Dagur - 09.09.1985, Side 1

Dagur - 09.09.1985, Side 1
68. árgangur Akureyri, mánudagur 9. september 1985 99. tölublað TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMiÐIR l SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI H-Lúx i Litmynda- framköllun ' E1 i ÍMÍ1 flkjwWgsít AKUREYRI Ferðaþjónusta bænda: Heimtar gjald af gæsaskyttum - Höfum talið okkur gera bændum greiða með því að skjóta gæsir, segir Sverrir Scheving Thorsteinsson Skotveiöimenn eru heldur eru óhressir með ákvöröun Ferða- þjónustu bænda, þess efnis að heimta gjald af veiðimönnum fyrir að leyfa þeim að fara um lönd sín og skjóta gæsir. Sverrir Scheving Thorsteins- son, fyrrverandi formaður Skot- veiðifélags íslands segir að hing- að til hafi verið litið svo á að skotmenn gerðu bændum greiða með því að skjóta gæsir sem víða vinna stórtjón á túnum, sérstak- lega nýræktum. í fréttatilkynn- ingu Ferðaþjónustu bænda segir að gjald skuli vera 500 krónur á dag fyrir fyrstu 3 gæsirnar og fyrir fyrstu 10 rjúpurnar. Sverrir sagði að heiðagæs og grágæs færi fjölg- andi að mati fuglafræðinga og að það mætti gjarnan grisja stofnana nokkuð, svo fremi að það væri gert í samræmi við öryggis- og siðareglur góðra skotveiði- manna. -yk. Dalvík: Bjart framundan í atvinnumálum Sjóstangaveiðimót Akureyrar var haldið um helgina. Sveit Páls A. Pálssonar varð aflahæst með 378 kg og 300 g. Sá sem flest verðlaunin hreppti var hins vegar alvön aflakló Matthías Einarsson, lögreglumaður. Hann var í annarri aflahæstu sveitinni og fékk auk þess stærsta kolann, stærsta karfann og stærsta steinbítinn, sem reyndist einnig stærsti fiskurinn sem veiddist á mótinu. HS/Mynd: gej Akureyrarbær áfrýjar - Bærinn sem eftirlitsaðili ekki skaðabótaskyldur, að mati bæjaryfirvalda „Atvinnumál hér á Dalvík standa mjög vel. Það hcfur verið mjög mikið að gera hjá smiðum við byggingar og aðra trésmíði,“ sagði Stefán Jón Bjarnason bæjarstjóri á Dalvík. Akureyri: Róleg helgi Helgin var fremur róleg á Ak- ureyri að sögn Þorsteins Pét- urssonar lögregluþjóns. Nokkrir voru teknir fyrir ölvun við akstur og sagði Þorsteinn að um hverja helgi væru 2-4 öku- menn teknir á Akureyri fyrir ölv- unarakstur. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, en að sögn Þor- steins er lögreglan með hraða- mælingar á hverjum degi. - mþþ „Félagsmálaráð bcinir þeim tilmælum til Bæjarráðs Akur- eyrar að gerð verði úttekt á því hvort hagkvæmara væri fyrir Akureyrarbæ að stofna tU reksturs eins eldhúss, sem þjónaði öllum þörfum bæjar- kerfisins til matseldar, í stað núverandi fyrirkomulags. Sýni slík athugun að breyting- ar frá núverandi fyrirkomu- lagi séu hagkvæmari, verði ráð fyrir þeim gert við gerð næstu fjárhagsáætlunar.“ Þannig hljóðar tillaga frá fé- „Við höfum verið í vand- ræðum að fá menn í útivinnu hjá okkur. Það stafar eingöngu af því hversu mikið er að gera í öðrum greinum. Veðrið hefur lítillega haft áhrif á fram- kvæmdahraða, svo við erum orðnir á eftir með ýmis verk. Atvinnuleysi hefur lítið sem ekkert verið hér, og er bjart að líta til vetrarins.