Dagur - 26.02.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 26.02.1987, Blaðsíða 12
15.- DAGUR - 26v,febrúar 1987' Samband ungra framsóknarmanna hélt miðstjórnarfund að Bifröst í Borgarfirði um síðustu helgi. Yfírskrift fundarins var „Ungt fólk og kosningarnar“ og var góð þátttaka, þrátt fyrir erfiða færð, snjókomu og skafrenning. Strax að setningu lokinni hélt Gissur Pétursson formaður SUF framsöguræðu, þar sem hann fjallaði um stjórnmála- ástandið og starfíð framundan. Elín R. Líndal, sem skipar 3. sæti B-listans á Norðurlandi vestra, og Finnur Ingólfsson, 2. maður B-listans í Reykjavík, fluttu framsöguerindi, þar sem þau ræddu um mikilvægustu áhersluatriðin í komandi kosn- ingabaráttu. Að hádegisverði Ioknum voru Iögð fram drög að ályktun- um og skipað í starfshópa. Þeir voru 5 talsins og var fjallað um skattamál, fjölskyldumál, umhverfísmál og íþróttamál og einn hópurinn hafði það verkefni að semja drög að stjórn- málaályktun. Það var langt liðið á daginn þegar ályktanirnar höfðu verið afgreiddar. Þá var rætt um skipulagningu kosningabarátt- unnar og mátti greinilega heyra að unga framsóknarmenn skortir ekki góðar hugmyndir um hvernig að kosningaundir- búningnum skuli staðið. Fundarmenn voru einhuga um að hrinda flestum þessara hugmynda í framkvæmd. Það var ekki fyrr en á 9. tímanum á laugardagskvöldið sem fundi var slitið. Óformlegir umræðuhópar héldu síðan áfram störfum fram eftir kvöldi. Blaðamaður Dags var á Bifröst um helgina og fylgdist með því sem fram fór. Fylgst mcð umræðum á SUF-fundinum. Talið f.v.: Guðrún Hjörleifsdóttir, Bolli Héðinsson, Þórunn Guðmund- ardóttir, Sigfús Ægir Árnason, Halla Eiríksdóttir, Eiríkur Valsson, Guðmundur Gylfi Guðmundsson og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Iþróttir og tómstundir í nútimaþjóðfélagi gefst fólki kostur á ýmsu íþrótta- og tómstundastarfi Frístundum fólks hefur fjölgað á undanförnum áratugum. Jafn- framt hefur vinna fólks breyst á þann veg að mun fleiri stunda svonefnd kyrrsetustörf en áður. Þetta hefur orsakað hjarta- og kransæðasjúkdóma meðal fólks og fleiri fylgikvillar slíkrar kyrrsetu hafa komið í ljós, svo sem baksjúkdómar, vöðvabólga o.s.frv. Talið er að þátttaka í íþróttum auki líkamlegt og andlegt heil- brigði manna. Einkum er lögð áhersla á að fólk stundi íþróttir reglulega, og haldi líkama sínum þar með í sem bestu ástandi. Þetta eykur vellíðan, hreysti og hugsanlega einnig ævilengd hvers og eins. Uppbygging íþrótta- og tómstundastarfs á Islandi Talið er að hátt í helmingur þjóð- arinnar stundi íþróttir re'glulega. Flestir þeirra eru félagar í ein- hverju íþróttafélagi. Þau félög eru byggð upp á samvinnu- og félagslegum grunni. Félögin eru eign þeirra sem í þeim eru, og stjórn þeirra og skipulag er í höndum félagsmanna sjálfra, oft- ast sjálfboðaliðsvinna. Ríkið og sveitarfélögin styðja íþrótta- hreyfinguna fjárhagslega, en treysta henni hins vegar fyrir stjórnun og rekstri íþróttastarfs- ins. Margs konar æskulýðs- og tómstundastarf er skipulagt á svipaðan hátt, t.d. skátahreyfing- in, skákfélög, ferðafélög o.s.frv. Mörg sveitarfélög hafa byggt! upp æskulýðsmiðstöðvar með alls konar starfsemi fyrir unglinga, svo sem dansi, leiklist, spilum og fl. Sveitarfélögin hafa líka byggt upp stóra fólkvanga til útivistar, einkum skíðaiðkunar. Flest íþróttahús og leikvellir eru í eigu sveitarfélaga eða skóla. Þá má geta þess að á undanförnum árum hafa sprottið upp fjölmarg- ar líkams- og heilsuræktarstöðv- ar. Þessar stöðvar eru í eigu ein- staklinga og fyrirtækja og þjóna þúsundum manna. Nokkur stefnumál SUF Iþróttir og tómstundir fyrir alla SUF vill stuðla að íþrótta- og tómstundastarfi fólks. SUF legg- " ur áherslu á að allir eigi kost á"t slíku starfi án tillits til búsetu,f! aldurs, stéttar eða kyns.