Dagur - 09.09.1985, Page 6

Dagur - 09.09.1985, Page 6
6 - DAGUR - 9. september 1985 9. september 1985 - DAGUR - 7 Einherji vann Selfoss „Þetta var mjög sannfærandi sigur,“ sagði Ólafur Ármannsson um leik Ein- herja og Selfoss sem fram fór á Vopna- firði í gær. Einherji sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Það voru þeir Krist- ján Davíðsson og Steindór Sveinsson sem skoruðu mörk Einherja. Þetta er fyrri leikur af tveimur um fyrsta sæti í 3. deild. Síðari leikurinn fer fram nk. laugardag á Selfossi. „Þetta var aldrei spurning í dag því við áttum slatta af dauðafærum og vorum miklu betri í þessum leik,“ sagði Ólafur og gat þess að þeir ætluðu sér jafnframt að vinna síðari leikinn. IR vann örugglega Úrslitaleikurinn í 4. deild fór fram á Ak- ureyrarvelli sl. laugardag. Þar áttust við Reynir Árskógsströnd og ÍR úr Reykja- vík. ÍR sigraði í leiknum með 3 mörkum gegn 1. Það eru því ÍR-ingar sem eru sig- urvegarar í 4. deild. En bæði þessi félög hafa unnið sér rétt til að leika í 3. deild á næsta ári. „Auðvitað er maður svekktur" „Auðvitað er maður svekktur eftir svona leik,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs eftir Ieikinn gegn Þrótti. „Okkur vantaði meiri baráttu og leikgleðin var ekki til staðar. Boltinn gekk ekki nógu vel og völlurinn var hreinasta hörmung." „Völlurinn var ömurlegur og bauð ekki upp á annað en miðjuþóf og tæklingar,“ sagði Jóhannes Atlason þjálfari Þórs eftir leikinn. „Ég kenni vellinum þó ekki alfar- ið um, leikurinn var lélegur og það virðist vera allt annar taktur í liðinu á útivelli en heimavelli. Nú er bara að biðla til gömlu félaganna í Fram. Ef þeir vinna Skaga- menn á laugardag og yrðu í 2. sæti, við ynnum FH þá yrðum við í 3. sæti í deild- inni og það þýðir sæti í Evrópukeppni.“ AE/Reykjavík TITILLINN TIL AKUREYRAR! Það var auðséð frá fyrstu mín- útu í leik Þróttar og Þórs á laugardaginn að bæði liðin ætl- uðu að selja sig dýrt, baráttan var í fyrirrúmi. Þróttarar voru fyrri til að átta sig og áttu strax í upphafi leiksins góða sókn. Atli Helgason komst í dauðafæri við mark Þórs en skaut framhjá. Þar fór besta marktækifæri leiksins forgörðum. Síðan gerðist ekkert eftir- minnilegt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Þórsarar náðu sér hins vegar strax á strik í upphafi síðari Möguleiki á UEFA sæti Spennan varðandi það hvaða lið hlýtur íslandsmeistaratitil- inn í knattspyrnu er nú í al- gleymingi og úrslitin ráðast ekki fyrr en um næstu helgi er lokaumferð mótsins fer fram. Valsmenn standa óneitanlega best að vígi, þeir hafa eitt stig í forskot á Fram og eiga að leika á heimavelli gegn KR á fimmtu- dag. Vinni Valur þann leik er tit- illinn þeirra. Önnur lið sem eiga möguleika á titlinum eru Fram og Akranes, en þessi lið mætast einmitt í Laugardal á laugardaginn og þar verður án efa hart barist. að Þórsarar gætu náð Val stigum með sigri gegn FH um næstu helgi. Ef það gerist og Val- ur tapar gegn KR og Fram og Akranes gera jafntefli þá verða Valur, Þór og Fram öll með 35 stig, en markatafla Vals og Fram er svo miklu hagstæðari en Þórs að liðið yrði að vinna sigur með allt að 10 mörkum til að hljóta titilinn. En Þórsarar eiga þokkalegan möguleika á að komast í Evrópu- keppni á næsta ári. Til að það gerist verður eitthvert annað lið að sigra í mótinu en Fram sem þá færi í Evrópukeppni bikarhafa og 3. sætið í