Dagur - 25.03.1986, Síða 2
2 - DAGUR - 25. mars 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR, 420 Á MÁNUÐl
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT P. PÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari._________________________
Þingmenn hafa
brugðist fötluðum
Á vordögum 1983 ákváðu alþingismenn að
gera verulegt átak í málefnum fatlaðra. Þá
voru samþykkt ný lög, sem m.a. fólu í sér
ákveðið framlag til Framkvæmdasjóðs fatl-
aðra næstu fimm árin. Alþingismenn voru
einhuga um þetta mál og í lögunum eru ský-
laus ákvæði um hve há upphæðin skuli vera.
Þrátt fyrir það var framlagið skorið niður um
ríflega helming við afgreiðslu síðustu fjár-
laga, í þriðja sinn frá því lögin voru sett.
Þingmenn hafa því brugðist í þessu máli.
Það er að vísu staðreynd, að niðurskurðar-
hnífurinn hefur verið notaður óspart við gerð
fjárlaga, en var nauðsynlegt að beita honum
á framlög til framkvæmda á vegum fatlaðra?
Varla, ekki síst þegar litið er til þess, að fatl-
aðir hafa verið hornreka í uppbyggingu þjóð-
félagsins. Þeirra hlutur hefur verið fyrir borð
borinn. Þeir eiga þó fullan rétt á að njóta jafn-
réttis á við aðra landsmenn, þannig að þeir
geti tekið sem virkastan þátt í samfélaginu.
Þar við bætist, að fjárfestingar til hagsbóta
fyrir fatlaða þjóðfélagsþegna skila arði, þegar
til framtíðarinnar er litið.
Þingmenn eru tilbúnir til að tala fallega um
nauðsyn þess að búa vel að fötluðum. Það
efast heldur enginn um góðan hug þeirra, en
þeir eiga að láta verkin tala. Fatlaðir eiga ekki
að þurfa að ganga með skertan hlut frá borði
við gerð fjárlaga ár eftir ár.
Þetta er því alvarlegra þegar litið er til
þess, að andlega sem líkamlega fötluð börn
bíða jafnvel árum saman eftir nauðsynlegri
greiningu. Þetta á sér stað á meðan þau lifa
mikilvægasta þroskaskeið sitt. í öðru lagi bíða
tugir fatlaðs fólk eftir varanlegum íverustað. í
þriðja lagi er það slæmt til afspurnar, að fatl-
að fólk, sem þó hefur verulega vinnugetu,
þurfi að bíða iðjulaust. í fjórða lagi er það ekki
sæmandi, að vistheimili skuli skorta búnað og
starfsfólk, til að íbúarnir búi við lágmarksör-
yggi. í fimmta lagi er ömurlegt til þess að
vita, að ungt fólk sem hefur fatlast af völdum
slysa eða sjúkdóma, skuli hafa heimili sitt í
einu rúmi, jafnvel á þröngri sjúkrastofu.
Hér hafa aðeins fá dæmi verið nefnd.
Ástandið í þessum málum er ekki viðunandi.
Það er ætlast til þess að þingmenn okkar
tryggi úrbætur. - GS.
viðtal dagsins.
„Römm ersútaug...“
- Tryggvi Gíslason, skólameistari segist ætla að koma aftur
til Akureyrar að loknu starfi deildarstjóra í
skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar
Tryggvi Gíslason, skólameistari.
Tryggvi Gíslason hefur verið
skólameistari Menntaskólans á
Akureyri í tæp fjórtán ár. Nú
lætur hann af því starfi um
stundarsakir þar sem hann hef-
ur verið ráðinn deildarstjóri í
skrifstofu norrænu ráðherra-
nefndarinnar í Kaupmanna-
höfn og mun hann gegna þeirri
stöðu næstu fjögur ár, frá
fyrsta aprfl að telja. Ég heim-
sótti Tryggva einn morguninn
og þegar hringt var inn í fyrsta
tíma settumst við niður á skrif-
stofu skólameistara og ég bað
hann að útskýra nánar fyrir
mér og lesendum hvaða starf
það væri sem hann tæki nú að
sér.
„Þetta er starf deildarstjóra í
skrifstofu norrænu ráðherra-
nefndarinnar. í daglegu tali hefur
þetta stundum verið nefnt
norræna menningarmálaskrif-
stofan en það er gamalt nafn og í
rauninni úrelt. Skrifstofa
norrænu ráðherranefndarinnar er
miðstöð norrænnar samvinnu.
Norræn samvinna er gamalt
fyrirbæri en eftir stríð, árið 1946,
hófst formlega þessi norræna
samvinna sem við þekkjum, sem
er þá bæði samvinna þjóðþing-
anna og ríkisstjórnanna. Norður-
landaráð kemur saman einu sinni
á ári og er sameiginlegt þing
Norðurlandanna. Svo er eins kon-
ar ríkisstjórn Norðurlandanna
sem er ráðherranefndin (den
Nordiske minesterraad). Á veg-
um ráðherranefndarinnar er
þessi miðstöð sem nú verður í
Kaupmannahöfn. Skrifstofa
norrænu ráðherranefndarinnar
skiptist í 5 fagdeildir og ég verð
deildarstjóri í mennta- og menn-
ingarmáladeildinni. “
- Hvað heyrir helst undir
þessa deild?
„Öll samvinna á sviði skóla-
mála, utan háskóla. Um hann sér
sérstakt vísindaráð. Auk þess er
öll samvinna á sviði fjölmiðla,
m.a. blaðamannaháskólinn í
Árósum. Menningarmálasjóður
Norðurlandaráðs fellur einnig
undir þessa deild en honum er
ætlað að styrkja og efla samvinnu
á sviði lista og menningar.
