Dagur


Dagur - 15.11.1988, Qupperneq 13

Dagur - 15.11.1988, Qupperneq 13
Sauðárkrókur: Nýr ritstjóri Einheqa - blaðið kemur út á ný eftir sumarfrí Einherji, blað framsóknar- manna á Norðurlandi vestra, mun koma út upp úr miðjum þessum mánuði eftir langt sumarfrí. Útgefandi Einherja er Kjördæmissamband fram- sóknarmanna á Norðurlandi vestra og hefur nýr ritstjóri ver- ið ráðinn við blaðið. Það er Öm Þórarinsson frá Ökrum í Fljót- um sem tekur við ritstjórn af Arna Gunnarssyni, sem rit- stýrði blaðinu frá endurskipu- lagningu þess í fyrrahaust. Einherji kom fyrst út í febrúar 1932 á Siglufirði og var þá í eigu þeirra Kristjáns f>. Jakobssonar og Sigurðar Björgúlfssonar sem einnig ritstýrðu blaðinu. Fyrstu 9 tölublöðin komu út undir þeirra stjórn en þá keypti Hannes Jón- asson hlut Kristjáns og ritstýrðu þeir Sigurður Einherja til 1934. Þá seldi Sigurður sinn hlut og Hannes rak blaðið einn í tvö ár, eða til ’36. Þá keypti Framsókn- arfélag Siglufjarðar blaðið og Valdimar Hólm ritstýrði því fyrst um sinn. Fram til 1960 voru nokkrir aðilar ritstjórar og ábyrgðarmenn Einherja, Ragnar Jóhannesson þeirra lengst, eða í 12 ár. Aðrir voru á þessum tíma Þorsteinn Hannesson, Haraldur Hjálmarsson og Jóhann Þor- valdsson. Við ritstjórn af Ragnari 1960 tekur síðan Jóhann Þor- valdsson aftur og þá var Ein- herji gefinn út sem kjördæmis- blað og í eigu framsóknarfélag- anna á Norðurlandi vestra. Jó- hann var ritstjóri og ábyrgðar- maður alveg fram til 1974. Þá tók Bogi Sigurbjörnsson við og rit- stýrði blaðinu fram til haustsins Örn Þórarinsson, nýr ritstjóri Ein- herja, blaðs framsóknarmanna á Norðurlandi vestra, á skrifstofu blaðsins í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki. ’87, er aðsetur Einherja var fært til Sauðárkróks og blaðið endur- skipulagt. Eins og fyrr greinir tók Arni Gunnarsson þá við blaðinu og kom það út mánaðarlega frá des- ember ’87 til og með maí ’88. Þá fór blaðið í sumarfrí og stefnt var að því að koma næsta blaði út í ágúst. Eitthvað tafðist það en nú á að byrja á ný og er Örn Þórar- insson byrjaður á fullu að undir- búa næsta blað. Blaðamaður Dags hitti Örn að máli á dögunum að Suðurgötu 3. Skrifstofa Einherja lætur ekki mikið yfir sér en Örn sagði að hún dygði fyrir einn, þótt lítil væri. Örn Þórarinsson er enginn ný- græðingur í fréttaskrifum. Hann hefur verið fréttaritari Tímans í Skagafirði frá 1984, fyrst að vísu fyrir NT í eitt og hálft ár, en færð- ist síðan sjálfkrafa á Tímann. Örn mun áfram vera fréttaritari Tímans. Þá var hann í hlutastarfi sem blaðamaður á Feyki fyrir austurhluta Skagafjarðar og Siglufjörð frá febrúar ’87 fram í maí á þessu ári. Örn býr á Ökr- um í Fljótum og hóf búskap þar 1973. Aðspurður sagði Örn að nýja starfið legðist vel í sig. Auk rit- stjórnar á Einherja innir Örn ýmis störf af hendi í þágu kjör- dæmissamtakanna og hans fyrsta verk var að skipuleggja og undir- búa kjördæmisþingið á Blöndu- ósi fyrir skömmu. „Rekstur Ein- herja gekk vel í fyrra, en blaðið byggir afkomu sína á auglýs- ingum, því er dreift ókeypis í öll hús í kjördæminu og upplagið er 3600 eintök. Það verður áfram tekið við greinum frá hinum og þessum, auk þess sem fréttir verða af Alþingi og ýmsu öðru, t.d. frá sveitarfélögunum. Það var alltaf ákveðið í upphafi að gefa Einherja ekki út á sumrin, heldur þegar mikið er um að vera á Alþingi og miða útgáfu við það,“ sagði Örn. Einherji er prentaður á Sauð- árkróki, hjá prentsmiðjunni Sást sf. Blaðið hefur verið 8-12 síður, en reiknað er með að jólablað verði stærra. Aðsetur blaðsins er sem fyrr segir í Framsóknarhús- inu, Suðurgötu 3 á Sauðárkróki. -bjb Kópaskerskonur: Spila blak í sláturhúsinu - frá fyrstu blakæfmgu vetrarins Konur á Kópaskeri eru miklar áhugakonur um blakíþróttina. Þær mættu galvaskar til fyrstu æfingarinnar einmitt daginn sem blaðamenn gistu Kópasker. Þær Kópaskerskonur blaka í slátur- hússalnum og hefur hann þar með fengið heldur betur annað hlutverk. Mikil tilþrif voru sýnd í leiknum og heyra mátti hvatning- arópin langar leiðir. „Nú stopp- um við þær,“ sögðu stúlkurnar í „tapliðinu“. og voru hvergi bangnar þrátt fyrir að staðan væri 5:14. Þær létu ekki deigan síga fyrir það. Enda tókst þeim að jafna hlutföllin ögn betur sér í vil áður en yfir lauk. Mikill áhugi er fyrir blaki á Kópaskeri og æfa jafnt karlar sem konur. Einkum eru þó æfingarnar stundaðar með skemmtanagildi í huga, en keppnisandinn hefur þó komið upp í blakkonum og þær heim- sótt nágrannabyggðarlögin með blakboltann undir hendinni. Að lokinni fyrstu æfingu sagði Fríða þjálfari að markmiðið eftir æfingu væri það að allar konurn- ar tólf vöknuðu upp með strengi næsta dag. mþþ Hinar galvösku Kópaskcrsstúlkur að lokinni fyrstu blakæfingu vetrarins. í efri röð eru þær sem sigruðu. Frá vinstri: Eyrún, Ingunn St., Fríða þjálfari, Erla, María og Ingunn Á. Þær sem sitja töpuðu leiknum en hyggja væntanlega á hefndir síðar. Frá vinstri: Inga, Addý, Sirra, Guðmunda, Erla Sólveig og Kristbjörg. Mynd: tlv 1 SSfvJ988.;-DAGUR13 . Nýiar Bœkurnar sem beðið er eftir Fóst í bókabúöum og blaösölum um allt land SNORRAHÚS Strandgötu 31 • Akureyri • Sími 96-24222 iiil FRAMSÓKNARMENN llll AKUREYRI Skrifstofa Framsóknarflokksins er að Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 16- 18. Sími 21180. Starfsmenn verða Kolbrún Þormóðsdóttir og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.