Dagur - 25.03.1986, Qupperneq 12
Opnunartími uni páska:
Opið alla hátíðardagana,
bæði á Bauta og í Smiðju.
Pantið borð i Smiðju tímanlega.
Sjallinn og KSÞ:
Ekki komið
til sak-
sóknata
„Ég get ekkert um þessi mál
sagt annað en það sem ég sagði
í síðustu viku, þessi erindi eru
ekki komin til embættisins,“
sagði Þórður Björnsson ríkis-
saksóknari í samtali við Dag í
gær.
Hann var þá spurður um hvað
liði rannsókn á málefnum Sjall-
ans á Akureyri og Kaupfélags
Svalbarðseyrar. í síðustu viku
skýrði Dagur frá því aö bæjár-
fógetaembættið á Akureyri hefði
sent saksóknara niðurstöður
rannsóknar á málefnum Sjallans,
og þá sagði bæjarfógetinn á
Húsavík að skýrslur varðandi
rannsókn á málefnum Kaupfé-
lags Svalbarðseyrar væru að fara
frá embætti hans.
Fiskeldi í Fljótum:
Rafveitan á
Sigló hluthafi
Undirbúningsnefnd um stofn-
un laxeldisfélags í Austur-
Fljótum hefur ákveðið að gefa
landeigendum að veiðisvæði
Miklavatns og Fljótaár kost á
að gerast hluthafar að hinu
væntanlega félagi.
Minnsti hlutur í félaginu verði
10 þúsund krónur. Þá hefur verið
ákveðið að Rafveita Siglufjarðar
verði aðili að þessu félagi fyrir
hlutafé að upphæð 1,5 milljón
krónur sem greiðist á næstu
þremur árum. Þessi ákvörðun var
tekin með tilliti til þess að raf-
veitan á mikilla hagsmuna að
gæta varðandi það að byggð hald-
ist í Fljótum og að góð samvinna
haldist við bændur þar.
„Ófremdar-
ástand“
Á fundi Bæjarráðs Akureyrar
20. mars s.l. var lagt fram bréf
frá Jóni Árna Sigfússyni fyrir
hönd Öndvegis hf. I bréfinu er
kvartað undan ófremdar-
ástandi í þjónustu við ferða-
menn í bænum s.s. því að sér-
leyfis- og hópferðaleyfishafar
hafi aðsetur á tveimur stöðum í
bænum.
Bæjarráð ályktaði um málið og
segir í ályktuninni að það
„ófremdarástand“ sem bréfritari
lýsir stafi af skipulagsleysi þeirra
sem að sérleyfis- og hópferðum
standa og hvetur þá til aukins
samstarfs á þeim vettvangi. Bent
er á að bæjarstjórn Akureyrar
hafi á undanförnum árum stutt
rekstur upplýsingaþjónustu fyrir
ferðamenn í samvinnu við ferða-
málaaðila á Akureyri. Þá lýsir
bæjarráð sig reiðubúið til þess að
taka þátt í eflingu slíkrar þjón-
ustu í samstarfi við framan-
greinda aðila, ef sú þjónusta get-
ur tengst slíkri ferðamiðstöð.
gk--
Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar:
Rekstrarafgangur
52,3 milljónir króna
Fjárhagsáætlun Húsavíkur-
bæjar verður til fyrri umræðu á
fundi bæjarstjórnar Húsavíkur
í dag. Gerð fjárhagsáætlunar-
innar tafðist á meðan kjara-
samningar stóðu yfir vegna
væntanlegra breytinga á verð-
lagsforsendum. Alls voru
haldnir 17 fundir í fjárhags-
nefnd um fjárhagsáætlunina.
Samkvæmt fjárhagsáætlun er
rekstrarafgangur bæjarsjóðs og
bæjarfyrirtækja 52,3 milljónir
króna sem nemur 23,69% af
tekjum. Bjarni Aðalgeirsson
bæjarstjóri telur að hér sé um all-
góðan tekjuafgang að ræða enda
sé rekstrinum skorinn mjög
þröngur stakkur í áætluninni.
Tekjuafgangur af rekstri
bæjarsjóðs 30 milljónir 740 þús-
und krónur, framlög ríkissjóðs
samtals 3 milljónir 107 þúsund
krónur, þar af 3 milljónir til
byggingar íþróttahúss.
