Dagur - 09.09.1985, Side 3

Dagur - 09.09.1985, Side 3
Eitt stórt eldhús? - er hagkvæmara, segir félagsmálastjóri „Á vegum félagsmálaráðs eins eru nú framreiddar um 140 máltíðir alla virka daga. Um er að ræða mat á dagheimilum og heimsendan mat til aldraðra. Von bráðar bætast við um 40 máltíðir á dag vegna nýs dag- vistarheimilis og aukningar á heimsendum mat til aldraðra. Þá væri æskilegt að eiga að- gang að u.þ.b. 40 máltíðum til viðbótar, en með því móti væri hægt að auka barnafjölda leik- skólanna, með því að taka „hádegisbörn“ til dvalar á Iða- velli, Lundarseli og Árholti.“ Svo segir í greinargerð sem „Hingað til höfum við reynt að hafa þetta í smærri stfl og tækjabúnaður er yfirleitt tak- markaður,“ sagði Valgarður Baldvinsson bæjarritari, er blaðamaður sló á þráðinn til hans. „Ég efast um að sparnaður við mannahald yrði mikill með til- komu eins eldhúss fyrir allt saman. Á mörgum þessara staða er ekki nema ein manneskja sem sér um að taka til matinn og hita kaffi og jafnvel einnig að ræsta kaffistofu.“ Aðspurður sagðist Valgarður fylgir tillögu félgagsmálaráðs til Bæjarráðs Akureyrar um að gerð verði úttekt á því hvort hag- kvæmara sé fyrir bæinn að sjá um rekstur eins stórs eldhúss í stað núverandi fyrirkomulags. Það virðist ekki vera vanþörf á að gera slíka úttekt því þessi starfsemi er mjög dreifð um bæinn; mötuneyti á nokkrum stöðum en smærri stofnanir fá senda matarbakka frá veitinga- húsunum og þá aðallega Sjallan- um og KEA. Jón Björnsson félagsmálastjóri sagði í samtali við blaðamann að þetta væri spurining um hvort ekki treysta sér til, að svo komnu máli, að segja hversu umfangs- mikið þetta „matarkerfi" væri. „Ef þessi könnun verður fram- kvæmd ætti málið að skýrast til muna.“ Bæjarritari benti á að ef fara ætti út í rekstur á stóru eldhúsi þá þýddi það þó nokkurt húsnæði og starfslið. „Mér sýnist að þau stöðugildi sem félagsmálastjóri nefnir að hann megi missa með tilkomu slíks eldhúss, séu þau einu sem geta fallið út. Ég tel það komi allt eins vel til greina að bjóða þetta út,“ sagði Valgarður Baldvinsson að lokum. BB. ekki væri hægt að anna allri eftir- spurninni í einu stóru eldhúsi. Það væri nær borðleggjandi að slíkt yrði hagkvæmara í starfs- mannahaldi og örugglega í inn- kaupum. „Þegar keypt er inn í litlum mæli er aðallega um smá- sölukaup að ræða og þau eru til- tölulega óhagstæð. Hvað varðar Félagsmálastofnun væri hægt að spara mikið með því að vera ekki með þessa matargerð á fimm stöðum eins og er í dag,“ sagði Jón. Ennfremur sagði hann að einn til einn og hálfur starfsmaður væri í hverju eldhúsi á dagvistun- um og með tilkomu eins stórs eldhúss væri hægt að færa 2,5-3 stöður frá dagvistunum í eldhúsið án þess að það kæmi á nokkurn hátt niður á starfsemi dagvist- anna. „Það er að verða svo miklu úreltara en það var að elda í svo smáum slöttum. Þrjár manneskjur í nútíma eldhúsi afkasta ansi miklu og mun meira en þær gætu afkastað í litlu gamaldags eld- húsi. Oftast er síðan hægt að flytja matinn í stórum ílátum og setja á diska á hverjum stað. Einu undantekningarnar eru matarsendingarnar til aldraðra. Þar er bara ein máltíð á hvern stað.“ Um könnunina sagði félags- málastjóri að eflaust yrði hún all- viðamikil í framkvæmd en þó ætti að vera tiltölulega auðvelt að reikna út hvað þetta kostaði í dag og hvernig mætti framkvæma allt í einu eldhúsi. „Að sjálfsögðu þarf að gera ráð fyrir kostnaði við flutning og þess háttar. Þá er einnig möguleiki að kanna hvort ekki megi spara með því einu að sameina alla þessa „matarpakka" og bjóða þá út í einu lagi,“ sagði Jón Björnsson félagsmálastjóri að lokum. BB. „Útboð kemur til greina“ - segir bæjarritari Félagamir nú um 5000 talsins? Það er búið að stofna á milli 40 og 50 deildir í Samtökum um jafnrétti milli landshluta, að sögn Arnar Björnssonar for- manns deildarinnar í Vestur- Húnavatnssýslu, en hann er nýkominn úr ferð um Austfirði Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands hefur hafið störf hér á Akureyri og nágrenni með því að opna stöðina alla þessa viku. Er það von þeirra sem þar starfa, að undirtektirnar verði jafn góðar og þær voru á Dalvík sl. vor og í Ólafsfirði sl. viku, en þar voru 130 konur skoðaðar á 2 dögum. Á sl. ári voru 1449 konur skoðaðar á vegum stöðvarinnar og reyndust allmargar vera með frumubreytingar einkum yngri konur. 