“ Miklar framkvæmdir eru við hafnargarðinn á Dalvík sl. tvo ár. Þar var rekinn niður stálþils- kantur sem er 160 metra langur. Síðan hefur verið um frágang að ræða við kantinn. Steypt hefur verið þekja og malbikað í kring- um svæðið, og gengið frá kring- um kantinn. Verk þetta var boðið út og var tilboðið sem tekið var, upp á 4 milljónir og 700 þús. Síðan koma ýmis aukaverk sem þarf jafn- framt að sinna í kringum slíka framkvæmd. Þannig að samtals mun verkið kosta um 6 milljónir. gej- lagsmálaráði sem bæjarráð fjall- aði um á fundi sínum sl. þriðju- dag. Bæjarráð bætti við klásúlu um að athuga jafnframt hag- kvæmni þess að bjóða mat- seldina út. En um hvað mikið magn er að ræða? Hvernig er núverandi fyrirkomulagi háttað? Þegar blaðamaður fór að grafast fyrir um málið kom í ljós að enginn virðist geta svarað þessum spumingum að svo stöddu. Kemur þar margt til. Stofnan- irnar eru margar og dreifðar vítt Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að áfrýja dómi undir- réttar í máli því sem Sigurður Þorgeirsson höfðaði gegn Har- aldi Árnasyni, Akureyrarbæ og fleirum vegna meintra galla og breitt um bæinn. Sums stað- ar fer matseldin fram á staðnum en einstaka deildir skipta við utanaðkomandi aðila, og þá aðallega veitingahúsin. Enn má nefna að víða er ekki gerður skýr greinarmunur á matar- kaupum ánnars vegar og kaup- um á kaffi og meðlæti hins vegar. En ljóst er að hér er umfangs- mikið mál á ferðinni og miklir fjármunir í húfi. BB. Sjá nánar bls. 3. á hönnun og vinnu víð upp- steypu á plötu í húsinu að Grenilundi 3 á Akureyri. Hús þetta var byggt á árunum 1977-78 og var Haraldur Árna- son bæði hönnuður á vegum Tækniteiknistofunnar sf. og eftir- litsmaður á vegum byggingafull- trúaembættisins. í ljós kom að platan sem málið snýst um seig óeðlilega mikið eftir að hún var steypt og þurfti að leggja í nokk- urn kostnað við að skorða undir hana. í sókn málsins kvaðst stefnandi telja að orsakir gallans væri að finna í rangri hönnun burðarvirkis og handvömm þeirra er unnu að uppslætti og steypu. í dómnum er Haraldi Árnasyni og Akureyrarbæ gert að greiða stefnanda kr. 85.000 að viðbætt- um vöxtum og verðbótum. Ró- bert Árnasyni var einnig gert að greiða stefnanda bætur en hann var múrarameistari byggingar- innar. Smiðir voru sýknaðir. Ástæða þess að bæjarráð hefur ákveðið að áfrýja þessum dómi er sú að það telur að bærinn sem eftirlitsaðili sé ekki skaðabóta- skyldur vegna hönnunarmistaka heldur eigi hönnuðir að bera alla ábyrgð af slíku. -yk. Hvammstangi: 2000 tonn af malbiki „Malbikunarframkvæmdir hófust hér í fyrradag, en vegna bleytu og óhagstæðra veður- skilyrða stöðvuðust fram- kvæmdir,“ sagði Kristján Björnsson oddviti á Hvamms- tanga í samtali við Dag. Sagði Kristján að notuð yrðu um 2.000 tonn af malbiki sem samsvaraði 15.000 fermetrum eða um 2 kílómetrum. „Þegar þessum framkvæmdum er lokið er um helmingur gatna hér á Hvammstanga með bundnu slit- lagi. Við höfum verið nokkuð á eftir öðrum sveitarfélögum af svipaðri stærð hvað gatnagerðar- framkvæmdir varðar, en vonandi eru þau mál að færast til betri vegar,“ sagði Kristján. - mþþ Matur til bæjarstarfsmanna og Félagsmálastofnunar: Hvað kostar matseldin? - Er hægt að spara umtalsvert fé?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.