Dagur - 08.09.1981, Side 5
Fjórðungsþing Norðlendinga:
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamenn: Áskell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Opinber þjón-
usta aðhæfð
byggðasjónar-
miðum
Andstæðingar byggðastefnu
halda því gjarnan fram, að allt of
stór hluti þjóðartekna fari til upp-
byggingar úti um hinar dreifðu
byggðir landsins. í athyglisverðri
könnun sem gerð hefur verið á
vegum Fjórðungssambands
Norðlendinga kemur hið gagn-
stæða glögglega í Ijós og kemur
það þeim sem viðurkenna vilja
staðreyndir í sjálfu sér ekki á
óvart. Þessi ítarlega könnun leiðir
sem sagt í Ijós, að aukin hlutdeild í
þjóðarkökunni skiptist ekki í hlut-
falli við íbúatölu. Meginhlutdeild
aukningarinnar fer til höfuð-
borgarsvæðisins.
í könnuninni er tekið mið af
skiptingu ríkisútgjalda og í Ijós
kemur, að ríkisbúskapurinn er
mjög stór og sívaxandi atvinnu-
vegur, sem er farinn að hafa veru-
leg áhrif á búsetuþróun í landinu.
Ríkisbáknið dregur til sín fólk og
fjármagn í stórauknum mæli.
Staðsetning ríkisstarfseminnar er
verulegur og vaxandi þáttur í
tekjumyndun höfuðborgarsvæð-
isins. Ljóst er að aukin umsvif
ríkiskerfisins stuðla að byggða-
röskun þar sem ríkiskerfið er að
langmestum hluta staðsett í
Reykjavík.
í niðurstöðu könnunar Fjórð-
ungssambandsins segir m.a.:
Ríkisbúskapurinn, með hinni
markvissu miðstýringu, fylgir ekki
þeim meginmarkmiðum, sem
markviss byggðastefna verður að
byggjast á. Með tilliti til þess, að æ
stærri hluti vinnuafls þjóðarinnar
leitar til þjónustustarfa, sem eru
að stórum hluta tengd ríkisstarf-
semi, er ijóst að staðsetning
stjórnsýslu og velferðarstarfsemi
ríkisins getur haft úrslitaáhrif á
búsetuþróun í landinu. Margt
bendir til þess, að ekki verði unn-
inn bugur á miðsækní ríkiskerfis-
ins fyrr en komið verði á vald-
dreifingu til byggðanna og sveit-
arstjórna eða samtaka þeirra.
Þá segir einnig, að það sé full-
komlega tímabært vegna atvinnu-
hagsmuna höfuðborgarsvæðisins
þannig, að eðlilegt hlutfall milli
frumframleiðslu, úrvinnslu og
þjónustustarfsemi verði hliðstæð
um allt land. Byggðastefna stend-
ur á tímamótum. Nú er öllum að
verða Ijóst, að ekki verður mótuð
varanleg byggðastefna, nema
þjónustukerfi þjóðarinnar verði
aðhæft byggðassjónarmiðum.
Margar ályktanir
voru samþykktar
Fjórðungsþing Norðlendinga
var haldið á Húsavík. Það hófst
s.l. fimmtudag og því lauk á
laugardagskvöldið. Þingið sóttu
á milli 70 og 80 fulltrúar af rétt
um 100 kjörnum fulltrúum, sem
rétt áttu til fundarsetu. Mörg
mál komu til umræðu á þinginu
og voru umræður mjög fjörugar
þegar líða tók á þingið og mál
komu til afgreiðslu þingsins frá
nefndum þess. Mestar umræð-
urnar urðu um sameiningu
sveitarfélaga, orku- og iðnaðar-
mál.
Þingið lagði á það ríka áherslu að
næsta virkjun landsmanna verði
virkjun í Blöndu við Reftjarnar-
bungu, og kom glöggt fram í máli
manna á þinginu að sú virkjun er
talin þjóðhagslega hagkvæmasti
virkjunarkosturinn sem völ er á. I
beinu framhaldi af þessu urðu
miklar umræður um orku og iðn-
aðarmál. Var samþykkt að styðja
byggingu álvers við Eyjafjörð,
pappírsverksmiðju við Húsavík og
steinullarverksmiðju við Sauðár-
krók.
