Dagur - 03.09.1981, Síða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamenn: Askell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Uggvænlegt
ástand hjá
Iðnaðar-
deild SÍS
Síöastliðinn þriðjudag var haidinn
fundur í verksmiðjum SfS á Gler-
áreyrum. Fundarboðendur voru
Iðnaðardeild SÍS, Iðja, félag verk-
smiðjufólks, og starfsmannafélag
verksmiðjanna. Það kom fram í
máli fundarmanna að hætta er á
að fjölmörgum starfsmönnum
Iðnaðardeildarinnar verði sagt
upp og að deildum verði lokað
innan skamms ef rekstarhorfur
batna ekki.
Hér er um mikið alvörumál að
ræða, sem yfirvöld mega ekki
skella skollaeyrum við. Atvinna
tuga ef ekki hundruða er í bráðri
hættu ef ekkert verður að gert.
Hugsanlegar fjöldauppsagnir ná
ekki aðeins til starfsfólks Iðnaðar-
deildar SÍS á Akureyri, heldur
gæti samdráttur þar valdið stöðv-
un hjá sauma- og prjónastofum
víða um land.
Iðnaðardeild SÍS hefur á hendi
43% alls útflutnings ullar- og
skinnavara hér á landi. Fyrirtækið
byggir á langri reynslu og mikið
hefur verið að hafst í markaðs-
málum. Framleiðsluvara fyrirtæk-
isins er viðurkennd fyrir gæði, en
það er með öllu ómögulegt fyrir
fyrirtækið að keppa á erlendum
mörkuðum þegar verð framleiðsl-
unnar hækkar stöðugt og það er
Ijóst að ekki er endalaust hægt að
reka fyrirtæki með miklu tapi. í
ársbyrjum var gerð rekstraráætl-
un, sem sýndi að reksturinn yrði
taplaus, en við endurskoðun í lok
apríl leit út fyrir að halli yrði á
rekstrinum, sem næmi um 4
milljónum. Við aðra endurskoðun
í s.l. mánuði kom fram dekkri
mynd. Þá varð Ijóst að tapið yrði
röskar 16 milljónir króna.
Stöðugt er unnið að því að bæta
framleiðsluna og auka framleiðn-
ina, en þær ráðstafanir sem Iðn-
aðardeildin gert duga hvergi til að
koma fótunum undir reksturinn.
„Rekstrargrundvöllurinn er al-
gjörlega brostinn“, sagði Hjörtur
Eiríksson á fundinum. Skýringuna
er einkum að finna í þeirri gengis-
þróun, sem hefur átt sér stað og
verðbólgunni, sem geysar hér á
landi. „Við höfum lagt fram ýmsar
tillögur til úrbóta en ég veit ekki
hvort yfirvöld hafa áhuga á þeim.
Þær hafa að minnsta kosti til
þessa fengið lítinn byr“, sagði
Hjörtur.
Það skiptir svo sannarlega
miklu máli hvort verksmiðjurnar á
Gleráreyrum starfa og nú eiga
stjórnvöld næsta leik. Hálfkák af
þeirra hálfu dugar ekki og nú
verða verkin að tala. - áþ.
merki allt saman“
- segir Hatíkur Arnason forstjóri Haga
á eldhúsinnréttingum og skápum
„f byrjun stunduðum við
almenna byggingastarfsemi,
byggðum fjöldamörg hús hér á
Akureyri og reyndum að veita
alhiiða byggingaþjónustu. Við
vorum með smiði og múrara
og vorum í sambandi við aðra
iðnaðarmenn. Við gátum út-
vegað húsbyggendum alla þá
vinnu sem þeir þurftu og höfð-
um hönd í bagga með hvernig
verkið var unnið“.
Þetta sagði Haukur Árnason
forstjóri Haga hf. á Akureyri er
Dagur heimsótti fyrirtækið í
síðustu viku. Haga hf. þekkja
flestir sem stærsta fyrirtæki hér-
lendis á sviði eldhúsinnréttinga og
skápaframleiðslu. Fyrirtækið var
stofnað 1961, það er hlutafélag
eins og áður hefur komið fram og
eru fimm aðaleigendur. Við báð-
um Hauk að rekja í stuttu máli þá
þróun er fyrirtækið fór að hasla
sér völl í smíði innréttinga.
„Þróunin varð smátt og smátt
sú að við fórum að fara meira og
meira út í framleiðslu á eldhús-
innréttingum og fataskápum.
