Dagur - 15.11.1988, Side 15

Dagur - 15.11.1988, Side 15
15. nóvember 1988 - DAGUR -15 Sauðárkrókur: Fóðurstöð Melrakka vígð með athöfii Hin nýja og glæsilega fóður- stöð Melrakka hf. á Sauðár- króki var vígð fyrir skömmu. Mun fóðurstöðin, sem hingað til. sjá loðdýrabúum á Norðurlandi vestra fyrir fóðri, alls rúmlega 50 loðdýrabúum. Fjölmenni var á vígslunni og meðal gesta voru alþingis- menn, loðdýrabændur, starfs- menn Melrakka og ýmsir fleiri er tengjast Melrakka á einn eða annan hátt. Fluttar voru margar ræðar og á boðstólum voru dýrindis veitingar. Það var Úlfar Sveinsson stjórnar- formaður Melrakka sem vígði stöðina formlega í ræðu sinni. Bygging fóðurstöðvar Mel- rakka hófst í júnímánuði ’86 og byggingarverktaki var Trésmiðj- an Borg hf. Hönnuður hússins er Sigtryggur Stefánsson bygginga- fulltrúi í Eyjafirði og hönnuður vélabúnaðar er fyrirtækið Vista í Reykjavík. Húsið er stálgrindar- hús og gólfflötur er um 1000 fer- metrar og frystiklefi fóðurstöðv- arinnar er 3200 rúmmetrar að stærð. Frystiklefinn var tekinn í notkun í lok októbermánaðar ’86 og ’87 var klárað að innrétta húsið. Vélabúnaði var síðan komið upp í sumar og hófst fram- leiðsla 17. október sl. Áður hafði fóður verið framleitt við þröngar aðstæður í fóðurstöð loðdýrabús Loðfeldar hf., sem staðsett er stutt frá Melrakka. Fóðurstöð Melrakka á að geta framleitt um 15000 tonn af fóðri á ári en áætluð framleiðsla þessa Fjölmennt var við vígslu fóðurstöðvarinnar og gátu vígslugestir gætt sér á dýrindis veitingum af löngu hlaðborði. Vígslugestir hlýða á ræðu Úlfars Sveinssonar stjórnarformanns Melrakka hf. og í lok ræðu sinnar lýsti hann yfir að stöðin væri formlega tekin í notkun. árs er um 4500 tonn. Um 80% þess eru framleidd á tímabilinu júlí-nóvember, einmitt þegar verst gengur að afla fiskúrgangs til hráefnis, en fiskur er um 60% af fóðrinu. Ekki hefur fengist fiskúrgangur í haust frá Sauðár- króki og hefur þurft að keyra úrgangi frá Siglufirði að mestum hluta, auk þess sem eitthvaö hef- ur fengist frá Akureyri. Af slátur- afurðum hefur hins vegar fengist nægur úrgangur frá sláturhúsun- um á Sauðárkróki. Á eftir Úlfari töluðu á vígsl- unni Forsteinn Birgisson fram- kvæmdastjóri, alþingismennirnir Pálmi Jónsson og Stefán Guð- mundsson. Pví næst talaði Einar Gíslason loðdýrabóndi og ráðu- nautur frá Syðra-Skörðugili og flutti hann langa og yfirgrips- mikla ræðu um stöðu loðdýra- ræktarinnar í dag. Þá tóku einnig til máls loðdýrabændurnir Reynir Barðdal frá Loðfeldi hf. og Svav- ar Jóhannsson frá Litladal í A,- Húnavatnssýslu. Dagskrá vígsl- unnar stjórnaði af mikilli rögg- semi Sigurður Hansen loðdýra- bóndi frá Kringlumýri í Blöndu- hlíð. Að sögn forráðamanna Mel- rakka hefur vélabúnaður reynst vel, það sem af er, og hefur fram- leiðslan verið um 200 tonn á viku, mest um 55 tonn á dag. Pegar best lætur geta þeir hjá Melrakka framleitt 10 tonn á klukkutíma í nýju stöðinni, sem er margfalt meiri afkastageta en frá því í gömlu fóðurstöðinni. -bjb Hólar í