Dagur - 30.09.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 30.09.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. september 1985 _viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 300 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. Það tók aldarþriðjung að gera Dag að dagblaði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari________________________ Byggðastofnun noiður Oft hef\ir verið um það fjallað í ræðu og riti hvílíkt óhagræði það er fyrir íbúa lands- byggðarinnar að allar mikilvægustu stjórn- sýslustofnanir ríkisvaldsins eru staðsettir í Reykjavík. Barátta manna fyrir því að reyna að minnka þetta misvægi milli landshluta hef- ur oft verið nefnd byggðastefna. Röskun í byggð landsins er alltaf að aukast. Fólk flyst úr dreifbýlinu, úr undirstöðugreinum atvinnulífsins, í þéttbýlið og þjónustu- greinarnar. Þessa þróun verður að stöðva. Menn hafa lengi velt því fyrir sér til hvaða ráða megi grípa. Mikið hefur verið spjallað, en ákvarðanirnar láta bíða eftir sér. Akureyri hefur komið til tals sem væn- legasta staðsetning ríkisstofnana utan höfuðborgarinnar. Það nýjasta í þeirri um- ræðu er tillaga um að Byggðastofnun verði á Akureyri. Byggðastofnun er nýtt fyrirtæki sem kemur í stað Framkvæmdastofnunar. Framundan er allsherjar stefnumótun fyrir þessa nýju byggðastofnun og því betra tækifæri en nokkru sinni fyrr að flytja bú- ferlum norður. Það er auðveldara að byrja frá grunni á nýjum stað heldur en að flytja fyrirtæki á milli landshluta eftir að starf- semi er hafin. Það er því næsta víst að ef Byggðastofnun flyst ekki strax til Akureyr- ar eru hverfandi líkur á flutningi síðar. Reyndar má segja að það hafi verið mistök hjá stjórn stofnunarinnar að setja ekki fyrirvara um hugsanlegan flutning til Ak- ureyrar, inn í ráðningarsamninga starfsfólks. Það hefði auðveldað ákvörð- unatöku til muna. En ákvörðunin um staðsetningu Byggða- stofnunar er aðeins einn angi stærra máls. Það er ein þjóð sem byggir þetta land og nauðsyn þess að hún standi saman er brýn. Óþarfa misskipting í stjórnsýslunni veldur hagsmunaárekstri milli landshluta sem skapar úlfúð og innbyrðis togstreitu. Það er því öllum landsmönnum til góðs að á þessu rnáli verði tekið með festu en sanngirni og því komið í farsæla höfn á skynsamlegan máta. BB. „Mér líkar vel að sjá mitt gamla blað sem dagblað. Málið hefur haft langan aðdraganda og á mörgum undanförnum árum hafa skrefm verið stigin í þá átt. Það má e.t.v. orða það svo, að það hafi tekið langan tíma að vinna blaðið upp og því miður hefur það orðið á kostnað annarra blaða hér á Ak- uryri, sem voru gefin út reglulega á árum áður, fjögur bæjarblöð og stundum nokkuð hressileg.“ Það er Erlingur Davíðsson, sem hefur orðið í samtali við Dag. Erling- ur var ritstjóri blaðsins í 25 ár og áður en hann tók við ritstjórninni hafði hann verið afgreiðslumaður um árabil. Erlingur var spurður, hvort það hafi einhverju sinni komið til umræðu í hans ritstjórnartíð, að gera Dag að dagblaði. „Já, við Haukur Snorrason vorum stundum að reyna að leggja það mál niður fyrir okkur að gera Dag að dagblaði, því fyrsta utan Reykjavík- ur. Þessa hugmynd reifaði ég síðar á blaðamannafundi í Reykjavík og var þess getið þá í Morgunblaðinu, ef rétt er munað. Síðan er nú liðinn u.þ.b. aldarþriðjungur og það tók jafn langan tíma að hrinda hugmynd- inni í framkvæmd.11 - Hvernig líst þér á fyrsta tölu- blaðið? „Umbrot fyrstu og öftustu síðu blaðsins er hressilegt og rúmt og stórt letur ekki sparað. „Andlit blaðsins" lofar góðu, en framtíðin á eftir að sýna lesendum sínum hve vel tekst að láta það halda þessu andliti. Þetta fyrsta tölublað hins nýja dagblaðs á Akureyri er fréttablað í betri röð. Það flytur einnig viðtal við Bjarna Einarsson minjavörð á Akureyri, grein Steindórs Steindórssonar um 150 ára afmæli Matthíasar Jochums- sonar, myndir af öllu starfsfólki Dags, íþróttaþátt og ýmislegt fleira, auk auglýsinganna." - Til hvers ætlast