Dagur - 27.07.1988, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 27. júlí 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (fþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Ríkisstjómin verður
að ákveða vexti sjálf
í lögum stendur að raunvextir skuli vera
sambærilegir hér og í nágrannalöndunum.
En þar er langur vegur frá og vaxtaokur pen-
ingaafla og lánastofnana á íslandi er slíkt að
það er að sliga undirstöðuatvinnuvegi þjóð-
arinnar. Flest fyrirtæki í sjávarútvegi eru á
barmi gjaldþrots eða eru að stöðvast þessa
dagana. Umrædd fyrirtæki eru flest á
landsbyggðinni — burðarásar atvinnulífs á
hverjum stað og langstærstu atvinnuveit-
endurnir.
Á sama tíma deila ríkisstjórnarflokkarnir
hvort eigi að grípa til aðgerða strax eða síðar
í haust, hvort ríkisstjórnin eigi að grípa inn í
og ákveða vexti sjálf eða hvort eigi að líta á
vaxta- og verðtryggingarmál í samhengi við
heildaruppstokkun á fjármagnsmarkaði. Sá
markaður verður án efa til umræðu í haust
því von er á frumvörpum um verðbréfasjóði,
fjármögnunarleigur og aukið frelsi í viðskipt-
um við önnur lönd og fleira frá viðskiptaráð-
herra. Það hlýtur að vera meginkrafa frá
íbúum landsbyggðarinnar, sem eiga atvinnu-
öryggi sitt undir því að undirstöðuatvinnu-
vegirnir gangi, að ríkisstjórnin grípi nú þeg-
ar til sérstakra aðgerða sem tryggi áfram
rekstur fyrirtækjanna - og að áfram verði
blómlegt atvinnulíf í sem flestum byggðum
sem afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið. Til þess
að svo geti orðið verður ríkisstjó. nin sjálf að
ákvarða vexti í stað þess að lánastofnanirn-
ar geri það.
Með óbreyttu ástandi verða það aðeins
lána- og peningastofnanir í landinu sem
hafa rekstrargrundvöll. Það virðast reyndar
vera einu fyrirtækin - eða fyrirbærin - sem
stjórnvöld vilja að lifi í þessu landi. Venju-
legum framleiðslufyrirtækjum til sjávar og
sveita er aðeins ráðlagt að hagræða. Með
ýmiss konar „hagræðingum" á að vera hægt
að leysa nánast allan vanda! En ef til vill
hlusta stjórnvöld ekki á „barlóm" fram-
leiðslu- og undirstöðufyrirtækjanna fyrr en
bankarnir og fjármögnunarleigurnar hafa
keypt þau flest eða öll á nauðungaruppboð-
um. Þá munu fjármagnseigendurnir heimta
af ríkisstjórninni að skapaður verði grund-
völlur fyrir þessi fyrirtæki. Vonandi verða
viðbrögðin skjótari þegar peningafyrirtækin
fara sjálf að kvarta. E.O.
„ísland er mjög
frábrugðið Hollandi“
- segja Laure Jansen og Jeroen Katsburg
sem sjá um „The volcano show“ í Mývatnssveit
Þegar ekið er um Reykjahlíð-
arþorp í Mývatnssveit er vart
hægt að komast hjá að sjá hús
sem kyrfilega er merkt með
myndum af eldgosum og stóru
spjaldi sem á stendur „The
volcano show“. Flestir halda
eflaust að þarna sé einhver
Mývetningur með upplýsinga-
þjónustu fyrir ferðamenn en
þvert á móti eru hér á ferð
kvikmyndasýningar af eldgos-
um og stjórnendurnir eru hol-
lenskt par, þau Jeroen Kats-
burg og Laure Jansen. En
hvers vegna eru þau hér á landi
í þessari vinnu?
Fengu vinnuna
fyrir tilviljun
„Fyrir einu og hálfu ári var ég hér
að vetri til og vann við búskap,
bæði á Vestfjörðum og á Suður-
landi. Um áramótin var ég stödd
í Reykjavík og hitti þar konu Vil-
hjálms Knútsen, kvikmynda-
tökumanns, og hún bauð mér að
gista hjá þeim sem ég þáði. Upp
úFþessu bauð Vilhjálmur mér að
koma hingað til að vinna fyrir sig
við þetta „Volcano show“ svo ég
og kærasti minn slógum til,“ segir
Laure. í raunmtii er „The Vol-
cano show“ í Mývatnssveit ekki
annað en útibú frá samnefndu
fyrirtæki í Reykjavík sem Vil-
hjálmur Knútsen rekur.
Þetta er annað sumarið sem
Laure og Jeroen vinna við eld-
gosasýningarnar í Mývatnssveit
en þau eru bæði við nám í Hol-
landi. Laure er við nám í fata-
hönnun og Jeroen er í listaskóla.
Þau eru sammála um að íslenska
umhverfið og náttúran gefi þeim
hugmyndir í listsköpun sinni.