162 konur eru nú í föstu eftirliti á vegum stöðvarinnar. Þrátt fyrir þennan fjölda skoðana eru aðeins um 60% kvenna á aldrinum 25-65 ára, sem hafa notfært sér þessa þjónustu. sem hann fór ásamt Pétri Valdimarssyni formanni sam- takanna í þeim tilgangi að stuðla að stofnun fleiri deilda. Örn sagði að nú þegar væru félagar samtakanna orðnir a.m.k. 5000 og líklega væru þeir Starfsfólk stöðvarinnar vill því hvetja allar þær konur, sem aldrei hafa mætt í skoðun, að panta sér tíma strax. Markmið þessara skoðana er að greina byrjunarstig krabbameins í leg- hálsi, grindarholi og brjóstum kvenna og ætti engin kona að láta líða meir en 2-3 ár á milli skoð- ana. Þessa viku 9.-13. sept. verð- ur tekið á móti tímapöntunum í síma 25511 daglega milli kl. 9 og 17, og er Leitarstöðin á sama stað og hún hefur verið sl. 10 ár, þ.e.a.s. á 4. hæð í KEA-húsinu, þar sem Læknaþjónustan er núna. Frá 15. sept. verður tekið á móti tímapöntunum alla mið- vikudaga milli kl. 9 og 12 í síma 21592. orðnir 7-8000 talsins en stefnt er að því að þeir verði orðnir á milli 40 og 60 þúsund um áramót. Nú hafa verið stofnaðar deildir á öllu Norðurlandi, nokkrar deildir hafa þegar verið stofnaðar á Vesturlandi og nú síðast voru stofnaðar deildir á öllum stöðum á Austfjörðum frá Eskifirði að Hornafirði að undanskildum Djúpavogi sem bíður betri tíma. Stefnt er að því að stofna deildir um allt land fyrir áramót. „Það er eins og það vakni ein- hver von í brjóstum fólks þegar við erum búnir að kynna okkar. nýju stjórnarskrá, von um það að hægt sé að breyta þessu sem virð- ist vera að kollkeyra þjóðfélagið, þ.e.a.s. miðstýringin,“ sagði Örn. „Meiningin er að enda fundaherferðina um landið með stórum fundi í Reykjavík. Það er mjög mikill áhugi fyrir okkar starfi þar líka. Við höfum haft það að leiðarljósi þegar við höfum verið að endurskoða stjórnarskrána að gera hana þannig úr garði að hún verði sem best fyrir þegna þessa lands. Ekki fyrir stjórnmálaflokkana." -yk. Krabbameinsleit á Akureyri 9. september 1985 - DAGUR - 3 HAFNARSTRÆTI 96 SIMI96-24423 AKUREYRI Alltaf eitthvað nýtt Úlpur, peysur, stakkar, buxur. Leikfimibolir oq -buxur. Greiðslusloppar kr. 1.950,- Herrasloppar frá kr. 1.245,- Plíseruðu pilsin komin aftur. Stór númer. 1 Sigurtar Gubmnndssonarhf. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Námskeið hefjast að nýju 16. september. Öll námskeiðin standa yfir í þrjár vikur, kennt er tvisv- ar í viku, samtals 18 tíma auk opinna æfingatíma. Kennsla fer fram í tölvuveri Menntaskólans á Akureyri klukkan 17.45-20.00 eða 20.00-22.15. Hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiði er 12 en lágmarksfjöldi 6. Athugið að hver þátttakandi hefur tölvu fyrir sig. í lok námskeiðs fá nemendur viðurkenningarskjal. Námskeiðsgjald er óbreytt frá í vor kr. 4.600.00. Öll kennslugögn eru innifalin í þessu verði. Einstaklingar sem sækja fleiri en eitt námskeið fá af- slátt og fyrirtæki geta samið um sérstakan afslátt ef um fleiri en einn þátttakanda er að ræða. Bent er á að margir endurmenntunarsjóðir stéttarfé- laga veita styrki til þátttöku í þessum námskeiðum. Skráning og allar upplýsingar á skrifstofu Mennta- skólans á Akureyri, sími 25660. 1. Einkatölvur og notkun stýrikerfis (MS-DOS/PC-DOS) (16. sept.-4. okt.) Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynnast mögu- leikum einkatölvunnar. Megináhersla verður lögð á stjórnun tölvunnar og umgengni við tölvur og tölvugögn. kynnt verða ýmis notendaforrit svo sem ritvinnsla, áætlanagerð, gagnagrunnur o.fl. 2. Ritvinnsla II (16. sept.-4. okt.) Ritvinnsla II frá ATLANTIS hf. er nú algengasta ritvinnslan á PC tölvum á íslandi. Engin tölvu- þekking nauðsynleg. Farið verður í eftirfarandi atriði: Stutt kynning á vélbúnaði og stýrikerfi. Valmyndir og kerfisaðgerðir. Ritvinnsluskipanir. Allar valmyndir og leiðbeiningar eru á íslensku. 3. Áætlanagerð/töflureiknir (MULTIPLAN) (16. sept.-4. okt.) Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem hyggj- ast nota MULTIPLAN en einnig öllum einstakling- um og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana sem vinna við áætlanagerð og arðsemisútreikninga. Ýt- arlegt kennsluhefti á íslensku fylgir með nám- skeiðinu. Engin tölvuþekking nauðsynleg. 4. Gagnasafnskerfi (dBase II) (augiýst síðar) 5. Launabókhald íslenska forritið LAUN (augiýst síðar) 6. Tölvubókhald (auglýst síðar) 7. Turbo Pascal (auglýst síðar) Ritstjórn Auglýsingar Afgreiösla Sími (96) 24222

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.