Dagur - 17.09.1981, Page 1
^ Jjv, TRÚLOFUNAR- /Ájm HRINGAR
RjBSL AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI J9
64. árgangur
Pétur
kveður
Á sunnudag mun séra Pétur
Sigurgeirsson, vígslubiskup,
kveðja söfnuði sína á Akureyri.
Hann messar í Akureyrarkirkju
kl. 11 fyrir hádegi og í Lög-
mannshlíðarkirkju kl. 14 eftir
hádegi. Þarna gefst sóknarfólki
kjörið tækifæri til þess að þakka
séra Pétri, og konu hans Sól-
veigu Matthíasdóttur, áratuga
langa og farsæla þjónustu.
Séra Pétur Sigurgeirsson var
vígður aðstoðarprestur á Akureyri í
febrúar 1947 og sóknarprestur varð
hann á Akureyri í júní 1948. Árið
1953 tók hann að sér aukaþjónustu
í Grímsey og hefur annast hana til
þessa dags.
SÍLDÁ
DALVÍK
Dalvíkingar voru búnir að salta i
tæplega 600 tunnur af síld í gær.
Síldveiðar frá Dalvík hófust um
mánaðamótin og eru stundaðar
jafnt af opnum trillum og dekk-
bátum. Sá stærsti er um 150
tonn.
„Það var dálítið fjör í þessu í
vikunni sem leið, en afli er lítill í
dag,“ sagði Kristján Þórhallsson,
verkstjóri hjá Söltunarstöð Dalvík-
ur. „Menn höfðu orðið varir við
síldina töluvert áður en var fárið að
salta hana því hún var ekki söltun-
arhæf. Við fórum að salta fyrst
þann 4. september. en þá voru
menn búnir að veiða eitthvað og
frysta til beitu.“
Akureyri, fimmtudagur 17. september 1981
WBMhhgTOHttf liffl 111 IMHMEHHMIllIHHiM^
71. tölublað
■■■■■
wamammmmmmm
VIRKJUN VIÐ BLÖNDU
SVINVETNINGAR FALLAST
Á VIRKJUNARKOST EITT
- EN BÓLHLÍÐINGAR OG SKAGFERÐINGAR VILJA VIRKJUNAR-
KOST 1A - SAMKOMULAG HEFUR NÁÐST UM BÆTUR
FYRIR LANDSSPJÖLL
Talsverðar breytingar hafa nú
orðið í afstöðu manna til
Blönduvirkjunar, eftir því sem
Dagur hefur fregnað. Þannig
mun meirihluti hreppsnefndar
Svínavatnshrepps hafa sam-
þykkt virkjunarkost eitt, en til
skamms tíma hefur mesta and-
staðan komið frá Svínvetning-
um. Þetta mun hafa gerst í byrj-
un síðustu viku.
Þó að afstaða Svínvetninga hafi
breyst hefur enn ekki náðst sam-
komulag um virkjunarkost eitt við
Blöndu, því að fenginni þessari
niðurstöðu með mönnum vestan
Blöndu munu austanmenn, Ból-
hlíðingar og Skagfirðingar, hafa
samþykkt ályktun, þar sem þeir
segjast tilbúnir til að ganga til samn-
inga um virkjunarkost ÍA, sem
þýðir friðun Galtarárflóa nieð
auknum stíflumannvirkjum.
Nokkuð hefur þó áunnist í mál-
inu. því samningar hafa nú náðst
um bætúr vegna landsspjalla og
aðeins eftir að ganga frá endanlegri
gerð samkomulagsins. Hins vegar
vantar enn samkomulag um
virkjunarkost, eins og áður sagði.
auk þess sem þess hefur verið óskað
af ráðherranefnd, að yfirlýsing
komi fram um að Blanda verði
næsti virkjunarkostur, svo fremi
sem samningar liggi fyrir, en menn
telja sig enn ekki hafa vissu fyrir
því.
Þótt tækjabúnaður hjá Rækjuvinnslunni h.f. á Skagaströnd sé fullkominn og sjálf-
virkni mikil, þá er nauðsynlegt að lita eftir vélabúnaðinum og yfirfara vinnubrögð
vélanna. Fátt fer fram hjá vökulum augum og fimum fingrum þessarar stúlku og
annarra sem þar vinna við cftirlit. Mynd: H.Sv.