Þingið gerði ótal samþykktir um
félags- og menningarmál. Þannig
lagði þingið til og samþykkti að
hafinn verði undirbúningur að
stofnun heildarsamtaka þeirra sem
vinna að menningarmálum á
Norðurlandi, þegar á þessu ári, og
ályktanir voru samþykktar um
starfsemi ríkisfjölmiðla á Norður-
landi, um fullorðinsfræðslu og
framhaldsmenntun og um skóla-
kostnaðarskiptingu.
Margir fleiri málaflokkar voru á
dagskrá sem of langt mál yrði að
taka hér fyrir, en þingið gerði
ályktanir um mjög mörg mál.
Mjög miklar umræður urðu á
þinginu um sveitarstjórnarkefið, en
fyrir þinginu lá tillaga frá
Fjórðungsmála og Allsherjarnefnd
sem var á þessa leið:
Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið á Húsavík 3.-5. september
1981, leggur til að Fjórðungssam-
bandið móti stefnu um hvernig
skuli staðið að endurskipulagningu
sveitarstjórnarkerfisins, í þeim til-
gangi að gera sveitarfélögin virkari
stjórneiningar, annað hvort með
stækkun þeirra eða skipulögðu
samstarfi þeirra um einstök verk-
efni. Jafnframt ítrekar Fjórðungs-
þingið fyrri stefnu sína að ekki
megi knýja fram sameiningu sveit-
arfélaga með lagaboði."
Sem fyrr sagði urðu mjög miklar
umræður um þessa tillögu. Voru
lagðar fram margar breytingartil-
lögur við hana, en þær féllu allar í
atkvæðagreiðslu og var því tillagan
samþykkt óbreytt að lokum.
í þinglok var tekin ákvörðun um
næsta þingstað og var samþykkt að
Fjórðungsþing 1982 fari fram á
Sauðárkróki. Eftir að þinginu var
slitið bauð Húsavíkurbær þing-
fulltrúum og gestum til veislu, og
var hún einkar vegleg með
skemmtiatriðum heimamanna sem
góður rómur var gerður að. Þing-
staður var Hótel Húsavík og var allt
skipulag og öll aðstaða fyrir þing-
fulltrúa með glæsibrag.
Ljósmynd gk-
Frá þingi Fjórðungssambands Norðlendinga. Guðmundur Bjarnason alþingismaður i ræðustól.
Á meðan þingað var á föstudagskvöldið var eiginkonum fulltrúa boðið f samverustund á heimili Bæjarstjórans á Húsavík,
Ekki hægt að ganga
framhjá Blöndu
„Ef eindreginn vilji er fyrir því
að velja svokallaðan „virkjun-
arkost eitt“ við Blöndu, tel ég
að ekki sé hægt að ganga fram
hjá þeim virkjunarkosti. Hag-
kvæmni hans umfram aðra
virkjunarkosti sem völ er á
sýnir slíka yfirburði að ég tel
ekki verjandi fyrir stjórnmála-
menn að ganga þar fram hjá.“
— Þetta sagði Pálmi Jónsson
landbúnaðarráðherra m.a. í ræðu
þeirri sem hann flutti á
Fjórðungsþingi norðlendinga á
Húsavík. Orkumál voru þar mjög
í brennidepli, og greinilegt að vilji
fundarmanna var sá að gengið
yrði til virkjunar Blöndu næst er
ráðist verður í stórvirkjun hér-
lendis.
Það kom fram að virkjun
Blöndu er urn 25% hagkvæmari
en Fljótsdalsvirkjun og um 40%
hagkvæmari en virkjun á Sultar-
tanga. Virðist því í fljótu bragði
að ekki verði hægt að ganga
framhjá þeirri staðreynd, svo
framarlega sem samningar nást
um að virkja „kost eitt“ sem er við
Reftjarnarbungu.
Samningar hagsmunaaðila um
það mál hafa enn ekki tekist að
fullu, þannig hafa samningar ekki
náðst við Svínavatnshrepp, einn 6
hreppa sem hlut eiga að máli
varðandi bæturá landsspjöllum.
Það kom glögglega og skýrt
fram, að náist þeir samningar
ekki, þá geti svo farið að Blanda
verði ekki virkjuð á næstu árum.
og gætu jafnvel bæði Fljótsdals-
virkjun og Sultartangavirkjun
orðið þar á undan. Er því brýnt að
á það verði látið reyna hið fyrsta
hvort ekki nást samningar um
virkjunina.
