Dagur - 03.12.1986, Side 11

Dagur - 03.12.1986, Side 11
3. desember 1986 - DAGUR - 11 _bækur. Harper í tvísýnu tafli Harper í tvísýnu tafli er eftir Marcus Aylward, sem á síðustu árum hefur getið sér mikið orð fyrir spennandi ævintýrasögur, þar sem löngum er teflt á tæpasta vað í margvíslegum mannraun- um. Þetta er önnur bók hans um ævintýramanninn Harper, sem út kemur á íslensku. Sú fyrri er Harper á heljarslóð, sem út kom í fyrra. Sagan Harper í tvísýnu tafli gerist að mestu í Bangladesh og óshólmum Gangesfljótsins, Sundarban, þar sem greinar frumskógarins slúta fram yfir ála fljótsins áður en það fellur út í Bengalflóa. Hér lenti Harper í æsilegri og fjölbreytilegri mann- raunum en venjulegir menn eiga gott með að ímynda sér. Útgefandi er Skjaldborg. Sumar- dansinn - eftir Bo Green Jensen Út er komin í íslenskri þýðingu unglingabókin Sumardansinn eft- ir danska höfundinn Bo Green Jensen. í Sumardansinum segir frá tveimur góðum vinum sem þrátt fyrir atvinnuleysi og erfiðar aðstæður eru staðráðnir í að gera eitthvað skemmtilegt í sumarfrí- inu. Ný vinkona slæst í hópinn og saman fara þau í ferðalag eins og segir í bókinni: „Síðasta þriðju- daginn í júní hjóluðum við út í sumarið, Lísa á tíu gíra kapp- aksturshjólinu sínu og við Spóa- leggur á gömlu rokkunum okkar. En margt fer öðruvísi en ætlað er. í bókinni segir frá vináttu, uppátækjum og örlagaríkri reynslu þriggja unglinga. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Hildur Finnsdóttir þýddi. Bókar- kápa er hönnuð á Auglýsinga- stofunni Octavo. Prenttækni prentaði. Þriðji bókapakki kiljuklúbbsins Uglan - íslenski kiljuklúbburinn sendi nýlega frá sér þriðja bóka- pakka sinn, að þessu sinni með fjórum bókum. Klúbburinn starf- ar með þeim hætti að hann sendir áskrifendum sínum, sem nú eru 4900 talsins, bókapakka með ýmist þrem eða fjórum bókum á rúmlega tveggja mánaða fresti. Nýju bækurnar eru þessar: Stríð og friður, 3. bindi, eftir Leo Tolstoj, Guð forði barninu eftir Robert B. Parker, Lyfjabókin eftir Niels Björndal og Par sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kára- son. Stríð og frið ætti að vera óþarfi að kynna, enda eitt þekktasta verk heimsbókmenntanna. Verk- ið kemur nú út í fjórum bindum, og er það íslenskað af Leifi Har- aldssyni. Þriðja bindið er 208 blaðsíður að stærð, prentað hjá prentsmiðjunni Odda hf. Guð forði barninu er eftir bandarískan höfund, Robert B. Parker, sem nýtur mikilla vin- sælda um þessar mundir. Parker skrifar í svipuðum anda og fyrri meistarar hinnar „harðsoðnu“ amerísku sakamálasögu, Ray- mond Chandler og fleiri. Aðal- persóna sögunnar er Spenser einkaspæjari, sem kemur fyrir í mörgum öðrum sögum höfundar- ins. Stíll Parkers er snaggaraleg- ur og litríkur, eins og fram kemur í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar sem þýddi bókina fyrir íslenska kiljuklúbbinn. Lyfjabókin. Handbók heimilis- ins eftir Niels Björndal kom.áöur út hjá ísafoldarprentsmiðju í fyrra og þá í hörðu bandi. Tveir íslenskir lyfjafræðingar, þau Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins til næstu alþingiskosn- inga í Norðurlandskjördæmi eystra. Prófkjör um skipan tveggja efstu sæta á framboðslista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi-eystra fyrir næstu alþingiskosningar fer fram dagana 24. og 25. janúar 1987. Kjörgengir til prófkjörs eru þeir sem uppfylla ákvæði laga um kjörgengi við alþingiskosningar og hafa skrifleg með- mæli minnst 25 flokksbundinna Alþýðuflokksmanna í Norðurlandskjördæmi-eystra, 18 ára og eldri. Frambjóðandi sem býður sig fram í 1. sæti er auk þess í framboði í 2. sæti listans. Sá sem býður sig fram í 2. sæti listans er einungis í kjöri í það sæti. Berist aðeins eitt fram- boð í annað hvort sæti listans, telst sjálfkjörið í það sæti. Niðurstöður prófkjörs eru bindandi um skipan sæta á fram- boðslista, ef frambjóðandi hlýtur í viðkomandi sæti og þar fyrir ofan, minnst 20% af kjörfylgi Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi-eystra við síðustu alþingiskosning- ar. Kosningarétt í prófkjöri hafa allir þeir sem lögheimili eiga í Norðurlandskjördæmi-eystra og orðnir verða 18 ára 30. aþríl 1987 og eru ekki flokksbundnir í öðrum flokkum eða flokksfélögum. Framboðum skal skila til formanns kjördæmisráðs í Norðurlandskjördæmi-eystra, Sigurðar V. Ingólfssonar, Smárahlíð 14 F, Akureyri, eigi síðar en kl. 22.00 þann 6. desember 1986. Guðrún Edda Guðmundsdóttir og Finnbogi Rútur Hálfdánar- son, þýddu og staðfærðu bókina. Bókin hefur þótt gefa góða raun meðal annars vegna vandaðrar atriðaskrár. Þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason kom áður út hjá Máli og menningu árið 1983, og hefur hún vakið mikla athygli. í fyrra kom út sjálfstætt framhald bókarinnar hjá sama forlagi, Gulleyjan. Pessi gerð bókarinnar er prýdd myndum af bragga- hverfum í Reykjavík, en sagan gerist einmitt í slíku hverfi á sjötta áratugnum. Kókosmjölið frá Flóru í góðar kökur! r lettih \h \ AKUHEYBI > Fræðslul kl. 20.31 Fjallað v íslenskc Bandarí Gestir c son og Allif vell \ Léttisfélagar Hestaáhugafólk undur verður í félagsmiðstöðinni Lundarskóla ) á morgun fimmtudag. ^erður m.a. um og sýndar myndir frá þátttöku hestsins í Madison Square Garden í kjunum í haust. g frummælendur verða Sigurbjörn Bárðar- ^eynir Hjartarson. Iromnir. Fræðslunefndin. 4 Stýrin á182 tonna t Báturinn er á Uppl. í síma kvöldin. nann vanta )át frá Norðurlandi. línu (útilegu) og fer á net. 96-33120 á daginn og 96- ^ «j® r 22923 á Verkmenntaskólinn á Akureyri Útboð Tilboð óskast í frágang innanhúss 4. áfanga VMA þ.e. múrverk, tréverk, málning, hita- og neyslu- vatnslagnir, loftræstilagnir og raflagnir. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu skólanefnd- ar VMA Kaupangi við Mýrarveg frá 5. des. nk. kl. 16.00 gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 19. des. nk. kl. 14.00 á sama stað. Skólanefnd Verkmenntaskólans. FYfílRTÆKI! EINSTAKLINGAfí! I HRINGDU OG LEITAÐU UPPL ÝSINGA ÞAÐ BORGAR SIG SÍMI 24838 ÖRN BÍLALEIGA GEGNT LINDU

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.