Dagur - 17.09.1981, Page 5
DAGUR
Otgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamenn: Áskell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Hatursáróður gegn
samvinnufólki
Árásir á samvinnuhreyfinguna eru
ekki nýtt fyrirbrigði. Áratugum
saman hefur íhaldspressan, með
Morgunblaðið í broddi fylkingar,
beint skeytum sínum að sam-
vinnuhreyfingunni og sakað hana
um flest það sem menn geta látið
sér detta í hug. í samvinnuhreyf-
ingunni hafa íhaldsöflin séð óvin,
sem þau telja óalandi og óferj-
andi, og þrátt fyrir það að mál-
fiutningurinn hafi verið hrakinn
hvað eftir annað, er íhaldspressan
sífellt við sama heygarðshornið.
Síðustu árásir Morgunblaðsins
taka þó út yfir allan þjófabálk.
Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambandsins, svarar árásum
íhaldsins í viðtali sem Morgun-
blaðið átti við hann s.l. þriðjudag.
Þar gerir hann að engu gagnrýni á
kaup Sambandsins á frystihúsinu
á Suðureyri. Ásælni og yfirgangur
Sambandsins í frystihús í einka-
rekstri er nú ekki meiri en það, að
á síðustu 15 árum hafa 5 frystihús
á vegum samvinnuhreyfingarinn-
ar verið tekin yfir af einkaaðilum.
Á sama tíma tók Sambandið yfir
viðskipti frá tveimur húsum, sem
áður voru í einkaeign. „Svo notað
sé fótboltamál má því segja að
staðan sé 5-2 fyrir einkaframtak-
ið,“ segir Eriendur í viðtalinu og
bætir því við að það sé ekkert
sjálfgefið, að einkareksturinn eigi
75% af markaðinum fyrir frystan
fisk á Bandaríkjamarkaði, en
Sambandið 25%.
Erlendur svarar einnig gagn-
rýninni um of stóran hlut Sam-
bandsins í versluninni í landinu.
Hann bendir á að 75% verslunar í
landinu sé í höndum einkaaðila og
að hlutur samvinnumanna megi
gjarnan aukast á því sviði. Hann
segir að það sé fjarstæðukennd
fullyrðing, að fjöldi einstaklinga í
atvinnulífi eigi í örvæntingafuilri
baráttu við veldi Sambandsins.
Mesta samkeppnin eigi sér stað
milli einstaklinga innbyrðis, enda
hafi einkareksturinn þrjá fjórðu
hluta markaðarins. Glöggt dæmi
um þetta sé að finna nýlega á Ak-
ureyri. Þar hafi einstaklingar í
verslun, sem brotist hafi áfram af
dugnaði, orðið að gefast upp eftir
að einkaframtakið Hagkaup hafi
fært þar út kvíarnar.
Þrátt fyrir það að Erlendur Ein-
arsson hafi í umræddu viðtali
hrakið sleggjudóma þeirra Morg-
unbiaðsmanna, mun órökstudd-
um fuliyrðingum úr þeim herbúð-
um ekki Ijúka. f slagnum við sam-
vin.tumenn mun eftir sem áður
verða beitt öllum tiltækum meðul-
um. Fólk verður að halda vöku
sinni gagnvart hatursáróðri
íhaldspressunnar.
Bjarni E. Guðleifsson á Möðruvöllum:
Stórvirkjun og stóriðja
á Norðuriandi, nei takk!
W (i
Nú er enn eitt Fjórðungsþing af-
staðið. í fjölmiðlum var skýrt frá
helstu ályktunum þess og þykir mér
furðulegt hve skammsýnir þessir
helstu oddvitar atvinnumála á
norðurlandi eru. Þegar fyrst er búið
að uppmála atvinnuleysisdrauginn
koma úrræðin: Virkjunarkostur
eitt við Blöndu, álver við Eyjafjörð,
pappírsverksmiðja á Húsavík,
steinullarverksmiðja á Sauðárkróki
og svo sameining sveitarfélaga. Er
hér einu stórfyrirtæki raðað til
björgunar öllum sýslum fjórðungs-
ins nema jaðarsýslunum V.-Hún.