Hjaltadal: I Fiskteljari kynntur fyrir fisk- eldismönnum af Norðurlandi Fyrir skömmu fór fram í fiskeldisstöð Hólalax hf. á Hólum kynning á Bioscanner- fiskteljaranum. Fiskteljarinn er háþróað rafeindatæki til þess að telja lifandi fisk og far- ið er að nota hann í nokkrum fiskeldisstöðvum hér á landi og víða erlendis. Framleiðandi á teljaranum er Vaki hf. í Reykjavík og hann hefur verið þróaður á síðustu misserum af þróunarfélaginu Birtingi hf. Söluaðili er Istess hf. Akureyri og um kynninguna á Hólum sá Pétur Bjarnason markaðs- stjóri, auk Hermanns Krist- jánssonar frá Vaka hf. Á kynn- inguna voru boðaðir fiskeldis- menn af Norðurlandi, auk nemenda við fiskeldisbraut Bændaskólans á Hólum. Bioscanner-fiskteljarinn er algjörlega íslensk framleiðsla og tiltölulega nýr á markaðinum, byrjað var að þróa tækið fyrir um þrem árum. Hann var fyrst kynntur fyrir sunnlenskum fisk- eldismönnum í Fiskalóni Ölfusi 30. september sl. Þá hefur teljar- inn verið sýndur á fiskeldissýn- ingum í Inverness í Skotlandi og Vancouver í Kanada og vakið mikla athygli og góð ummæli þeirra er reynt hafa. Alls eru 25 tæki komin í notkun, þar af 4 erlendis. Viðbrögð þaðan hafa verið mjög góð og í bígerð er að markaðssetja teljarann. Búast menn við góðri sölu erlendis á næstu árum. Fiskteljarinn skiptist í þrjá hluta, stjórnstöð, skynjara og rennu, en skynjarinn er settur undir endann á rennunni og tengdur í stjórnstöðina, sem síð- an telur fiskinn. Helstu kostir teljarans eru mikil afköst, en hann getur flokkað allt að 6000- 8000 fiska á klukkustund á hvern skynjara, allt eftir stærð fiskanna og kröfu um nákvæmni. Einn maður getur hæglega annast taln- inguna þannig að um töluverðan vinnusparnað er að ræða. Við eðlilegan talningarhraða næst 98- 99% nákvæmni og hægt er að mæla með sama teljaranum fiska allt frá 10-40 cm að lengd, þannig að hann hefur mikla talninga- breidd. Með notkun á teljaranum er hægt á auðveldan hátt að fá vitneskju um fjölda seiða í hverju keri. Slík vitneskja er góður grundvöllur fyrir réttri fóðrun, réttri lyfjanotkun, ef á þarf að halda, og til ákvörðunar trygg- ingagjalda. Pá er hægt að tengja teljarann við flokkara og önnur tæki, og við hverja stjórnstöð er hægt að tengja fjóra skynjara og fjórar rennur. Kostnaður við að koma sér upp teljara og þeim tækjum sem þurfa að fylgja, getur numið frá 280-500 þúsund krónum, allt eftir því hvað fiskeldisstöðin er stór í sniðum. -bjb Nemendur við fiskeldisbraut Bændaskólans á Hólum fylgjast grannt með1 kynningu Hermanns á fiskteljaranum. Hermann Kristjánsson frá Vaka hf. sem framleiðir teljarann og Pétur Bjarnason markaðsstjóri ístess hf. á Akureyri, sem er söluaðili, við Bio- scanner-fiskteljarann. Á gólfinu fyrir framan þá er stjórnstöðin, Hermann heldur á einum skynjara og fyrir aftan þá er rennan. Þetta eru þrír hlutar fiskteljarans. Bioscanner-fiskteljarinn kynntur fyrir fiskeldisbændum af Norðurlandi, sem sýndu tækinu mikinn áliuga.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.