Dagur - 15.11.1988, Síða 11

Dagur - 15.11.1988, Síða 11
15. nóvember 1988 - DAGUR - 11 Flugleiðadeildin í körfubolta: Slakt hjá Tindastól gegn ÍR - sannfærandi sigur gestanna 88:81 Tindastóll lék sinn allra léleg- asta heimaleik sl. sunnudags- kvöld gegn ÍR í Flugleiðadeild- inni í körfu. ÍR-ingar unnu með 88 stigum gegn 81 stigi heimamanna, eftir að hafa haft forskot mest allan leiktímann, mest var 15 stiga munur á lið- unum. Það var ekki sama lið nú inn á vellinum hjá Tindastól og það lið er lagði Keflvíkinga að velli viku áður. A meðan ekkert gekk upp hjá Tindastól, má segja að flest hafi gengið ÍR-ingum í hag. Jafnt var á tölum í upphafi leiksins og virtist hvorugt lið- ið ætla að gefa eftir. Eftir 5 mínútur hafði Tindastóll 3ja stiga forskot, 13:10, en ÍR-ingar náðu ætíð að jafna. En er 5 mínútur voru til leikhlés byrjaði slæmi kafli heimamanna. Gestirnir röð- uðu niður körfum, á meðan ekk- ert gekk í sókninni hjá Tindastól. ÍR náði 12 stiga forskoti þegar 1 mínúta var til hálfleiks og þegar leikmenn gengu til búningsklefa var staðan 49:38, ÍR í hag. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í byrjun seinni hálfleiks til að minnka muninn tókst leikmönn- um Tindastóls það ekki, ÍR-ingar voru í miklum ham og ætluðu ekki að gefa eftir forskot sitt. Lengi vel var 10 stiga munur á liðunum í seinni hálfleik, ein- staka sinnum minnkaði hann í 6- 8 stig, en ekki minna. Undir lok- in gáfust leikmenn Tindastóls upp, það fór að bera á kæruleysi og viljaleysi til að vinna leikinn. ÍR-ingar hins vegar sýndu mikinn sigurvilja og var þetta án efa einn þeirra þesti leikur í vetur. I seinni hálfleik var munurinn á liðunum mestur 15 stig og var þá áhorfendum í „krókódílasík- inu“ ekki farið að lítast á blik- una. Á síðustu sekúndu leiksins náðu heimamenn að skora 3ja stiga körfu og minnka muninn í 7 stig, 81:88, og var Eyjólfur þar að verki, 2 metra fyrir utan 3ja stiga línuna. Lið Tindastóls náði sér ekki á strik í þessum leik, laúgt í frá, það vantaði allan baráttuvilja og á stundum virtist sem leikmenn væru kærulausir. Þá létu þeir dómarana fara í skapið á sér, seni ekki má gerast, þrátt fyrir að sumir furðulegir dómar litu dags- ins ljós. Þegar farið er hins vegar að mótmæla dómum fyrir augljós brot, eru leikmenn komnir á hál- an ís. Þá ættu sumir áhorfendur að verða sér úti um leikreglur í körfubolta, það heyrast frá mörg- um óþarfa hróp og köll, leik eftir leik, sama hvað dómararnir dæma á Tindastól. Þetta gerir ekkert annað en að koma óorði á lið Tindastóls og heimavöll þess. En að öllum skammaryrðum loknum, þá er um að gera fyrir Tindastól að rífa sig upp, gleyma þessum leik sem fyrst og halda áfram baráttunni í deildinni. -bjb Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 31, Eyjólfur Sverrisson 23, Haraldur Leifsson 11, Sverrir Sverrisson 7, Guð- brandur Stefánsson 5 og Kári Marísson 4. Stig ÍR-inga: Björn Steffensen 18. Karl Guðlaugsson 17, Sturla Örlygsson 16, Jón Örn Guðmundsson 14, Jóhannes Sveinsson 11, Ragnar Torfason 8 og Bragi Reynisson 4. Dómarar voru Bergur Steingrímsson og Jón Bender. Dómgæsla [reirra var ágæt en einstöku sinnum brá fyrir all vafasömum dómum. Sverrir Sverrisson skoraði 7 stig gegn ÍR-ingtim í slökum leik heimamanna. íslenska landsliðið í Austurríki - 8 Norðlendingar 1 hopnum íslenska landsliöið á skíðum hélt til Austurríkis í síðustu viku til æfínga og dvelur þar næstu 6 vikurnar. Þrír Akur- eyringar eru í A-landsliðs- hópnum og fjórir í B-landsIið- inu. í A-landsiiðinu eru Guðrún H. Kristjánsdóttir, Anna M. Malm- uist og Valdimar Valdimarsson. B-landsliðinu eru Jóhannes Baldursson, Jón Ingvi Árnason, Vilhelm Þorsteinsson og Kristinn Svanbergsson. Hópurinn dvelur nú í Austur- ríki undir stjórn