og N.-Þing. Er það varla í anda yf-
irlýstrar byggðastefnu að hlaða
stórfyrirtækjum á þéttbýlustu svæð-
in og láta þau sem höllustum fæti
standa verða útundan. Annars má
vel vera að einmitt í þessu verði í
framtíðinni fólgin gæfa jaðarsýslna
fjórðungsins. Að mínu mati er það
reginmisskilningur að besta leiðin í
atvinnuuppbyggingu sé að hlaða
niður stórfyrirtækjum í einhverri
mynd. Stórfyrirtæki eru auðvitað
Hjalteyri við Eyjafjörð. Sá staður hefur aðallega verið nefndur fyrir álverksmiðju á Norðurlandi.
stórhættuleg m.a. vegna þess að
stundum er tap þeirra stórt og fall
þeirra mikið. Má t.d. benda á hví-
líkar afleiðingar hefði ef Flugleiðir
færu alveg á hausinn. Skynsamleg-
asta atvinnuuppbyggingin er auð-
vitað fólgin í því að koma upp og
hlúa að smáfyrirtækjum, margvís-
legum og fjölbreytilegum smá-
fyrirtækjum þarsem einstaklingurinn
finnur til ábyrgðar og þar sem nýtt
eru innlend hráefni. Slik atvinnu-
uppbygging þykir líklega lítilmót-
leg, og í slíka starfsemi þykir ekki
hæfa að beina fjármagni ríkisins,
nei, menn verða að vera stórhuga í
að leysa þetta vandræðaástand,
þetta tilbúna atvinnuleysi, bjarg-
ráðin eru stórvirkjun og stóriðja og
nú knékrjúpa atvinnuoddvitarnir
og biðla til ríkisins um fjármagn til
þessa. Ekki hefur komið annað
fram en að samstaða hafi verið um
ályktanirnar á Fjórðungsþinginu,
en ég trúi því tæplega að svo sé búið
að heilaþvo fulltrúa norðlendinga
að þeir hafi samþykkt þetta
möglunarlaust.
Ýmsir heimamanna umhverfis
Blöndu vilja gjarna fá þar stór-
virkjun. Líta þeir m.a. hýru auga þá
atvinnumöguleika sem verða við
byggingu hennar. En hvað svo að
loknum framkvæmdum? Hvað
eiga þá byggingamenn að gera?
Auðvitað verður að halda áfram að
byggja eitthvað stórt svo þeir verði
ekki atvinnulausir, án tillits til þess
hvort það er skynsamlegt eða ekki
HLUTVERK SVEITARFÉLAGA
Hlutverk sveitarfélaga er ákveðið í
10. gr. sveitarstjórnarlaga nr.
58/1961 og er greinin þannig orð-
uð:
„A. Skylt er sveilarfélagi að annast
þau hlutverk, sem þvi eru falin í
lögum eða á annan löglegan
hátt, svo sem:
a, fjárreiður og reikningshald
sitt, þar á meðal greiðslu l: g-
boðinna framlaga til almanna-
trygginga, atvinnuleysistrygg-
inga, byggingasjóðs verka-
manna o.s.frv.,
b, framfœrslumál,
c, barnavernd,
d, vinnumiðlun,
e, frœðslumál,
f, skipulags- og byggingarmál,
g, hreinlœtis- og heilbrigðis-
mál,
h, eldvarnir og önnur bruna-
mál,
i, lögreglumál,
j, forðagœslu- ogfjallskil,
k, refa- eða meindýraeyðingu.
B. Hlutverk sveitarfélaga er
ennfremur það að vinna að
sameiginlegum velferðarmál-
um þegna sinna, svo sem:
a, að sjá um vegagerð, gatna-
gerð, holrcesagerð, hafnargerð,
vatnsveituframkvœmdir, raf-
veituframkvœmdir, hitaveitu-
framkvœmdir, leikvallagerð,
íþróttavallagerð o. fl.
b, að gera ráðstafanir tilþess að
koma í veg fyrir almennt at-
vinnuleysi eða bjargarskort,
eftir því sem fœrt er á hverjum
tíma. “
Eins og greinin ber með sér er
um að ræða tvenns konar verkefni.
