Dagur - 14.04.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 14.04.1987, Blaðsíða 15
14. apríl 1987 - DAGUR - 15 að því að byggð væri upp hafnar- aðstaða á Hauganesi og einnig á Sandinum. Með þeim málum fylgdist amma mín af miklum áhuga og eldmóði og hugur henn- ar var alltaf bundinn sjónum og bátunum, sem á sjóinn sækja og margar ferðir var búið að ganga út að glugganum til að líta eftir hvort eiginmaðurinn á bátnum sínum, og síðar synir og tengda- synir væru að nálgast bryggju. En áhugi hennar hélst fram á síðasta dag. Ég minnist þess hve glöð amma mín varð, þegar tveir ömmudrengirnir hennar skírðu trilluna sína í höfuðið á afa, og amma lifði það einnig að bátur gerður út af hennar niðjum frá Hauganesi ber hennar nafn. Hún hafði einnig mikinn áhuga á öryggismálum þeirra er á sjóinn sækja og var nrjög virk í slysa- varnafélaginu á staðnum og vann því vel. Hún var ljúf kona í allri umgengni og bæði menn og dýr hændust að henni. Þau afi og amma voru með búskap með útgerðinni og var sérlega gaman að sjá hversu mikla natni þau sýndu þar sem annars staðar og mér sem ungum dreng er afskap- lega minnisstætt hvernig kindurn- ar þeirra löðuðust að þeim, ef- laust fundið ljúfmennskuna og notalegheitin sem frá þeim streymdi. Ég sem þessar línur rita ber nöfnin þeirra beggja, ömmu og afa. í Garði fannst mér gott að vera og eftir að við fluttum í bæinn sem ég reyndar aldrei vildi, fannst mér alltaf eins og að koma heim, að koma til þeira. Oft var farið í heimsókn í Garð um helgar og stundum gekk þá erfiðlega að fá mig heim aftur. Ég minnist þess sérstaklega eitt sunnudagskvöld þegar leggja átti af stað í bæinn að þá fannst strák- urinn hvergi, hvernig sem leitað var og kallað. Farið var án mín og um leið og bíllinn var kominn í hvarf birtist snáðinn og var reyndar seinna verðlaunaður af afa, sem kunni vel að meta óþægð af þessu tagi. Ég minnist þess einnig hve hlýtt var á milli afa og ömmu í Garði og pabba míns Kristjáns H. Jenssonar sem var tengdason- ur þeirra. Ég held að hann hafi verið þeim mikið meira en tengdasonur, hann var jafnframt vinur þeirra og félagi og því var það þeim, eins og okkur öllum, mikið áfall þegar faðir minn féll frá á besta aldri. Vonandi hef ég síðar komið að einhverju leyti í hans stað sem félagi og vinur þeirra ömmu og afa en ég fluttist aftur til þeirra 1973 og hef átt lögheimili í Garði síðan. Þó að ég hafi stundum dvalið langdvölum að heiman höfðum við amma alltaf samband t.d. gegnum síma og reyndar meira eftir að afi dó, enda var hún þá ein í Garði ef ég var ekki heima. Amma mín, mig langar með þessum fátæklegu línurn að þakka þér árin öll, þakka alla umhyggjuna og ástúðina, sem þú sýndir mér, bæði sem barni og fullorðnum manni, þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig. Nú eruð þið afi aftur saman. Hann þarf ekki að bíða lengur. Blessuð sé minning ykkar beggja. Gunnar Helgi Kristjánsson. Minning: t Helga Jónsdóttir Fædd 1. júlí 1907 - Dáin 31. mars 1987 Ó amma, ó amma, ó ansaðu mér því ég er að gráta og leita að þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á hlað? Fórstu til Jesú í sælunnar stað? Þetta er eitt af þeim mörgu fal- legu versum sem hún amma mín kenndi mér og söng við mig þeg- ar ég lítill hnokki var að nema mín fyrstu ljóð og syngja mína fyrstu söngva. Það er yndislegt að geta rifjað upp að