Fari svo, og ef ákveðið verður
fyrir áramót að virkja Blöndu, er
hægt að hefja vinnu útboðsgagna
í byrjun næsta árs, og á því ári
yrði einnig komið upp vinnubúð-
um á svæðinu. Þá yrði vettvangs-
rannsóknum lokið það ár og
sprengdur um helmingur að-
komugangna að Stöðvarhúsi sem
reynslugöng. Framkvæmdum
yrði síðan haldið áfram af fullurn
krafti og hægt væri að gangsetja
fyrri vélasamstæðuna haustið
1987.
— En mál númer eitt nú er að
samningar takist á milli opin-
berra aðila og Svínavatnshrepps,
það þolir ekki bið ef Blanda á að
verða næsta stórvirkjun.
„Ályktanir um orku- og iðnaðarmál..
. . . voru mikilvægustu mál þingsins“ segir Bjarni Aðalgeirsson, formaður
„Mikilvægustu mál þessa
þings voru tvímælalaust álykt-
anir um orku og iðnaðarmál og
ég vil í því sambandi sérstak-
lega nefna stuðningsyfirlýs-
ingu sambandsins við það að
skoða í alvöru ýmiskonar
orkufrekan iðnað og samþykkt
þingsins um álver við Eyja-
fjörð og pappírsverksmiðju á
Húsavík. Varðandi orkumálin
þá er það að segja að Blöndu-
virkjun er búin að vera í
brennidepli í Fjórðungssam-
bandinu síðan það mál komst á
það stig að ákvarðanir þurfti
þar að fara að taka, og á þessu
þingi var samþykkt mjög
ákveðin tillaga varðandi virkj-
un á svokallaðri leið eitt í
Blöndu.“
Þetta sagði Bjarni Aðalgeirsson
formaður Fjórðungssambands
norðlendinga er DAGUR ræddi
við hann að afloknu þingi
Fjórðungssamtakanna sem fram
fór á Húsavík um helgina.
— Er langt f land með að
samningar hagsmunaaðila við
Blöndu náist?
„Ég veit ekki hvað skal segja
um það, hinsvegar tel ég að meira
hafi verið gert úr andstöðunni en
efni standa til.“
— Nú urðu miklar umræður
um sameiningu sveitarfélaga á
þessu Fjórðungsþingi.
„Já, það urðu geysilega miklar
umræður um þau mál og það
virðist vera nokkuð mikið
ágreiningsmál í sambandinu. í
fyrra gerði Fjórðungsþing álykt-
un varðandi þessi mál og það
hefur alltaf verið stefna okkar að
þessi sameining verði ekki með
lagaboði heldur verði það vilji
íbúa sem ráði. Það hefur verið
stefna sambandsins að vinna að
frjálsri sameiningu sveitarfélaga.
Það er að segja að þau vinni að
sameiginlegum verkefnum og t.d.
með því að þau ráði sér sameig-
inlega sveitarstjóra og það verði
þannig óformlegt samstarf á milli
sveitarfélaga sem að okkar mati
mun leiða til sameiningar. Við
höfum mörg dæmi fyrir okkur
um samvinnu sveitarfélaga. Hér á
Húsavík er til dæmis nýbyggt
elliheimili sem 12 sveitarfélög ut-
an Húsavíkur standa að.“
Hvaða fleiri mál sem rædd
voru á þinginu vildir þú nefna?
„Það voru gerðar ýmsar sam-
þykktir varðandi menningar- og
félagsmál. Varðandi menningar-
málin má nefna tillögu um
skólakostnað, og um eflingu
fræðslufulltrúanna. Þá var lýst
miklum áhuga á störfum iðnþró-
unarfulltrúa. Þetta er einungis
hluti þeirra tillagna sem fram
náðu að ganga.“
— Nú vakti það athygli við
atkvæðagreiðslur að tillögur sem
höfðu yfirgnæfandi fylgi þeirra
sem greiddu atkvæði náðu samt
ekki fram að ganga vegna þess að
svo segir að einn fjórði kjörinna
fulltrúa verði að greiða atkvæði
með til að svo sé. Er þetta ekki
meingallað fyrirkomulag?
