Dagur - 25.03.1986, Page 6
6 - DAGUR - 25. mars 1986
Húsavíkurflugvöllur:
„Hér hefur verið flutt úr hreysi í höll“, sagði Matt-
hías Bjarnason samgöngumálaráðherra meðal ann-
ars þegar hann vígði nýja glæsilega flugstöð við
Húsavíkurflugvöll á föstudaginn. Margt manna var
við vígsluna, m.a. Sigurður Guðmundsson vígslu-
biskup, Pétur Einarsson flugmálastjóri, Hörður
Þórhallsson, forseti bæjarstjórnar Húsavíkur og
Rúnar Sigmundsson umdæmisstjóri Flugmála-
stjórnar, svo einhverjir séu nefndir. Karlakórinn
Hreimur söng við athöfnina undir stjórn Úlriks
Ólasonar. Nýja flugstöðin sem er hið glæsilegasta
hús, er um 2.700 rúmmetrar, en gamla „flugstöðin“
var 9o rúmmetrar. Flugstöðin kostaði rúmar 28 m.
kr. Aðalverktaki við bygginguna var Norðurvík hf.
á Húsavík.
Björn Hólmgcirsson við afgreiðslu í gömlu „flugstöðinni'
Björn Hólmgeirsson, umboðsmaður Flugleiða á Húsavík:
fleiri á sama stað.
Á skrifstofunni í bænum verð-
ur tekið á móti vörum sem eiga
að fara suður. Skrifstofan á flug-
vellinum verður opin frá tíu á
morgnana og fram yfir komutíma
vélanna, en aldrei skemur en til
kl. fimm.“
- Eruð þið að ílytja úr léleg-
ustu flugafgreiðslu á landinu í þá
bestu?
„Ég held að það sé ekki, enn
eru svipuð hús í notkun víðar, að
vísu fer þeim fækkandi. Við flytj-
um þarna inn í stórt og fallegt
hús.“
- Hvernig hefur aðstaðan eig-
inlega verið fyrir ykkur á flugvell-
inum hingað til?
„Við höfum skotist þarna
suður eftir. Þegar mikið hefur
verið að gera hefur biðröðin náð
langt út á plan. Pó að þétt sé rað-
að komast ekki fyrir í húsinu
nema svona 25-30 manns, stand-
andi upp á endann. Þegar dyrnar
standa opnar á veturna er níst-
ingskalt.“
- En nýja húsið?
„Umboð Flugleiða á Húsavík
tekur hluta af þessu húsi á leigu
hjá flugmálastjórn. Það sem að
okkur snýr er nokkuð stór vöru-
afgreiðsla, skrifstofuherbergi og
kaffistofa, annað er á vegum
flugmálastjórnar, þannig að að-
eins lítið brot af húsinu fer undir
okkar starfsemi.“
- Hvernig tilfinning er að
flytja í húsið?
„Maður er ekki alveg búinn að
átta sig á í hverju þetta felst.
Þetta verður mikil breyting, nú
verður tekið fyrir það að fólk geti
farið út að flugvél og beðið þar
eftir farangri sínum. Það fær ekki
farangur nema inni í húsinu eða
heima við húsið. Einnig verður
sú breyting að fólk verður að
taka farangurinn sinn sjálft, við
förum ekki með farangur í bæinn
nema sérstaklega sé um það
beðið.
Þó að við flytjum í nýtt hús er
eitt sem við kvíðum dálítið fyrir.
Það er reiknað með að við flytj-
um farangurinn á vögnum inn í
Björn Hólmgeirsson er
umboðsmaöur Flugleiða á
Húsavík. Það er engin smá-
breyting fyrir starfsmenn og
farþega að flytja afgreiðsluna
úr kofarætlinum á flugvellin-
um í nýju flugstöðina. Skrif-
stofa Flugleiða á Húsavík hef-
ur verið opin á skrifstofutíma
en starfsmenn hafa aðeins ver-
ið á flugvellinum meðan á
afgreiðslu flugvélanna stendur.
Tilkoma nýju flugstöðvarinnar
hlýtur að hafa breytingar í för
með sér.
- Björn flugvöllurinn okkar er
ekki á Húsavík.
„Nei, en hins vegar er nýbúið
að löggilda nafnið á honum sem
er Húsavíkurflugvöllur. Menn
tala oft um að þeim þyki skrítið
að flugfreyjurnar tilkynni lend-
ingu á Húsavík en svo séu þeir
staddir langt úti í sveit. Flug-
völlurinn er 12 km frá Húsavík."
- Veldur þetta oft misskilningi
hjá fólki sem er að koma?
Snæfríður Njálsdóttir
annast veitingasölu
Hægt er að kaupa veitingar á
Húsavíkurflugvelli, sú ný-
breytni komst á þegar nýja flug-
stöðin var tekin í notkun.
Það er Snæfríður Njálsdóttir
sem býr í Árbót í Aðaldal sem
annast veitingareksturinn. Hún
býður til sölu sælgæti* kaffi,
smurt brauð og heimabakaðar
kökur.
Til að byrja með verður veit-
ingasalan opin meðan á af-
greiðslu flugvélanna stendur og
Snæfríður ætlar að sjá til með
hafa opið lengur ef þörf krefur.
„Ég vona að fólk verði ánægt
með þessa þjónustu og vilji nota
hana,“ sagði Snæfríður. IM
á flugvellinum, þannig að fólk
þarf sjálft að sækja vörur sínar
þangað eða að notfæra sér þjón-
ustu sem við bjóðum. Það er
heimsending á vörum gegn gjaldi
og kostar heimsendingin 70 kr.
hvort sem pakkinn er einn eða
Hér er Björn að bóka inn fyrstu farþegana í nýju flugstöðinni.
„Nei, ég held að menn átti sig
yfirleitt á þessu, hins vegar var
þetta oft erfitt meðan við höfðum
ekki akstur á völlinn því að þá
voru leigubílar ekki heldur lil
staðar og menn héldu stundum
að styttra væri til bæjarins og
auðveldara að komast á milli. Nú
erum við með fastar ferðir á völl-
inn en þær eru ekki nógu mikið
notaðar. Oft telur maður 30 til 40
einkabíla þar við Iendingu.“
bókun og vöruafgreiðsla. Við
erum áfram með sama símanúm-
erið, 41140 og það verður sam-
tengt milli skrifstofanna og ferðir
frá skrifstofunni á Húsavík eru á
völlinn eins og verið hefur. En
vöruafhending verður framvegis
- Hvaða breytingar verða á
afgreiðslu með tilkomu nýju flug-
stöðvarinnar?
„Öll afgreiðsla hefur verið á
Húsavík í mörg ár, við höfum
rétt skroppið á völlinn til að
afgreiða vélarnar og farið svo
með allt okkar hafurtask í bæinn
aftur.
Nú verður breytingin sú að
aðalstöðvarnar verða á flugvell-
inum. Eftir sem áður verður
söluskrifstofa í bænum opin frá
níu til fimm. Hún á að sinna sölu
og bókun. Á veilinum verður líka