Þetta byrjaði í litlum mæli fyrir
um 8 árum en síðan hefur þetta
vaxið og nú eru 3 ár síðan við
hættum allri byggingastarfssemi
og fórum eingöngu út í þessa
framleiðslu".
„30 manns á launaskrá“
„Starfsmenn fyrirtækisins voru
á milli 60 og 70 þegar mest ,var, en
þá vorum við bæði í byggingar-
starfseminni úti og með smíði
innanhúss, en í dag eru um 30
manns á launaskrá hjá okkur. Um
helmingur þessa fólks vinnur við
framleiðslustörf, aðrir eru á skrif-
stofu, við stjórnun og í verslunum
okkar. Við erum með verslun í
Reykjavík sem hefur starfað
nokkuð lengi. Upphaflega var það
þannig að við vorum með aðila
þar sem seldi fyrir okkur í
umboðssölu, en síðan þróaðist
þetta þannig að við tókum þetta
að okkur sjálfir. Verslunin í
Reykjavík hefur alltaf verið að
stækka, sýningaraðstaða er orðin
mun betri og við erum færari um
að veita betri þjónustu en áður“.
Verslunin á Akureyri er yngri, við
vorum með sýningaraðstöðu í
verksmiðjunni sjálfri framan afen
fyrir um fjórum árum opnuðum
við verslun i Glerárgötu“.
Það er að mörgu að hyggja.'Hér sést Haukur athuga skjöi
. Ljósmyndirgk.
h.f. um útlitið i framleiðslunni
Haukur Ántason forstjórí ISTgist með einum starfsmanna smna vinna við kanffimingavél.
„Illa settur iðnaður“
- Hvernig er þessi iðnaður
settur í dag?
„Illa. Það eru margar ástæður
fyrir því og langt mál að útskýra
þær allar. Það ér sennilega
nærtækast að nefna innflutning-
inn sem er nær eingöngu frá
Norðurlöndunum. Verð frá þeim
aðilum hefur ekki hækkað frá
áramótum á sama tíma og við
þurfum að búa við verulegar
kostnaðarhækkanir m.a. vegna
vinnulaunahækkana og fleiri
þátta. Málið er það líka að í þess-
um löndum er verulegur sam-
dráttur í byggingarstarfsemi
þannig að verksmiðjur á Norður-
löndunum eru mjög illa settar með
að selja sína framleiðslu. Þeir
berjast því mjög hart fyrir því að
fá meiri sölu og þá einnig
hérlendis".
„Okkar eilífðarverðbólga gerir
það líka að verkum að það þarf
alltaf að útvega meira og meira
fjármagn, þótt verið sé að fjár-
magna sama lagerinn, sama
magn. Þessi fjármagnsaukning,
um 40% á ári er ákaflega erfið.
Þegar það bætist svo við að
samdráttur er á markaðnum hér
heima eins og er í dag þá þyrfti
lánafyrirgreiðsla að aukast“.
Húsgagnafyrirtæki ísam-
keppni.
„Það er annað sem mætti
nefna. Innflutningur á innrétting-
um er sennilega innan við 15%
sem út af fyrir sig er ekki mikið, og
hægt að samþykkja. Það eykur
úrvalið og skapar samkeppni, og
auðvitað á viðskiptavinurinn
kröfu til þess að fá sem besta vöru
fyrir sem minnsta peninga. Hins-
vegar hefur hlutdeild innflutnings
í húsgagnaiðnaðinum orðið gífur-
lega mikill, og húsgagnafyrirtæk-
in hafa farið meira út á þá braut að
framleiða innréttingar. Það er því
ekkert síður samkeppni frá hús-
gagnafyrirtækjum sem kemur við
þá sem hafa starfað við þetta. Þau
hafa farið inn á okkar verksvið og
í mörgum tilfellum fara þau lágt í
verði einungis til þess að halda sér
gangandi, hversu lengi sem þeim
tekst það“.
- Hafið þið verið samkeppnis-
færir varðandi verð gagnvart
innflutningnum?
„Já, við höfum verið það. Þá H
þarf að vísu að meta saman gæðin
og verðið. Verðlagningin er svo
dreifð frá því sem er ódýrast og til |
þess sem er dýrast. Með sann-
gjörnum samanburði erum við vel
samkeppnisfærir".
