Dagur - 25.03.1986, Side 5
lesendahorniá
25. mars 1986 - DAGUR - 5
Morandi í villum
„Garðeigandi“ kom á ritstjórn-
ina og hafði eftirfarandi til mál-
anna að leggja:
Ég fékk um daginn bréf frá
garðyrkjudeild bæjarins, sem í
sjálfu sér er ekki í frásögur fær-
andi. En mér brá í brún þegar ég
fór að lesa bréfið, því það var
morandi í stafsetningarvillum.
Fyrsta villan var í haus bréfsins,
þar sem stóð „garðyrkjydeild“.
Næsta villan var í föðurnafni
mínu. Síðan rak hver villan aðra,
eins og meðfylgjandi mynd af
bréfinu sýnir glögglega. Éins og
sjá má eru þessar villur svo aug-
ljósar, að ég trúi því ekki að þær
hafi átt sér stað vegna vankunn-
áttu bréfritara. Ég held að þarna
sé hroðvirkni um að kenna. Eða
á ef til vill að kenna tölvunni um,
því bréfið er greinilega skrifað á
tölvuprentara? En skila tölvurnar
öðru en því sem þær eru mataðar
á?
Mér finnst ekki boðlegt af
opinberri stofnun að senda út
bréf sem þessi. Vonandi er þetta
„slys“ sem heyrir til undantekn-
inga hjá stofnunum bæjarins.
Slysagildra á Austursíóu
Árni Valur hringdi og hafði eftir-
farandi til málanna að leggja:
Mig langar til að vekja athygli
á slysagildru á gatnamótum Aust-
ursíðu og Hlíðarbrautar. Slysa-
gildran er fólgin í því, að Aust-
ursíðunni hallar til austurs, þar
sem hún tengist Hlíðarbrautinni.
Ef til vill dregur hún nafn sitt af
því. Hallinn er svo mikill, að þeg-
ar reynt er að hemla í hálku eins
og nú er, rennur bifreiðin eðli-
lega undan hallanum og þá í veg
fyrir þær bifreiðir sem koma úr
gagnstæðri átt. Par við bætist, að
óskiljanlegur hlykkur er á Aust-
ursíðunni rétt við gatnamótin,
sem eykur enn á slysahættuna.
Ég veit að það hafa fleiri en ég
lent í erfiðleikum á þessum
gatnamótum. Þess vegna vek ég
athygli á þessu, í þeirri von að
lagfæringar verði gerðar.
Ráöstefnusalir á
Hótel
Hluti nýrrar álmu Hótel Sögu var
tekinn í notkun hinn 19. mars,
þegar fundur WHO, Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar, hófst í
ráðstefnusölum álmunnar.
Nýju ráðstefnusalirnir marka
tímamót hjá Hótel Sögu og auka
til muna möguleika íslendinga á
að bjóða aðstöðu til funda- og
ráðstefnuhalds eins og hún gerist
best erlendis.
Ráðstefnusalir hótelsins eru af
mismunandi stærð og því auðvelt
að verða við margvíslegum ósk-
um viðskiptamanna. Þar eru
möguleikar til mismunandi upp-
stillinga, eftir þörfum hverju
sinni.
Salirnir eru með nýtísku bún-
Sögu
aði til ráðstefnuhalds og í tengsl-
um við þá eru sérstök tækniher-
bergi. Þar eru kvikmyndasýning-
arvélar, myndbandstæki, skugga-
myndavélar, skyggnuvélar, sýn-
ingartjöld og flettitöflur. Einnig
er séð um að útvega önnur tæki,
svo sem túlkunarkerfi og hvers
konar ráðstefnuþjónustu, sem
óskað er eftir. Sérstök skrifstofa
er til afnota fyrir þá sem halda
ráðstefnur á hótelinu.
Með því að nýta einnig þá
aðstöðu sem fyrir hendi er í eldri
álmu hótelsins, getur Hótel Saga
nú hýst mun fjölmennari ráðstefn-
ur en hægt hefur verið á hóteli
hér á landi hingað til.
Vörumar koma
til okkar
milliliðalaust beint frá
verksmiðjum og eru því á
óvenju lágu verði.
Fatalagerínn
Hafnarstræti 88, sími 23450.
Aldraðir
fá frítt
í laugina
Um síðustu áramót ákváðu
bæjaryfirvöld að fólk 67 ára og
eldra hafi frían aðgang að Sund-
laug Akureyrar.
í því sambandi má minna á að
fullorðinskennsla í sundi er á
hverjum fimmtudegi kl. 18.30-
20.00 í innilauginni þar sem til-
valið er fyrir fólk að læra sund
eða skerpa á sundkunnáttunni.
Kennari er Ásdís Karlsdóttir.
20% afsláttur
af hvítu postulíni og
postulínslitum til páska.
A-B búðin
Kaupangi - Sími 25020.
Opið laugard. 10-12.
Framsóknarfélag Húsavíkur heldur
almennan
félagsfund
miðvikudaginn 26. mars nk. kl. 20.30 í Garðari.
Dagskrá:
Tekin ákvörðun um framboðslista.
Stjórnin.
Hagkaup auglýsir
Egg kr. 49.00 kg.
Kjúklingar kr. 189.00 kg.
Unghænur kr. 99.00 kg.
Kalkúnar kr. 399.00 kg.
Gæsir kr. 250.00 kg.
Pekingendur kr. 248.00
★
Erum að taka upp mikið úrval
af fallegum fatnaði í sumarlitum.
★
Opið frá kl. 9.00-18.00 miðvikudaginn 26. mars
Opið frá kl. 9.00-12.00 laugardaginn 29. mars
HAGKAUP Akureyri