Dagur - 26.08.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 26.08.1982, Blaðsíða 5
Listsýning sem tengist Akureyri og Eyjafirði: ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Atvinnuleysishættan „Vissulega eru þau vandamál sem íslending- ar þurfa að glíma við mörg og stór, en okkar vandmál eru mun alvarlegri", er haft eftir Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerk- ur, er hann var hér í opinberri heimsókn. For- sætisráðherrann vísaði með þessum orðum sínum til stærsta vandans sem Danir eiga nú við að etja, atvinnuleysið sem er að sliga þjóð- ina. Eitt meginmarkmið efnahagsráðstafana ís- lensku ríkisstjórnarinnar var einmitt að draga úr hættunni á atvinnuleysi með því að tryggja áframhaldandi rekstur atvinnuveganna. Reynt var að ganga eins langt og frekast var unnt án þess að til kollsteypu kæmi vegna efnahagsráðstafanna sjálfra, eins og gerst hefði með leiftursókn. Leiftursóknarviðbrögð hefðu ekki dregið úr hættunni á atvinnuleys- inu, því eins og kunnugt er felst í henni ráða- gerð um skipulegt atvinnuleysi. Atvinnuleysi er alvarlegasta áfall sem yfir þjóðina gæti dunið. Þjóðin hefur orðið fyrir mörgum og margvíslegum utanaðkomandi áföllum síðustu misserin. Þau eru hins vegar ekki stóralvarleg ef tekst að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Með atvinnuleysi væri fyrst við verulegan vanda að etja og það skilur forsæt- isráðherra Danmerkur manna best. Sálrænar og þjóðfélagslegar afleiðingar iðjuleysis og tilheyrandi bótagreiðslna, fyrir það að þjóðfélagið getur ekki skapað þegnum sínum verkefni, eru hrikalegar. Það eru fyrst og fremst þessar beinu og óbeinu afleiðingar atvinnuleysisins sem Danir og fjölmargar aðr- ar Evrópuþjóðir glíma nú við og kunna ekki ráð við. Sams konar ástand má ekki skapast á ís- landi og allir verða að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir það. Ekki kjaraskerðing í viðtali við Tímann bendir Halldór Ásgríms- son, alþingismaður, á það að þær efnahags- ráðstafanir sem nú hafa verið gerðar séu ekki kjaraskerðingaraðgerðir. „Það sem mikilvæg- ast er í þessu sambandi er að menn komist út úr þeirri hugmyndafræði sem segir, að verið sé að framkvæma kjaraskerðingu, enda hefur sú hugmyndafræði alltaf verið tómt kjaftæði. Spurningin er fyrst og fremst hvernig við ætl- um að taka á okkur það áfall sem þjóðin hefur orðið fyrir og hvernig á að dreifa því. Gerum við það ekki dreifist þetta bara óskipulega og á lengri tíma", segir Halldór í viðtalinu. „Þeir menn sem tala um að skerða ekki kaupmátt við svona aðstæður eru í raun að tala um að halda uppi kaupmætti sem byggist á erlendri skuldasöfnun. Bæði einstaklingar og þjóðir geta aukið ráðstöfunarfé sitt með því að taka alltaf meira og meira af lánum og sökkva um leið í skuldafen. En velji menn þá leið verða þeir jafnframt að horfast í augu við afleiðmgarnar", sagði Halldór Ásgrímsson. „Ég ætla að reyna að safna saman myndum hvaðanæva að“ — segir Valgarður Stefánsson sem undirbýr sýninguna Nú er hafinn undirbúningur að listasýningu þar sem eingöngu verða verk sem tengjast Akur- eyri og Eyjafirði og gerð hafa verið fyrir 1970. Hugmyndina að þessari sýningu átti Valgarð- ur Stefánsson, myndlistarmað- ur, og