- Hagi hf. mun vera stærsti
aðilinn í innréttingaframleiðslu
hérlendis, með um 17% fram-
leiðslunnar. Við spurðum Hauk
hvernig útlitið væri og hann hafði
svarið á reiðum höndum: „Það er |
ekkert útlit, þetta er eitt stórt
spurningarmerki allt saman“.
élagslegt átak
í húsnæðismálum
Næsta kynieg umræða um húsnæð-
ismál hefur faríð fram í dagblöðum
undanfarnar vikur. Mogginn hefur
gert sér far um að kenna ráðs-
mcnnsku Alþýðubandalagsins, um
óbærílegt húsnæðisleysi í höfuð-
stað lýðveldisins. Viðtal við Sigur-
jón Pétursson, forseta borgar-
stjómar í Reykjavík, verður svo til
þess, að sama blað telur umræðuna
um húsnæðismál, beinlínis á háska-
legu stigi. Nú ætli alla ballarnir sér
ekkert minna cn að ráðskast með
fjölskyldur, scm búa í allt of stóm
húsnæði, gott ef ekki skipulcggja
flutning húsnæðisleysingja inn á
gafl, hjá einstaklingum í sex
herbergja íbúðum.
Síst af öllu er ástæða til að hafa
húsnæðisvanda fólks í flimtingum,
en þegar Morgunblaðið hefur upp
raust sína í heilagrí vandlætingu,
yfir ósæmilegu ástandi í húsnæðis-
málum, þá hljómar það eins og
dýrt kveðin öfugmælavísa. Verka-
lýðshreyfingin hefur margsinnis,
undanfarín hálfan annan áratug,
samið við ríkisstjórnir um félags-
legar íbúðabyggingar. Sjálfstæðis-
flokkurínn hcfur all oft átt aðild að
þeim ríkisstjómum, en það verður
að segjast eins og er, að saga
samninga um húsnæðismál er því
miður þymum stráð saga svikinna
loforða, ekki síst vegna takmark-
aðs áhuga þeirra sem ráða mál-
flutningi Morgunblaðsins.
Fyrir löngu er viðurkcnnt að stór
hópur fólks, hefur alls ckki átt
ncina mögulcika á að cignast íbúð-
ir, með þeim kjömm sem boðist
hafa á almcnnum markaði. Þessi
hópur hefur æ*ði oft mátt sæta
margvíslegum afarkjörum á ieigu-
markaðnum. Þó að ástandið kunni
að hafa verið eitthvað skaplegra
hér á Akureyri, þá vita allir sem
vilja vita, að fjölmargir íbúar bæj-
arins, hafa búið og búa enn, við
fullkomiega ósæmilcga húsnæð-
isaðstöðu. í annan stað er mikil-
vægt, að gefa ungu fólki, sem er að
hcfja búskap, kost á að slcppa við
þann kross, sem felst í því að þurfa
að greiða því nær ævilangan hús-
næðiskostnað sinn, á tiu árum, eins
og flcstir hafa mátt þola undan-
farnaáratugi.
Með því átaki sem nú er verið að
gera um land allt, á grundvclli
nýrra laga um félagslegar íbúða-
byggingar, er því verið að ráða bót
á vanda þeirra, sem vcrst hafa ver-
ið settir í húsnæðismálum, annars
vegar með byggingu og sölu verka-
mannabústaða og hins vegar með
því að reisa leiguíbúðir á vegum
sveitarfélaganna.
Jafnframt hcfur, mcð hækkun
tekjumarka, rétthöfum til kaupa á
íbúðum í verkamannabústöðum
fjölgað stórlega. Þá eru viðhorfin
til slíkra íbúða einnig að breytast.
Restir kannast við þá kenningu að
ibúð í verkamannabústöðum sé
nauðung sem ekki sé ástæða til að
ætla öðrum en þeim sem með ein-
hverjum hætti eru utan veltu í lífs-
kjarabaráttunni. Fjarstæður af þvf
tagi heyra nú vonandi fortíðinni til,
cinfaldlcga vegna þess, að fleiri og
fleiri gera sér grein fyrir, að félags-
lcgt átak í húsnæðismálum, cr
beinlínis skynsamleg leið til að
tryggja fólki viðunandi íbúðar-
húsnæði, án þess að það þurfi að
fela í sér fjárhagslcgar drápsklifjar.
Á Akureyri er nú verið að
byggja fjönitíu íbúðir í verka-
mannabústöðum og nítján íbúðir
samkvæmt eldri lögum um ieigu og
söluíbúðir sveitarfélaga.
