Dagur - 09.09.1985, Blaðsíða 4
4 - UAíiUR - 9. september 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 300 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 35 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E.
JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI
KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ.
ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Breiöfylking
fyrir úrbótum
Mikið hefur verið rætt og ritað um valddreifingu
í þjóðfélaginu upp á síðkastið, ekki síst í stjórn-
kerfinu. Félög og samtök einstaklinga hafa verið
sett á laggirnar og áhugi á starfi þeirra fer sífellt
vaxandi. Þessi samtök hafa þá meginstefnuskrá
að jafnrétti verði komið á burtséð frá því hvar
menn búa á landinu. Þessi samtök hafa orðið til
vegna þess álits margra að nauðsynlegt sé að
draga úr miðstjórnarvaldinu sem í auknum mæli
færist til höfuðborgarinnar með þeim afleiðing-
um að atvinnulífi og öðrum þáttum þjóðlífsins
hnignar ört á landsbyggðinni. Helst hafa menn
séð það til lausnar á þessum vanda að sjálfs-
stjórn sveitarfélaga verði aukin, en einnig að
komið verði upp nýju stjórnsýslustigi, eins konar
millistigi milli ríkisvalds og sveitarstjórna. í um-
ræðunni hafa margir notað hugtakið fylki í þessu
sambandi.
Nú virðist sem þessi umræða sé ekki lengur
bundin við þessi áhugamannafélög um jafnrétti
milli landshluta, heldur hefur umræðan í aukn-
um mæli færst inn í landshlutasamtökin, sem
sveitarfélögin eru aðilar að og annast rekstur á
sameiginlega. Þannig var þetta mál mjög til um-
ræðu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Aust-
urlandi fyrir skemmstu. Það kom einnig upp á
borð á fjórðungsþingi Norðlendinga.
Á fjórðungsþinginu var samþykkt ályktun þar
sem hvatt er til þess að frumvarp til nýrra sveit-
arstjórnarlaga, sem lagt var fyrir síðasta Alþingi,
verði tekið til gagngerrar endurskoðunar og á
því gerðar breytingar, sem m.a. miða að því að
tekið verði upp sérstakt millistjórnarstig. Til
þess verði kosið sérstaklega beinni kosningu um
leið og kosið yrði til sveitarstjórna og því fengin
völd og tekjustofnar frá ríkisvaldinu. Með slíku
fyrirkomulagi færðust aukin völd og áhrif út í
héruðin, segir í þessari ályktun fjórðungsþings
Norðlendinga.
„Menn verða að vera víðsýnir í þessum
efnum. Millistig er óumflýjanlegt í íslensku
stjórnskipulagi. Afl sem taki umboð sitt beint
frá kjósendum," sagði Áskell Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend-
inga m.a. á þinginu. Hann sagði einnig að ef
landsbyggðarmenn hefðu ekki hugrekki til að
knýja fram þessar breytingar, þá væri löng leið
og villugjörn framundan í byggðamálum og
vafasamt að farsæl lausn fyndist nokkurn tíma.
Það er greinilegt að sofandaháttur Alþingis og
ríkisvalds í hagsmunamálum landsbyggðarinnar
hefur vakið upp andsvör. Stutt virðist í það að á
landsbyggðinni myndist slík breiðfylking, óháð
flokkapólitík, að ekki verði hjá því komist lengur
að snúa byggða- og réttlætismálum landsbyggð-
arinnar almennt til betri vegar.
Fjórðungssambandið
stendur á tímamótum
- Ræða Áskels Eínarssonar framkvæmdastjóra
flutt á fjórðungsþingi Norðlendinga
Á þessu ári á Fjórðungssamband
Norðlendinga 40 ára starfs-
afmæli. Rétt er að geta þess að
það er eina fjórðungssambandið
sem starfað hefur frá upphafi.
Þetta segir sína sögu. Starfssögu
Fjórðungssambands Norðlend-
inga má skipta í nokkra megin-
þætti og starfstímabil á eftirfar-
andi hátt:
1. Samstarf við Fjórðungs-
samband Austfirðinga um
endurskoðun stjórnskipunar
með fylkjaskipan og milli
heimastjórn.
2. Regluleg fjórðungsþing full-
trúa kaupstaða og sýslna um
sameiginleg mái allra Norð-
lendinga.
