði
fyrst frá þessu máli 12. mars s.l., en
þá hafði komist upp um fjögur til-
vik. Þá var greint frá því, að hita-
veituvatnið væri ekki aðeins mis-
notað með ólöglegum tengingum,
heldur einnig með því að auka
vatnsrennslið, umfram það sem
raunverulega væri greitt fyrir. Þar
var einnig greint frá því, að litið
væri á þessi brot sem hreinan og
beinan þjófnað, því að samkvæmt
hegningarlögum varðar „þjófnaður
á fjármunum eða orkuforða“ fang-
elsi allt að 6 árum.
Viðbúið er að þeim aðilum sem
stundað hafa þennan þjófnað verði
refsað og ekki aðeins við það látið
sitja, að þeir greiði hitaveitugjöldin
svo og svo langt aftur í tímann. Þó
að mönnum sé annt um budduna
sína þá er það e.t.v. ekki versta
refsingin að þurfa að greiða fébæt-
ur, því með þessu háttalagi er með
alvarlegum hætti brotið gegn al-
menningi og fordæming almenn-
ingsálitsins kann að reynast meiri
refsing en greiðsla einhverra króna.
Það liggur ljóst fyrir, að þeir sem
stela hitaveituvatni gera það á
kostnað náungans í næsta húsi.
Grímseyingar fengu góða gesti um síðustu helgi, en þar var þá haldið 10. helgar-
skákmótið og auk þess var hraðskákmót haldið á heimskautsbaugnum, sem vart
hefur áður verið gert. Sigurvegari í báðum mótunum varð Friðrik Ólafsson,
forseti FIDE, en nær allir sterkustu skákmenn þjóðarinnar tóku þátt i þessu móti.
Alls kcpptu 44, þar af aðeins einn Grímseyingur, enda var nóg að starfa við
sjósókn og fiskverkun. Mynd: H. Sv.
KEPPA
ISKÁK
I NEW
YORK
KodaU
49. tölublað
— Það má telja nokkuð víst að
þær rottur og mýs sem hætta
sér nærri Kjötiðnaðarstöð
KEA við Gránufélagsgötu séu
fljótar að hrökklast þaðan aft-
ur, og sennilega láta þær ekki
sjá sig á svæðinu aftur í bráð.
Þar er nefnilega tekið á móti
þeim með hátíðni hljóðbylgj-
um sem mannseyrað nær ekki
að nema, en í eyrum rotta og
músa hljómar hátíðnibylgj-
urnar sem hinn versti söngur
sem þær þola alls ekki í sín
eyru.
„Þetta kerfi er þannig uppbyggt
að um eitt aðaltæki er að ræða, og
síðan höfum við tengt við það átta
hátalara,“ sagði Haraldur Óli
Valdimarsson hjá Kjötiðnaðar-
stöð KEA er við ræddum við hann
um þessi tæki.
„Það var alltaf talsvert um það
hér áður fyrr að mýs villtust hing-
að inn, og er talið að þær hafi
aðallega borist inn í húsið með
sekkjavöru erlendis frá. Oft fór
mikill tími í það að elta þessi
kvikindi sem eru agnarlítil og
smjúga allsstaðar á milli, við
þurftum að umstafla vörum hvað
eftir annað og það fór mikill tími í
þetta auk þess sem það olli okkur
áhyggjum að eitthvað leyndist
einhvers staðar, því auðvitað
mega engin svona kvikindi vera í
okkar húsum.“
„Eins og ég sagði eru 8 hátal-
arar tengdir við aðaltækið sem
sendir hljóðbylgjurnar frá sér, og
er eitt þeirra við útidyrnar. Þar
setjum við alla vöru fyrst sem til
okkar berst, og ég tel að dýrín þoli
alls ekki við i námunda við þessi
hljóðmerki. Við höfum þessi tæki
einnig í gangi á kvöldin, nóttunni
og um helgar og höfum ekki orðið
varir við eitt einasta kvikindi í
húsinu, hvorki rottu eða mús síð-
an þessi tæki voru sett upp.“
„Aðeins hefur borið á því að
starfsfólkið kvartaði undan tækj-
unum, en sjálfur get ég ekki heyrt
í þeim með nokkru móti. Ég held
að það geti veríð ein og ein
manneskja sem nemur þessi hljóð,
en þetta gerír engum neitt
nema þeim sem það er beint
gegn,“ sagði Haraldur Óli.
Svona hugsar feiknarinn Ragnar I.ár
sér ástandið hjá mýslunum eftir að
hátiðnibylgjurnar komu til.
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180