Þessar framkvæmdir bæta úr
brýnni þörf, en mér segir svo hugur
um að cftirspurnin eftir íbúðunum
verði miklu meiri, en hægt verður
að sinna í bili. íbúðimar verða til-
búnar til notkunar á næsta ári og er
enginn vafi á að þá verða cinnig að
vera í byggingu nokkrir tugir íbúða
scm gcta orðið til ráðstöfunar á
árinu 1983.
Samkvæmt lögunum um félags-
legar íbúðabyggingar er gert ráð
fyrír að um þriöjungur alls íbúðar-
húsnæðis í landinu verði byggt sem
félagslcgar íbúðir, vcrkamannabú-
staðir eða leiguíbúðir sveitarfélag-
anna. Því fer með öðrum orðum
víðs fjarri að markmiðið með nú-
vcrandi stefnu í húsnæðismálum sé
að koma öllum íbúðarbyggingum
undir félagslcga stjóm, eins og
andstæðingar þess fyrirkomulags
vilja gjarnan vera láta. Hins vegar
cr Ijóst, að nú um sinn er lögð höf-
uð áhersla á þann þátt, ekki síst
vegna þess að á því sviði er þörfin
afarbrýn.
Það er í sjálfu sér skiljanlcgt að
sá mismunur í lánakjörum frá
Uúsnæöisstofnun ríkisins, sem
fram kemur í því, að kaupcndur í
verkamannabústöðum ciga kost á
90% láni til 42 ára, cn aðrir hús-
byggjendur ekki ncma brot af því,
sé að mati margra óeðlilcga mikill.
Þetta verður þó að skoða í ljósi
þess, að hinn almenni lántakandi
getur fengið lán þó að hann eigi
íbúð fyrir, og einnig óháð tckjum
sínum, gagnstætt þeim sem tekur
lán til kaupa í verkamannabústað.
Núgildandi stcfna er ckki cndan-
leg lausn á húsnæðismálum lands-
manna. I framtíðinni þarf fólk að
eiga völ fjölbreyttra kosta í hús-
næðismálum, ekki bara þcirra sem
nú eru þekktir hér á landi. í því
sambandi koma ýmis form eigna-
réttar og leiguréttar til álita. Þegar
slíkir fjölbreyttir kostir standa öll-
um til boða cr hugsanlegt að tala
um að endanlegu markmiði hafi
verið náð.
Ilrlgi GaSmBdssoa.
Þorleifur Ananíasson
Kristján Arngrímsson
KA slökkti vonir
Breiðabliks
Vonir Breiðabliksmanna um
fslandsmeistaratign urðu að
engu í blíðunni á Akureyrar-
velli í gærkvöldi. 870 áhorf-
endur sáu leikmenn KA yfir-
spila gestina og sigra með
þrem mörkum gegn engu eftir
markalausan fyrri hálfleik.
Þetta var síðasti heimaleikur
KA á leiktímabilinu og sýndu
þeir allar sínar bestu hliðar í
leiknum og sigur þeirra var síst
of stór.
Þrátt fyrir nokkra yfirburði
í fyrri hálfleiknum tókst leik-
mönnum KA ekki að skora
mark. Ekki munaði þó miklu
þegar varnarmaður Breiða-
bliks sendi knöttinn í eigin
þverslá eftir skot frá Elmari.
Heimamenn náðu góðum tök-
um á miðjunni og gáfu hinum
léttleikandi Breiðabliksmönn-
um engan frið, og tókst þeim
aldrei að ógna marki KA í fyrri
hálfleik.
KA-menn tóku strax upp
þráðinn að nýju eftir leikhlé og
sóttu stíft. Á 10. mín. á Donni
hörkuskot frá vítateig sem
markvörður Breiðabliks ver
naumlega í horn. Elmar fram-
kvæmir hornspyrnuna, varn-
armenn Blikanna skalla út í
teginn þar sem Gunnar Gísla-
son tekur við boltanum og
sendir hann með lumsku skoti
í gegn um vörn Breiðabliks og í
mark. Annað markið kom á
23. mín. og enn er það Elmar
sem tekur hornspyrnu, mark-
vörður Breiðabliks missir bolt-
ann frá sér, aðþrengdur af
Erlingi, og nú er það Ásbjörn
Björnsson sem er fyrstur í
boltann og nær að pota honum
í netið. Á 29. mín. skorar
Ásbjörn sitt annað mark og
þriðja mark KA, þegar hann
komst einn í gegn um vörn
Breiðabliks eftir mjög góðan
undirbúning Hinriks, sem
þarna lék laglega á sína gömlu
félaga. Það sem eftir var
leiksins voru yfirburðir KA
algerir og voru þeir nær því að
bæta við mörkum, en Breiða-
blik að skora. Hinrik komst í
dauðafæri, auk þess sem Ás-
björn og Gunnar Blöndal
fengu góð marktækifæri, en
fleiri urðu mörkin þó ekki.
Lið Breiðabliks sýndi oft
létta og fallega knattspyrnu út
á vellinum, en allan brodd
vantaði í sóknarleik þeirra og
komust þeir lítt áleiðis gegn
sterkri vörn KA í leiknum, þar
sem Erlingur var eins og
klettur fyrir og Aðalsteinn
hirti allt sem á markið kom af
öryggi. Mestu munaði þó um
að miðvallarleikmenn KA,
Ásbjörn, Gunnar Gíslason og
Donni áttu allir mjög góðan
leik og réðu öllu um gang mála
á miðjunni. Þeir nutu einnig
góðrar aðstoðar Gunnars
Blöndal sem barðist eins og
ljón allan tímann og átti mjög
góðan leik, en liðið sem heild
var gott og hvergi veikur
hlekkur. Eyjólfur Ágústsson
varð að yfirgefa völlinn í fyrri
hálfleik vegna meiðsla og kom
Steinþór Þórarinsson inn í
hans stað. Dómari var
Þóroddur Hjaltalín og slapp
hann þokkalega frá leiknum.
Þórsarar sendu FH
niður í 2. deild
Þórsarar gerðu góða ferð til
Hafnarfjarðar í gærkvöldi.
Þeir léku þar gegn FH og
sigruðu með þrem mörkum
gegn engu, en í leikhléi hafði
ekkert mark verið skorað.
Þessi úrslit þýða fall FH í II-
deild og miklar líkur eru nú til
þess að það verði KR sem fylgi
þeim niður. Þór hefur nú tveim
stigum meira en KR, en á
aðeins eftir að leika einn leik,
gegn Val hér heima. KR-ingar
eiga hins vegar eftir tvo leiki.
Það virðist einnig Ijóst að Þór
þurfti að hafa stig yfir KR til
að sleppa við fall, því eins og
staðan er í dag, er markatala
KR hagstæðari en hjá Þór og
munar þar fimm mörkum, en
ef liðin verða jöfn að stigum
ræður markatala úrslitum.
Við náðum tali af Guð-
mundi Sigurbjörnssyni farar-
stjóra Þórsara við komuna til
Akureyrar í gærkvöldi og
spurðum hann um gang leiks-
ins. Guðmundur sagði að FH-
ingar hefðu byrjað leikinn með
miklum látum og haldið uppi
stanslausri sókn fyrstu 20.
mín. leiksins og hefði þá oft
skollið hurð nærri hælum við
mark Þórs. Aðeins glæsileg
markvarsla Eiríks markvarðar
og klaufaskapur FH-inga kom
í veg fyrir að skoruð væru
mörk. Eftir þessa stórsókn
jafnaðist leikurinn og þegar
flautað var til leikhlés var
staðan enn 0-0. Síðari hálfleik-
inn byrjuðu Þórsarar af mikl-
um krafti og eftir 15. mín. leik
náði Nói Björnsson forystunni
fyrir Þór með góðu skalla-
marki. „Við vorum nú búnir
að ná tökum á leiknum, og ég
held að FH-ingarnir hafi
sprengt sig í fyrri hálfleikn-
um“, sagði Guðmundur.
„Guðjón Guðmundsson bætti
öðru marki við fimm mín.
síðar og gerði síðan út um
leikinn þegar eftir voru 10 mín
til leiksloka skoraði hann
þriðja mark Þórs.“
Þórsarar voru að vonum
mjög ánægðir með þennan
mikilvæga sigur, sem var fylli-
lega sanngjarn og setur mikla
pressu á leikmenn KR. Guð-
mundur sagði að allir leik-
menn liðsins hefðu barist mjög
vel en þó gat hann Sigur-
björns Viðarssonar sem hefði
ásamt Eiríki markverði átt
stórleik. Vel gert Þórsarar.
4 - DAGUR - 3. september 1981
s' Vi.v'
^mmmmmmmmmmm^mmmmmmf
3. september1981 -DAGUR-5