Dagur - 23.06.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 23.06.1987, Blaðsíða 11
23. júní 1987 - DAGUR - 11 n Minning T Svavar Guðmundsson Fæddur 10. apríl 1941 - Dáinn 31. mars 1987 Þegar brotnar bylgjan þunga brimið heyrist yfir fjöll, þegar hendir sorg við sjóinn syrgir trega þjóðin öll, vertu Ijós og leiðarstjarna, lægðu storm og boðaföll, líknargjafinn þjáðra þjóða þegar lokast sundin öll. Það er alltaf átakanlegt þegar ungt fólk fellur frá fyrir aldur fram. Átakanlegust eru slysin, sem koma svo óvænt og öllum að óvörum, öll urðum við því harmi lostin, þegar það fréttist að vinur okkar og félagi Svavar Guð- mundsson hefði farist með báti sínum þegar hann var að reyna að bjarga honum undan óveðri 31. mars s.l. Svavar Guðmundsson gekk ungur í Ungmennafélagið Reyni og var þar virkur félagi til hinstu stundar, hann var varaformaður félagsins þegar hann lést og var búinn að vera í stjórn þess í fjöldamörg ár. Óhætt er að full- yrða að í gegnum tíðina var Svav- ar einn virkasti starfskraftur félagsins og var ætíð reiðubúinn að leggja hönd á plóg er að ein- hverju þurfti að vinna innan félagsins. Hann unni félaginu og vildi hag þess sem mestan og bestan. Svavar var af lífi og sál í knattspyrnunni innan ung- mennafélagsins og helsta drif- fjöður knattspyrnumannanna í fjöldamörg ár. Hann spilaði með fótboltaliði Reynis í 30 ár og var orðinn rúmlega fertugur þegar hann lék sinn síðasta leik með meistaraflokki. Mörgum stund- um var Svavar búinn að eyða á vellinum með félögum sínum, þó að stundum væri óhægt um vik vegna mikilla anna bæði á sjó og í landi, auk þess sem fjölskyldan var stór. Svavar var vinur og félagi okk- ar allra. Hann var ætíð tilbúinn að hjálpa þeim sem á því þurftu að halda. Svavar vildi alltaf fara sáttaleiðina og ef einhver misklíð kom upp var hann fyrstur manna til að bera klæði á vopnin. Hann vildi aldrei trúa nokkru illu upp á neinn og vildi aldrei heyra nokkurt styggðaryrði í garð náungans. Svavar gerði því sitt til að halda góðum anda í félaginu og styrkti þannig félags- skapinn ómetanlega. Með þess- um orðum viljum við færa þér þakkir ungmennafélagsins fyrir allt sem þú vannst félaginu, þakkir fyrir þitt mikla og óeigin- gjarna starf í þágu okkar allra og í þágu félagsins. Við söknum vin- ar og félaga, félagið er fátækara, okkar litla samfélag hefur mikið misst en mestur er missirinn hjá eiginkonu, börnum og foreldr- um. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði vinur, blesuð sé minning þín. Félagar í Ungmennafélaginu Reyni. Mývatnssveit: Anda- og falkavarp gengur vel Nú er langt liðið á varptíma fálkans, og eftir um mánaðar- tíma verða ungar komnir úr hreiðrum. Aðalvarpsvæði fálk- ans hér norðanlands er í Mývatnssveit og því hefur það einnig verið gósenland hinna fingralöngu fálkaeggjaþjófa. Eftirlitsmaður með fálka- hreiðrunum, Haukur Hregg- Borgarbíó á Akureyri: Sýnt í tveimur sölum Á dögunum var opnaður á ný, stærri salur Borgarbíós á Akureyri. Þetta er gamli salur bíósins sem nú hefur verið breytt og hann lagfærður. Sal- urinn var allur teppalagður á nýtt, sett nýtt á veggi og í loft og einnig var sett nýtt og stærra sýningartjald. Salurinn rúmar nú 200 manns í sæti. Að sögn Sigurðar Arnfinns- sonar, framkvæmdastjóra bíós- ins, er nú sýnt í tveimur sölum. Með tilkomu þessa salar átti hann von á að geta sýnt bíógest- um nýrri myndir en áður en sýn- ingar eru nú fjórar á kvöldi, tvær í hvorum sal. Fyrst um sinn verð- ur sýnt kl. 9 og 11 en í haust er ráðgert að taka upp síðdegissýn- ingar. Einnig hafa hljómflutn- ingstæki í bíóinu verið endurnýj- uð og sýningartæki endur- bætt. Aður