hefur hann tekið að sér að annast undirbúning hennar og hlotið til þess styrk úr menn- ingarsjóði Akureyrar. Hug- mynd Valgarðs var að halda þessa sýningu á 120 ára afmæli Akureyrarbæjar, þ.e. á þessu ári. Af því getur ekki orðið en reynt verður að koma þessari sýningu á laggirnar á næsta ári. „Tema sýningarinnar verður Akureyri-Eyjafjörður. Ég ætla að reyna að safna saman myndum hvaðanæva að, m.a. frá söfnum eins og Listasafni íslands og Þjóðminjasafninu, en einnig hjá einstaklingum. Meginhugmyndin er að safna á þessa sýningu mynd- um og munum eftir listamenn sem eru tengdir Akureyri eða Eyja- firði á einn eða annan hátt,“ sagði Valgarður í viðtali við Dag. Valgarður sýnir okkur mynd eftir Þórhall Bjömsson. Einhverju sinni kom meistari Kjarval á málverkasýningu, sá þar mynd af Grand eftir Þórhall, gekk Kjarval rakleitt að myndinni, rak henni rembingskoss og sagði: „Nei, ert þú hérna, Skráði myndlistar- viðburði allt frá aldamótum „Hver er ástæðan fyrir því að þú gengst fyrir þessari sýningu?“ „Þetta byrjaði eiginlega með því að ég skrifaði blaðagrein um myndlistarsögu Akureyrar, sem er nánast engin til. í framhaldi af því fór ég á bókasafnið hér og kannaði hvað skrifað hefur verið um myndlist á Akureyri í blöð og tímarit. Þó þar hafi ekki verið um auðugan garð að gresja leiddi þetta samt til þess að ég gerði skrá um alla myndlistarviðburði frá Þórhallur?“ mér að ég á eins konar „home made“ eða heimagerða sögu Ak- ureyrar í úrklippusafni og fleiru.“ Engir eftirbátar frægra listamanna „Á þessi sýning að leiða eitthvað í liós sem ekki hefur verið lýðum Ijóst?“ „Mér hefur sviðið það svolítið sárt hversu litla umfjöllun mynd- list á Akureyri hefur fengið í blöðum, en það sem verra er er það, að ég tel að margir listamenn sem störfuðu hér á Akureyri um Áhugi Valgarðs er ekki einungis bundinn við listasýninguna, heldur hefur hann og safnað að sér þúsundum bóka, margar hverjar fundnar á hinum ótrú- legustu stöðum. Ljósmyndir: KGA. aldamótum, þ.e. þeirra sem getið hefur verið á prenti. Þessi skrá nær til 30-40 listamanna og nær fram til ársins 1970 eða þar um bil, þ.e. þangað til Myndlistarfélag Akureyrar var stofnað og veru- legur skriður fór að komast á myndlistarmálin. Grundvöllur þessa alls er svo áhugi minn á sagnfræði og myndlist, sem sameinast þarna í einum punkti. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á sögu Akureyrar og þetta er vissulega hluti hennar. Þetta hefur gengið þannig til hjá og upp úr aldamótunum hafi síður en svo verið eftirbátar þeirra sem störfuðu fyrir sunnan og hafa hlotið landsfráegð margir hverjir.“ „Geturðu nefnt einhverja þess- ara listamanna?“ „Ég get t.d. nefnt Skúla Skúla- son, sem var fyrsti íslendingurinn sem Alþingi íslendinga styrkti til náms í myndlist. Hann varfæddur í Skaftahúsi í Fjörunni hér á Ak- ureyri, sem reyndar stendur enn. Hann var myndhöggvari og ekki liggur mikið eftir hann þar sem hann Íést fljótlega eftir að hann lauk námi. Þennan styrk fékk Skúli 1893 og hann var samtíða Einari Jónssyni og Ásgrími Jóns- syni, þessum frumkvöðlum ís- lenskrar myndlistar. Björn Th. Björnsson listfræðingur segir í bókinni „íslensk myndlist“ að ekki sé vitað um nein verk eftir