3. Endurskipulagning sambands-
ins og með þátttöku sveitar-
félaga sem beinist að áætlana-
gerð og málefnalegri byggða-
stefnu með starfi milliþinga-
nefnda og ráðstefnum um ein-
stök málefni.
4. Lausn einstakra verkefna og
málafylgja, sem byggð er á út-
tekt á málaflokkum, auk
fræðslustarfsemi og kynningu
á málefnum er varða Norð-
lendinga.
í skýrslu minni til síðasta fjórð-
ungsþings Norðlendinga benti ég
á að á þessum tímamótum sé
eðlilegt að menn geri upp hug
sinn um framtíð sambandsins.
Á fundum sem formaður og
framkvæmdastjóri sambandsins
áttu með sveitarstjórnarmönnum
á Norðurlandi, fengust svör við
þessari spurningu. Það er óhætt
að fullyrða að menn voru al-
mennt sammála um að halda
starfsemi sambandsins áfram.
Flestir vildu halda starfsemi sam-
bandsins í líku formi. Ljóst er
einnig að sveitarstjórnarmenn
vildu ekki auka nefndarstarfsemi
sambandsins að nýju, en frekar
draga úr henni.
Endurmat
er nauðsynlegt.
Ljóst er að endurmeta þarf starf
sambandsins og starfsmarkmið.
í þessu sambandi verða menn að
hafa hugfast að sú meginstefna
verður að ríkja áfram að leitað
sé samstöðu um viðfangsefni og
neyta ekki aflsmunar. Sé vikið
verulega af þessari braut, er
friðurinn úti og afleiðingarnar í
sjónmáli. Sambandið er sam-
starfsstofnun, sem hvorki býr yfir
valdi eða er tæki einstakra valda-
afla. Þess vegna verður sjón-
deildarhringurinn að vera sem
breiðastur, þar sem fylgst er með
öllu, svo að ekkert sé skilið út-
undan, þótt áhersla sé lögð á
nokkur meginatriði hverju sinni.
Þetta er sá meðalvegur sem verð-
ur að þræða, ef vel á að fara.
Stundum sýnast þetta óþarfa um-
svif sem jafnvel skyggi á þau
verkefni sem kalla að. En með
þessum eina hætti næst breið
samstaða um sambandið og verk-
efni þess.
Arðsemi er tvírætt hugtak. Oft
er ég spurður um árangur af við-
fangsefnum sambandsins. Einn
ágætur sveitarstjórnarmaður
spurði mig um hagnað fyrir sitt
sveitarfélag, en mér varð fátt um
svör. Ég benti á mörg verkefni
fyrir heildina, sem honum fannst
fátt um. Þessum sama sveitar-
stjórnarmanni benti ég á mál,
sem sambandið hafði lagt mikla
vinnu í og sent síðan sveitar-
stjórnarmönnum til meðferðar.
Svörin voru nánast engin. Ég
spurði hann hvort það væri sök
Fjórðungssambandsins að verk-
efni þetta var unnið fyrir gýg og
hvort arðsemismat sem byggðist
á þessari niðurstöðu væri eðli-
legur mælikvarði fyrir árangur af
starfi sambandsins.
Á fundi með sveitar-
stjórnarmönnum, varpaði ungur
sveitarstjórnarmaður fram hug-
myndum um starfshætti sam-
bandsins, sem ég vil gera að mín-
um orðum. Hann vildi styrkja
innviði sambandsins tii að fást við
sameiginleg verkefni sem þyrfti
að þróa áfram eða væru ný af nál-
inni, til að koma þessum verkefn-
um til þroska og fá þau í hendur
sveitarstjómarmönnum og öðr-
um heimaaðilum. Þannig eiga
slík samtök að vinna, sem upp-
eldisstöð góðra verkefna, en ekki
vera allsherjar umsýslustofnun.
Líkja mætti sambandinu við
Áskell Einarsson.
eldisstöð og að þau verkefni sem
heppnuðust, væru eins konar
heimtur úr hafi.
Ég vil minna á það að hægt er
að rekja til sambandsins og ann-
arra landshlutasamtaka ýmsar
fjárhagslegar lagfæringar fyrir
sveitarfélögin og að á meðan svo
er eru landshlutasamtökin
gagnleg. Að bregða fæti fyrir þau
fjáhagslega er það sama og að
mæta kreppunni með aukinni
kreppu til að auka samdráttinn,
sveitarfélögunum í óhag.
Hvers vegna
misheppnaðist
byggðastefnan?