en Borgarbíói var breytt var bíósalurinn notaður stöku sinnum til tónleikahalds og sagði Sigurður að stærri salurinn hefði verið innréttaður og ein- angraður með það fyrir augum að bæta hljómgæði og væri salurinn því hentugri nú en áður til tón- leikahalds. JOH viðsson sagði í samtali að ekki hefði orðið vart fálkaeggja- þjófa í Mývatnssveit, enda eru hreiðrin vel vöktuð. Varp hjá fálkanum hefur geng- ið vel nú, en ætla má að stofninn sé í hámarki þar sem stærð hans fylgir stofnstærð rjúpunnar sem nú er í hámarki. Unnið er við fálkamerkingar í Mývatnssveit í sumar og sagði Haukur að senni- „Ég heyrði smá smell þegar ég kom í beygjuna og fann svo að bfllinn datt niður að aftan og skerandi hávaða,“ sagði Atli Geir Jónsson ungur öku- maður jeppabifreiðar frá Keflavík sem missti annað afturhjólið með öxlinum og öllu saman undan bflnum sl. föstudagskvöld þegar hann var á leið úr Hegranesi og var að beygja inn á Vesturósbrúna við Sauðárkrók. Þegar Atli hafði stöðvað bílinn lega yrði þetta metár í fálka- merkingum. Varp annarra fuglategunda við Mývatn hefur gengið nokkuð vel. Þó er sýnt að fækkun virðist vera hjá ákveðnum tegundum anda og er ekki vitað með vissu hvað veldur. Haukur sagði ekki ástæðu til að ætla að samband væri milli fjölda ránfugla og þessa atriðis, þarna lægju aðrar ástæð- ur að baki. • JÓH og leit aftur sá hann afturhjólið með öxlinum beint upp liggja í beygjunni 7 metrum aftar, í hægra hjólfarinu. Þykir mildi að bifreið- in var á hægri ferð þegar þetta gerðist. Jeppinn sem hér um ræð- ir er árgerð 1982. Orsökin fyrir óhappinu er að sögn fagmanna, ónýtar hjóllegur, þess vegna hafi öxulfesting gefið sig, og hann því gengið út úr drifinu. Þetta mun vera fremur sjaldgæft, en alltaf samt einhver tilfelli á ári hverju. -þá Hjólið með öxlinum undan bílnum Laus staða Staða bókavarðar í Landsbókasafni (slands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. júlí næst- komandi. Menntamálaráðuneytið 18. júní 1987. Emangrunarplast Húsbyggjendur - Verktakar. Vegna flutninga á einangrunarplastframleiðslu, liggur framleiðsla niðri um óákveðinn tíma. Erutn komnir í gang með sölu á plasti að Óseyri 4. Upplýsingar í síma 21199. Fagverk sf. Upplýsingar í síma 22360. Hiti hf. Afgreiðslustúlka óskast til starfa í fataverslun eftir hádegi. Aðeins vön stúlka með áhuga á fötum kemur til greina. Æskilegur aldur 25-45 ára. Áhugasamar leggi nafn, síma og heimilisfang inn á afgreiðslu Dags, merkt „Fatnaður“ fyrir 30. júní. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Læknaritarar Viljum ráða læknaritara á eftirtaldar deildir: Handlækningadeild. Lyflækningadeild. Bæklunardeild. Upplýsingar veita læknafulltrúar viðkomandi deilda. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 5. júlí nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. RÓSA JÓHANNESDÓTTIR, Aðalstræti 52, Akureyri, sem lést sunnudaginn 14. júní, verður jarðsungin frá Akureyr- arkirkju fimmtudaginn 25. júní kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina. Hallgrímur Indriðason, Sigurgeir B. Þórðarson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, UNNAR TRYGGVADÓTTUR Jakob Tryggvason, Nanna Jakobsdóttir, Gísli Kolbeinsson, Soffía Jakobsdóttir, Tryggvi Jakobsson, Svanhildur Jóhannesdóttir, og barnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS ÞORSTEINSSONAR, fyrrverandi deildarstjóra, Harmarstíg 22, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Lovísa Pálsdóttir, Gunnlaugur P. Kristinsson, Gunborg Kristinsson, Guðrún A. Kristinsdóttir, Margrét H. Kristinsdóttir, Erik Hákansson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.