„ATVINNUÁSTANDIÐ
ER MEGINMÁLIГ
— segir Stefán Valgeirsson alþingis-
maður varðandi erfiðleika í atvinnulífi
á Akureyri og á Raufarhöfn
„Það er engin spurning um það,
að þess verður krafist að þessum
málum verði bjargað. Við skul-
um vera þess minnug, að megin-
markmið ríkisstjórnarinnar er
að halda uppi fullri atvinnu og
síðan kemur markmið númer
tvö, að gera það sem unnt sé til
að halda niðri verðbólgunni,“
sagði Stefán Valgeirsson, al-
þingismaður, í viðtali við Dag,
vegna þeirra erfiðleika sem við
er að etja í atvinnumálum á Ak-
ureyri, í tengslum við ullar- og
skinnaiðnaðinn, og á Raufar-
höfn vegna stöðvunar togarans
þar.
„Samvinnureksturinn á Akur-
eyri og útgerðin á Raufarhöfn eiga
það sameiginlegt, að á báðum
stöðum er um að ræða undirstöðu í
atvinnumálum. Atvinnuástand á
Akureyri larnast ef verulegur sam-
dráttur verður í iðnaðinum og ef
ekki er hægt að stunda fiskveiðar
frá Raufarhöfn, þá er undirstaðan
horfin.
Það er engin spurning um það,
að þessum málum verður að
bjarga. Hitt er svo annað mál, og
það verða menn að skilja, að það er
ekki vandalaust að finna heppileg-
ustu lausnirnar, þannig að bæði
markmiðin haldist, og skyndi-
lausnir henta ekki. Atvinnuástand-
ið er meginatriði og aðgerðir verða
að miðast við þá staðreynd," sagði
Stefán Valgeirsson að lokum.
Stefán Valgeirsson.
33
HJÓLLUM Ú.A. ÚTHÝSTICLÆSIBÆJARHREPPI:
ÞURFUM NYJAN STAÐ
tí
„Við vitum ekkert hvað við
gerum næst. Við höfum engan
stað. Þetta var annar staður-
inn sem við fórum á eftir að við
vorum reknir frá eyrunum við
Glerá. f Krossanesi hrundu
hjallarnir og þá fórum við út í
Glæsibæjarhrepp. Nú, við höf-
um frétt að sé búið að skera
upp herör gegn því að við
hengjum upp á Krossanes-
klappirnar, sem bærinn var bú-
inn að úthluta okkur, svo ég
býst ekki við að við förum aft-
ur þangað. Við þurfum að
finna einhvern nýjan stað hvar
svo sem hann verður, sagði
Gísli Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyringa í samtali við Dag.
Almennur fundur íbúa Glæsi-
bæjarhrepps í siðustu viku
ályktaði að Ú.A. skyldi fjarlægja
hjallana, sem nýbúið var að koma
upp í hreppnum. Nokkrum íbú-
anna fannst ganga hægt að fjar-
lægja mannvirkin og lögðu því
farartækjum á veginn að hjöllun-
um. Sættir tókust í deilunni á
þann veg að sá fiskur sem kominn
var í hjallana fær að vera þar þar
til félagið hefur komið sér upp
hjöllum á öðrum stað. Svipað
ástand kom upp á Akureyri, eins
og Dagur hefur skýrt frá, en þá
voru það íbúar í Glerárhverfi sem
mótmæltu hjöllunum. Þá var
ákveðið að flytja hluta hjallanna
og var fyrst farið með þá í
Krossanes. Enn er hluti þeirra þó
á eyrunum sunnan við Glerá.
Hvað varðar það ástand sem
skapaðist í Glæsibæjarhreppi,
sagði Gísli að hann teldi að þar
hefði verið gerður úlfaldi úr mý-
flugu. „Við hengdum þarna upp
og höfðum fyrir því heimild Ak-
ureyrarbæjar. sem er landeig-
andi, en hreppsstjórnin var ekki á
sama máli — taldi að þar þyrfti
fleira til að koma og að við vær-
um ólöglegir með hjalla á þessurn
slóðum. Það mun vera rétt því til
eru lög um fjarlægð hjalla frá
mannabústöðum. En þetta mál
leystist á stuttri stundu.
En þetta fer að verða vand-
ræðamál ef hvergi má koma
þessu niður.“
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180