þú af Degi? „Til þess fyrst og fremst að þjóna daglegum samskiptum fólks í bæ og næstu héruðum. Hann á einnig að vera sverð og skjöldur norðlenskra framfara- og menningarmála, vett- vangur skoðanaskipta, nýrra hug- mynda, styðja þá sem minnimáttar eru og efla samtök fólks og samvinnu til allra góðra hluta. Ég ætlast einnig til að blaðið sé skrifað á góðu máli og efnisval sé ekki orðin tóm. Um Dag gildir hið sama og önnur blöð, að hann á ekki að flytja lesendum sínum hvaða vitleysu sem er og ekkert efni í smekklausum tötrum máls og stíls. En hér er auðvitað hægara um að ræða en í að komast og ætti mér að vera það vel ljóst. Dagur hefur frá upphafi stutt Framsóknarflokkinn og málstað fólks í hinum dreifðu byggðum og þætti mér miður ef hann Jétist vilja eitthvað annað, án þess að farið sé fram á pólitíska bókstafstrú af nokkru tagi og þaðan af síður for- ingjadýrkun, sem margt ágætt fólk er enn haldið af í okkar ágæta þjóðfé- lagi.“ - Einhvern tíma mun Halldór Laxnes. hafa látið lofsamleg ummæli falla um Dag í ritstjórnartíð þinni? „Já, hann mun hafa tekið blaða- menn syðra á kné sér einhverju sinni, fundið að málfari þeirra og þá sagt, að þeir þyrftu að fara norður á Akur- eyri og læra íslenskt mál á skrifstof- um Dags. Síðar birti hann lofsamleg ummæli sín um Dag í einni af bókum sínum, taldi hann best skrifaða blaðið á landinu. Þau ummæli glöddu mig mjög. Hann minntist einu sinni á þetta þegar fundum okkar bar saman á skrifstofukompu Dags í Hafnar- stræti og man ég að hann taldi það höfuðkost í rituðu máli mínu, að þar fyndust ekki þau áhrif erlendra mála, sem væru að skemma íslenskuna, - Rætt við Erling Davíðsson, rithöfund og fyrrum ritstjóra Dags bæði talmál og ritmál og hann nefndi nokkur dæmi um.“ - Nú hefur orðið ör þróun í blaða- mennsku á síðustu árum. Hvað finnst þér um þær breytingar, sem orðnar eru? „Breytingar í sjálfri blaðamennsk- unni hafa ekki orðið stórkostlegar og í þeirri stétt eru nú margir mjög vel menntaðir og hæfir menn sem fyrr, bæði konur og karlar. Hins vegar hefur orðið bylting í prenttækni og ýmsum öðrum þáttum í útgáfu blaða og bóka. Blöðin njóta þeirrar tækni og framfara á margan hátt.“ - Saknar þú blaðamennskunnar? „Já, ég sakna margs frá blaða- mannsárum mínum. Ég þekki ekkert starf, sem ekki er saknaðarefni er því lýkur, hafi það verið rækt af áhuga. Dagleg samskipti við margt fólk í hinum ýmsu greinum atvinnu- og menningarlífs eru gefandi þáttur blaðamennskunnar og fréttaþjónust- an færir mann nærri slagæðum hins margþætta lífs á mörgum sviðum. En hins pólitíska þáttar sakna ég ekki. Hitt er annað mál, að ég hef verið svo gæfusamur á síðustu árum, að hafa næg verkefni, eftir að blaða- mannsferli lauk. Öll ritstörf, hverju nafni sem nefnast, þarf að vinna í einrúmi, samkvæmt eðli starfsins. Ég vandist á að einbeita mér þótt næðis- stundir væru oftar en hitt af skornum skammti á skrifstofum Dags. Nú hef ég tíma ti! að hugsa og næði til að skrifa og það er í raun og veru dásamlegt." - Hvað ertu að fást við þessa dag- ana? „Ég rembist við að lesa prófarkir tveggja bóka, sem út eiga að koma síðar á árinu. Það eru bækurnar, „Aldnir hafa orðið“, fjórtánda bókin í þeim bókarflokki og „Með reistan makka“, fimmta bókin í þeim bókar- flokki, sem Skjaldborg á Akureyri gefur út. Samtals eru bækur þessar á sjöunda hundrað blaðsíður og það tefur fyrir einum að safna í þær efni og færa í letur.“ - Að síðustu? „Hamingjuóskir til Dags, fyrsta dagblaðsins utan höfuðborgarinnar. Blaðið er vel sett við Strar.dgötuna á Akureyri, starfsaðstaða er hin ákjós- anlegasta og í ungu og álitlegu starfs- fólki búa hæfileikar og dugnaður í ríkum mæli. Vandinn er mestur í því að marka grundvallarstefnu í megin- málum og virkja hina margþættu hæfileika starfsfólksins. Á þessum sviðum sem öðrum vona ég að rit- stjórinn, Hermann Sveinbjörnsson, vaxi með fjölþættum störfum og auk- inni ábyrgð.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.