Annars vegar eru verkefni, sem
sveitarfélögum er skylt að annast
samkv. lögum og falla undir A-lið
greinarinnar og hins vegar hlutverk
háð pólitísku mati sveitarstjórnar,
sem falla undir lið B. Verkefni þessi
eru mörg og mismunandi og
breytileg eftir lögum á hverjum
tíma. Stundum eru slík verkefni
felld niður með lögum, svo sem
hefur verið gert um skyldu sveitar-
félaga til að annað lögreglumál.
Hitt er þó tíðara að verkefnum sé
fjölgað rneð lögum og er það í
sjálfu sér æskileg þróun frá sjónar-
miði sveitarstjórnarmanna. Hitt er
annað mál að þess hefur ekki verið
gætt sem skyldi að auka tekjur
sveitarfélaga að sama skapi og hef-
ur það leitt til þess að sífellt minna
fjármagn hefur orðið til ráðstöfun-
ar í verkefni, sem B-liður greinar-
innar gerir ráð fyrir og fjallað
verður um hér á eftir.
Um verkefni þau, sem falla undir
A-lið greinarinnar er það annars að
segja að þeim verður yfirleitt ekki
hnikað til í forgangsröð og þau
ganga öll fyrir verkefnum samkv.
B-lið greinarinnar. Um verkefni
samkv. A-Lið er því sáralítið svig-
rúm til pólitísks ágreinings, ef hlíta
á lögum.
Um verkefni samkv. B-lið grein-
arinnar er það að segja að þau geta
yfirleitt ekki notið forgangs gagn-
vart vekefnum byggðum á laga-
skyldu, samkv. A-lið greinarinnar.
Verkefni samkv. þessum lið grein-
arinnar eru a.m.k. að formi til háð
pólitísku mati sveitarstjórnar á því
hver séu sameiginleg velferðarmál
þegnanna á hverjum tíma. í raun
takmarkast verkefni þessi mjög af
þröngum fjárhag sveitarfélaga. Um
innbyrðis röðun verkefna af þessu
tagi hafa sveitarstjórnir mikið frelsi
og kemur mismunur á pólitískri
afstöðu sveitarstjórnarmanna ekki
hvað síst í ljós í afstöðu þeirra til
þessara mála.
Þrátt fyrir að meginreglan sé sú
sem að framan greinir verður að
ætla að með upptalningu verkefna í
B-lið greinarinnar sé skoðun lög-
gjafans sú að þau verkefni séu eins
konar grundvallarverkefni sveitar-
félaga og sem slík eigi þau að njóta
forgangs umfram önnur verkefni,
sem ekki eru upptalin, enda mun
framkvæmdin að verulegu leyti
hafa verið í samræmi við það til
þessa. Á hitt er að líta að frá því að
sveitarstjórnarlögin voru sett hefur
margt breyst og nýjar þarfir hafa
Bæjar- og sveitar-
stjórnarmál
skapast, sem nú þykir sjálfsagt að
sveitarfélög annist og væru slík
verkefni eflaus talin upp og sett á
bekk með þeim verkefnum, sem
upp eru talin í B-lið 10. gr. sveitar-
stjórnarlaga, væri sú grein til af-
greiðslu á Alþingi í dag. Má þar
nefna ýmsa þætti félagslegrar
þjónustu.
Eigi að síður er það skoðun und-
irritaðs að líta beri á verkefni þau,
sem upp eru talin í greininni sem
eins konar grundvallarverkefni
sveitarfélaga og eigi sem slík að
njóta ákveðins forgangs umfram
nýrri verkefni, nema um brýna þörf
sé að ræða eða eins konar neyðar-
sjónarmið eigi við. En slík sjónar-
mið eiga vissulega við um ýmsa
málaflokka einkum á sviði félags-
legrar aðstoðar við þegnana og
réttlæta að veita þeim forgang
gegnvart verkefnum þeim, sem
lögin telja upp.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur í
megin atriðum framkvæmt stefnu í
anda áðurnefndra laga á undan-
förnum árum en þó tekið tillit til
breyttra þarfa og viðhorfa einkum
á sviði félagsmála og umhverfis-
mála. Til marks um það má nefna
að á undanförnum árum hefur
verið gert stórt átak í gatnagerð
þannig að verulega hefur áunnist í
því að koma bundnu slitlagi á götur
og gangstéttir í bænum. Jafnframt
hefur félagsleg þjónusta við bæjar-
búa margfaldast á örfáum árum.
