Dagur - 09.09.1985, Síða 5
9. september 1985 - DAGUR - 5
Þórhallur Óskarsson og Vilhjálmur Sveinsson við seiðaeldisstöðina.
Mynd: IM
Ný seiðaeldisstöð á Húsavík
Hús fyrir seiðaeldistöð er að
rísa á Húsavík, og um það bil
að verða fokhelt. Þessar fram-
kvæmdir eru á vegum nýs
fyrirtækis, sem ekki hefur hlot-
ið nafn sitt enn, unnið er að
stofnun hlutafélags, en aðal-
eigendur eru Þorvaldur
Vestmann og Þórhallur Ósk-
arsson.
Margir hafa velt vöngum yfir
staðsetningu stöðvarinnar. sem
er norðarlega í bænum, og svo til
uppi við fjallsrætumar. „Við völd-
um staðinn vegna þess að þarna
rétt ofan við kemur upp 16° heitt
vatn sem við virkjum, komum í
rör og blöndum með köldu til að
fá ákjósanlegt hitastig,“ sagði
Þórhallur.
Hann áætlar að taka seiði inn í
stöðina um næstu mánaðamót og
verða þau þá tilbúin sem sjó-
gönguseiði í vor. En reiknað er
með að framleiða sumaralin og
sjógönguseiði til að byrja með.
Húsið er 150 fm. Þar verður lík-
Barnaskóli Akureyrar:
Nýr yfirkennari,
nýr skólastjóri
Skólanefnd Akureyrar hefur
lagt til að Elín Stephensen
verði ráðin sem yfirkennari við
Bamaskóla Akureyrar. Þetta
var ákveðið á fundi nefndar-
innar í fyrradag. Þá á eftir að
fá staðfestingu menntamála-
ráðuneytis en slíkt er nánast
formsatriði.
Auk Elínar sótti Þórunn
Bergsdóttir um stöðuna, en hún
gegndi starfi yfirkennara við
skólann sl. vetur. Þórunn mun
kenna við Lundarskóla í vetur.
Minna má á að Benedikt Sig-
urðarson tók við embætti skóla-
stjóra Barnaskólans 1. ágúst sl.
Meðal umsækjenda var Guð-
mundur Víðir Gunnlaugsson sem
var settur skólastjóri Barnaskól-
ans til eins árs í fyrra. Hann mun
kenna við Bröttuhlíðarskóla í
vetur.
Það má því með sanni segja að
breytingar hafi átt sér stað á
stjórnkerfi skólans og ekki logn-
mollunni fyrir að fara á þeim bæ.
BB.
lega einn maður í fullu starfi við ætluðu að prófa sig áfram og sjá
eldið. Þórhallur sagði að fyrir- hvernig gengi og vonandi væri
tækið yrði lítið í byrjun, en þeir þetta byrjun á stærri hlutum. IM
Á AKUREYRI
INNTÖKUPRÓF
Inntökupróf í dagdeild Myndlistaskólans á Akureyri
hefjast 20. september.
Umsækjendur láti skrá sig i skrifstofu skólans fyrir 19. september.
Sími 24958.
Námskeiðin auglýst síðar.
Skólastjóri.
í STAÐAR NEM!
Öll hjól eiga að stöðvast
algerlega áðuren
að stöðvunarlínu
V^er komið.______
Námskeið
Framlegðarútreiknlngur -
Tölvuvætt framlegðareftirlit
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. og Félag íslenskra
iðnrekenda munu gangast fyrir ofangreindu nám-
skeiði á Akureyri föstudaginn, 13. september
kl. 9-17 og laugardaginn 14. september kl. 9-12.
Námskeiðið er einkum ætlað stjórnendum og
öðrum þeim sem hafa með höndum verðlagningu
afurða, framlegðareftirlit og framleiðslustjórnun í
fyrirtækjum.
Námskeiðið verður haldið í Verkmenntaskólanum
á Akureyri (húsi tæknisviðs við Þórunnarstræti).
Þátttaka tilkynnist til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar
hf. (sími 96-26200) fyrir 11. september nk. Fjöldi
þátttakenda er takmarkaður við 20. Þátttökugjald er
kr. 3.800.-
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf.
ér
■
Gæsaskot í úrvali
Víre - Tederal - Mirage - Nike.
Brno tvíhleypur, tvær gerðir.
Útsalan
á fatnaði heldur áfram.
★ Mikill afsláttur ★
Opið á laugardögum kl. 10-12.
III Eyfjörð
^ Hjalteynngatu 4 • simi 22275
Sálfræðistofa
Undirritaður hefur opnað stofu í húsakynnum
Læknaþjónustunnar að Hafnarstræti 95, 4. h.
Tímapantanir í síma 22442 eða skriflega
í pósthólf 606, 602 Akureyri.
ARNAR SVERRISSON sálfræðingur
Sérfræðingur í klíniskri sálfræði og
sállækningum (sálkönnun).
ÆU/I/IENIA
þvottavélin
er vél
framtíðarínnar
Hún er minnsta og spar-
neytnasta þvottavél í heimi.
Tekur 2,5 kg af þurrum
þvotti og er aðeins 65 mín.
að þvo suðuþvott með for-
þvotti. Stiglaus hitastilling
að 95°C. Létt og meðfæri-
leg í flutningum því hún
vegur aðeins 36 kg.
Verð 19.800 staðgreidd.
Gjörið svo vel að líta inn og fá upplýsingar.
AKUREYRARBÆR
i
J
Kartöflugeymsla
Greiðsla leigugjalda fyrir kartöfluhólf fer fram á
skrifstofu garðyrkjunnar við Eyjafjarðarbraut
(gamla gróðrarstöðin) 9.-13. september 1985
frá kl. 10-12 daglega. Geymslan verður opin til
móttöku á kartöflum 23.-27. september frá kl.
13-18.30.
A TH. Hafi greiðsla leigugjalda ekki átt sér stað
13. sept. teljast hólfin laus og verða þá leigð
öðrum frá 16. sept. 1985.
Garðyrkjustjóri.