hann. Mér hefur þó tekist að grafa upp tvær höggmyndir eftir hann á Þjóðminjasafninu. Eitthvað gæti verið af verkum eftir hann hér, án þess að fólk gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að koma því á framfæri. Hann smíðaði m.a. grasatínur fyrir Ólaf Davíðsson sem enn eru til. Þessi maður var jarðsettur á Munkaþverá og skráður sem þurfalingur. Ekki leikur vafi á því að þetta var mikill listamaður og benda skjöl í skólanum erlendis meðal annars til þess. Ég er reyndar búinn að skrifa heimildaskáldsögu um þennan mann, sem væntanlega kemur út á næsta árL Fólk sem týnst hefur úr myndlistarsögunni Ég get líka nefnt Þórhall Björns- son frá Ljósavatni og Arngrím Ólafsson, Svarfdæling, en þeir sýndu saman í Gamla barnaskól- anum árið 1916, en þar voru fyrstu myndlistarsýningar á Akur- eyri almennt haldnar. Fer því vel á því að nú er rætt um að Mynd- listarskólinn á Akureyri fái inni í þessum fyrsta sýningarsal. Þá má nefna Freymóð Jóhannesson, Eggert M. Laxdal, Maju Bald- vinsdóttur, Einar Jónsson frá Fossi í Síðu, sem var bróðir Eld- eyjar-Hjalta, og bjó hér fyrstu sex ár aldarinnar. Ég get líka nefnt Hauk Stefánsson og ekki má gleyma Kristínu Jónsdóttur frá Arnarnesi, sem hélt hér á Akur- eyri a.m.k. þrjár sýningar fyrir 1920. Ég get nefnt miklu fleiri sem of langt mál yrði upp að telja. En með þessari sýningu ætla ég að reyna að safria saman myndum eftir fólk sem að nokkru leyti hef- ur týnst út út myndlistarsögu íslands, fyrst og fremst vegna þess að það var ekki á þeim stað á land- inu þar sem hræringarnar í mynd- listinni voru og sem brauðstritið hamlaði frá því að sinna listinni eins og vert hefði verið. Listasafn íslands byrjar að kaupa verk 1915 að mig minnir og þá eingöngu eftir listamenn sem sýndu í Reykjavík eða áttu leið þar um.“ Listaverk í glatkistuna „Getur þú nefnt einhver dæmi þess að listaverk hafi farið í glat- kistuna?“ „Ég var t.d. að leita að mynd eftir Arngrím Gíslason, sem tal- inn var einn merkasti myndlist- armaður okkar á ofanverðri 19. öld. Hann bjó í Svarfaðardal síð- ustu áratugina og vann þá nær ein- göngu að myndlist og málaði m.a. altaristöflur sem til eru bæði hér og á Þjóðminjasafninu. En ég hafði sem sagt fregnað að hér væri til mynd eftir hann og hafði sam- band við fólkið sem hana átti, en það var þá búið að fleygja henni. Ég er hræddur um að þetta sé ekk- ert einsdæmi um gamlar myndir og reyndar gamlar bækur líka. Ef fólki finnst útlitið ekki gott, ramminn t.d. illa farinn eða bók- arkjölurinn upplitaður, er hætta á að þessu sé hent. Hugsanlegt er að eitthvað af slíkum verðmætum liggi enn í geymslum hjá fólki og væri þá gott að það kæmi þeim á framfæri.“ „Hvað verður þetta stór sýning?“ „Það er nú ekki gott að segja enn sem komið er, en mig dreymir um að láta hana ná allt frá 1550 til 1970 og að elstu munirnir verði út- skornir stólar sem gerðir voru fyrir dóttur Jóns Arasonar biskups, sem bjó á Grund í Eyja- firði,“ sagði Valgarður Stefáns- son að lokum. 