Þetta ásamt öður hefur gerst með
samkomulagi þeirra flokka sem
myndað hafa meirihluta: bæjar-
stjórnar síðan árið 1974 og með
góðum stuðningi minnihlut bæjar-
stjórnar.
Nú upp á síðkastið hafa heyrst
raddir sem halda því fram að efla
eigi félagslega þjónustu á kostnað
gatnagerðar og að víkja éigi skyld-
um bæjarstjórnar samkv. áður-
nefndum B-lið b, 10. gr. sveitar-
sjórnarlaga, til hdiðar vegna nátt-
úruverndarsjónarmiða. — það er
umsamin stefna núverandi meir-
hluta bæjarstjórnar að setja fram-
angreind atriði ekki fram sem and-
stæður, heldur verði haldið áfram
að fullgera gatnakerfi bæjarins og
efla félagslega þjónustu samtímis
og að við eflingu atvinnulífs, svo
sem með stofnun stóriðju í Eyja-
firði, verði tekið fullt tillit til um-
hverfissjónarmiða og tryggilega frá
þeim málum gengið.
Freyr Ófeigsson.
4 - DAGUR - 17. september 1981
Auk þess er það mikil skammsýni
atvinnufeðranna að krefjast
virkjunarkosts eitt við Blöndu.
Blöndu má virkja á marga vegu, en
aðeins einn versti kosturinn, þ.e.
stærsta virkjunarleiðin og sú sem
mstu gróðurlendi spillir, er nægi-
lega rannsökuð og hönnuð til að
koma til álita á næsta alþingi.
Þannig á ekki að standa að undir-
búningi virkjunarframkvæmda,
heldur á að kanna alla kosti sem
fyrir eru í fjórðungnum og síðan að
velja þann sem hæfir þörfinni best,
spillir náttúrunni sem minnst og er
hagkvæmastur. Það eru mörg önn-
ur fallvötn en Blanda á norður-
landi, en einungis einn annar kost-
ur er kominn á svipað stig og
virkjunarkostur eitt við Blöndu,
þ.e. Héraðsvatnavirkjún við
Villinganes. Einnig Héraðsvötnin
má virkja á marga vegu, en aðeins
einn kostur, sem einhverjum verk-
eða jarðfræðingi datt líklega í hug á
ferðalagi um svæðið, hefur verið
tekinn út úr og hannaður. Látum
orkuyfirvöld gefa okkur fleiri,
helst alla kostina, áður en við þurf-
um að velja. Þessi orð mín má taka
sem tilmæli til heimamanna við
Blöndu um að semja ekki við
orkuyfirvöld. Ef Austfirðingar vilja
fá næstu stórvirkjun þá þarf ekki að
virkja eins stórt og spilla eins miklu
landi í norðlendingafjórðungi og er
það vel, því sá tími kemur að aðrar
orkulindir leysa orku fallvatna af
hólmi, og munu þá margir gleðjast
yfir að eiga óspillt fljót, fallega
fossa og hrikaleg gljúfur.
