Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Dagur - 04.02.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 04.02.1982, Blaðsíða 8
RAFGEYMAR í BlLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Um 650 fá atvinnu- leysis- bætur „Frá áramótum hafa 445 félag- ar í Einingu notið atvinnuleys- isbóta, samtals að fjárhæð 986 þúsund krónur, og nú er verið að reikna út og liggur fyrir að greiða yfir 200 félögum til við- bótar. Bæði er þar um að ræða nýja skráningu og einnig fram- haldsgreiðslur samkvæmt vott- orðum þar um,“ sagði Jón Helgason formaður Einingar, í viðtali við Dag, þegar hann var inntur eftir þessum málum. „Þó að fiskvcrð sé komið er enn töluveröur hópur fólks á atvinnu- leysisskrá. Þessir 200 sem cg ncfndi eru aöallega félagar við utanverðan Eyjafjörð. Að suniu leyti stafar þetta af því að okkur á skrifstofunni berast ekki tilkynn- ingar frá oddvitum í hinum dreifö- ari byggðum fyrr en nokkuð hefur safnast saman," sagði Jón cnn- frcmur. Þess ber að geta, að sér- stök úthlutun fer fram á Dalvík, Ólafsfirði og í Hrísey og ná ofan- greindar tölur ekki til þcirra staða. Þá er einnig sérstök úthlut- un á Genivík qg sagði Jón, að margir Grenvfkingar hefðu haft orð á því á aðalfundi Grenivíkur- deildarinnar á mánudagskvöld, að slæmt væri aö þurfa að sækja þcssar bætur alla leið til Húsavík- ur, svo sem einnig væri t.d. með þinglýsingar á lífeyrissjóðslánum. „Nú eru bætur samsvarandi daglaunum, sem er mikil trygging fyrir þá sem missa vinnuna. Þá lætur nærri að dagpeningar úr sjúkrasjóði og sjúkrasamlagi séu samtals um 80‘X) dagvinnulauna. en með barnabótum geta þeir farið í 100%. Það hefur tekist að auka þessar greiðslur smátt og smátt og þetta hefur sífellt verið að lagast. Þetta er áframhaldandi baráttumál og verkalýöshreyfing- in hefur náð þessum árangri með samstööu og þrotlausu starfi og i samræmi við getu þjóöfélagsins. Byltingakenndar aðferðir úr takti við tímann duga ekki í þessari bar- áttu." sagði Jón Helgason að lokum,- Fátt eins skemmtilegt og að fara í smátúra „Sleðann hannaði ég og smíð- aði að mestu sjálfur,,, sagði Matthías Ó. Gestsson, kennari, þegar hann sýndi blaðamanni Dags hestasleða sem fyrst sást bruna um götur Breiðholtshverfis í byrjun árs. „Fyrst hafði ég sleðann á stál- kantaskíðum, sem ég fann á öskuhaugunum, en þau brotn- uðu og þá setti ég undir hann ál- skíði sem Sigurgeir hjá Vél- smiðju Steindórs smíðaði fyrir mig. Sigurgeir styrkti einnig sleðann svo nú er hann fær í flestan sjó“. Matthías bauð blaðamanni að sitja á sleðanum og setti fyrir hann hryssuna Filmu, en folaldið Lýs- ingur, afkvæmi Filmu fylgdi sleð- anum fast eftir. Börn Matthíasar sátu einnig á sleðanum og sögðu aö fátt væri eins skemmtilegt og að fara á honum smátúra. „Ég smíöaði sleðann í jólafríinu og hef farið nær daglega í sleðaferðir“ sagöi Matthías. „Þetta hefur haft þau áhrif að nú er einn í hverfinu að smíða sér sieða og ég veit að fleiri hafa áhuga. T.d. komu til mín tveir með hesta sína og fengu að setja þá fyrir og reyna. Annars er sleðinn góður fyrir tvo full- orðna og eitt barn svo dæmi sé tekiö og sleðinn er þannig úr garði gerður að hann er pallstöðugur". Þarna greip Muggur sonur Matt- híasar inn í og sagðist hafa farið á harðastökki með Filmu og sleð- ann í beygju án þess að nokkuð hefði komið fyrir. Matthías sagði einnig að hann hefði haft vélsleða að fyrirmynd þegar hann smíðaði sleðann, en eins og sjá má á myndinni sitja menn klofvega á honum. Matthí- as var spurður um hvernig Filmu líkaði að draga sleðann. „Ég hef ekki orðið var við annað en henni líkaði vel að gera það, en Filma er ótaminn til reiðar. Hún hefur mjög trausta skapgerð og er ekki hrædd við nokkurn skapaðan hlut. Ég hef hins vegar orðið að stoppa sleðann þegar við höfum mætt sumum af gæðingum hverf- isins því þeir eru hræddir við sleðann. Það er ekkert gamanmál að fæla undan öðrum hestamönn- um. En svo virðist vera sem hestar þurfi að venjast sleðanum rétt eins og það tók þá tíma að venjast bíium og flugvélum. Menn sem búa sér til sleða verða að gæta þess að setja ekki hvaða hest sem er fyrir sleðann. Slíkt getur endað með slysi“, sagði Matthías Gests- son að lokum. Börn Matthíasar í sleðanum góða. Til hliðar sést Matthías á einum hesta sinna. Mynd: á.þ. Fyrri umferð forvals A.bl. Helgi hafnaði í fyrsta sæti Um helgina fór fram fyrri um- ferð forvals til framboðslista hjá Alþýðubandalaginu á Ak- ureyri. Röð efstu manna varð sem hér segir: I. Helgi Guðmundsson, 2. Hilmir Hclgason, 3. Sigríður Stefánsdóttir, 4. Kristín Hjálm- arsdóttir, 5. Páll Hlöðversson, 6. Katrín Jónsdóttir, 7. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, 8. Gísli Ólafs- son, 9. Geirlaug Sigurjónsdóttir, 10. Brynjar Ingi Skaptason og 11. Ingibjörg Jónasdóttir. Eins og fyrr sagði var hér um að ræða fyrri umferð forvalsins, en sú seinni mun fara fram 13.-14. febrúar n.k. Samkvæmt Þjóðvilj- anum s.l. þriðjudag er ekki búið að ganga frá listanum til seinni umferðar, en auk þessarra 11 verða þar 4 félagar í Alþýðu- bandalaginu í kjöri. Ófærl að greiða söluskatt af ógreiddum reikningum „Ýmsar þjónustugreinar eiga nú í miklum erfiðleikum og hið opinbera gerir þeim svo sann- arlega oft erfitt fyrir. Vaxta- stefnan er að sliga mörg fyrir- tæki, en söluskatturinn og þær aöferöir sem notaðar eru við að innheimta hann eru hæpnar svo ekki sé meira sagt“, sagði Ingvi R. Jóhannsson, sem rekur fyrirtækið Raftækni á Akur- eyri. Ingvi sagði að 25. hvers mánaðar þyrfti hann að vera búinn að skila söluskatti mán- aðarins á undan og skipti þá ekki máli hvort búið væri að fá reikninga greidda. „Það er ekkert mál að greiða söluskatt al staögreiddri vöru, en dæmið verður verra þegar þarf að greiða söluskatt af reikningi sem fæst e.t.v. ekki greiddur fyrr en eftir 2 til 4 mánuði. Og nú er svo málum kornið að fjölmörg fyrir- tæki verða ;tð fá lán í bönkum til að greiða söluskattinn, en hluti af honum rennur beint í vasa við- komandi innheimtumanns. Það kalla ég að fá hlutina á silfurfati. Að auki mætti bæta því við að ýmis opinber fyritæki greiða ekki reikninga fyrr en eftir dúk og disk og síðan ætlast hið opinbera til að fyrirtæki í einkaeign greiði á ákveðnum dögum". „Ef við skilum ekki söluskattin- um 25., þá þurfum við að greiða 4% dagvexti fyrstu 5 dagana og 4.5% fyrir hvern byrjaðan mánuð úr því. Ef þú getur ekki skilað innan 5 daga gerir það 20% álag ofan á söluskattinn. Eins og ég sagði hér áður þýðir þetta að margir fá lán til að greiða sölu- skattinn til að koma í veg fyrir að fá hækkun eða að greiða með „gúmmítékk" í von um að pening- arnir komi inn á morgun. Éf þetta fæst ekki leiðrétt þannig að sölu- skattur varði aðeins greiddur af innkomnum reikningum, tel ég rétt að gjalddagi verði færður aftur um 10 daga, en yfirleitt fá fyrirtæki inn peninga um mánaða- mót en ekki skömmu fyrir þau". X t? n 'T (5f —[/• s fl 1 TfT? 11 /ny JU a. II s - JÍ_ Forðaðisér af vettvangi I gær kom einn starfsmanna Dags að bíl sínum og sá strax að einhver hafði ekið á hlið btlsins aftanverðan. Sá hinn sami hafði forðað sé af vett- vangi, en bíli starfsmannsins er töluvert skemmdur. Það eru lítil líkindi til þess að að tjónvaldurinn náist, en þó er aldrei að vita. Þetta er ekkert einsdæmi og segja kunnugir að núverandi tryggingalög- gjöf geri það að verkum að menn freistist til að forða sér ef þeir valda tjóni eins og því sem lýst var hér að ofan. # Hundurinn dó í síðasta S&S var sagt frá hundi sem sleikti frímerkin fyrir húsbónda sinn. Nú hefur S&S frétt af öðrum hundi sem var í eigu manns, erfórætíð út með hundinn að ganga klukk- an sex á morgnana. Hundur- inn drapst og skömmu eftir þann atburð vaknaði eigin- kona mannsins við það að maðurinn ýtti við henni rétt um klukkan sex og spurði: Viltu koma út að ganga? • Hættir Þorvaldur? Samkvæmt þeim fréttum sem Dagur hefur úr herbúðum krata, hefur Þorvaldur Jóns- son i hyggju að draga sig út úr bæjarpólitíkinni. Önnur heim- ild tjáði S&S aðilla gengi að fá menn til að bjóða sig fram t fyrirhuguðu prófkjöri. # Slæm umgengni í síðustu viku sagði Dagur frá slæmri meðferð Akureyringa á póstkössum í bænum. í frá- sögn Dags kom m.a. fram að kveikt var í póstkassa með þeim árangri að bréf sem í honum var brann til hálfs, en þó ekki meir en svo að greina mátti nafn sendanda. Bæjar- búar verða nú að taka hönd- um saman og ganga svo frá málum að svona atburður komi ekki fyrir aftur, ekki heldur að í kassana sé troðið rusli, sandi eða snjó. Starfs- menn Pósts og síma eru ekki í neinni aðstöðu til að fylgjast nógu náið með kössunum enda á þess ekki að þurfa. Eina ráðið er að bæjarbúar hafi auga með kössunum og hindri skemmdarvarga í að vinna á þeim tjón. # íbúðirnar fljúga út Fasteignasali sagði á dögun- um við S&S að ef góð íbúð kæmi á söluskrá, væri hún farin með það sama. í þessu sambandi má minna á að í Degi á þriðjudögum (á bls. 2), auglýsa stærstu fasteignasal- ar bæjarins og þar er að finna á einum stað gott yfirlit yfir þær íbúðir sem eru á skrá hverju sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (04.02.1982)
https://timarit.is/issue/206719

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (04.02.1982)

Aðgerðir: