Dagur - 05.05.1988, Page 7

Dagur - 05.05.1988, Page 7
£<SGiv isrn .£ - RUOAQ - 3 5. maí 1988 - DAGUR - 7 Fuglaskoðunarferð á íþrótta- og leikjanámskeiði DNÞ 1987. Tískusýning verður á fatnaði okkar á hinum frábæru krúttmagakvöldum, föstud. 6. maí og laugard. 7. maí í Sjallanum. Mætum allar! Vorum einnig að fá sendingu af kápum í ljósu og dökkbláu. Ess tískuhúsid, Skipagrötu 14, sími 24396. Sigurvegarar á unglingamóti UNÞ 1987. Gagnfræðingar ’68 Argangur ’51 Fundur í starfsmannasal K.E.A. Sunnuhlíð 12, fimmtudaginn 5. maí kl. 21. Fyrsta flugkennaranámskeið hérlendis Fyrsta flugkennaranámskeiði sem haldið er hérlendis lauk laugardaginn 9. apríl sl. Nám- skeiðið sóttu að þessu sinni rúmlega 20 nemar en það var haldið í húsakynnum flugmála- stjórnar á Reykjavíkurflug- velli. Flugmálastjórn stóð fyrir námskeiðinu og verður það haldið árlega framvegis. Hverjum flugmanni sem hyggst leggja stund á flugkennslu og hljóta flugkennararéttindi er skylt að sækja námskeiðið og standast próf með lágmarkseink- unn 7,0 sem jafnframt er lág- markseinkunn í öllum flugpróf- um. Nýbreytni þessa námskeiðs- halds er sú, að í stað þess að flug- menn leiti erlendis eftir þessari menntun eða stundi sjálfsnám án leiðbeinenda, njóta þeir nú leið- Arsþing Ungmennasambands Norður-Þingeyinga Ársþing UNÞ var haldið á Svalharði í Þistilfirði 2. apríl síðastliðinn. Á árinu 1987 hafði ungmenna- sambandið framkvæmdastjóra í fullu starfi yfir sumarmánuðina en í hlutastarfi yfir vetrarmánuð- ina og mun svo einnig vera í ár enda er nauðsynlegt að hafa fast- an starfsmann. Skrifstofa sam- bandsins er í Lundi Öxarfirði og hefur mikið verið lagt í að útbúa sæmilega skrifstofuaðstöðu, keyptur ljósriti og sími og stend- ur til að kaupa tölvu og hugbún- að. Ungmennasambandið stendur á hverju ári fyrir mótum í ýmsum íþróttagreinum, mest í frjálsum íþróttum, knattspyrnu og blaki. Fjöldi fólks á öllum aldri hefur tekið þátt í þessum mótum og liaft gagn og gaman af. I sumar hefur Hulda Stefánsdóttir verið ráðin íþróttaþjálfari og mun fara um alla sýsluna til að þjálfa. Á undanförnum árum hefur UNÞ haldið íþrótta- og leikja- námskeið fyrir krakka. Þau hafa verið mjög vinsæl og gefið góða raun. Áætlað er að hafa námskeið sumarsins í fyrstu vikunni í júlí. Þetta var fyrsta ársþing UNÞ eftir 50 ára afmæli þess og af því tilefni var borðhald, sem kven- félag Þistilfjarðar sá um, eftir þingið. Aðaíbjörn Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður ung- mennasambandsins og í stjórnina voru einnig kjörin Kristín Krist- jánsdóttir og Óli Björn Einars- son. Auk þeirra eru í stjórn ung- mennasambandsins Stefán Egg- ertsson og Haukur Marinósson. sagnar sérfróðra manna, sem sniðið hafa námið að íslenskum aðstæðum og skilyrðum. Á myndinni má sjá Pétur Ein- arsson, flugmálastjóra, ásamt starfsmönnum loftferðaeftirlits og kennurum, auk hluta þeirra nemenda sem námskeiðið sóttu. iptavinir Okkur er ánægja að skýra frá því að fleiri kunna að meta okkar ódýru vörur. Hjá okkur verður enginn ffyrir vonbrigðum með ^ verð né gæði. Fatnaður á unga og aldna. Verið hjartanlega velkomin. Siguröar Gifammlssonarhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.