„Það er nú einu sinni svo að
þegar samþykkt eru lög þá þar oft
að endurskoða þau lög. Þetta var
fyrsta þingið sem starfað var eftir
nýjum lögum og þingsköpum,
þau voru samþykkt á þinginu á
Akureyri fyrir einu ári. Áður var
það þannig að afl atkvæða réði
úrslitum, en samkvæmt nýju lög-
unum þarf meira en einn fjórða
atkvæða kjörinna fulltrúa til að
ályktun þingsins geti talist álykt-
unarhæf. Þetta tel ég meingallað,
og að í stað orðsins kjörinna full-
trúa komi „mœttra fulltrúa. “ Það
er ekki eðlilegt að fulltrúi sem
mætir ekki til þingsins geti haft
áhrif á atkvæðagreiðslu í veiga-
miklum málum en það gerir hann
með fjarveru sinni eins og lögin
eru í dag.“
— Bjarni Aðalgeirsson hefur
verið bæjarstjóri á Húsavík síðan
1978. Hann var áður sveitarstjóri
á Þórshöfn, sá fyrsti í röðinni þar
en áður var þar oddviti. Bjarni
hefur því verið í sveitarstjórnar-
kerfinu ef svo má að orði komast í
nær 12 ár.
Bjarni Aðalgeirsson I ræðustól.
„ÞINGIÐ TÓK Á
STÓRUM MÁLUM“
— Sagði Áskell Einarsson, framkvæmda-
stjóri um störf Fjórðungsþingsins
„Ég tel að þetta hafi verið
tnjög gott þing að því leiti að
það hefur verið tekið á mjög
stórum málum. Þetta eru frjáls
samtök og það er nú einu sinni
þannig að það tekur oft langan
tíma að ná breiðri samstöðu
um mikilvæg mál. Hér á þessu
þingi var skýlaus stuðningur við
virkjunarleið eitt í Blöndu sem
segja má að sé höfuðmál þessa
f jórðungs í dag. Þá var skýlaus
afstaða með því að farið verði
út í stóriðju á Norðurlandi, og
það voru samþykktar tillögur
um stuðning við álver við
Eyjafjörð, pappírsverksmiðju
á Húsavík og steinullarverk-
smiðju við Sauðárkrók.“
Þetta sagði Áskell Einarsson
framkvæmdastjóri Fjórðungs-
sambands Norðlendinga er við
rædduni við hann í þinglok
Fjórðungsþingsins á Húsavík um
helgina.
„Blönduvirkjun er forsenda
þess í dag að Norðurland haldi
hlut sínum í uppbyggingu stór-
iðnaðar" sagði Áskell. Við spurð-
um hann því hvort hann væri ekki
uggandi út af þeim ágreiningi
sem væri um þessa uppbyggingu.
„Nei, ég er það ekki, það hlýtur
alltaf að vera ágreiningur um
veigamikil mál, það verður ekki
hjá því komist. Það verður ekki
hjá því komist að horfast í augu
við það að atvinnuleysi er að
ganga í garð að nýju á Norður-
landi. Það er ljóst að það kemur
margt fólk inn á vinnumarkaðinn
og það er ennfremur ljóst að það
fer ekki fleira fólk til fiskveiða,
ekki til landbúnaðar og úr-
vinnsluiðnaðar. Akureyri er í
varnarstöðu. Það vantar sem sagt
nýtt blóð í kúna. Nú eigum við
orkuna. hún er það afl byggðar-
stefnu sem við verðum að byggja
á.“
— Hvað urn önnur mál sem
þingið afgreiddi, hver voru
merkust að þínu mati?
„Það er erfitt fyrir mig að segja
um það. Það var margt mjög at-
hyglisvert samþykkt. Til dæmis
tekur Fjórðungssambandið í
fyrsta skipti að ræða þjónustu-
mál. Þó það sé ekki dregið í efa að
iðnþróun og atvinnuuppbygging
sé undirstaðan, þá er því spáð að
60% mannafla fari í þjónustu-
greinar. Það byggist auðvitað á
aukinni framleiðni að þetta sé
mögulegt.
Á þessu þingi voru kynntar
hugmyndir að skipulagi sam-
gangna. Þetta er stórmál sem
vonandi er hægt að koma með
tillögur um. Þó að það sé ekki
stórmál i atvinnumálum, þá er
það mál engu að síður að Fjórð-
ungsþingið gerði merka tillögu
um valddreifingu og varaði við
þeirri röskun sem er yfirvofandi í
sambandi við breytingu um kjör-
dæmaskipan og hlutfall á Al-
þingi. Þingið benti á í sinni álykt-
un að það yrði að koma til aukin
heimastjórn. Þingið samþykkti að
hefja samvinnu við önnur lands-
hlutasamtök og alþingismenn um
að hefja mótvægisaðgerðir í kjöl-
far þeirrar röskunar sem hlýtur að
leiða að því að hlutur dreifbýlli
landshluta verður minni á Al-
þingi.“
— Nú urðu mestar umræður á
þinginu um sameiningu sveitar-
félaga?