4 - DAGUR - 26. ágúst 1982 Þór Akureyrarmeistari Á þriðjudagskvöldið fór fram síðari leikurinn í Akureyrar- mótinu í knattspyrnu, meistara- flokki. Að sjálfsögðu áttust þar við félögin Þór og KA, en ekki er vitað til þess að Vaskur hafi tek- ið þátt í þessu móti. í fyrri leikn- um sigruðu Þórsarar með þrem- ur mörkum gegn tveimur, og þurftu því aðeins jafntefli í þess- um leik til að tryggja sér sigur- inn. Þeir gerðu hins vegar mun betur því þeir sigruðu nokkuð auðveldlega, skoruðu þrjú mörk en KA gerði aðeins eitt. Það var því fyrirliði Þórs sem hampaði hinum nýja bikar sem KRA gaf til þessa móts. Þór var mjög vel að þessum titli komið því þeir léku báða þessa leiki með sitt sterkasta lið, léku betur, skor- uðu fleiri mörk og uppskáru laun erfiðis síns. Til hamingju Þórsarar. Fyrsta marktækifærið í þess- um leik kom á 20. mín. Þá fór Halldór Áskelsson upp hægri kantinn, lék á bakvörð KA. Lagði boltann fyrir Hafþór sem var í góðu færi, en hann skaut í stöng og síðan fór boltinn út fyrir endamörk. Á 25. mín. fengu KA-menn aukaspyrnu rétt utan vítateigs Þórs. Eyjólfur skaut hörkuskoti yfir varnar- vegg Þórs og á síðustu stundu náði Kristinn markvörðúr hjá Þór að slá boltann yfir. KA fékk hornspyrnu og sótti stíft að Þórs- markinu en að lokum skaut Ás- björn yfir úr góðu færi. Fyrsta markið kom á 38. mín. Þá kom góður bolti fyrir KA- markið sem barst til Bjarna sem skallaði í netið. Þannig var stað- an í hálfleik, eitt mark gegn einu. KA náði síðan að jafna á 23. mín. síðari hálfleiks. Þá var dæmd aukaspyrna á Þór. Eyjólfur gaf vel fyrir mark- ið og þar hoppaði Erlingur hæst og skallaði örugglega í netið. Um miðjan síðari hálfleik sóttu Þórsarar stíft og Þorvaldur markmaður KA mátti oft taka á honum stóra sínum til að verja. Á 28. mín. fengu Þórsarar víti eftir að sóknarmaður þeirra hafði verið felldur innan víta- teigs. Guðjón skoraði síðan úr vítinu og komst Þór aftur yfir. Á 43. mín. kom síðasta markið. Þá fékk Hafþór stungubolta inn fyrir KA-vörnina og renndi bolt- anum í bláhornið, óverjandi fyrir Þorvald í markinu. Þannig urðu lyktir leiksins þrjú mörk gegn einu og sann- gjarn Þórssigur. Hvers vegna ekki frestað? Nói Björasson fyrírliði Þórs hampar glæsiiegum Akurey rarbikarnum. Ljósmynd: KGA. UMSE í 1. deild Um sfðustu helgi var haldið hér á frjálsum íþróttum, en þeir sigr- Akureyri bikarkeppni annarrar uðu hér um árið aðra deild með deildar í frjálsum íþróttum. í ann- yfirburðum og hefðu þá með svip- arri deild voru sex félög og uðum árangri sigrað fyrstu deild. sambönd, og þau tvö stigahæstu Þeir kepptu síðan þar árið eftir og flytjast upp í fyrstu deild en tvö urðu í öðru sæti, en féllu árið stiganeðstu falla í þriðju deild. eftir, en þá höfðu flestar stór- Það var ÚÍA sem hlaut flest stig í stjörnurnar yfirgefið félagið. mótinu eða 137.5. Lið UMSE KA féll semsagt nú í þriðju varð í öðru sæti með 135 stig. KA deild og alls óvíst um framtíð hafnaði í neðsta sæti með aðeins frjálsíþróttadeildarinnar. UMSE 42 stig, en það voru nokkrar ung- mun hins vegar keppa að ári í ar og efnilegar stúlkur sem héldu fyrstu deild og mikið og öflugt uppi merki félagsins í þessari starf er unnið þar fyrir frjálsar keppni. íþróttir. KA má muna bjartari tíma í Stórsigur hjá KS KS og Selfoss léku í úrslitum 3 deildar á Siglufirði á laugardag- inn. Siglfirðingar komu mun ákveðnari til leiks og sóttu strax hart að marki Selfoss. Þegar um 12 mín. voru liðnar