„Já, eftir að vera búinn að vera
hér og ferðast um í þrjá mánuði
þá hefur maður fengið mjög mik-
ið af hugmyndum sem maður
tekur með sér heim og getur not-
að í fatahönnuninni,“ segir
Laure.
„ísland er svo mikið frábrugð-
ið Hollandi. Landið er fjórum
sinnum minna en Holland og
fámennt ef miðað er við Holland.
Það er alls staðar nóg pláss og
hvergi þrengt að manni,“ bætir
Jeroen við.
Eldgosa- og
jaröskjálftafræðsla
Þau Jeroen og Laure komu hing-
að í byrjun júlí og ætla heim á
nýjan leik í byrjun september
þegar ferðamannastraumurinn er
liðinn hjá. Þau segja enn óákveð-
ið hvort þau verði hér eitt sumar
enn, það verði tíminn að leiða í
ljós.
í „The volcano show“ í
Mývatnssveit gefst ferðamönnum
kostur á að sjá myndir um eldgos
í Vestmannaeyjum, Kröflugos,
Heklugos, myndir frá Öskju og
Skaftafelli ásamt mörgu fleiru.
Auk þess sjá þau Jeroen og
Laure um að fræða fólk um jarð-
skjálfta og jarðhræringar en þau
hafa til sýnis jarðskjálftamæli og
landrismæli sem er tengdur slík-
um mæli við Kröfluvirkjun. En
hvar hafa þau lært svo mikið um
ísland?
„Við komum hingað í fyrra-
sumar og fengum þá dálitla leið-
sögn áður en við byrjuðum að
vinna. Síðan höfum við líka ferð-
ast um landið þannig að við höf-
um nokkra hugmynd um landið
þó það sé mjög erfitt og nánast
ekki hægt fyrir okkur að vita allt
um það.“
- Hvað sýnið þið þessar mynd-
ir oft?
„Við erum með sýningar einu
sinni á dag en síðan setjum við
upp sérstakar sýningar fyrir hópa
þannig að sýningarnar geta orðið
3 á dag,“ segir Jeroen.
Ameríkanarnir eru hrifnir
- Hvernig eru viðbrögðin hjá
þeim sem horfa á þessar sýning-
ar?
„Það fer svolítið eftir því frá
hvaða landi þeir koma. Amerík-
anarnir eru mjög spenntir fyrir
þessu öllu og dást að myndunum
en síðan eru til aðrir sem alltaf
eru kvartandi yfir myndunum, af
hverju séu sýndar myndir af
þessu en ekki hinu o.s.frv. Flestir
eru þó ánægðir og finnst mikið til
koma,“ segja þau.
- Finnst ykkur ekki skrýtið að
vera útlendingar og segja öðrum
útlendingum frá landi sem þið
þekkið lítið sjálf?
„Jú, flestum finnst þetta
skrýtið. En þetta er ekkert eins-
dæmi vegna þess að nokkrir
leiðsögumannanna hjá Guð-
mundi Jónassyni eru útlendingar
þannig að víðar eru dæmi þess að
útlendingar vinni við að þjónusta
útlenda ferðamenn. Jú, vissulega
verða margir hissa þegar þeir
koma hingað inn og uppgötva að
það eru ekki íslendingar sem
taka á móti þeim,“ segir Jeroen.
- Kemur aldrei fyrr að útlend-
ingar efist um að þið vitið eitt-
hvað um landið og mótun þess?
„Jú, það kemur oft fyrir. Fólk
spyr mjög mikið hvernig við höf-
um farið að því að komast í þetta
starf og hvað við höfum gert á ís-
landi og fær þá að vita að þetta er
annað sumarið okkar í þessu
starfi og að við höfum fengið
góða leiðsögn áður en við lögð-
um út í þetta."
í snjónum á Patró
Eins og áður segir hefur Laure
verið hér á landi að vetri til. Hún
vann framan af vetri á sveitabæ á
Patreksfirði þar sem Hollending-
urinn fékk í fyrsta sinn að kynn-
ast alvöru snjóalögum.
„ísland að vetri til er svo allt
öðruvísi en það land sem við höf-
um yfir sumartímann. Það er
varla hægt að bera þetta saman.
Áður en ég kom hingað þá hafði
ég gert mér miklar hugmyndir
um landið og kuldann. Þetta var í
fyrsta sinn sem ég fór í burtu að
heiman um lengri tíma og ég verð
að segja að þetta var mun betra
en ég hafði haldið,“ segir Laure.
„Málið var líka erfitt til að
byrja með en núna getum við
skilið svolítið í því. Til dæmis get
ég farið út í sjoppu og gert mig
sæmilega skiljanlega á íslensku
þannig að þetta er allt að koma,“
bætir hún við.
Nú er liðið á dag og þau Laure
og Jeroen þurfa að fara að undir-
búa næstu sýningu. Þetta er sú
þriðja á þessum degi, fyrsta sýn-
ingin byrjaði kl. 8.30 um morg-
uninn þannig að vinnudagurinn
getur verið langur. JÓH
Laure Jansen og Jeroen Katsburg fyrir framan „The volcano show“ í Reykjahlíð. Mynd: jóh