það var einmitt í Garði hjá afa og ömmu sem ég steig mín fyrstu spor, því þar dvaldi ég fram til rúmlega þriggja ára aldurs, en þá fluttum við fjöl- skyldan í bæinn eins og það var kallað. Og nú er hún amma farin í sælunnar stað til Jesú. Helga Jónsdóttir, amma mín, Garði, Hauganesi lést á þriðju- dagsmorguninn 31. mars sl. á átt- ugasta aldursári. Hún var fædd 1. júlí 1907 á Baldursheimi í Arn- arneshreppi og var dóttir hjón- anna Maríu Þorsteinsdóttur og Jóns Júlíusar Jónssonar smiðs. Þau eignuðust 8 börn en eitt þeirra dó skömmu eftir fæðingu og tvö fórust í rokinu mikla alda- mótaárið, þegar Rauðvíkurhúsið fauk af grunni. Nú er aðeins eitt þessara systkina ofar moldu, en það er Petrea, komin á níræð- isaldur. Þegar Helga Jónsdóttir var tveggja ára lá leið hennar fyrst út á Arskógsströnd sem æ síðar var hennar heimasveit og henni afskaplega kær, en þá fluttist fjöl- skyldan út í Stærri-Árskóg, þar sem þau áttu heima í nokkur ár og þaðan lá leiðin í Vallholt. 1. des. 1926 giftist amma mín Gunnari Níelssyni, afa mínum en hann lést 1980. Þau Gunnar og Helga byrjuðu sinn búskap í Vallholti, en 1928 keyptu þau Brimnesbæinn og stofnuðu þar sitt heinrili. Þar hóf afi útgerð á eigin báti en 1938 fluttust þau amma og afi til Hauganess, þar sem þau reistu sér hús sem þau kölluðu Garð og var í mínum augum ætíð sami unaðsreiturinn. Börn þeirra eru 6. Þau eru, Níels, skipstjóri og útgerðarmað- ur Hauganesi kvæntur Rósu Stef- ánsdóttur, Petrea, gift Jóhanni Antonssyni á Hauganesi, Halldór, sjómaður og útgerðar- maður á Hauganesi kvæntur Ástu Hannesdóttur, Valborg í sambúð með Sigtryggi Valdi- marssyni vörubílstjóra á Akur- eyri, Helga gift Ellert Kárasyni skrifstofumanni á Akureyri og Gunnborg yngst, gift Pétri Sig- urðssyni múrara á Akureyri. Barnabörnin eru nú orðin 18 og barnabarnabörnin einnig 18. Geta má nærri að nóg hefur verið að starfa hjá húsmóðurinni ungu meðan verið var að koma börnunum á legg, byggja upp heimilið og jafnframt að leggja gjörva hönd að verkun sjávarafl- ans, sem afi flutti að landi með sinni alkunnu útsjónarsemi, afla- sæld og dugnaði. En fjölskyldan varð snemma samhent og allir lögðu sitt af mörkum til að nýta sem best það hráefni, sem að landi barst. í Garði reistu þau amma og afi sér og börnunum fagurt og hlýlegt heimili, þar sem rausn og myndarskapur sátu ætíð í fyrirrúmi, enda sambúð þeirra og samheldni slík að þar bar aldrei skugga á. í Garði var jafn- an mannmargt, börnin mörg og oft mikill gestagangur enda hjón- in vinsæl og vinamörg og afi mjög virkur í sveitarstjórnarmálum. Hann var í hreppsnefnd í 35 ár og vann manna mest og ötullegast Vinningstölurnar 11. apríl 1987 Heildarvinningsupphæð 4.730.273.- 1. vinningur 2.368.647.- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur 2. vinningur kr. 710.108.- Skiptist á milli 196 vinningshafa kr. 3.623,- á mann. 3. vinningur. Skiptist á milli 7.902 vinningshafa sem fá kr. 209.- hver. Upplýsingasími 91-685111. Afsöl og sölutilkynningar Afsöl og sölutilkynningar vegna bílaviðskipta __________a atgreiðslu Dags._____ í íþróttaskemmunnni á Akureyri fimmtudaginn 16. apríl kl. 15.30 Skipulagðar ferðir frá: Þórshöfn Mývatnssveit Kópaskeri Ólafsfirði Húsavík Dalvík Hafið samband við kosningaskrifstofur B-listans. Sjáumst hress - Frambjóðendur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.