Dagur - 11.09.1985, Blaðsíða 5
11. september 1985 - DAGUR - 5
Föstudagínn 13. september
frá kl. 3-6 e.h. verda
tjórar tegundir
frá Mjólkursamsölunni.
Komið og bragðið á góðum grautum með rjóma
Grautarnir fást í 1 lítra og Vi lítra fernum og verða seld
ir á kynningarverði.
Yerið velkomin.
Verslið ódýrt
Kjörbúð KEA
Héraðsfundur
- Húnavatnsprófastsdæmis
Héraðsfundur Húnavatnspróf-
astsdæmis var haldinn að
Hvammstanga sunnudaginn 1.
september. Áður en gengið
var til fúndarins, var haldin
guðsþjónusta í Hvammstanga-
kirkju. Altarisþjónustu önn-
uðust sr. Guðni Þór Ólafsson
á Melstað og sr. Oddur Einars-
son á Skagaströnd, en sr. Bald-
ur Rafn Sigurðsson í Bólstað
prédikaði. Að guðsþjónust-
unni lokinni bauð sóknarnefnd
Hvammstangasóknar til kaffi-
samsætis í félagsheimilinu.
Prófastur sr. Róbert Jack setti
héraðsfundinn og flutti yfirlits-
ræðu sína. Gat hann um þá við-
burði sem hæst hafði borið á
kirkjulegu starfi sl. ár og um
breytingar á prestaskipan í próf-
astsdæminu, en sr. Flóki Kristins-
son prestur á Hólmavík sagði
starfi sínu lausu eftir að hafa
hlotið kosningu í Stóra-Núps-
prestakalli í Árnesprófastsdæmi.
f>á hefur sr. Einar Jónsson
prestur í Árnesprestakalli á
Ströndum fengið veikindaleyfi og
sr. Yngvi Árnason á Prestbakka
verið settur til að gegna auka-
þjónustu fyrir hann.
Prófastur lagði fyrir fundinn til
kynningar og umræðu nýsett lög
um kirkjusóknir, safnaðarfundi,
Frá Oddeyrarskóla
og Glerárskóla
Nemendur 7., 8. og 9. bekkja mæti í skól-
ana mánud. 16. september nk. kl. 9 f.h.
Skólastjórar.
Gagnfræðaskóli
Akureyrar
verður settur í Akureyrarkirkju mánudaginn
16. september kl. 2 síðdegis.
Skólastjóri.
AKUREYRARB/ER
Orðsending
frá Hitaveitu Akureyrar
Hitaveita Akureyrar þakkar notendum sínum já-
kvæð viðbrögð við beiðni um sjálfsálestur á heita-
vatnsmæla veitunnar.
Sendir voru út 2693 sjálfsálestrarseðlar og þegar
hafa Hitaveitunni borist 1457 seðlar til baka, eða
54%.
Verða þessir álestrar notaðir tii að lagfæra áætl-
anir notenda fram til áramóta þannig að raun-
veruleg notkun um áramót verði sem næst áætl-
aðri notkun. Þessi sjálfsálestur einn og sér er ekki
nægjanlegur og er stefnt að því að óska aftur
sjálfsálesturs að tveimur mánuðum liðnum. Hita-
veita Akureyrar mun síðan framkvæma álestur í
kringum áramótin og á grundvelli þess álesturs
verða reikningar gerðir upp.
Það er öllum í hag að áætlanir veitunnar verði
sem nákvæmastar yfir uppgjörstímabilið og hvet-
ur Hitaveitan notendur sína til að skila sjálfsá-
lestrarseðlunum. Þeir seðlar sem berast í vikunni
ná að koma með við næstu áætlanagerð varma-
orkureikninga.
Hitaveita Akureyrar.
sóknarnefndir, héraðsfundi o.fl.,
svo og lög um sóknargjöld sem
gildi taka hinn 1. janúar 1986.
Fundurinn kaus þá sr. Guðna Þór
Ólafsson og Jón ísberg sýslu-
mann og safnaðarfulltrúa á
Blönduósi til að taka sæti í hér-
aðsnefnd, en þá sr. Árna Sigurðs-
son og Ólaf Óskarsson í Víði-
dalstungu til vara, en prófastur er
formaður nefndarinnar.
Sr. Árni Sigurðsson flutti er-
indi á fundinum og fjallaði í því
um Lima skýrsluna og samskipti
hinna ýmsu kirkjudeilda. Þá
fluttu og erindi þau Gunnlaugur
Stefánsson fræðslufulltrúi Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar og Pálína
Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur. Fjallaði Gunnlaugur um
hjálparstarfið, en Pálína greindi
frá dvöl sinni í Eþíópíu á vegum
Hjálparstofnunarinnar.
Umræður urðu miklar á fund-
inum og var m.a. ályktað um
stuðning við hugmyndir um fast
aðsetur vígslubiskups að Hólum.
MYNDLISTASKOLINN
Á AKUREYRI
INNTÖKUPRÓF
Inntökupróf í dagdeild Myndlistaskólans á Akureyri
hefjast 20. september.
Umsækjendur láti skrá sig í skrifstofu skólans fyrir 19. september.
Sími24958.
Námskeiðin auglýst síðar.
Skólastjóri.
Fatasötiiun
fyrir Asíubúa
Fatnaði veitt móttaka í húsnæði Akureyrardeildar
RKÍ Kaupangi v. Mýrarveg alla virka daga frá 9.-15.
sept. og Hagkaupum og verslunarmiðstöðinni
Sunnuhlíð á opnunartíma.
RKÍ.