Ég ætla að víkja nokkrum orðum
að því hvers vegna byggðastefna
síðustu ára hefur mistekist.
Mönnum er ljóst, að það sem
mestu skiptir í þessu landi er
stjórnmálaleg valdaaðstaða og
áhrif á ráðstöfun fjármagns. Hér
á landi hafa oftast verið bein
tengsl á milli þessara afla.
Valdahlutföllin eru að breyt-
ast, landsbyggðinni í óhag og þar
með áhrif á fj árfestingarstefn-
una. Ljóst er að undirstöðuat-
vinnuvegir berjast í bökkum.
Opinberi geirinn, þjónustan og
viðskiptalífið, dregur til sín
aukninguna á vinnuaflinu. Á
meðan bíður landsbyggðarinnar
ekkert nema áframhaldandi bú-
seturöskun. Meðan ekki þykir
arðvænlegt að leggja fé í fisk-
vinnslu, sjávarútveg og útflutn-
ingsiðnað heldur áfram að halla
á landsbyggðina.
Til þess að breyta þessu þarf
stjórnarskipulega uppstokkun og
endurskipulagningu fjármála-
kerfis þjóðarinnar. Raunvirði út-
flutningsvara landsmanna verður
að vera loftvog á kjarastig þjóð-
arinnar. Það er enn í fullu gildi,
sem haft er eftir reyndum stjórn-
málamanni, um að ekki væri
sama hvort málin væru leidd til
lykta á tröppum Alþingis eða á
tröppum Landsbankans. Lands-
byggðarmenn verða að færa
valdsmeðferðina til sín og taka
ákvarðanir frá eigin sjónarhóli,
en ekki að þær séu teknar á
tröppum stofnana í Reykjavík.
Menn verða að vera víðsýnir í
þessum efnum. Millistig er óum-
flýjanlegt í íslensku stjórnskipu-
lagi. Afl sem taki umboð sitt
beint frá kjósendum. Ef lands-
byggðarmenn hafa ekki hugrekki
til að knýja fram þessar breyting-
ar, þá verður löng leið og villu-
gjörn í byggðamálum og vafa-
samt að farsæl lausn fáist nokk-
urn tíma.
Lokaorð.
Góðir þingfulltrúar og gestir!
Varðandi þau verkefni sem nú
eru efst á baugi og eru tengd
starfsemi sambandsins vil ég að
lokum nefna eftirfarandi:
1. Gefið hefur verið út kynn-
ingarrit um norðlenska
framleiðslu og þjónustu.
2. Stuðlað var að ferðamála-
ráðstefnu og fylgt eftir að
ferðamálasamtök úti á landi
fengju aðild að Ferðamála-
ráði.
3. Ferðamálasamtökin gáfu út
bækling sambandsins
„Northern Iceland" að til-
hlutan Fjórðungssambands-
ins.
4. Stuðlað að úttekt á rekstri
grunnskólans varðandi hlut
sveitarfélaganna.
5. Ráðstefna um atvinnumál
sveita með aðild Fjórðungs-
sambandsins. Gert er ráð
fyrir lokaáliti á þessu ári.
6. Éndurskipulögð samstarfs-
nefnd um skipulag sam-
gangna á Norðurlandi.
Lokatillögur á þessu ári um
samræmingu innanhéraðs-
samgangna, fólksflutninga,
skólaaksturs og almennra
fólksflutninga auk tillögu um
samgöngumiðstöðvar og um
upplýsingaþjónustu fyrir
ferðamenn.
7. Ráðstefna um háskóla-
kennslu á Akureyri.
8. Haldnir fyrir tilstuðlan
Fj órðungssambandsins
æskulýðsleikar á Sauðár-
króki í tilefni af ári æskunn-
ar.
9. Staðið að úttekt á rekstrar-
stöðu framhaldsmenntunar.
10. Námskeiðahald í samvinnu
við Iðntæknistofnun og
Stjórnunarfélag íslands.
Þessi upptalning sýnir að sam-
bandið fæst við eða hlutast til um
mörg aðkallandi verkefni. Hvort
þetta eru óþörf umsvif læt ég
aðra dæma um. Staðreyndin er
sú að til Fjórðungssambands
Norðlendinga má rekja mörg
verkefni, sem hefðu ella ekki
komist í höfn, án atbeina þess.
Þetta er kjarni málsins.
Áskell Einarsson.