mótinu gæfi þá Þór UEFA-sæti. Til að þetta gerist þarf Valur að vinna KR, Fram að vinná Akranes eða sá leikur verði jafntefli, og Þór að sjálfsögðu að vinna FH á laugardag. Ekki svo mjög ótrúlegt að Þór gæti náð þessu sem yrði þá veruleg sárabót eftir að hafa misst af titlinum sjálfum. hálfleiks og á 3. mínútu þurfti Loftur Ólafsson að bjarga á marklínu Þróttar eftir að Kristján Kristjánsson hafði vippað boltan- um skemmtilega yfir Guðmund Erlingsson markvörð Þróttar. Skömmu síðar áttu Þórsarar góða sókn sem endaði með því að Kristján skaut yfir markið eft- ir góðan undirbúning Halldórs Áskelssonar og Siguróla Krist- jánssonar. Eftir þetta gerðist lít- ið þar til á síðustu mínútu er Júl- íus Tryggvason var á ferðinni með hjólhestaspyrnu eftir auka- spyrnu Jónasar. Þar með lauk þessum mikilvæga leik. Ekki er hægt að segja að falleg knattspyrna hafi verið á boðstól- um á laugardag. Baráttan og skapvonskan tóku völdin á kostn- að leikgleðinnar. Völlurinn sem Yfirburðir Völsunga Furöufuglar á Jaðarsvelli Fjórir furðufuglar eru væntan- legir til Akureyrar hinn 19. september. Eru það tveir Bandaríkjamenn, Kínverji og Tékki og eru þessir menn allir atvinnumenn í golfi. Þeir ætla sér að leika 18 holur á Jaðarsvelli, því komið hefur í ljós að sá völlur er nyrsti 18 holu golfvöllur í heiminum. Síðan liggur leið fjórmenninganna til N.-Sjálands en þar í landi er syðsti golfvöllur í heiminum. í ferðinni ætla þeir einnig að leika á vestasta og austasta golfvelli heims, einnig þeim hæsta og þeim lægsta. Vafalaust er hér um góða kylf- inga að ræða og er næsta víst að þeir verða frægir menn fyrir þetta tiltæki sitt. Með þeim í för verða ljósmyndarar og blaðamenn frá frægum golftímaritum svo ísland og Jaðarsvöllur á Akureyri munu • komast í merk íþróttablöð. „Þetta var mjög skemmtilegur leikur,“ sagði Sigurður Hall- dórsson þjálfarí og leikmaður Völsungs á Húsavík eftir góð- an sigur gegn Njarðvíkingum í Njarðvík. Völsungur skoraði 4 mörk en Njarðvík 1. Leikurinn var fjörugur á að horfa og oft var um góða knatt- spyrnu að ræða, sérstaklega voru það Völsungsmenn sem voru í góðum ham. Hins vegar voru það Njarðvík- ingar sem skoruðu fyrsta markið, gegn gangi leiksins. Það kom vegna misskilnings í vörn Völsungs. Þeir voru samt ekki lengi að taka völdin að nýju og skoruðu fjögur mörk áður en leikurinn var úti. Það voru Jónas, Ómar, Helgi og Kristján sem skoruðu fyrir Völsung. Sigurður sagði að á öllum sínum knatt- spyrnuferli hafi hann ekki séð jafn glæsilega uppbyggt mark og annað mark Völsungs. Völsungar áttu snilldarsamleik sem endaði með góðu marki Ómars. Það sem kom fram í þessum leik var að Völsungar spiluðu góða knattspyrnu, og vildi Sig- urður þakka því að það væri ekki um neina spennu að ræða, hvorki á toppi né botni. Þess vegna gat mannskapurinn snúið sér að því sem honum þykir skemmtilegt, að spila knattspyrnu. Völsungar áttu leikinn eins og sagt er og var sigurinn síst of stór. Tíu mörk hefðu ekki verið fjarri lagi eftir þeim færum sem gáfust. Kristján Olgeirsson var rekinn af leikvelli þegar 15 mín. voru til leiksloka fyrir óþarft brot, og verður hann því ekki með í síðasta leik Völs- ungs sem er gegn Breiðabliki. „Þann leik ætlum við að vinna, því við ætlum okkur 27 stig út úr mótinu,“ sagði Sigurður Hall- dórsson. Slæmt hjá KA Tvö stór- mót hjá GA Kvennalið KA fékk hrikalega meðferð