landsliðsþjálfar- ans Helmuts Mayer og ganga æfingar vel. Eina sem hægt er kvarta yfir er lítill snjór, en búist er við að það lagist fljótlega. í vetur fara fram sex FIS mót (viðurkennd alþjóðleg skíðamót) á íslandi. Þessi mót eru opin öll- um aðildarþjóðum FIS, sem nú eru um 60 talsins. í þetta sinn verður aðeins keppt í karla- flokki, til að gera framkvæmdina ekki of flókna. Þegar liggur fyrir að fimm keppendur frá Austurríki, þrír frá Svíþjóð og tveir frá Japan muni keppa á þessum mótum og búist er við að fleiri skrái sig þegar líða tekur á veturinn. I sumar sem leið voru teknar út af FIS, keppnisbrekkur vegna alþjóðamóta á ísafirði, Dalvík, Akureyri og Reykjavík, enda er meiningin að framhald verði á mótahaldi af þessu tagi á íslandi og þá einnig í kvennaflokki. Slakir Þórsarar töpuðu fyrir ÍS úrslitin 79:65 í döprum leik Jón Ingvi Árnason frá Akureyri er einn af þeim sem dvelur nú við æfingar í Austurríki. Mestan hluta fyrri hálfleiksins var 10 stiga munur á liðunum en undir lok hálfleiksins settu Stúd- entar í annan gír og juku mun- inn í 16 stig, 48:32. Eiríkur Sig- urðsson minnkaði muninn á síð- ustu sekúndu hálfleiksins með þriggja stiga körfu og staðan í hálfleik 48:35. Það var sem Stúdentar kæmu sofandi inn á völlinn í síðari hálf- leik því á aðeins sex mínútna kafla tókst Þórsurum að komast yfir, 50:51. Mestan þátt í þessum kafla Þórsara áttu þeir Guð- mundur Björnsson og Eiríkur Sigurðsson, skot þeirra rötuðu rétta leið í körfuna og leikur liðs- ins í heild var allur annar en verið hafði í fyrri hálfleik. Næstu mínútur skiptust liðin á um að hafa forystu. Þegar níu mínútur voru liðnar af hálfleikn- um var staðan 56:57 fyrir Þór. Þá kom afar slæmur kafli hjá liðinu og næstu sex mínútur vildi knötturinn ekki í körfuna. Stúdentar skoruðu 7 stig í röð og breyttu stöðunni í 64:57. Eftir þetta var sigur Stúdenta ekki í hættu. Þeir bættu við for- skotið undir lokin og mega þakka Páli Arnari lokakaflann. Hann barðist eins og ljón og skoraði úr hverju langskotinu á fætur öðru. Síðustu mínúturnar tóku Stúdentar það ráð að brjóta á Þórsurum og fá villur og vítaköst. Björn Sveinsson misnotaði 4 vítaköst og Jóhann Sigurðsson misnotaði eitt vítakast. Því fór sem fór, úrslitin 79:65 fyrir ÍS. Bestir Þórsara voru þeir Guð- mundur Björnsson og Eiríkur Sigurðsson. Páll Arnar og Valdi- mar Karl Guðlaugsson voru yfir- burðamenn í liði Stúdenta. JÓH Stig Stúdenta: Páll Amar 24, Valdimar Karl Guð- laugsson 21, Auðunn Elísson 9, Hafþór Ólafsson 8, Jón Júlíusson 7, Sólmundur Jónsson 6, Heimir Jónasson 2, Þorsteinn Guðmundsson 2. Stig Þórs: Uuðmundur Björnsson 16, Eiríkur Sigurðsson 15, Konráð Óskarsson 13, Björn Sveinsson 7, Jóhann Sigurðsson 6, Kristján Rafnsson 4, Stefán Friðleifsson 4, Aðalsteinn l’orsteinsson 2. Úrvalsdeildarlið Þórs mátti þola enn eitt tapið í fyrrakvöld þegar liðið lék við ÍS í Reykja- vík. Þórsarar höfðu fyrr í haust unnið Stúdenta á heimavelli en nú snerist blaðið við. Leikur- inn var slakur, hvorugt liðið sýndi góðan leik en Stúdentar uppskáru sigur með mikilli báráttu. Valdimar Karl Guðlaugsson, einn besti maður Stúdenta í þess- um leik, hóf leikinn með þriggja stiga körfu en Konráð svaraði hinum megin á vellinum. Þá skoraði Valdimar tvær körfur í röð og staðan orðin 7:2. Þessi munur hélst á liðunum næstu 7 mínútur en þá fór að draga enn frekar í sundur. Þennan fyrsta leikkafla var það helst Jóhann Sigurðsson sem sýndi baráttu í Þórsliðinu, aðra virtist skorta viljann og leikgleð- ina. Á sama tíma áttu þeir Valdi- mar Karl og Jón Júlíusson góðan leik í liði Stúdenta. Svipurinn á Guðmundi Björnssyni, stigahæsta manni Þórsara, segir alit sem segja þarf um leikinn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.