Dagur - 14.04.1988, Page 9
14. apríl 1988 - DAGUR - 9
Blómabörnin. Bara ruglaður klæðnaður.
„Kiss me honey honey kiss me...“
„Við ætlum að segja ykkur
sögu.“ Þannig hóf Þorsteinn
Eggertsson, handritshöfundur,
leikstjóri og kynnir mál sitt í
upphafí 25 ára afmælissýningar
Sjallans, „Rokkskór og bítla-
hár“. Sýningin var frumsýnd
síðastliðið föstudagskvöld að
viðstöddum of fáum gestum.
Hún var mjög góð að mörgu
leyti, sérstaklega því að Akur-
eyringarnir sem þátt tóku
stóðu sig með mikilli prýði.
Sýningin segir 25 ára sögu
rokksins, frá 1955 til 1980. Upp-
bygging hennar er á þá leið að á
eftir kynningum birtast hetjurnar
ljóslifandi og hugurinn er látinn
reika aftur í tímann hverju sinni.
Kynningar Þorsteins eru grein-
argóðar og sýningin í heild
spannar stærstan hluta tímabils-
ins ágætlega. Þorsteinn mætti
hins vegar vera líflegri í kynning-
unum og einn áhorfenda kom
með þá hugmynd að þær hefði átt
að nota sem baráttu milli tveggja
afla, slag á milli rokkhetjanna í
Bretlandi og Bandaríkjunum,
um hylli ungs fólks á Vesturlönd-
um. Annað sem undirrituðum
fannst vanta í „25 ára afmælissýn-
ingu Sjallans", var að hvergi var
minnst einu orði á Sjallann!
En snúum okkur nú að því já-
kvæða, flutningi þessarar tónlist-
ar sem allt ætlaði að trylla á sín-
um tíma. Fyrstur fram á gólfið
skreið jökullinn Ragnar Gunn-
arsson og hóf upp raust sína í lagi
Chuck Berry, Rock around the
clock. Ragnar stóð sig ágætlega
en hefði í þessu lagi og öðrum
mátt sýna meiri tilþrif í framkom-
unni. Tilþrifin vantaði hins vegar
ekki hjá Karli Örvarssyni þegar
hann túlkaði Konunginn sjálfan,
Elvis Presley. Karl var tvímæla-
laust rnaður kvöldsins og til að
mynda stórkostlegur sem hinn
villti tryllti Jerry Lee Lewis. Þrjár
skríkjandi stelpur úr dansskóla
Sigvalda settu skemmtilegan svip
á sýninguna og túlkuðu vel þá
örvæntingarfullu hrifningu sem
unglingsstúlkur þessa tíma
sýndu. Stúlkurnar kunnu svo
sannarlega að dansa líka svo og
herrarnir þeirra þrír.
Ingvar Grétarsson var góður
sem Little Richard, Tom Jones
og lleiri, Júlíus Guðmundsson
náði ágætlega rólegum lögum
með mönnum á borð við Cliff
Richard.
Þó svo að rokkið hafi framan
af verið „karlrembutónlist" þá
hlaut að koma að því að konur
létu til sín taka. Hér var komið
að þætti þeirra Sólveigar Birgis-
dóttur og Ólafar Sigríðar Vals-
dóttur. Andrea Gylfadóttir hljóp
í skarðið fyrir Ernu Gunnarsdótt-
ur og náði sér ekki verulega á
flug.
Solla var mjög góð og söng af
mikilli innlifun lög eins og „Kiss
me Honey“. Þegar hún flutti lag
Dusty Springfield þar sem segir
„you don't have to say you love
me,“ sat salurinn hreinlega berg-
numinn af hrifningu því hún er
bara verulega góð. Þá sýndu hún
og Júlíus góða takta sem Sonny
og Cher og þar var klæðnaðurinn
„fríkaðri" en nokkru sinni fyrr.
Óla Sigga fékk lítið að spreyta
sig framan af en í, lok sýningar-
innar túlkaði hún hina uppdóp-
uðu Janis Joplin stórkostlega.
Hún hefur einstakt lag á því að
leika fyllibyttur stúlkan sú.
Ekki má heldur gleyma þætti
hljómsveitarinnar Pass. Hún lék
ágætlega öll þessi ólíku lög sem
þó tilheyra sama meiðinum,
rokkinu.
Þessi sýning Þorsteins Eggerts-
sonar er að mörgu leyti ágæt og
full ástæða fyrir Akureyringa að
mæta í Sjallann og fræðast um
söguna. „Fólkið okkar“ stendur
sig a.m.k. mjög vel.
Hljómsveitin Pass ásamt Ingvari Grétarssyni.
Stúlkurnar vissu ekki hvcrnig þær áttu aö haga sér þegar Presley var annars
vegar.
Karl Örvarsson var stórkostlegur
sem Jerry Lee Lewis.
Janis Joplin, verulega sjúskud.
l