hjá tveimur efstu lið- unum í 1. deildinni í knatt- spyrnu, Breiðabliki og Akra- nesi. KA-stelpurnar fóru suður um helgina og léku þá tvo leiki. Var sá fyrri gegn Breiðabliki og er skemmst frá því að segja að Blikastúlkumar unnu þar 13:0 sigur. Daginn eftir fóru KA-stelpurn- ar til Akraness og þar urðu úrslit- in 10:0 fyrir heimamenn sem um leið tryggðu sér íslandsmeistara- titilinn en þessir ósigrar KA þýða að liðið er endanlega fallið í 2. deild. Tvö stórmót verða hjá Golf- klúbbi Akureyrar um næstu helgi, hvort tveggja opin mót. Annað þessa móta er „Minn- ingarmót“ og er það fyrir karla og unglinga en hins vegar er um að ræða „Myndlistarmót“ og er það ætlað konum. Bæði þessi mót eru 36 holu mót og verður leikið með og án forgjafar. Minningarmótið kem- ur nú í stað Ingimundarmótanna sem haldin hafa verið undanfarin ár, og eru til heiðurs látnum fé- leikið var á (Valbjarnarvöllur - Fögruvellir eða hvað þeir vilja kalla hann þar syðra) er svo smávaxinn (!) að nánast er úti- lokað að spila þar knattspyrnu. Það er óforsvaranlegt fyrir íþróttaforustuna í Reykjavík að bjóða upp á þennan völl á meðan aðalleikvangurinn í „Dalnum“ skartar sínu fegursta og er betur á sig kominn en nokkru sinni fyrr. Bestir í döpru liði Þórsara voru Siguróli Kristjánsson og Halldór Áskelsson sem börðust allan tímann. Sveinn Sveinsson dæmdi leikinn vel, og gaf hann 5 leik- mönnum áminningu, Nóa Björnssyni, Óskari Gunnarssyni, Einari Árasyni hjá Þór og tveim- ur Þrótturum í „Ópalbúningun- um“. Nikulási og Arnari. A.E./Reykjavík. STAÐAN Staðan í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu eftir leiki helg- arinnar: Akranes - Víkingur 1:0 FH-Fram 1:5 Þróttur - Þór 0:0 ÍBK-Valur 1:2 KR - Víðir 0:0 Valur Fram Akranes Þór KR ÍBK FH Víðir Þróttur Víkingur 17 10 5 17 10 4 17 10 3 17 10 2 17 8 5 17 17 17 17 17 8 2 5 2 3 4 3 4 2 1 2 27: 3 35: 4 34: 5 27: 4 31: 7 28: 10 20: 10 17: 10 16: 14 14: 12 35 23 34 18 33 20 32 24 29 21 26 32 17 35 13 29 13 34 7 STAÐAN Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leiki helgarinn- ar: KA - ÍBV ÍBÍ - KS Leiftur - Skallagrímur Breiðablik - Fylkir UMFN - Völsungur ÍBV Breiðablik KA KS Völsungur UMFS ÍBÍ UMFN Fylkir Leiftur 17 10 6 17 10 4 17 10 3 17 7 4 17 17 17 17 17 17 7 3 64 3 8 44 3 3 3 3 Tryggvi Gunnarsson hefur gert uppreisn gegn vöm Vestmanneyinga, en kemst lítið áleiðis. Mikið fall KA Mynd: - KGA. en enn er möguleiki 0:2 0:0 3:4 1:0 1:4 1 40:13 36 3 30:15 34 4 34:16 33 6 24:23 25 7 28:24 24 7 25:37 22 6 15:25 17 9 14:23 16 11 12:24 12 11 17:37 12 Það er nokkuð víst að leik- menn KA og Breiðabliks verða spenntir er þeir ganga til leiks í lokaumferð 2. deildar- innar um næstu helgi. Staða efstu liða deildarinnar er þann- ig að ÍBV er komið í 1. deild svo til örugglega og KA eða Breiðablik fylgja liðinu þangað. KA-menn fóru illa að ráði sínu gegn ÍBV á Akureyri á föstu- dagskvöldið. Liðið lék sinn slak- asta leik á heimavelli í sumar og Eyjamenn sem mættu til leiks eins og grenjandi ljón voru betri aðilinn og unnu 2:0 sigur. Þar fóru ákaflega mikilvæg stig forgörðum hjá KA og þegar liðið mætir KS á Siglufirði á laugardag verður mikil pressa á KA- mönnum. Á sama tíma leika svo Völsungur og Breiðablik á Húsa- víkurvelli og staðan er þannig að Breiðablik er með 34 stig en KA 33. Það getur því ýmislegt gerst í lokaumferðinni. Strax í upphafi leiks ÍBV og KA var