í fréttum af fjórðungsþinginu var
ályktun um stórvirkjun við Blöndu
eðlilega tengd ályktunum um stór-
iðjuverin. Ég hef áður greint frá því
hve óskynsamlegt það er að rjúka
til og reisa stórfyrirtæki til bjargar
einhverju atvinnuleysi, bæði vegna
þess vítahrings að stórt orkuver
dregur á eftir sér stóriðju sem notar
upp orkuna og kallar á nýtt orkuver
og einnig vegna þeirrar röskunar
sem stórfyrirtækin hafa á byggðina
í landinu. Ef eyða á fjármagni í að
bæta úr atvinnuleysinu er stóriðja
óskynsamlegasta lausnin. Þar er
miklu fjármagni sóað í að veita til-
tölulega fáum mönnum atvinnu, en
með sama fjármagni má skapa
miklu fleiri atvinnutækifæri í
smærri einingum, t.d. með því að
breikka og treysta grundvöll al-
hliða atvinnulífs sem byggir á
heimafengnu hráefni. Álver við
Eyjafjörð á samkvæmt tillögum
fjórðungsþingsins að vera horn-
steinn atvinnuuppbyggingar í
fjórðungnum. Ekki hélt ég að
reynsla okkar af einu álveri væri
svo góð að meira þyrfti af slíku.
Allir vita að megnið af hráefni ál-
vers er flutt til landsins og hér er
það losað við eitthvað af eiturguf-
um áður en það er aftur flutt út.
Mér þykir ólíklegt að nokkur sækist
eftir þeirri mengun sem af þessu
hlýst, nema hann hlaupi blindaður
og skilningssljór af auragræðgi í
lífsgæðakapphlaupinu.
Við heyrum annað slagið getið í
fjölmiðlum ýmissa nefnda eða ráða
sem láta sig þessi mál varða, t.d.
atvinnumálanefndir, staðarvals-
nefndir eða nefndir með enn
hátíðlegri nöfnum, sem annaðhvort
biðja um eða bjóða út stóriðju. Nú
skulum við norðlendingar afþakka
þessistóriðjufyrirtæki, hafna álveri
við Eyjafjörð, en þiggýa fjármagnið.
sem ríkið ætlar að leggja í þessa
vitleysu og nota það skynsamlega.
Fjármagnið á að nota í litlar, hag-
kvæmar einingar. dreifðar um all-
an fjórðunginn, fyrirtæki sem
byggja á innlendu hráefni, láta
mannshöndina vinna gegn
greiðslu, meta einstaklinginn og
menga og spilla umhverfinu sem
minnst. Með gagngerum skipu-
lagsbreytingum á iðnaði, fiskveið-
um og landbúnaði er þetta mögu-
legt.
Hvenær tekur
hjúkrunardeild
FSA tll starfa?
— því svörum við hvert og eitt
með framlagi okkar
SYSTRASELSSÖFNUNIN er í
fullum gangi og hefur nú skilað
nálægt 25% áætlaðs fjármagns.
Útgerðarfélag Akureyringa h.f.
er í fararbroddi með 50 þúsund
króna framlag.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
tekið myndarlega á málinu með því
að heimila nokkrum fyrirtækja
sinna að leggja fram góðan skerf.
Þannig hafa Hitaveitan og Raf-
veitan lagt fram 30 þús. kr. hvort,
og fleiri munu bætast í hópinn
innan tíðar.
Framlög frá hreppsfélögunum
eru farin að berast. Öngulsstaða-
hreppur hefur lagt fram 15 þús. kr.
og tilkynnt um sömu upphæð síðar,
einnig Hrafnagilshreppur, sem
lagði fram 10 þús. kr. sem fyrri
hluta. Fleiri hreppsfélög hafa lagt
fram sinn skerf og önnur tilkynnt
að framlaga megi vænta innan tíð-
:ár, eða síðar, eftir því hvernig á
stendur á hverjum stað.
Margir einstaklingar og félög
hafa sent myndarleg framlög:
Lionsklúbburinn Huginn 20 þús.
Hjónin Helga og Þorsteinn Jónsson
20 þús. Minningargjöf frá Jóhönnu
Jónsdóttur, kr. 10 þús. Menningar-
sjóður K.E.A. 10 þús. Kvenfélag
Akureyrarkirkju 5 þús. auk fjöl-
margra annarra einstaklinga og
félaga, sem rétt hafa hjálparhönd.
Nú stendur yfir söfnun hjá fyrir-
tækjum í bænum, og byrjað er að
vinna að því að fram fari allsherj-
arsöfnun meðal bæjarbúa, senni-
lega í byrjun næsta mánaðar, og
verður það nánar kynnt síðar. Sú
hugmynd hefur skotið upp kolli, að
fólk kæmi sér upp heimilisspari-
bauk í þessu skyni og leggja þar í
daglega eða vikulega einhvern
skerf, sem tilbúinn væri til afhend-
ingar, þegar knúið verður á dyr.