af leiknum gerðist atvik sem hafði mikil áhrif á gang leiksins. Óli, marka- kóngur þeirra Siglfirðinga og markvörður Selfoss lentu í miklu samstuði og skall Óli í völlinn og slasaðist illa, mun hann bæði hafa kjálkabrotnað og höfukúpubrotnað. Eftir þetta atvik virtist markvörður Selfyss- inga gjörsamlega fara úr sam- bandi og KS gekk á lagið og skoraði hvert markið af öðru og voru fyrri hálfleik komnir í 5-0. í síðari hálfleik jafnaðist leikur- inn töluvert og sóttu þá Selfyss- ingar ívið meira en KS náði nokkrum hættulegum skyndi- sóknum og skoruðu úr tveim þeirra og sigruðu því í leiknum 7-0. Mörk KS skoruðu, Þorgeir 2, Hafþór 2, Jakob, Baldur og Gunnar eitt hver. Tindastóll og Víðir Garði léku einnig í úrslitum 3. deildar fyrir sunnan og sigraði Víðir 1- 0. Tindastóll misnotaði víta- spyrnu í leiknum. Það hlýtur að vera draumur allra íþróttamanna að sigra andstæðinga sína og þá um leið að vinna til verðlauna. Verðlaun á Akureyrarmóti eru farandbikar nýr og glæsi- legur, og einnig verðlauna- peningar til allra leikmanna. Til þess að sigra andstæðinga sína í knattspyrnuleik þarf það félag sem ætlar sér að sigra að tefla fram sterkara og heilsteyptara liði en andstæð- ingurinn og að sjálfsögðu að skora fleiri mörk. Þetta hugarfar virðist ekki ríkja hjá KA hvað varðar Akur- eyrarmótið í knattspyrnu. í fyrri leiknum voru margir af fasta- mönnum liðsins fjarverandi. Sumir sátu í áhorfendastúkum og fylgdust með leiknum þaðan en aðrir voru annarsstaðar. í síðari leiknum var mikið um fjarvistir. Tveir leikmenn voru að leika í unglingalandsliði. Einn í keppnisferðalagi með handboltaliði. Einn að áríðandi störfum utanbæjar atvinnu sinn- ar vegna. Einhverjir meiddir o.s.frv. Hvers vegna var ekki farið fram á að fá leiknum frestað? Það hefur verið gert oft undan- farin ár af minna tilefni en þess er hér var talið. Á varamanna- bekknum í síðari leiknum sat enginn varamaður hjá KA, en það er sennilega einsdæmi í knattspyrnu. Það verður að taka upp nýtt fyrirkomulag í þessu móti. Leik- ið verði aðeins einu sinni, nema ef jafntefli verður, en þá verði leikið aftur og þá til þrautar uns úrslit fást. Félagið sem sigrar fái farandbikarinn góða til varð- veislu, leikmenn verðlaunapen- inga, og svo að lokum það lið sem sigrar fái þá peninga sem koma í aðgangseyri á leiknum. Þá virkar það hvetjandi fyrir alla aðila sem að þessu standa, stjórnir félaga, leikmenn og stjórnir knattspyrnudeilda sem oft halda um hálftóma buddu. Norður- lands- mót Norðurlandsmótið í golfi 1982 verður haldið um helgina, og er það að þessu sinni í umsjá Golfklúbbs Ólafsfjarðar og verður leikið á velli klúbbsins. Þetta er 36 holu mót, og verð- ur leikið í karlaflokki, kvenna- flokki og unglingaflokki, með og án forgjafar. Reikna má með að flestir bestu kylfingar Norður- Iands mætti til keppninnar, en þetta mót er jafnan ákaflega vel sótt af kylfingum víða að. Völlurinn í Ólafsfirði hefur verið í mikilli framför. Þar hefur sífellt verið unnið að endurbót- um og lagfæringum og er ekki að efa að kylfingar munu eiga þar góðar stundir um helgina svo framalega sem veðurguðirnir setja ekki strik í reikninginn. 26. ágúst 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.