„Já það er skiljanlegt. Samein-
ing sveitarfélaga er ef til vill
nauðsynjamál en það er samt
ekki hægt að sameina sveitarfélög
nema það sé vilji fyrir því. Það
eru uppi tvær meginstefnur.
Annarsvegar eru þeir sem vilja
láta lögbjóða sameiningu sveitar-
félaga til að stækka rekstrarein-
ingar en hinn hópurinn vill engu
breyta. Hér á milli er vaxandi
fylgi við þær skoðanir að sveitar-
félög verði að mynda samstarf
um verkefni, taka upp samrekstur
á æ fleiri sviðum því ella verður
knúið á með sameiningu fyrr eða
seinna með einhverjum hætti. Því
er ekki að leyna að það getur
komið til hagsmunatogstreita
þegar sveitarfélög með ólíka
hagsmuni eru sameinuð, þá kem-
ur til viss togstreita."
„Ég tel að á þessu þingi hafi
komið fram merkilegt mál til
kynningar. Fjórðungssambandið
hefur unnið að úttekt á ríkisgeir-
anum eftir landshlutum. Stað-
reyndin er sú að ríkisgeirinn hef-
ur stækkað hlutdeild sína miðað
við þjóðarframleiðslu á tveimur
árum. árin 1976-1978 sem eru at-
hugunarárin um 7,9%. Um 70% af
þessari tilfærslu hefur farið til
höfuðborgarsvæðisins. Árið 1978
var svo komið að tæplega fimmta
hver króna af ríkistekjum er
greidd til launa á höfuðborgar-
svæðinu. Þá má meta það svo að
mannafli við þjónustu hafi aukist
um 6% á athuganaárunum en
þjóðaraukning var ekki nema
5,4%. Það er ekkert leyndarmál
að þetta hefur mest vaxið á höfð-
uðborgarsvæðinu og þetta er að
verða mörgum áhyggjuefni.
— Hver verða höfuðverkefni
Fjórðungssamband Norðlend-
inga á næstunni?.
„Höfuðverkefni sambandsins á
næstunni eru nokkur. Við höfum
nýlega ráðið iðnaðarráðunaut og
það er brýnt að hann fari um
fjórðunginn og fundi með mönn-
um. Eitt mál er að undirbúa stóra
ráðstefnu um atvinnumál sem
haldin verður í vetur um úttekt og
stöðu í atvinnumálum. Síðan eru
smærri mál. Nefnd starfar nú að
krafti að athugun á samgöngu-
skipulagi, þá er unnið í nefnd að
aukningu starfsemi ríkisfjölmiðla
á Norðurlandi og mörg fleiri mál
mætti nefna.“
„Hefur þú áhyggjur af því að
samningar hafa ekki náðst við
Svínavatnshrepp um virkjun
Blöndu við Retjarnarbungu?
„Vissulega hef ég áhuggjur af
því en mitt mat er það að
húnvetningar eru raunsæir og ég
geri mér vonir um að þetta mál
leysist farsællega. Því er ekki að
leyna að það kom fram sá mis-
skilningur sumra húnvetninga að
þótt „leið tvö“ í Blöndu yrði farin
þá yrði Blanda samt næsta virkj-
un. Það kom hinsvegar greinilega
fram i máli Pálma Jónssonar
landbúnaðarráðherra á þinginu
að það er engin vissa með „leið
tvö“ í Blöndu sem næstu virkjun,
hún yrði allt eins þriðji virkjun-
arkostur. Ef stóriðju verður kom-
ið á fót utan Faxaflóa þá verður
það sennilega við Eyjafjörð og til
þess að sá staður verði valinn
fremur en stækkun álversins í
Straumsvík þá er það líka sú eina
lyftistöng sem kallar á virkjun í
Fljótsdal. í dag treystir enginn á
það að hafa orku úr einni átt.“
Áskell Einarsson lagði nú fram
sína 10. ársskýrslu sem fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands norðlendinga. Það var
samdóma álit þeirra sem fjölluðu
um störf hans á þinginu að hann
hafi unnið mjög markvisst að
málefnum fjórðungsins, og var
honum þakkað mjög vel það
mikla starf sem hann hefur innt af
hendi.
Áskell Einarsson.
4 - DAGUR - 8. september 1981
8. september 1981 - DAGUR - 5