-FIoll og< þroskandi viðfangsefni í frístund- " um veita fólki ánægju og auka heilbrigði þess, andlegt og líkam- legt. M Iþrótta- og tómstundastarf i> - hluti af mennta- og heilbrigðiskcrfinu íþrótta- og tómstundastarf er áhrifaríkasta leiðin sem völ er á’ til að stuðla að almennri vellíðan og heilbrigði hvers og eins. Þvf ber að líta á íþrótta- og tóm- stundastarf sem mikilvægan þátt f mennta- og heilbrigðiskerfi þjóð- arinnar og veita fjármagrii til þeirra mála í samræmi við það. Stjómmálaályktun SUF sem stuðli að eflingu byggðar og jöfnun búsetuskilyrða í landinu. Valdið og fjármagnið verði fært heim í byggðarlögin. * Að foreldrum, sem vilja vera heima og annast uppeldi barna sinna, verði gert það kleift. * Að skattakerfið tryggi jöfnuð milli þjóðfélagsþegnanna og sé réttlátt í framkvæmd. * Að núverandi stjórnarandstöðu- flokkum, sem eru sundurleitir og ósamhentir, takist ekki að brjóta niður það húsnæðiskerfi sem Alex- ander Stefánsson félagsmálaráð- herra hefur byggt upp í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. * Að þannig verði staðið að umhverfismálum að komandi kyn- slóðir erfi auðlindir til lands og sjáv- ar í sem bestu ástandi. Framsókn- arflokkurinn beiti sér á alþjóðavett- vangi fyrir öflugri umhverfisvernd. * Að Framsóknarflokkurinn leggi áherslu á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs í sveitum með réttlátri framleiðslustýringu í landbúnaði, taki mið af þörfum markaðarins og aðstoði við uppbyggingu nýrra bú- greina sem nú eru í örum vexti og koma til með að skila miklum gjald- eyri fyrir þjóðarbúið. * Að áfram verði haldið markvissri stjórnun við fiskveiðar, enda hefur það sýnt sig að sá árangur sem náðst hefur í sjávarútvegsmálum á undan- förnum árum er undirstaða velsæld- ar í landinu. Miðstjórn SUF telur að í alþing- iskosningunum 25. apríl n.k. hafi kjósendur um tvær leiðir að velja: Áframhaldandi stjórnarforystu Framsóknarflokksins eða út í óviss- una með sundurleitu og ósamstæðu forystuliði Sjálfstæðisflokksins, þar sem núverandi stjórnarandstöðu- flokkar verða taglhnýtingar íhalds- ins. Miðstjórnarfundur SUF telur að í alþingiskosningunum 25. apríl n.k. muni það ráðast hvort landið verði áfram undir heiðarlegri og ábyrgri stjórnarforystu Framsóknarflokks- ins, eða undir stjórn villuráfandi stjórnmálaafla, sem stjórnað er af mönnum sem bundnir eru á klafa erlendra kreddukenninga og kerfis- mennsku. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur á þessu kjörtíma- bili stýrt þjóðfélaginu inn á braut velmegunar, vaxandi frjálsræðis, félagshyggju og valddreifingar. Á þessari braut mun Framsóknar- flokkurinn halda áfram að vinna, fái hann til þess styrk í komandi alþing- iskosningum. Við íslensku þjóðinni blasir nú bjartari framtíð en nokkru sinni fyrr. Atvinna fyrir alla, húsnæðis- kerfi eins og best þekkist á Norður- löndum, heilbrigðiskerfi eins og best gerist í heiminum, menntakerfi sem byggir á jafnrétti til náms og ráðstöfunartekjur heimilanna þær hæstu í sögu lýðveldisins. Reynsla undanfarinna ára sýnir að þjóðin getur treyst Framsóknar- flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lýst yfir að ekki skuli vikið af leið Framsóknarflokksins við stjórn landsins. Fái Framsóknar- flokkurinn traust þjóðarinnar í al- þingiskosningunum, þá heita ungir framsóknarmenn að beita sér fyrir því innan Framsóknarflokksins, að flokkurinn leggi sérstaka áherslu á eftirfarandi: * Að áfram verði haldið að telja upp lífskjörin, samhliða því sem verð- bólga er talin niður. * Að flokkurinn móti nýja stefnu, Þrír hressir frá Hafnarfirði. Talið f.v.: Einar Hermannsson, Hilmar Hauks- son og Helgi Valur Friðriksson. í baksýn má sjá Birki Freysson, Norðurlandi vestra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.