Nú hefur verið ákveðið að hefja
framkvæmdir við Systrasel af full-
um krafti. Hafa ýmsir einstaklingar
og félög lofað vinnuframlagi eða
efni og á annan hátt að létta undir
með framkvæmdunum, og er allt
slíkt mjög vel þegið.
Framkvæmdanefndin hefur þá
trú, að langflestir vilji vera með og
leggja hér hjálparhönd. Vera má.
að einhverjum okkar finnist að við
séum hér ekki að leggja lið verk-
efni, er sé okkur mjög hugstætt, eða
okkur til hagsbóta í dag, hvað sem
síðar kann að verða, en þá er gott
að hafa í huga,“ að enginn veit sína
æfina fyrr en öll er.“ En við getum
verið þess fullviss að við erum að
leggja góðu málefni lið. Að búa
ellisjúkum góða aðstöðu þar sem
þeir fá umönnun og skjól. Það er
verðugt verkefni að leysa, og öllum
sómi að eiga sinn stein í slíkri
byggingu.
Samstaða okkar og örlæti segir
til um hvenær HJÚKRUNAR-
DEILD við F.S.A. tekur til starfa.
Jón Kristinsson.
Umsjón: Ólafur Ásgeirsson
Kristján Arngrímsson
„Þetta verður erfitt“
— segir Birgir Björnsson þjálfari, sem
stýrir liði KA í 1. deildinni í vetur
færi með KA til keppni í fyrstu
Meistaraflokkur KA i hand-
knattleik leikur nú i vetur í
fyrstu deild, og er það í fyrsta
sinn í sögu KA sem hand-
knattleiksmenn leika í þeirri
deild. Handknattleikur á ís-
landi hefur risið hærra en
flestar aðrar íþróttir, og er
fyrsta deildin íslenska því
mjög sterk. Fyrir nokkrum ár-
um sigruðu Þórsarar aðra
deild og léku eitt keppnistfma-
bil í fyrstu deild, en KA hefur
margsinnis verið í toppbaráttu
annarrardeildar en í fyrsta sinn
í fyrra sigruðu þeir deildina.
Þjálfari KA undanfarin ár hef-
Björn Axelsson.
Björn fór
holu í
höggi
Björn Axelsson, Akureyrar-
meistari unglinga í golfi, er
ekki hættur golfiðkun sinni
þótt farið sé að hausta. Hann
var fyrr i vikunni að spila á
Jaðarsvelli og á 6. braut fékk
hann heldur betur drauma-
högg.
Hann sló upphafshöggið með 3
járni, en holan er par 3. Skipti
engum togum að kúlan fór beint í
holuna í upphafshögginu.
Þar með er Björn, sem er aðeins
13 ára kominn í hóp þeirra sem
kallast „Einherjar" en það er
félagsskapur þeirra sem hafa náð
þessu „draumahöggi“ allra golf-
leikara.
ur verið Birgir Björnsson sem
hér áður fyrr gerði garðinn
frægan með FH og landsiið-
inu, en hann hefur marga
landsleiki að baki. Birgir er
einnig reyndur þjálfari og hef-
ur m.a. þjálfað Islenska lands-
liðið og farið með því í ótal
keppnir og stýrt leik þess hér
heima og erlendis. Birgir sat
fyrir svörum hjá blaðamanni
íþróttasíðunnar og hafði hann
ýmislegt um handboltann að
segja.
Hafa æft vel
Birgir hvað þá KA-menn hafa
byrjað æfingar 6. júlí og í júlí og
ágúst hefðu þeir æft fjórum sinn-
um í viku eða alls sextán æfingar
á mánuði til að byrja með. Þessar
æfingar voru útiæfingar og mest
lagt upp úr þreki. Síðan var farið
að æfa í íþróttaskemmunni og á
tímabili verður æft tvisvar á dag, í
hádeginu og á kvöldin. Síðan
verður aðeins hægt á, og þetta
æfingarprógramm endar með
keppnisferð til Reykjavíkur eða
nágrennis, og þar verða leiknir
2-3 leikir. Þrátt fyrir þessar æf-
ingar allar, segir Birgir strákana
ekki ennþá vera komna í það
form sem þeir þurfa. Einmitt nú
séu þeir orðnir þreyttir, en hann
kvaðst vonast til að í fyrsta leikn-
um, við Val þann 10. okt., verði
þrekið komið í samt lag.