ljóst hvert stefndi. Eyja- mennirnir öskrandi og æpandi á fleygiferð á eftir hverjum bolta og strax á 2. mínútu skall hurð nærri hælum við mark KA, Hlyn- ur Stefánsson með skot sem varn- armanni tókst að komast fyrir og boltinn fór í horn. Eyjamenn vildu fá vítaspyrnu á 17. mínútu er Þorvaldur og Tómas Pálsson börðust um bolt- ann í vítateig KA. Eyjamenn fengu síðan hornspyrnur í röð á 30. mínútu en KA-mönnum tókst alltaf að verjast, alveg fram á 6. mínútu síðari hálfleiks. Þá var Hlynur Stefánsson með boltann lengst úti á velli. Hann skaut á markið og inn fór boltinn eftir að hafa hoppað á grasinu fyrir fram- an Þorvald markvörð. Þetta mark kom að sjálfsögðu eins og köld vatnsgusa framan í áhorfendur og ekki var gusan minni á 81. mín. þegar ÍBV skor- aði annað mark sitt og gerði út um leikinn. Ómar Jóhannsson komst þá einn inn fyrir vörn KA og skoraði af öryggi. KA-liðið var ákaflega slakt að þessu sinni, baráttu vantaði og þá fer ekki vel. Varla er hægt að tala um að neinn leikmaður liðs- ins hafi átt góðan leik að þessu sinni. Fall KA var mikið, en liðið á þó enn möguleika á að komast í 1. deild. Tækifærið til þess gefst á Siglufirði en víst er að Siglfirð- ingar taka ekki með neinum vettlingatökum á móti KA- mönnum. Þeir lýstu ánægju sinni með það strax í vor að fá KA- menn í heimsókn í lokaumferð mótsins og það er alveg öruggt að á Siglufirði verður ekkert gefið. lögum klúbbsins. í myndlistar- mót kvennanna gefa hins vegar listamenn verðlaun. Keppnin hefst kl. 10 á laugar- dag og síðan kl. 9 á sunnudags- morgun. Reiknað er með mikilli þátttöku og menn því beðnir um að skrá sig tímanlega. Mótum sumarsins fer nú að fækka enda haustið að skella á hvað úr hverju og má segja að þessi mót um næstu helgi séu síð- ustu „stóru“ mótin hjá GA á þessu ári. Maikaregn í Olafsfirði Skallagrímur sigraði Leiftur með fjórum mörkum gegn þremur í Ólafsfirði á laugar- dag. Með þessum ósigri er Leiftur endanlega fallinn í 3. deild eftir eins árs veru I ann- arrí. Leiftursmenn byrjuðu leikinn vel á laugardag og náðu að skapa sér nokkur færi fyrsta hálftím- ann, m.a. áttu þeir gott skot í stöng. Þegar rúmur hálftími var liðinn af fyrri hálfleik urðu alger þáttaskil og Borgnesingar tóku leikinn í sína umsjá. Þeir fóru hamförum næstu 10 mínútur og skoruðu á þeim tíma hvorki meira né minna en þrjú mörk. Staðan í hálfleik 0-3 og útlitið heldur dökkt. Ólafsfirðingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og sóttu stíft að Skalla- grímsmarkinu. Það var þó ekki fyrr en á 30. mínútu að sóknin bar árangur. Þá skoraði Haf- steinn Jakobsson gott mark fyrir Leiftur og stuttu seinna bætti Jóhann Örlygsson öðru marki við. En Borgnesingar voru snöggir að svara fyrir sig og stað- an orðin 2-4. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka minnkaði Helgi Akureyringur Jóhannsson mun- inn með glæsilegu marki og það sem eftir lifði leiktímans sótti Leiftur stíft en allt kom fyrir ekki. Þetta var leikur tveggja bar- áttuliða og það var fyrst og fremst hinn slæmi 10 mín. kafli í fyrri hálfleik sem gerði út um vonir Leifturs að þessu sinni. Með þessum ósigri er Leiftur fall- inn í 3. deild eins og áður sagði og Fylkir kemur til með að fylgja þeim niður. Þessi tvö félög komu upp úr 3. deild í fyrra og má því segja að þau hafi staldrað stutt við.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.