Helsti gjaldaliður bæjarsjóðs
er til byggingar íþróttahússins, 13
milljónir króna, en áætlað er að
28,3 milljónir kosti að ljúka
framkvæmdum við húsið fyrir
Landsmót sem haldið verður á
næsta ári. Til gatnagerðar verður
varið 6,6 milljónum króna, þar af
2,6 milljónum til gerðar gang-
stétta við 6 götur. Til dvalarheim-
ilisins aldraðra verður varið 4,1
milljón og er það 50% hækkun
frá síðasta ári.
Húsavíkurbær stendur undir
61,3% af framlögum sveitarfélag-
anna til dvalarheimilisins. Fram-
lag til framkvæmdalánasjóðs er 2
milljónir sem svarar til 2% af
tekjum bæjarsjóðs. IM-Húsavík.
Hængsmótiö, opið íþróttamót fatlaöra var haldið um helgina. Þar höfðu ýmsir keppcndur ærna ástæðu til að fagna,
eins og þessi piltur á myndinni. Nánar frá mótinu á bls 8 og 9. Mynd: KK
Ibúðir fyrir aldraða á Akureyri:
Verið að vinna
við teikningar
„Það er engan veginn komið
að því að fara að bjóða bygg-
ingu þessara íbúða út,“ sagði
Stefán Reykjalín sem á sæti í
undirbúningsnefnd að bygg-
ingu íbúða fyrir aldraða á
Akureyri.
Félag aldraðra á Akureyri hef-
ur fengið úthlutað lóðum við
Víðilund og er ætlunin að byggja
þar tvö fjölbýlishús með samtals
um 60 íbúðum, einnig raðhús
með 14 íbúðum og þjónustumið-
stöð sem yrði tengd þessum
húsum.
„Það er verið að vinna tillögu-
teikningar núna og þegar þær
verða tilbúnar þá verða könnuð
viðbrögð meðal félagsmanna í
Félagi aldraðra um kaup á íbúð-
unum. í*á er einnig verið að
skoða lánamöguleika í húsnæðis-
málakerfinu en við vorum reynd-
ar áður búnir að leggja inn beiðni
um fyrirgreiðslu þegar að þessu
kæmi. En þangað til að afstaða
fólksins liggur fyrir þá er ósköp
lítið um þetta mál að segja og
það er ekki komið að útboði á
næstunni,“ sagði Stefán Reykja-
lín. gk-.
Kvöldmat-
urinn brann
„Þetta fór betur en á
horfðist,“ sagði Axel Gunnars-
son slökkviliðsstjóri á
Þórshöfn, en klukkan 18,40
var slökkviliðið kallað að
Langanesvegi 10, sem er
gamalt tvílyft íbúðarhús.
íbúi á neðri hæð var að elda
kvöldmatinn. skrapp frá og
gleymdi pottinum á eldavélinni.
íbúar á efri hæð urðu varir við
reyk og kölluðu til slökkviliðs.
Þegar að var komið var mjög
mikill reykur í íbúðinni og fóru
reykkafarar inn til að leita
mannsins, sem fannst ekki. Fljót-
lega gekk að fjarlægja kolbrunn-
inn kvöldmatinn af eldavélinni,
en nokkrar skemmdir urðu á
íbúðinni af reyk. gej-
Viðbygging Hótels KEA:
Rætt í
bæjarstjórn
„Skipulagsnefnd hefur ekkert
við framkomnar hugmyndir um
stækkun Hótels KEA að
athuga,“ sagði Jónas Karles-
son verkfræðingur formaður
skipulagsnefndar Akureyrar.
En nokkrar vangaveltur hafa
verið uppi vegna hugsanlegrar
stækkunar Hótels KEA.
Fyrir einu ári var lögð fram til-
laga fyrir skipulagsnefnd um
stækkunina. Nefndin samþykkti
þá tillögu. Málið fór síðan fyrir
byggingarnefnd sem fór fram á
aðrar hugmyndir sem féllu betur
að umhverfinu.
Borist hafa 3 tillögur um við-
bygginguna. Tillögur þ.e. sam-
hliða kirkjutröppunum og tillaga
með snúningi frá tröppunum til
suðurs. Byggingarnefnd synjaði
tillögum um byggingu samhliða
kirkjutröppunum en nefndin tel-
ur að best fari á að byggja sam-
kvæmt tillögum um snúning bygg-
ingarinnar til suðurs frá tröppun-
um. í bókun skipulagsnefndar
segir að nefndin telji að tillaga
sem felur í sér bygginguna suður
frá tröppunum falli betur að
aðstæðum.
Bæjarstjórn mun taka þessar
tillögur að viðbyggingu hótelsins
og samþykktir skipulags- og
byggingarnefndar til umfjöllunar
á fundi sínum í dag. gej-