Sami mannskapur
Leikmenn meistaraflokks KA
eru að mestu þeir sömu og
sigruðu aðra deild í fyrra. Birgir
kvaðst vera þeirrar skoðunar að
hér á Akureyri þyrfti að byggja
handknattleikinn upp frá grunni,
og það að fá til liðs við félögin
þekkta og góða leikmenn, væri
oft á tíðum gott, en það gæfi oft
falskar vonir um góðan árangur.
Það væri hins vegar reynslu-
leysi sem stæði strákunum hérna
fyrir þrifum, því þeir fengju fáa
leiki í yngri flokkum miðað við
jafnaldra þeirra í Reykjavík, og
svo þegar í meistaraflokkinn
kæmi væru þar miklu færri leikir
hér á Akureyri en í Reykjavík.
Leika helmingi fleiri
leiki
Til marks um aðstöðumuninn
sagði Birgir að nú þegar hann
deild, hefðu öll liðin sem KA
leikur við, sennilega leikið fleiri
leiki áður en mótið byrjar en KA
fær að leika á öllu keppnistíma-
bilinu. Það segir sig sjálft að þetta
kemur andstæðingum okkar til
góða,“ sagði Birgir. „Mörg
fyrstudeildar félögin hafa t.d.
verið erlendis í keppnis- og æf-
ingaferðum fyrir fslandsmótið, og
í þeirra hópi eru margreyndir
Birgir Björnsson.
leikmenn sem hafa marga lands-
leiki að baki og hafa ieikið í fyrstu
deild um árabil.“
Eygir vonarneista
Birgir kvað það ekki vera neitt
leyndarmál að hann væri ekki
vongóður með árangur liðsins í
þessari keppni, en hins vegar
leyndist hjá sér vonarneisti að KA
takist að hanga uppi. Hann
kvaðst búast við að HK og Fram
væru svipuð að styrkleika og KA,
en öll önnur félög i deildinni
verði í toppbaráttu.
„Það er mikill munur á hand-
knattleik í fyrstu og annarri deild.
í fyrstu deild er leikinn hraðari,
fastari og betri leikur en í öðrum
deildum,“ sagði Birgir að lokum.
TBA-MOT
Á fimmtudaginn fórum við
nokkrum orðum um væntan-
legt vetrarstarf TBA. Og nú á
laugardaginn 19. sept, verður
haldið í Iþróttahúsi Gler-
árskóla, fyrsta mót vetrarins;
opið haustmót í tvfliðaleik.
Þeir sem hafa hug á að taka
þátt í mótinu, mæti kl. 2 e.h.
Gamlar kylfur
Golfkylfurnar hérna á mynd-
inni voru nýlega gefnar Golf-
klúbbi Akureyrar, en þetta eru
kylfur þær sem Guðmundur
Karl Pétursson fyrrum yfir-
læknir á Akureyri stundaði
íþrótt sína með.
Það voru Jón Sigurgeirsson og
fjölskylda hans sem færðu
klúbbnum þessar kylfur að gjöf,
en þær höfðu komist í eigu sonar
Jóns.
Kylfurnar eru framleiddar
1906, hluti þeirra a.m.k. og verða
þær varðveittar í húsakynnum
G.A. Nú er það ósk forráða-
manna G.A. að ef einhverjir
þekkja sögu þessara áhalda þá
láti þeir vita. Einnig ef fleiri eiga
eða vita af fleiri svona gömlum
áhöldum. Kylfur eins og þessar á
myndinni eru hvergi betur
geymdar en hjá Golfklúbbnum.
Ljósm. gk-.
17. september 1981 - DAGUR - 5