Samvinna Norðurlandanna er
allmikil á þessum sviðum, m.a.
um námsbókagerð. Undanfarin
25 ár hefur allmikið verið unnið
að því að samræma námsbóka-
gerð og samræma afstöðu til
ýmissa þátta kennslumála, t.d.
með því að reyna að gefa hlut-
læga, rétta mynd af þjóðlífi á
Norðurlöndunum. Það eimdi
lengi eftir af ýmiss konar fordóm-
um gagnvart öðrum Norðurlönd-
um. Danir voru illa séðir á ís-
landi, Svíar voru hataðir í Dan-
mörku og Norðmenn kannski
misvel þokkaðir í Svíþjóð
o.s.frv. Ymiss konar missagnir
frá fornu fari eru í skólabókum
en fyrir um tuttugu árum var far-
ið allrækilega í gegn um kennslu-
bækur með tilliti til þessa. Þetta
nefni ég nú bara sem áþreifanlegt
dæmi um norræna samvinnu. Það
er kannski aðalvandinn í sam-
vinnu þjóða að rétt mynd sé gefin
af öðrum þjóðum. Margur
ágreiningur stafar einmitt af
rangri mynd sem dregin er upp af
öðrum mönnum og þjóðum.
Þetta er sammannlegt fyrirbæri.“
- Hvað eru margir starfsmenn
hjá skrifstofu ráðherranefndar-
innar og hvað verður þú settur
yfir marga starfsmenn?
„Stofnunin öll hefur um 120
starfsmenn og þar af eru í þessari
deild minni á milli 10 og 12
starfsmenn. Þar eru ráðgjafar á
hverju sviði, ritarar og annað
starfsfólk. Þarna er starfsfólk frá
öllum Norðurlöndum eins og gef-
ur að skilja.“
- Gildir einhver kvótaregla í
sambandi við mannaráðningar
þarna?
„Nei, það er engin kvótaregla í
gildi en þó er leitast við að ráða
starfsfólk frá öllum Norður-
löndunum. Ég veit að íslensku
ráðherrarnir sem sitja í ráðherra-
nefndinni lögðu mikla áherslu á
að fá íslending í eina af yfir-
mannsstöðum þarna núna. Það
hefur ekki gerst áður að íslend-
ingur hafi gegnt slíku starfi.
Auk þessara 5 fagdeilda sem
ég nefndi áðan eru tvær stjórnun-
ardeildir, upplýsingadeild og
fjármáladeild og yfir þessum 7
deildum er svo aðalritari eða for-
stjóri.“
- Hafðir þú haft einhver kynni
af Norðurlandaráði eða norrænni
samvinnu áður en þú sóttir um
þetta starf?
„Já, það er nú ekki algjör til-
viljun að ég sæki um þetta starf.
Þegar þessi stofnun var sett á
laggirnar árið 1972 var ég búsett-
ur í Bergen, var háskólakennari
þar. Ég hef haft áhuga á stjórn-
málum og þjóðmálum þó að ég sé
menntaður til fræðistarfa og ég
var að hugsa um að sækja um
starf hjá skrifstofu norrænu ráð-
herranefndarinnar. En þá kom
Menntaskólinn á Akureyri inn í
dæmið og breytingar urðu á mín-
um högum. Árið 1980 var ég
skipaður fulltrúi íslands í ráð-
gjafanefnd um menningarmál og
starfaði þar í þrjú ár. Áður hafði
ég tekið þátt í ýmiss konar sam-
starfi Norðurlandanna, einkum á
sviði skólamála og hef sótt ráð-
stefnur og þing um þau mál.“
- Er ekki dálítið erfitt að yfir-
gefa þennan stað eftir 14 ára setu
í embætti skólameistara?
„Jú, mér er sannarlega mikil
eftirsjá í því. Hér hefur mér liðið
mjög vel. Enda tel ég mig ekki
alfarinn héðan.“
- Þú ætlar þá að koma aftur?
„Já, ég er ákveðinn í því og all-
ar sögusagnir um annað eru á
misskilningi byggðar. Hér líkar
okkur vel að vera og ég vil ekki
verða gamall í útlöndum.
Hins vegar er það hollt, bæði
mér og öðrum, að kynnast betur
erlendum þjóðum.“
- Kvíðir þú því ekkert að fara
með stóra fjölskyldu héðan úr
þessu verndaða og kyrrláta sam-
félagi í erlenda stórborg?
„Nei, ég kvíði því ekki. En ég
geri mér grein fyrir því að við
tökum öll nokkra áhættu. Mað-
urinn á að vaxa af hverri raun og
það er ekki æskilegt neinum að
vaxa upp í ofvernduðu umhverfi.
Það hefur verið gott að vera hér á
Akureyri með börn og ég held að
það sé gott að vera barn á Akur-
eyri en menn mega ekki verða
lítilla sanda og lítilla sæva og
heimskt er heimaalið barn. Ég
held að það sé gott að líta upp og
fara utan. Útþráin hefur verið
sterk í íslendingum frá fyrstu tíð
en það er líka eftirtektarvert að
heimþráin hefur líka verið sterk.
Römm er sú taug er rekka dregur
föðurtúna til. Þannig að þrátt fyr-
ir þessa utanferð vona ég að við
komum öll heil heim aftur.“
Að þessum orðum töluðum
hringdi skólabjallan og eins og af
gömlum vana létum við samtali
okkar lokið þar með. -yk.